Vísir - 20.01.1964, Page 2
VI SIR . Mánudagur 20. janúar 1964.
2
..................... ......
trÍÍ;;!lÍ;HUÍ{H pHr. RFJ [1 Í bfiiSHSB iTlTlTljíþftpnHíTHHS' Ufl - {íjH? u jjujlfci: ‘Itil tíiiiiiÍiÉÍMiiÉiít
JÓN BIRGIR PÉTURSSON
VORU ORDADIR VID BOTNSÆ7ID
— en unnu íslundsmeisturunu með
25 :19 í hörkuspennundi leik
Það eru aðeins nokkrir
dagar síðan KR-liðið í 1.
deild í handknattleik var
sterklega orðað við botn-
sætið í deildinni, sem
mundi þýða að liðið hefði
leikið í 2. deild að vetri.
Svo skjót eruveður að skip
ast í lofti, að í gær var það
KR-liðið, sem sýndi ís-
landsmeisturunum hvernig
á að leika handknattleik.
Leikur KR og Fram varð
oft þannig, að ókunnugir
hefðu ekki verið í nokkr-
um vafa um að það væri
liðið í röndóttu búningun-
um, sem væri íslandsmeist
ari, en ekki þeir í bláu bún-
ingunum, sem þó er raun-
in.
KR-liðið í gærkvöldi barðist eins
og bezt gerist í Vesturbænum, og
er þá mikið sagt. Liðið fékk ekki
góða byrjun, en „fall er fararheili“.
Þarna skorar Hilmar Björgvinsson úr homi. Sig. Óskarsson greiddi
götu hans út í hornið, svo sem sjá má.
Þarna er rnynd frá Hálogalandi í gær. — KR-sigri var fagnað innilega.
Brátt hafði Fram 5:2 yfir Vest-
urbsejarliðið og áhorfendur, sem
flestir höfðu verið forsjálir og haft
transistortæki með til að létta sér
„leiðindin“, voru búnir að stilla á
Svavar Gests í útvarpinu.
Sigurður Óskarsson, hinn prúði
línuspilari KR var að mínu áliti
lykillinn að sigrinum ásamt Sigurði
Johnny markverði, Guðlaugi Berg-
mann og auðvitað Karli Jóhanns-
syni, sem skoraði megnið af mörk-
unum, eða 13 alls. Sigurður átti
stærstan þáttinn í að rétta marka-
töluna af og brátt hafði KR tekið
forystu með 6:5 og hafði Sigurður
skorað 3 markanna en átt sj.óran
þátt 1 hinum. Framarar sóttu -mjög
stíft hægra megin að vörn KR, en
þar var Guðlaugur Bergmann fyrir
og hljóp ævinlega út á móti þeim
skyttum sem >gerðu sig líklegar. —
Þetta bar þann árangur, að
Fram tókst ekki að skora í gegn
hjá Guðlaugi. Að auki virtist þetta
ergja skytturnar svo mjög, að eftir
þetta tókst. þeim ekki sumum hverj-
um að ná stjórn á hinum mikla
skapi sínu.
Það furðulega gerðist næst, að
KR skorar úr flestum sínum sókn-
Framhald á bls. 6.
Staðan
—og mnrkhæsfu
menn
Eftir leikina í 1. deild í gær
er staðan þessi:
KR-FRAM 25:19
FH-VÍKINGUR 35:22
Fram 4 3 0 1 6 121:94
FH 4 2 115 118:101
ÍR 4 2 1 1 5 102:97
KR 4 2 0 2 4 101:112
Víkingur 4 2 0 2 4 95:99
Ármann 4 0 0 4 0 72:94
Markhæstu leikmenn 1 1. deild:
Ingólfur Óskarsson Fram 40
Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR 38
Karl Jóhannsson KR 36
Hörður Kristinsson Ármanni 30
Rósmundur Jónsson Víking 27
Ragnar Jónsson FH 27
Reynir Ólafsson KR 22
Guðjón Jónsson Fram 22
Páll Eirfksson FH 21
Hermann Samúelsson ÍR 21
„Samk, góða FH-liðið" komst #
gang og molaði Víkiag með 35:22
Leifturhraði FH gerði út af
við sigurvonir Vikinganna
Lim íslandsmeistaratignina
í ár, en þessi lið mætast
aftur í keppni íslandsmóts
ins 9. febrúar n. k.
„Þarna sáuð þið gamla,
góða FH-spilið aftur“,
sagði Hallsteinn Hinriks-
son, þjálfari FH-liðsins,
glaðklakkalegur eftir við-
burðaríkt kvöld að Háloea
landi. Og bað var rétt. FH-
liðið hafði í 60 mínútur
sýnt „gamla FHspilið“
eins og það var fyrir nokkr
um árum. Hraði og skot-
harka keyrði Víkingana,
sem í fyrra tókst að ná
öðru sæti í íslandsmótinu,
algjörlega í kaf, svo að
aldrei í leiknum voru þeir
áberandi. Það er ekki grun
laust um að Framararnir,
eftir ósigur sinn við KR
þetta kvöld, hafi litiðí
kvíðablöndnum augum til
þessara keppinauta sinna
Víkingur átti aldrei í þessum leik
góða leikkafla og var liðið algjör-
lega útleikið á öllum sviðum. Að
vísu voru ieikar jafnir fyrstu 2 — 4
mfnúturnar, eins og oft er, en upp
úr því tóku FH-ingar að ná völd-
unum. I hálfleik var staðan orðin
15:8 fyrir FH.
Við þetta bættu FH-ingar með
leiftursnöggum sóknum og þegar
yfir lauk var staðan 35:22, —
hvorki meira né minna en 13 marka
munur yfir Víkingana!
FH-liðið hefur .ekki sýnt jafn-
góðan leik og nú í langan tíma.
Leikmenn voru allir með á nótun-
um og settu mótherjana algjörlega
út af laginu. Mjög athyglisverður
leikmaður er Páll Eiríksson, því
hann er orðinn stjarna liðsins bg
hefur náð mikilli leikni í harid-
knattleik. Ragnar Jónsson var bg
mjög góður, en Kristján Stefánsson
og Birgir Björnsson ágætir, en lið-
ið í heild sýndi oft á tfðum af-
bragðs leik. Hjalti varði ágætlega,
þegar hann var inni, en var ekki
mikið í leik, en ungum markverði
Loga Kristjánssyni, gefinn kostur
á að verja.
Víkingsliðið hefur ekki sýnt eins
daufan leik í þessu móti og nú.
Var liðið líkt því, sem það var í
Reykjavfkurmótinu, vanmátta og
viljalítið. Skástu menn voru þeir
Rósmundur og Jóhann, en enginn
framúrskarandi fyrir leik sinn.
Sveinn Kristjánsson dæmdi leik-
inn og fórst þáð ágætlega. Virðist
hann á réttri braut og tekur greini-
legum framförum.