Vísir - 17.02.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 17.02.1964, Blaðsíða 3
V í S IR . Mánudagur 17. febrúar 1964. 3 Á FULLRIFERÐ MFDSKURVON Þarna er Einar Farestveit að sýna gestum vélina, en fyrirtæki hans hefur umboð fyrir Wichman- bátavéiar. Frá vinstri á myndinni eru: Henry Hálfdánarson, Loine, sendiráðsritari, Einar, og norski ambassadorinn, hr. Johan Cappelen. Frá vmstri á myndinni eru þeir Samúel Guðnason, stýrimaður, Ing- ólfur Magnússon og Sveinn Gunnarsson, hásetar á Sigurvon, í vist- legum hásetaklefa. Á laugardaginn var blaða- mönnum boðið í reynsluferð með hraðskreiðasta vélbáti flot ans, SIGURVON RE 133, hinum glæsilegasta báti f alla staði, en hann kom til landsins I sfðustu viku frá Noregi, þar sem hann var smíðaður. Myndsjáin í dag er frá reynslu ferðinni út á Sundin. Báturinn klauf ölduna á 12 mílna hraða. Vél bátsins, sem er af Wich- man-gerð, er túrbínuvél. Margt nýstárlegt er að sjá f bátnum, en frágangur allur mjög skemmtilegur. Má minn- ast á lestarrýmið, sem er alit úr aluminíum, sérlega smekk- lega klefa skipshafnarinnar, upp hitaðan klefa til að beita lín- una o. s. frv. Fiskveiðiskýrslo 10 mánuði 1963 Um borð í Sigurvon. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, vélstjóri, Gísli Jóhannesson, skipstjóri, Sæ- mundur Auðunsson og Bjarki Elíasson, ásamt Ólafi Ág. Ólafssyni, starfsmanni hjá G. Helgason & Melsted. Fiskifélagið hefur nú birt heild- araflatölur fyrir tímabilið 1. janúar — 31. október s.l. árs. Þar kemur í Ijós, að heildaraflinn var 716 þús- und tonn eða nærri 20 þúsund tonnum minni en á sama tímabili árið áður, en þá hafði heildaraflinn numið 735 þúsund tonnum. Skýrslurnar sýna, að það er fyrst og fremst síldaraflinn, sem er minni en árið áður, en aflinn af öðrum fisktegundum er meiri. Síldveiðin á þessu tímabili er 370 þúsund tonn, en var árið áður 412 þúsund tonn. Annar fiskur, bolfiskur og flat- fiskur var 339 þúsund tonn móti 319 þúsund tonnum árið áður, eða 20 þúsund tonnum meiri. Rækjuafli er 512 tonn móti 348 tonnum árið áður og humarafli 4873 tonn, en var 2335 tonn á sama tíma árið áður. Skipting ýmissa fisktegunda var þannig, að þorskafli var um 6 þús- und tn. meiri á þessum tíu mán- uðum ársins 1963 en á sama tíma 1962 eða 218 þús. tonn móti 212 þúsund. Ýsan stendur í stað, um 42 þúsund tonn, en talsverð aukn- ing varð á karfanum, 29 þúsund tonn á móti 19 þúsund árið áður og stafar það að sjálfsögðu af tog- araverkfallinu, sem var árið 1962. Af sömu ástæðum varð togara- aflinn nokkru meiri á s.l. ári en árið áður eða 61 þúsund tonn á móti 40 þúsund tonnum á sama tírha 1962. En bátafiskur stóð nær því alveg í stað, um 277 þúsund tonn. Leystur úr vurðhaldi Dómsrannsókn er nú lokið í toll svikamáli þvi sem uppvist varð um hjá Eimskipafélagi íslands um síð- ustu áramót. Um skeið sátu í varðhaldi bæði afgreiðslumaður Eimskips, sem játaði á sig sakir varðandi af- greiðslu bílanna án þess að hafa tekið á móti viðhlítandi skilríkjum í staðinn og eins forstjóri bifreiða- innflutningsfyrirtækisins, sem hlut átti að máli. Þeim fyrrnefnda var fijótlega sleppt og hafði þá játað að hafa þegið áfengi að launum, eina flösku fyrir hvern bíl. For- stjóranum var hins vegar sleppt úr haldi laust fyrir síðustu helgi, og verður málið nú sent til saksókn- ará.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.