Vísir - 21.03.1964, Blaðsíða 5
>!>■
\rw /
r £ ! L ( K
......i'
aðar hríðskotabyssum, konur g
sem þola fúslega alls konar |
þjáningar til að viðhalda fegurð 1
sinni eða fórna jafnvel heilbrigði |
og lífi á altari hégómans, konur, |
sem helgað hafa vísindunum líf K
sitt og starf, aldraðar konur, i
slitnar og knýttar af þrotlausu |
striti, eirðarlausar og vansælar |
yfirstéttarkonur — konur í gleði S
og sorg, ást og barnsnauð — H
sem sagt — konur um víða ver- |
öld.
Og konan má fagna þeirri upp <1
reisn, sem hún hlýtur í þessari c
kvikmynd, eftir allt, sem hún |
hefur orðið að þola, ekki ein- S
ungis frá kvikmyndaframleið- |
endunum, sem gert hafa sér 8
líkama hennar að verzlunarvöru §
á ósmekklegasta hátt, svo að R
jafnvel vændismangararnir hafa |
komið tiltölulega heiðarlega K
fram við hana í samanburði við B
það — heldur og það, sem svo-
kallaðir vitringar og . „andans
stórmenni" af karlþjóðinni hafa
verið að hnýta I hana öldum
saman — sagði ekki Aristoteles,
að konan væri kona sökum
skorts á vissum hæfileikum, og
Pythagores, sem aldrei brást I
reikningslistin, að kona gæti ein «
ungis tvisvar sinnum gert mann g
hamingjusaman: á brúðkaups- |
daginn og þegar hann fylgdi I
henni til grafar. Bounet var
einna skástur — hann kallaði
konuna „rifið, sem ofaukið hefði
verið í síðu Adams“. Óneitanlega
hafa höfundar þessarar kvik-
myndar bætt fyrir margt, sem
ranglega hefur verið sagt um
konuna, þó að þeir gerj sér síð-
ur en svo far um að gera hana
að dýrlingi — jafnvel þó að
myndin hefjist á dýrðaróði til |
hinnar heilögu jómfrúar, að róm
önskum hætti.
Mynd þessi verður sýnd í
Tónabíói á næstunni. Og það er
sannarlega ánægjulegt, að mega
fullyrða það, að þar sé á ferð-
inni óvenjulega góð kvikmynd.
lg-
V í S I R . Laugardagur 21. marz 1964.
(La Donna nel Mondo)
Kannski ec það einkennilegast
við þessa mynd, að nafninu at-
huguðu, að þar sést engin nafn
greind leikkona á tjaldinu, eng-
inn nafngreindur leikari raunar
heldur — engir leikarar, í eigin
legri merkingu þess orðs, hvorki
konur né karlar, enginn leikur,,
einungis veruleikinn, sem oft
og tíðum er leikrænni en nokk-
ur leikur eins og hann getur
verið ósennilegri en nokkur
skáldskapur.
Engu að síður er þetta spenn
andi kvikmynd á sinn hátt, en
þó fyrst og fremst framúrskar-
andi vel tekin og vönduð að allri
gerð. Þeir ítölsku hafa löngum
verið snillingar á sviði myndlist
arinnar, og það hefur einnig sett
sitt mark á margar þær kvik-
myndir, sem frá þeim hafa kom-
ið, og er óþarfi að rekja það.
Nafnið er yfirgripsmikið, kann
ski er ekki staðið fyllilega við
það loforð, sem í því felst, því
að óneitanlega nær sú hin víða
veröld norður fyrir Stokkhólm,
en það er það nyrzta, sem ljós-
myndararnir Antonio Climati og
Benito Frattari, virðast hafa far
ið að svipast um eftir konum —
leiðinlegt að þeir skyldu ekki
skreppa hingað og kvikmynda
fegurðardísir okkar, og eins hef
ðu þeir gjarnan mátt taka græn
lenzkar konur með, þó að ekki
væri nema til að fá dálítið jafn-
vægi við allar myndirnar frá
ITawaii og öðrum enn suðlæg-
ari eyjum, Kína og Indlandi.
Og þarna getur að líta konuna
„á öllum sviðum“ mannlífsins;
konur, sem búa við hin frum-
stæðustu skilyrði í frumskógum
og eyðimörk, konur, sem lifa við
ailsnaégtir í hásölum stórborga
menningarinnar, konur, sem
dragá frafn lífið í eymd, volæði
og saurlifnaði fátækrahverf-
anna eða falbjóða blíðu sína úti
í húsagluggunum við Herbert-
strasse í Hamborg — konur,
sem þreyta mjaðmavagg af
furðulegri fimi suður á Hono-
lulu, ungar ísraelsdætur vopn-
J^eikur hljómsveitarinnar var
^ hins vegar og því miður
með lakara móti í þessu verki,
og raunar átakanlega utangátta
á köflum. Má eflaust bæði
kenna um stjórnanda og ein-
stökum hljóðfæraleikurum, en
lélegur hljómburður á sviði
(svo ekki sé talað um fram í
salinn) getur einnig hafa valdið
um miklu, svo og sitthvað
fleira.
Leifur Þórarinsson.
Brendel á sinfóníutónleikum
rT*ólftu hljómleikar sinfóní-
unnar á þessum vetri, fóru
fram í samkomuhúsi Háskólans
1 fyrrakvöld. Var þar kominn
nýr stjórnandi frá Bandaríkjun-
um, Igor nokkur Buketoff, og
var það auðvitað í alla staði á-
nægjulegt og tilefni að óska
öllum aðstandendum til lukku.
Virðist hér vera kominn stjórn-
andi allvel við hæfi hljómsveit-
arinnar, vandvirkur og öfga-
laus, og ekki djúpristur i skoð-
unum. Kom þetta skýrt fram í
hreinlegum flutningi fyrsta
verksins á efnisskránni, Helios-
forleiknum eftir Carl Nielsen,
sem var fluttur af talsverðum
þrótti og því sem Amerikanar
kalla „a businesslike manner".
^nnars verðu kannski ekki
dæmt um hæfni eins eða
neins af meðferð annars flokks
tónverka eins og þessa forleiks
Nielsens, og þó enn síður Sin-
fóníu nr. 5 eftir sænska 19.
aldar tónskáldið Franz Ber-
wald, sem er ótrúlegur upp-
vakningur. Til þess skipta verk-
in því miður alltof litlu máli,
bæði fyrir hljómsveit og á-
heyrendur. Fær vart nema stór
sleginn snillingur reist rönd við
slíku general áhugaleysi, en
það er hr. Buketoff óumdeilan-
lega alis ekki. Fjórði píanókon-
sert Beethovens bjargaði því
sem bjargað varð hvað við-
kemur efnisskránni. Þar var
líka kominn einn alglæsilegasti
píanósnillingur Evrópu, Alfred
Brendel, og olli býst ég við
engum vonbrigðum. Hann lagði
ríka áherzlu á lýriskt og lát-
laust ' píanóspil, fremur en
dramatískan ofsa, sem er kækur
svo margra lakari listamanna
þegar fjallað er um Beethoven,
og ’var unun á að hlýða. Hver
tónn og hljómur var fullkom-
lega á valdi einleikarans, hvergi
ofgert né van, en ails staðar
gætt fyllsta jafnvægis.
/T v j'' ' f- ■
•:>i_; i?.. I 5 K !>,-■■'
\'ý:$\KjO\%\PlÝ]RlA:FlRÍÆ. &\l \N(r A F. 'i ~v |
Xu ^aúiis r A K ■ •> 6 h * v / 4 k
í? smu \l ■Hitrt; ,■ h H N /• R lö-
/ íir fr'S-iéW.X R C / !
/ \o Yo^m
■0 \K \A !*«».
|S 17 \K \K\
Krossgátuverðlaun
Hér birtist ráðning krossgátunnar frá 7. marz. Verðlaunin
krónur hlýtur Sigurbjörg Skaftfell, Bragagötu 29. Reykjavík.
500
VTNSÆLAR
FERMINGARGJAFIR
TJÖLD
margar gerðir
SVEFNPOKAR
RAKPOKAR
VINDSÆNGUR
TÖSKUR
m/matarilátum (Picnic)
GASSUÐUTÆKI
FERÐAPRÍMUSAR
SPRITTTÖFLUR
fjölbreytt úrval.
Geysir h.f.
TEPPA- OG
DREGLADEILD
GÓLFTEPPI
margar fallegar
tegundir.
TEPPADREGLAR
3 lúetra á breidd
GANGADREGLAR
fallegt úrval
margar tegundir.
GÓLFMOTTUR
GÚMMÍMOTTUR
BAÐMOTTUR
FERÐATÖSKUR
vandað úrval
Geysir h.f.
I ,
1 TEPPA- OG
DREGLADEILD