Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 1. Júní 1964. s Danskur dómari — Frh. af bls. 6: dæmi. Á fundi sínum í Haag skráðu samtökin ítarlega regl- ur um farmskfrteini og flutn- inga á sjó. Voru þær reglur síð- an lagðar fyrir alþjóðafund í Briissel 1924 og þar samþykktar af hlutaðeigandi ríkisstjórnum sem Briisselsamningurinn, er nú gildir um allan heim. Sama er að segja hinar svonefndu York- Antwerp-reglur um sjótjón. Þær voru fyrst samdar af Inter- national Law Association og eru nú í gildi meðal ríkja heims. Aðild íslendinga. Lögfræðingar í nær öllum ríkj um Evrópu eru meðlimir í Int ernational Law Association, em alls eru meðiimir samtakanna um 4000 talsins. Meðal þeirra eru margir kunnir lögfræðingar frá ríkjum Austur-Evrópu og einnig gerast lögfræðingar frá hinum nýju ríkjum Evrópu og Asíu nú meðlimir. Og reyndar er þátttaka f samtökunum ekki bundin við lögfræðinga eina saman. Meðlimur getur hver sá orðið sem áhuga hefir á þjóð- réttarlegum efnum. Það er aðalskrifstofa samtak- anna, sem aðsetur hefir í Lond- on, er veitir deildunum í hverju landi viðurkenningu sem aðila að samtökunum. Lágmarkstala þátttakenda í hverju Iand; er aðeins 10, og var sú tala ný- lega lækkuð með það f huga að mörg hinna nýju rfkja eru fámenn og hafa ekki á að skipa mörgum áhugamönnum um þessi efni. — Eins og ég sagði áðan, heldur Boeg dómari áfram, væri mjög gaman ef ísland gerð ist aðilj að samtökunum, eins og hin Norðurlöndin. Að vísu eru mér ljósir erfiðleikarnir á því, þar séin hér á landi eru tiltölulega fáir sem áhuga hafa á þessum efnum, vegna smæðar þjóðarinnar. En íslendingar • eiga engu að síður að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og leggja sinn skerf af mörkum. Ég vil að lokum taka það fram að hver félagsdeild er byggð upp af áhugamönnum, en tekur ekki þátt í samtökum sem opinber aðili meðlimaríkjanna. Það er von mín að sjá íslendinga á þingum International Law Association í framtíðinni. Mark mið samtakanna er merkt og samvinna ríkja á sviði þjóðar- réttarins hvetur til lausnar deilumála á friðsamlegan hátt, það er einmitt það sem heim- urinn í dag þarfnast. - Loftleidir — Framh. af bls. 1 reki þar hótel og veitingasölu. Ennfremur að miklar skipulags- breytingar og endurbætur verði gerðar á flugstöðvarbygging- unni innanhúss, og er áætlaður kostnaður við þær breytingar sex og hálf milljón króna. Hug- mynd að nýrri hótelbyggingu er einnig á döfinni sem fyrr segir. Loftleiðir flytja nú alla flugafgreiðslu sína til Keflavik- urflugvallar og fá samkvæmt samningi aðstöðu þar til flug- vélaviðgerðar. Leigusamningur- inn við Loftleiðir er til 10 ára, eða til 1. júni 1974. Taugaveiki — Framh. af 1. síðu. Vísir sneri sér í morgun til setts landlæknis, Benedikts Tómassonar og spurðist fyrir um það hvort sóttvarnarráð- stafanir yrðu gerðar hér á landi en daglegar samgöngur eru við Glasgow frá Reykjavík eins og kunnugt er. Landlæknir kvað málið í athugxm. Hann benti jafnframt á að hér væri ekki um sóttnæmaan faraldur að ræða, heldur, bærist veikin með sýktum fæðutegundum. Væri því ekki ástæða til uggs eða ótta hér á landi á þessu stigi málsins. S.H. — Framh. af bls. 12. un olíuhreinsunarstöðvar. Legg- ur fundurinn áherzlu á að við uppbyggingu atvinnuveganna sé þess gætt að tryggðir séu hags- munir atvinnugreinanna og sú stóriðja látin sitja i fyrirrúmi, er sízt kynni að skaða þær atvinnugreinar sem fyrir eru“. í tilefni af þessari ályktun SH kom stjórn Félags ísl. iðn- rekanda saman og ákvað að gefa út eftirfarandi yfirlýsingu: „Stjóm Félags íslenzkra iðn- rekenda sér ástæðu til að gera athugasemd við þann anda, sem fram kemur i þessari fundarsam þykkt S.H. og vill í því sam- bándi vekja athygli á þeirri miklu nauðsyn þjóðar vorrar að byggja upp iðnað á sem breið- ustum grundvelli. Litur stjóm F. í. I. svo á, að þjóð vor sé í mikilli hættu, ef lengi dregst að byggja hér upp fjölþættari iðnað. Staðreynd er, að fiskafli getur bmgðist hér eins og ann ars staðar. Þjóðinni er því Iífs- nauðsyn að koma sem fyrst upp nægilega víðtækri iðnaðarfram- leiðslu til þess, að þjóðarbúskap urinn fái staðizt, jafnvel þótt afli bregðist um eitthvert ára- bil“. Varningur finnst í húsa- garði Um hádegið í gær var lögregl- unni gert aðvart um varning, sem fundizt hafði í húsagarði vestur á Stýrimannastíg, en enginn vissi deili á. Lögreglan fór á staðinn og fann þar kassa með norskri niðursoð- inni mjólk og ferðatösku, sem í voru brúður af ýmsum stærðum og gerðum og barnabækur. Rannsóknarlögreglan tók varning inn í sína vörzlu, en enginn hafði eigandinn gefið sig fram í morgun. Eygló Vikforsd. — Framh. af bls. 12. fimmtudaginn em því 2 vikur liðnar frá því hún byrjaði að æfa hlutverkið. — Þetta hlýtur að hafa verið mjög erfitt, Eygló? — Já, ekki er hægt að neita því. Ég hef æft frá því kl. 10 á morgnana fram til kl. 2 og aft ur frá kl. 4 til 5 og 7 á kvöldin. Auk þess hef ég alltaf verið við sýningarnar hér í leikhúsinu, og það hefur verið bezta kennsl- an. En þetta er mjög erfitt starf og ég hef jafnvel orðið að senda dóttur mína nær þriggja ára í fóstur. „Og þú ert auðvitað mjög „nervös“? — Ég ve'.t ekki. Ég hef eigin- lega ekki haft neinn tíma til þess. Það er mjög erfitt að koma inn í hlutverk eins og ég geri, en allt fólkið hér hef- ur verið svo hjálplegt og indælt við mig og á það ekki sízt við um hljómsveitarstjórann. Þess vegna hef ég ekki kviðið fyrir, ........ iiii ii'niMiimiiwm nnn i' mi ■ w i Reykvíkingarnir sigruðu á Sjóstangaveiðimótinu Fimmia alþjóðlega sjóstanga- veiðimófinu lauk í gær. Þátttak- endur vom urn 50 og róið var á 9 bátnm. iMótið hófst sl. föstu- dag og .róið'var bæði á laugar- daginn og sunnudaginn. Móts- slit fóm .svo fram í Sigtúni í gærkvöldi., Alls veiddust á mót- inu 3399 fiskar, sem vógu 5596 kg. í sveitakeppninn; sigraði sveit nr_ 7, sem skipuð var Reykvíkhjgum. Á föstndaginn veiddust alls 653 fiskar, sem vógu 759,9 kg., þá vora'tkeppendur 45. Á laug- ardaginnvvoru keppendur 46, þá veiddusfc 1049 fiskar, sem vógu 1973 kg, Keppninni lauk svo á sunnudag, þá vom keppendur 47, veiddu 1697 fiska, sem vógu 2868,8 kg. Hlutskörpust var sveit nrí, 7, sem skipuð var Reykvíkingum. í sveitinni voru: Kolbeinn Kristófersson læknir, Haraldur Ágústsson skipstjóri, Hannes Þórarinsson læknir og Gunnar Guðmundsson skipstjóri Afli sveitarinnar vóg 680 kg. Hæsti báturinn, miðað við afla- magn á mann var Ásbjörg, skip- stjóri Smári Guðjónsson. Næst- ur var Jón Bjarnason, skipstjóri Halldór Bjarnason. Þriðjj var ís- lendingur II., skipstjóri Jóhann- es Guðjónsson. Mestan afla á mótinu hafði Haraldur Snorra- son 255,4 kg. Næstur var Magn- ús Valdimarsson með 205,9 kg. Þriðji var Ómar Konráðsson með 196,7 kg. Flesta fiska dró Halldór Snorrason 156 stk. Næstur var Valdimar Hrafns- son, sem dró 133 fiska. Stærstu lúðuna dró Ómar Konráðsson, stærsta þorskinn Haukur Claus en 14,2 kg. Stærstu ýsuna dró Ludvig Nordgulen 4,5 kg. Stærsta ufsann dró Ómar Kon- ráðsson, stærstu lönguna Rolf Johansen, stærstu lönguna. Há- kon Jóhannsson, stærsta stein bítinn Sveinn Magnússon, stærsta karfann sá sami og dró stærstu lísuna Jón B. Þórðarson. Aflahæsti kvenmaðurinn á mót- iu var Edda Þórsdóttir með 123 kg. Næst var Steinunn Roff með 86.5 kg., en hún veiddi einig stærsta fiskinn, sem vóg 6.9 kg. í gær var haldið hóf í Sigtúni, sem var mjög fjölsótt. Þar sleit Birgir Jóhannsson tannlæknir, sem er formaður Sjóstangaveiði félagsins, mótinu og verðlaun voru afhent. 3 BILAR VELTA 0G 3 FARÞEGAR SLASAST Þrjár bifreiðar ultu £ Reykja- vik og nærliggjandi byggðarlög um um helgina og í tveimur veltnnum varð slys á fólki. Bil- amir skemmdust allir nokkuð mikið. FyrsSa veltan varð hér I Reykjsnrík um hálfníuleytið á laugardagsmorguninn. Það var nýr jeppi, sem eigandinn var að kaupa og leggja af stað með í fyrstu ferðina, vestur á land, en þar átti eigandinn heima. Var ökumaðurinn að beygja af Reykjavegi inn á Suðurlands- brautina þegar óhappið skeði. Meiðsli urðu ekki á fólki, en skemmdir talsverðar á farartæk- inu. Sama kvöM, um kl. hálftíu, a.m.k. ennþá. Auðvitað er það spennandl að vera allt í einu í aðalhlutverki, en ég vona, að ég skili þessu sómasamlega, sagði Eygló að Iokum. Eygló er kunn söngkona hér í Reykjavík. Hún hefur mikið sungið með Þjóðleikhússkórn- um, hafði stórt hlutverk í Selda brúðurin eftir Smetana og æfði aðalhlutverkin „bak við“ i Rigoletto, La Travíata og II Trovatore. Fræðsla um dagskrórstörf Otvarpsstjóri Vilhjálmur Þ. Gíslason hefir haft samband við blaðið vegna fréttar um fyrirhug- aðan útvarpsskóla, sem birtist f dagblöðunum fyrir helgina. Kvaðst útvarpsstjóri vilja taka það fram, að hér væri ekki um beina skóla- stofnun að ræða. Hins vegar sé gert ráð fyrir því að taka upp fræðslu og æfingu til undirbún- ings fyrir þá fasta starfsmenn, sem að dagskrá vinna, eða falin er meðferð fastra þátta, eins og víða er gert í útvarpsstöðvum erlendis. Um nýja skólastofnun sé hins vegar ekki að ræða. lenti bifreið á brúarstólpa uppi hjá Esjubergi. Við árekst- urinn kastaðist bíllinn út af veginum og valt. Tveir varnar- liðsmenn og tvær stúlkur voru í bilnum og munu þeir hafa sloppið við meiðsli en þær slas- ast. Ekki er þó vitað hve mikið. Grunur lék á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum á- fengis. Bíllinn er mjög illa far- inn eftir veltuna. Um klukkan 4 aðfaranótt sunnudagsins barst lögregl- unni á Selfossi tilkynning um að umferðarslys hafi orðið í Ölfusinu skammt austan við Ingólfshvol. Þarna var fólksbifreið af Plymouthgerð á leið vestur, var fólkið í bifreiðinni að koma af dansleik, sem haldinn hafði ver- ið á Hvolsvelli. Á blindbeygju fyrir neðan nýbýlahverfið undir Ingólfsfjalli, missti ökumaður- inn allt í einu stjórn á bifreið- inni með þeim afleiðingum að hún kastaðist út af veginum og valt. Fimm manns voru í bílnum og slasaðist stúlka sem £ hon- um var. Hún var fyrst flutt í sjúkrahúsið á Selfossi til að- gerðar en síðan í Landakots- spítala þar sem hún liggur nú. Ekki vissi lögreglan á Selfossi hve alvarleg meiðsli hennar voru. Aðrir farþegar, ásamt gggHAPPDRŒTTIÍ VÖRÐUR Skrifstofan í Sjálfstæð- ishúsinu opin í dag frá kl. 9-18. Sími 1-71-04. Auðveldið uppgjör f __hnattferðarhappdrætt- HS inu með því að gera skil dag eða sem allra Í55 fyrst. ;~sjÁ"FsTŒDTsYLÖ~i<k~^T_N~Sj ökumanni, sluppu lítt eða ekki meiddir. Bifreiðin skemmdist mikið. Af öðrum slysum má geta þess að maður fótbrotnaði í Þorlákshöfn á laugardagskvöld- ið. Það var Bjarni Þórarinsson framkvæmdarstjóri, en hann vann, ásamt fleiri mönnum að sjósetningu kers í höfnina. Af einhverjum ástæðum slógust vírar í annan fót Bjarna og mun hann hafa fótbrotnað. Hann var fluttur í Landspítal- ann í Reykjavík. Rannsókn út af þessu slysi hófst f morgun. Um miðjan dag á laugardag meiddist telpa hér í Reykjavík. Hún var stödd í Síðumúla móts við lögreglustöðina, en hljóp út á götuna og í veg fyrir bíl, sem kom aðvífandi. Hún var flutt í slysavarðstofuna, en meiðslin ekki talin alvarlegs eðlis. Síldin — Framh. af bls 1 tneð 900 tunnur af fallegri síld. Skipstjóri á Helga er Hreiðar Bjarnason. Helgi Flóventsson var fyrsta skipið sem hélt á síldveiðar í sumar, en í gær var Jón Kjart- ansson frá Eskifirði kominn á miðin og byrjaður að kasta. Vfsir átti í morgun stutt við- tal við Hreiðar Bjarnason, skip- stjóra á Helga Flóventssyni. „Við urðum að hætta, þegar við vorum búnir að fá um 900 tunnur, því spilið bilaði. Nú er- um við á Ieið til Húsavíkur til þess að landa og fá gert við spilið. Síldin er falleg og stór, en hana fengum við um 80 míl- ur ANA frá Langanesi. En hún var hálf erfið. Um það leyti sem við vorum að halda heim, var Jón Kjartansson kominn á miðin og byrjaður að kasta, en ekkj er mér kunnugt um hvað hann er búinn að fá mikið, sagði Hreiðar. sa ca

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.