Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1964, Blaðsíða 6
f V1SIR . Mánudagur 1. júní 1964. í I j 78 fiegar spánska veikin geisaði Framhald af bls. 13. myrkur. Eftir að hafa skoðað gömlu konuna seint um kvöldið, voru skilaboð um að vitja sjúk- linga á allri strandlengjunni til Keflavíkur, enda hafði enginn læknir komið þar síðustu daga- Þó ég hefði séð margt ömurlegt hingað til, þá keyrði nú alveg um þverbak. Margir sjúkling- anna voru fárveikir, hjúkrun nær engin og nær enginn til að ilja upp í fbúðunum eða hjálpa til á neinn hátt. Sjúklingarnir átu aspirfnskammta til að minnka hitann, lágu löðursveitt- ir og illa haidnir í köldum og hráslagalegum húsakynnum. Það var því engin furða þó maður rækist þar á tiltölulega margfallt fleiri sjúklinga með hmgnabólgu heldur en heima og marga dauðvona. Það var því mitt verk að hvetja þá er frískir voru til að skipuleggja vitjanir til sjúklinganna, ilja upp á heimilunum og fá þá til að hætta þessu ofboðslega aspirínáti, upp 1 8 skammta á sólarhring. En það var erfitt að fá fólk til að láta þetta vera, þvi það áleit að um væri að gera að slá niður hitann. Minn- ist ég þess að oft elti fólk mig og spurði hvort það væri virki- lega rétt að ég bannaði að taka inn hitaskammta. Sagði ég að það væri nauðsynlegt að gæta hófs 1 notkun þeirra. Það væri oft nauðsynlegt að nota hita- skammt fyrsta sólarhringinn einu sinni eða tvisvar meðan hðfuðverkur og bemverkir væru hvað mestir, en síðar væri lítil þörf á að nota þá er sjúklingurinn væri farinn að venjast hitanum. Hættan væri svo mrkil á þvf að það slæi að sjúkiingnum sveittum í köldum húsakynnhm og fengju þá lungnabðlgu og því væri betra að gæta hófs. Ég man sérstaklega hve að- koman var ömurleg í Garðin- um, enda minnist ég þess að flest dauðsföll voru þar á öll- um Suðurnesjum. Þegar ég kom tfl Keflavfkur kl. 6 um morg- uninn hafði ég vitjað 35 sjúkl- inga á ieiðinni frá Stafnesi til Keflavfkur. Þegar ég kom til þeirra góðu hjóna, Ólafs kaup- manns og konu hans var matur framreiddur og er ég hafði neytt hans var farið til nokkurra sjúklinga í Keflavík, alls 15 manns á 9 heimilum. Á leiðinni heim var svo vitjað 6 sjúklinga f Njarðvíkum og farið á 5 bæi á Vatnsleysuströnd. AIls vitjaði ég f þessari ferð 60 sjúklinga þar af voru 22 með lungna- bólgu og 3 þeirra dauðvona. Heim kom ég svo rétt fyrir há- degi og skömmu sfðar var svo farið að sinna skyldustörfunum í bænum. Þetta mun hafa verið erfiðasti sólarhringur minn í Spönsku veikinni og jafnframt hinn ömurlegasti. Næstu daga fór ég suður á Vatnsleysuströnd og Voga og einnig upp f Mosfellssveit, en þ. 20. nóv. fór ég fyrstu ferð mfna til Grindavíkur. Ég lagði af stað að kvöldi til eins og vant var eftir að hafa sinnt sjúklingum mfnum f bænum. Ég man vel eftir veðrinu þetta kvöld. Það gekk á með krapa- éljum og hlóðst mjög á fram- rúðuna á bílnum. Þá voru engar svokallaðax vinnukonur til að þurrka af rúðunni, heldur var framrúðunni skipt í tvennt eftir endilöngu og þannig gengið frá að hægt var að opna efri hlut- ann svo hægt væri að sjá út um rifu á milli rúðuhelming- anna, en við það blotnaði mjög í bílnum. Þá þekktust ekki nema blæjubflar enda var oft kalt og hráslagalegt í þessum ferð- um. Þegar komið var til Grinda víkur um kvöldið var ekki laust við að ég öfundaði bílstjórann að mega hátta niður í rúm og fara að sofa. Þá var ekki bil- vegur nema í Járngerðastaða- hverfið. Fór ég fyrst ríðandi út í Þórkötlustaðahverfið og síðan vitjaði ég sjúklinga í Járngerða- staðahverfinu. Fylgdarmaður minn var Guðm. Ragnar Ólafs- son barnakennari þar, sem síð- ar var lengi dyravörður f Lands- bankanum. Vitjaði ég í þeirri ferð 52 sjúklinga. Nokkrir þeirra voru á batavegi, en mjög máttfamir. 9 voru með lungna- bólgu og einn dauðvona. Á heimleiðinni undir morgun var svo húsvitjað á Vatnsl.strönd- inni og vitjaði ég þar 15 sjúkl- inga á 5 bæjum, voru 2 þeirra með lungnabólgu. Það var oft tafsamt að paufast f myrkri af veginum niður í Brunnastaða- hverfið, þvf þá lá vegurinn mik- ið ofar, fjær bæjunum. — Þrem ur dögum sfðar var svo aftur farið á Ströndina, en tveim dögum síðar til Grindavfkur og þá út í Staðarhverfið, en þang- að hafði ég ekki komið áður. Vitjaði ég þar 22 sjúklinga og voru 3 þeirra með lungnabólgu. Næsta dag var svo farið upp á Kjalarnes og næsta dag þar. á eftir til Njarðvfkur, Voga og Vatnsleysustrandar. 1. des. (fullveldisdaginn) var farið til Grindavíkur, næsta dag upp á Kjalames og 3. des. fer að hægja um og ekki um nein ný tilfelli að ræða Eins og sést á þessu yfirliti mínu, má segja að veikin hafi gengið yfir á einum mánuði. Ég hefi skráð hjá mér þennan nóvembermánuð 505 sjúkl. í Hafnarfjarðarhéraði og 154 í Keflavíkurhéraði. Eflaust hafa fleiri sýkst í héraðinu, sumir ekki það veikir að þeir hafi vitjað læknis og margir vitjað annarra lækna, sérstaklega hér- aðslæknisins eftir að hann komst á fætur. Meðfram vegna þess hve út- breiðsla veikinnar var ör, varð hún sannkölluð drepsótt. í Reykjavík munu hafa dáið 258 manns, en fbúar voru þá 16.500. Var þetta ekki lftið mannfall f ekki stærri bæ á svo skömm- um tíma. í Keflavfkurhéraði dóu 44 og f Skipaskagahéraði 28 eða 17% í hvoru héraðinu fyrir sig eins og f Reykjavík. í Hafnar- fjarðarhéraði dóu einungis 18 eða 6% sem er nálega þrefalt minna en f hinum héruðunum, enda var dánartalan hér með þvl lægsta er gerðist f hinum sýktu héruðum. Hér f Hafnar- firði dóu 9 manns eða 5% þar af voru tveir mjög veiklaðir undir, Dr. Bjöm Bjarnason frá Viðfirði, sem var berklaveikur og Sigfús Bergmann kaupmaður sem var hjartabilaður í mörg ár. Mjög var misjafnt hve þungt veikin lagðist á fólk. Eins og ég gat um áðan, Iagðist hún einna þyngst á fólk á bezta aldri 20-40 ára. Sjaldgæft var að böm og gamalmenni veikt- ust. Vanfærum konum var mjög hætt, sérstaklega þeim, sem voru langt gengnar með og dóu flestar þeirra úr lungna- bólgu, er þasr höfðu tekið veik- ina. Lungnabólga greip margan sjúklingin það snöggt, að þeir blátt áfram köfnuðu, urðu svar bláir og dóu eftir stuttan tíma. Margir þeirra, er lifðu bólg- una af, fengu ígerð í lungun. Ég man eftir einum sjúkling, sem fékk svona igerðir og hafði svo mikinn uppgang, að ekki þýddi að hafa hrákadall hjá henni, heldur varð að hafa skólp fötu við rúmið og svo mikið heltist upp úr henni með köfl- um að lá við köfnun. Oft gerðu þessar ígerðir út um brjóstkassann og var rist til þeirra. Nokkrir fengu heila- bólgu (encephalitis) upp úr veik inni og báru ekki sitt barr í mörg ár. Fjöldi varð meir og minna taugaveiklaður og bar mest á því hjá þeim, sem veik- in lagðist ekki þungt á. Þeir heyrðu um öll dauðsföllin og voru yfir sig hræddir um að dauðinn biði þeirra líka. Oft var þessu fólki það mikil lækn- ing, að geta talað við lækni og fá róandi lyf. Ég minnist þess, að einu sinni er ég var í Vatns- Ieysustrandartúr og var kominn á heimleið að Stóru-Vatnsleysu að ég var beðinn um að koma til Njarðvíkur til fárveiks manns. Komið var fram yfir miðnætti og ég talsvert slæpt- ur. Fór ég samt og kom til sjúklingsins, sem lá I einu svita baði og virtist fárveikur. Ég fór að skoða hann og fann ekk- ert athugavert við hlustun og þegar ég mældi hann var hann nær hitalaus. Ég áleit að um ofsahræðslu væri að ræða og er hann var orðinn rólegri, spurði ég hann um orsökina. Kvaðst hann hafa verið eitt- hvað miður sín og sótt Þorgrím héraðslækni. Sagði læknirinn honum að um mjög væga veiki væri að ræða. Þegar læknirinn fór frá honum vitjaði hann annars sjúklings, sem var mjög mikið veikur og til að hressa upp á hann hafði læknirinn ekki gert mikið úr veikindum hans. Er hann kom út frá sjúklingn- um hitti '~’'nTinn gamla konu, sem spi -n hvernig honum litist á aginn sagði lækn- irinn við hana, að hann væri ekki viss um að hann hefði það af. Þetta frétti svo sjúkl- ingur minn, varð ofsahræddur og hélt að læknirinn hefði logið að sér og hann væri f heljar- greipum. Átti ég svo að skera úr um hvort um alvarleg veik- indi væri að ræða. Eftir skamma stund var hann orðinn hinn hressasti og fór ég að athuga meðul þau er Þorgrímur hafði látið hann fá. Sá ég að meðal glasanna var eitt með koníaki í. Af því að ég vissi að þessum sjúklingi mínum þótti góður sopinn, þá spurðj ég hann að því hvort hann ætlaði ekki að taka inn meðalið. Kvaðst hann hafa ætlað að bíða þar til ég væri búinn að segja til um það hvort hann væri nokkuð sjúkur að ráði. „Þá ætlaði ég að renna úr glasinu í einu,“ sagði hann, „því það er nefnilega koníak í því.“ Geri ég ekki ráð fyr- ir að hann hafi beðið lengi eftir að ég var farinn. Eftir að veikin var um garð gengin, vakti það undrun manna hve tiltölulega fáir dóu 1 Hafn- arfirði og nágrenni. Voru margir þeirrar skoðunar, að einhver vægari angi af inflúenzunni hefði komið með togurunum hingað frá Englandi og því hefði manndauðinn verið minni. Kom þessi skoðun berlega fram i er- indi um Spönsku veikina er Páll Kolka fyrrverandi héraðslæknir flutti í útvarpinu fyrir ári siðan eða svo. Sjálfum finnst mér þessi tilgáta mjög svo ósenni- leg. Samgöngur voru það mikl- ar við Reykjavík i byrjun veik- innar, að óliklegt má teljast að Hafnfirðingar yfirleitt hafi ein- göngu smitast af skipshöfn þess arra tveggja togara, Viðis og Ýmis, enda er mér kunnugt um marga sjúklinga sem komu hingað veikir á heimleið og urðu að láta hér fyrirberast. í ann- an stað má benda á að veikin var mjög mannskæð I Bretlandi eins og annars staðar. Nú um jólin barst mér I hendur nýút- komin bók, „1 straumkastinu", sem eru samtalsþættir er Vil- hjálmur S. Vilhjáimsson hefur átt við ýmsa sjómenn. Meðal þeirra er Bjarni Brandsson, sem í Spönsku veikinni var háseti á Snorra goða, sem gerður var út af Kveldúlfsfélaginu. Þar seg ir svo að er þeir fóru frá Eng- landi I nóvembermánuði, tóku þeir um borð 8 menn af Nirði, sem þá hafði nýlega verið skot inn I kaf. Þessir 8 menn voru veikir af inflúenzunni er þeir komu um borð og smituðu skips höfnina svo að er þeir komu til íslands eftir tæpra 5 sólar- hringa ferð, voru einungis 4 menn ósjúkir af 11 manna á- höfn og einn þeirra var þá lát- inn. Bendir þetta ekki til að um „vægan anga“ hafi verið að ræða, sem kom með togurun um frá Englandi. Orsakirnar til þess, hvað fáir dóu hér sam- anborið við nærliggjandi héruð, verður því að leita annars stað- ar frá. Er það að mínum dómi eftirfarandi ástæðum að þakka: Tekið hafði til starfa þá um sumarið Apótek hér I bænum, vel búið að meðulum eftir þeirra tíma mælikvarða og svo vildi til, að alltaf var þar ein- hver til að afgreiða meðul. í Reykjavík var þá aðeins eitt Apótek, en Ibúar tífalt fleiri. í Keflavík og á Akranesi urðu héraðslækarnir að afgreiða og laga meðulin sjálfir og höfðu þeir svo sannarlega nóg annað að hugsa um. 1 öðru Iagi voru húsakynni hér yfirleitt mjög svo sæmileg eftir því sem þá var að gera. Bæjarbúar munu hafa verið um 1700 og enginn var sá er veikt ist án þess að nágrannamlr vissu af þvf. Var næsta ótrúlegt hvað einstaka menn, sem ekki veiktust, gátu miklu afkastað til að hjálpa og hjúkra. Sérstak- lega minnist ég eins manns, er hét Olsen og var nefndur trú- boði. Var hann forstöðumaður aðventistatrúboðs, er rekið var hér I firðinum. Þessi maður gekk I húsin frá þvl snemma á morgnana og oft á tíðum þar til nótt var komin. Hann sá um að yljað væri upp hjá fólki, lagði á bakstra o.s.frv. Man ég að einu sinni mættumst við sem oft ar, báðir vorum við á hjóli, og reiddi hann fyrir framan sig tau vindu. Sagði hann mér, að hann væri orðinn svo sár á höndun- um við að vinda bakstrana að sér hefði hugkvæmst að nota tauvindu og gefist mjög vel. Er ég viss um að þessi maður og raunar ýmsir aðrir hjálpsamir hafi gert ótrúlega mikið gagn. Einnig má geta þess, að allir er óskuðu fengu til sfn lækni sem fylgdist með sjúkdómmun og þó ekki væru til lyf nema tfl að lina hósta og vanlíðan, þá hefur það ótrúlega mikið að segja fyrir sjúklinginn, að vita að fylgst er með sjúkdómi hans og læknirinn gefi hann ekki upp á bátinn hvað sem á bjátar. 1 þriðja lagi er svo það mln persónulega skoðun eftir starf mitt hér I rúm 45 ár, að veður- sældin hér I firðinum (sbr. um- mæli Gröndals 1 Þórðar sögu Geirmundssonar) hafi sitt að segja. Ég þykist hafa orðið þess var, að ýmsar farsóttir hafi lagst vægar á hér en víða ann- ars staðar, a.m.k. færri dauðs- föll og hefur oft hvarflað að mér, hvort ekki væri að þakka veðursældinni hér að svo hafi til borið. Nóvembermánuður 1918 var kaldur, norðanátt er gætti meir I Reykjavík en hér. Að lokum vil ég geta þess að margir reyndu hitt og þetta til að varna þvl að þeir fengju þessa skæðu sðtt. Margir átu klninpillur og þóttust hafa feng ið góða raun af því. Aðrir báru kamfórumola I poka á brjóst- inu og voru sannfærðir um að það hefði hjálpað. Þó voru það fleiri sem notuðu koníak eða kamfórubrennivín til að verja sig með, en þá var vínbann og erfitt að fá, slíkt nema með rec epti. Sjálfur hafði ég þá skoðun að ég hefði varið mig frá veik inni með vindlareykingum, og Frh. á bls. 21. Togarinn Víðir bar spönsku veikina til Hafnarf jarðar, að því er talið er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.