Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 27.06.1964, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 27. jdnl 19Æ. Kvenfélag í Eyjum býr nýja sjúkrahúsið tækjum ofL Fyrir rúmum 55 árum gekkst Halldór Gunnarsson, læknir í Vestmannaeyjum, fyrir stofnun kvenfélags þar, sem hlaut nafnið Líkn. Frá upphafi hefur það ver- ið meginmarkmið félagsins, að vinna að ýmsum líknar. og mannúðarmálum, og fyrstu árin var starfið fyrst og fremst fólg- ið I hjálparstarfsemi. Núíseinni tíð hafa Líknarkonur einbeitt sér að því að búa hið nýja sjúkra- hús, sem nú er í byggingu í Vestmannaeyjum, öllum þeim innbúnaði, sem bezt verður á kosið. Með komu Halldórs Gunnars- sonar til Eyja urðu algjör tíma mót f læknisaðgerðum þar. Þá var engin lærð hjúkrunarkona þar og sjálfboðaliðar, mest hús- mæður aðstoðuðu við uppskurði Það var þá, sem áhugi hjá Hall- dóri vaknaði á skipulögðu líknarstarfi kvenna og 14. fe- brúar 1909 var kvenfélagið Líkn stofnað. — Það var því að verð leikum sem Líkn heiðraði minn- ingu Halldórs með því að gefa herbergi fyrir Vestmannaeyja- stúdent á stúdentagarðinum í Reykjavík. AÐSTOÐUÐU HEIMILI SEM BERKLAVEIKIN HAFÐI HERTEKIÐ. Frá upphafi hefur það verið megin takmark félagsins að vinna að ýmsum líknar- og mannúðarmálum. Fyrstu árin var starfið fyrst og fremst fóig ið í aðstoð við heimili sera berklaveikin hafði hertekið. Líkn arkonur fóru inn á þessi heim- ili, færðu hinum sjúku mat og unnu þau heimilisstörf er fyrir lágu. Þá aðstoðuðu þær sængur- konur sem engrar aðstoðar áttu von, utan þeirra er ættingjnr gátu látið í té. Annar stór þátt- ur í starfi félagsins var að safna á ári hverju fé til kaupa á mat- væium og fatnaði, er fátækar og barnmargar fjölskyldur van- hagaði um. HAFA SAFNAÐ FÉ TIL BYGGINGAR SJÚKRAHÚSS. Nú á seinni árum hefur starfs þrek Líknarkvenna beinzt í sömu átt, en eftir öðrum far- vegi. Með tilkomu víðtækari læknisstarfsemi, tryggingarlög- gjafar og bættum hag íbúa Vest- mannaeyja hafa Líknarkonur ein beitt sér að búa hið upprísandi nýja sjúkrahús öllum þeim inn- búnaði, sem bezt verður kosið. Hér er þó ekki um að ræða neitt nýmæli í starfsemi kven félagsins, því það safnaði á sfn um tíma álitlegri upphæð sem varið var til byggingar sjúkra- hússins við Hvítinga. Kvenfél. hefur þegar lagt sjúkrahúsinu til ýmis tæki og áhöld, sem kom in eru í notkun og eiga eftir að koma að góðu haldi í hinu nýja sjúkrahúsi. Má m. a. nefna fæð ingarúm og vöggu, lyfjaskáp, 40 dúnsængur og barnarúm. Verð- mæti þessa hluta var á sínum tlma nálægt 200 þús. krónum. EINBEITTU SÉR AÐ SÖFNUN FYRIR SJÚKRAHÚSIÐ FYRIR 4 ÁRUM. Það var fyrir um það bil fjórum árum að Líkn tók að ein beita sér að fjársöfnun fyrir sjúkrahúsið. Var þá kosin sér- stök fjáröfiunarnefnd. 1 þessa nefnd voru kosnar: frú Anna Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir og frú Sigurbjörg Benediktsdóttir. Allar hafa þessar konur starfað ötullega að málefninu, en frú Óiöf fluttist á þessu ári til Rvík- ur eftir fráfall manns sfns Torfa Jónssonar, bæjarfógeta. Frú Ólöf hefur skilið eftir sig spor, sem marka mun sögu konu, er I hvlvetna lét 1 fyrirrúmi sitja það starf er hún hafði á hendur tek- izt. Nú skipa fjáröflunarnefpd Líknar: Anna Jónsdóttir, 3erg- þóra Þórðardóttir, Auður Guð- mundsdóttir, Aðalheiður Stein- unn Scheving, Svea Norðmann Betsy Ágústsdóttir og Elfn Áma dóttir. STARF FJÁRÖFLUNAR- NEFNDAR LÍKNAR ER MARGÞÆTT. Ekki er hægt að segja annað en starf fjáröflunarnefndar sjúkrasjóðs sé fjölbreytt.í fyrstu öfluðu konurnar fjáríneð því að halda hlutaveltu. Þá hófu þær merkjasölu. Undanfarið liafa þær efnt til rúlluhappdrættis um leikföng og útgáfu jólakorta. Nú eru því fjórir fjáröflunardag- ar á ári hverju hjá Llkn og renna allar tekjur til sjúkrahúss ins. Leikföng panta konurnar að utan og er það furðulegt að greiða þurfi toll af þeim hlutum, sem eingöngu eru ætlaðir til fjár öflunar til mannúðarmála. Hvað hlutaveltuna snertir þá safna konurnar hlutum á hana frá ein staklingum og fyrirtækjum og hefur þeim allsstaðarveriðmætt með skilningi á málefninu. Ár- ið 1961 efndi Líkn til happdrætt is er skilaði félaginu nær 90 þús. króna ágóða. Þá eru jóla- kortin drjúgur jiáttur I fjáröflun inni. Starf Kvenfélagsins Lílcnar heldur enn áfram af fullum krafti. Hér em að verki konur, er tekið hafa að sér að búa nýja sjúkrahúsið í Vestmannaevjum, þeim tækjum áhöldum og inn- búnaði, sem á ókomnum ámm á að létta þrautir þeirra, er við vanheiisu búa. Þeirra starf er unnið af þegnskap og trú á gott málefni. starfið með tveimur drengjaflokk- um í júlí og tveimur flokkum fyr- ir stúlkur I ágúst. — Ennþá er möguleiki á að taka nokkra ung- linga á námskeiðin. — Sumarbúða stjórar verða séra Jón Kr. lsfeld og séra Bolli Gústavsson. Teikningar að húsinu og eftirlit annaðist Jón Geir Ágústsson bygg- ingarfulltrúi, en yfirsmiður var Svanur Jónsson. — Byggingar- nefndina hafa þessir skipað: Formaður séra Sigurður Guð- mpndsson prófastur, Gylfi Jónsson, séra Sigurður Haulcur Guðjónsson, og er hann fiutti af félagssvæðinu tók séra Birgir Snæbjörnsson sæti I nefndinni. 1 fjáröflunarskyni til stuðnings þessu málefni verður efnt til ferða happdrættis. - Vinningar eru flug ferðir og skipsferð til Evrópu- landa, innaniandsferðir og ýmis útbúnaður til ferðalaga. - Dregið verður þann 15. nóv. og hefst sal» happdrættismiðanna við búðirnai þann 28. júní. Margir einstaklingar, féiög, fyrir tæki og fleiri aðilar hafa rétt hjálparhönd, sem æskulýðssam- bandið þakkar af alhug. (Fréttatilkynning frá Æskulýðs- sambandi kirkjunnar I Hólastifti) Biskup vígir nýjar sumarbúðir Hinar nýju sumarbúðir við Vestmannsvatn I Þingeyjarsýslu. Á morgun, 28. júní, ætlar biskup landsins, herra Sigurbjöm Einars- son, að vígja sumarbúðirnar við Vestmannsvatn I Aðaldal S.-Þing., sem Æskulýðssamband kirkjunnar I Hólastifti hefir reist þar á staðn- um. — Athöfnin hefst kl. 2 e.h. og til aðstoðar verða æskulýðsfulltrúi séra Ólafur Skúlason og prestar I sambandinu, en kórsöng annast kirkjukór Grenjaðarstaðarkirkju. — Biskupinn prédikar og verður guðsþjónustan, — ef veður leyfir, úti á svölum hússins. — Allir eru velkomnii* á staðinn til þátttöku I hátíðahöldunum, og geta þeir sem óska, fen^ið veitingar þar að lokinni vígslu. — Hafizt var handa við smíði sumarbúðanna 28. maí 1962 og hornsteinn að byggingunni lagður þann 8. júlí sama ár. — Síðan hefir verkinu verið haldið áfram, og er húsið fullgert. — Daginn eftir vlgsiuna hefst sumarbúða-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.