Vísir - 17.12.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Fimmtudagur 17. desember 1964.
SÖLUSKATTUR
Framh. af bls. 1
afgreidd sem lög frá Alþingi.
Að lokinni framsöguræðu fjár-
málaráðherra um hækkun sölu-
skattsins, sem birt er á öðrum
stað í blaðinu tók Ólafur Jóhann-
esson til máls og talaði út fundar-
tímann eða í tæpa tvo tíma. Sagði
hann, að ríkisstjórnin hefði nú lát-
ið frá sér fara sína venjulegu jóla
gjöf og væri hún ekki skorin við
nögl, enda kæmi hún flestum á
óvart og ylli
mörgum sárum
vonbrigðum. Þá
gagnrýndi hann,
framkvæmd
stjómarstefn-
unnar í sam-
bandi við skatta
mál og las upp
yfirlýsingu
Framsóknar þar að lútandi s.l.
sumar. Og enn bólaði ekki á
nemni skattalækkun. En væri
svo þörf á þessum nýju álögum?
Útgjöld á fjárlögum hækka, en
þeim á að mæta með greiðsluaf-
gangi rikissjóðs sfðustu ára. Auk
þess má ganga út frá því að tekju
áætlun á fjárlögum fyrir næsta
ár sé of lág og þess vegna verði
umframtekjur svipaðar þetta ár
sem hin undanfarandi. Afgreiðsla
fjárlaga væri byggð á eyðslu-
stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hún
hefði fylgt síðustu ár.
Að Iokum sagði hann, að verka-
iýðssamtökin og samtök launþega
mundu fljótlega láta frá sér heyra
varðandi þetta frv. Var síðan gef-
ið fundarhlé en að því loknu
tók Björn Jónsson til máls. Tók
hann mjög í
sama streng og
Ólafur, nema
hvað hann var
töluvert stutt-
orðari, en sagði
að lokum: Við
Alþýðubanda-
lagsmenn vör-
um við sam-
þykkt þess frv. og gerum það í
nafni verkalýðshreyfingarinnar
allrar. Við skorum á ríkisstjórh-
ina að fresta afgreiðslu fjárlaga
fram yfir nýár og hefja viðræður
við verkalýðinm Og við viljum
minna á, að það eru til aðilar
utan Alþingis sem geta stöðvað
þetta frv.
Forsætisráðherra, Bjarni Bene-
diktsson, sagðist aðeins vilja gera
athugasemd við þá yfirlýsingu
Björns Jónssonar, að sú leið, sem
hér væri farin
bryti í bága við
anda samkomu-
lagsins sem gert
var í júní s. 1.
Ráðherrann
sagðist vilja
fullyrða, að þá
þegar hefðu
menn gert sér
ijóst, að meira fjár væri vant, til
að standa við skuldbindingar sam
komulagsins. Þá hefði verið lýst
yfir að ríkisstjórnin hygðist að
vísu greiða vísitöluna niður fram
á þing eða til áramóta, síðan yrði
Alþingi sjálft að taka ákvörðun
í þessu máli, þegar séð yrði hvern
ig hagur ríkissjóðs væri, hvort
menn treystu sér til að halda nið
urgreiðslunum áfram að öllu ó-
breyttu. Ríkisstjórnin hefur því
ekki gengið á bak opinberra yfir-
lýsinga sinna.
Að lokum sagði ráðherrann, að
hér væri um of viðhlutamikið mál
að ræða fyrir velferð íslenzku
þjóðarinnar til að tefja eðlilega
málsmeðferð með ásökunum hver
á annan
Var þá gert fundarhlé en fundur
hófst síðan að nýju kl. 9 Tóku
þá til máls þeir Gils Guðmunds-
“son Páll Þorsteinsson og Björn
Jónsson.
Þá gerði fjár-
málaráðherra að
lokum nokkrar
athugasemdir
við atriði, sem
fram höfðu kom
ið í ræðum
manna.
TEKJUÁÆTLANIR FJÁRLAGA
Sagði hann, að þv£ hefði verið
haldið fram af stjórnarandstæð-
ingum, að frv. sem þetta væri ó-
þarft vegna þess að tekjuáætlan
ir fjárlaga undanfarin- ár, hefðu
verið of Iágt áætlaðar. Þær hafi
hins vegar orðið svo £ reyndinni
að árið 1960 urðu tekjur rikis-
sjóðs heldur lægri en útgjöld, ár
ið 1961 urðu þær Iftilsháttar
hærri en gjöldin og árin 1962 og
1963 urðu tekjurnar allverulega
hærri en útgjöld, sem stafaði af
auknum innflutningi, sem eng.
inn gat séð fyrir. Um tekjuáætl
un fyrir þetta ár væri það að
segja, að hún mun reynast mjög
nærri sanni, þv£ tekjur færu li'tið
eitt fram úr áætlun. Af þessu sést
að það er ekkert, sem gefur til
efni til að halda fram þvi, að
tekjuáætlunin fyrir næsta ár sé
of lág.
Þá hefði þvi verið haldið fram
að það væri hneyksli, að ekki
hefði verið gefið yfirlit yfir hag
rfkissjóðs fyrir þetta ár, áður en
gengið var til fjárlagaafgreiðslu.
Þetta hefði verið látið biða með
an þessi mál væru £ deiglunni,
en mundi verða gert á fundi fjár
veitingarnefndar i dag.
En f nóvemberlok f fyrra hefðu
tekjur og gjöld ríkissjóðs verið
2087 millj. kr. og staðizt nokk-
urn veginn á, en f nóvemberlok
nú væru tekjur hans 2281 millj.
kr., en útgjöld 2579 millj. kr.
Staða hans væri því 300 millj.
kr. lakari nú en á sama tfma
í fyrra Enn ættu þessar tölur þó
eftir að breytast og þá væntan-
lega ríkissjóði í hag. Ekki væri
því hægt að ganga út frá greiðslu
afgangi á þessum forsendum.
SPARNAÐUR STJÓRNAR-
ANDSTÆÐINGA.
Þvf hefði verið haldið. fram af
stjórnarandstæðingum, að þeir
væru tilbúnir til viðræðna um
þessi mál. En þegar litið væri á
hvað gerzt hefði við fjárlagaum-
ræðurnar, er lítið mark á því
takandi. Framsóknarflokkurinn
hefði flutt tillögur um 220 millj.
kr. hækkun á fjárlögum. Er lík-
legt, að þessi flokkur, sem flyt-
ur svo stórkostlegar hækkunartil
lögur sé tilbúinn til að ganga
inn á niðurskurð á fjárlögum að
eins vegna þess ,að ríkisstjórn
in óskar eftir viðræðum?
Aiþýðubandalagsmenn hefðu
viljað spara 5-6 millj. kr. eða sem
næmi 2 pro mille af fjárlagaupp
hæð.
Stjórnarandstæðingar hefðu
ekki sýnt það f verki að þeir
vildu draga úr útgjöldum á fjár-
lögum, og því væri ekki hægt
að leggja trúnað á tal þetta.
SKATTAMÁL
Ólafur Jóhannesson hefði talað
um vonbrigði mann með skatta-
álagningu.
Ríkisstjórnin hefði aldrei gefið
nein loforð um tilslökun á álögð-
um skatti í ár. Launþegpsamtök-
in hefðu óskað eftir viðræðum
um þetta mál og nefnd hefði ver
ið komið á laggirnar Álit hennar
hefði verið einróma og hún hefði
ekki óskað eftir að gefinn yrði af
sláttur á álagningu. Stjórnarand-
stæðingar halda því fram, að
tekjuskattur sé hærri nú en áð-
ur og tala um skattpíningu.
Tekjuskatt má reikna út á tvo
vegu f krónutölu og í prósentum.
Skulu nú borin saman tvö ár, ár-
ið 1958 á valdatímum vinstri
stjórnarinnar og sl. ár, samkv. út
reikningi Hagstofunnar. Meðal-
verkamannafjölskylda hafði árið
’58 63 þús. kr. í tekjur, borgaði
1644 kr. í tekjuskatt eða 2.5%.
Árið ’63 hefur hún 112 þús kr.
tekjur, borgar 90 kr. í tekjuskatt
eða 0.1%. Iðnaðarmannafjöl-
skylda borgaði árið ’58 2.7% en
nú 0.8%. Af þessu sést, að það
þarf töluverð brjóstheilindi hjá
þingmönnum til að koma hér og
segja, að tekjuskattur af verka-
mannafjölskyldum sé hærri en áð
ur.
Moldviðrið, sem tókst að þyrla
upp sl. sumar, leið hjá, þegar
menn fóru að athuga málið ofan
f kjölinn. Þegar tekjur hækkuðu
jafnmikið og á sl. ári þá hlutu
skattar að hækka. Hins vegar er
ekkert auðveldara en að gera
menn óánægða með skatt sinn og
var þetta því létt verk og löður-
mannlegt. Það hefur verið bent
á þá leið að taka skatta af tekj-
um jafnóðum og þeirra væri afl
að og er það mál nú í athugun
hjá ríkisstjóminni.
Björn Jónsson hefði sagt, að
tekjuskattur færi 47 millj. fram
úr áætlun í ár. Tekjuskattur var
áætlaður 255 millj. kr. og athug
irn sýnir, að hann verður 264
millj. kr. eða fer 9 millj. kr.
fram úr áætlun.
Greiðsluafgangur ríkissjóðs,
samtals 300 millj kr. jhefði verið
notaður á eftirfarandi hátt: 100
millj.'hefðu verið lagðar í Jöfn-
unarsjóð, 40 millj. til greiðslu
skulda f Seðlabankanum, 20 millj.
til hafna og 20 millj. til sjúkra-
húsa. Að öðm leyti hefði, hann
verið notaður sem rekstrarfé rík-
issjóðs.'
Að lokum sagði fjármálaráð-
herra, að yfirdráttur í Seðlabank
anum væri nú á 3 hundrað millj.
kr. Og ef taka ætti á 2. hundrað
mnlj. kr. úr bankanum og dæla
því í niðurgreiðslur hlyti það að
verka verðbólguaukandi og varla
önnur ráðstöfun til, sem gerir
það frekar.
Togarinn
Framh á bls. 12
Við skoðuðum skipið, og það
er óhætt að segja, að þar sé
hugsað fyrir flestum tæknileg-
um vandamálum. Þetta er skut
togari með 40 m. langa vörpu
og 29 m. breiða. Togvfrinn er
hálfur annar km. á lengd. Oft-
ast eru tekin 25-30 tonn í vörp
una í einu, en hægt er að taka
f hana allt að 50 tonn. Fiskin-
um er hvolft beint niður í verk
smiðju undir þilfari og þar taka
sjálfvirkar fiskverkunarvélar
og færibönd við honum. Þar er
fiskurinn flakaður og frystur,
en úrkastið er brætt f fiski-
mjölsverksmiðju, sem er einni
hæð neðar. Tekur togarinn um
900 tonn af frystum fiskflökum
350 tonn af mjöli og 40 tonn
af lýsi. Vélarnar eru flestar
vestur-þýzkar, af Baader gerð.
Skipið sjálft og siglingatækin
eru japönsk smíði og var það
afhent í febrúar f ár. 1 sumar af
hentu Japanir svo Rúmenum
annað skip sömu tegundar.
Japanir fylgdust einnig með
fyrstu veiðiferðunum til þess að
' kenna réttu handtökin. Fyrst
veiddi Constanta við Nýja-Sjá
land, hinum megin á hnettin-
um og gekk vel. Síðan fór
skipið á miðin f Norður-Atlants
hafi og var þá rithöfundurinn
um borð. Skipið er á leið til Ný
fundnalands og verður þar á
veiðum til 1 apríl f vor. Síðar
er áætlað að það fari til veiða
á Guineaflóa við vesturströnd
Afríku.
Skipið hefur 4-5 mánaða út-
hald í einu, en síðan fær áhöfn
in mánaðar frí. Vaktir eru svip
aðar og á íslenzkum togurum,
en aðbúnaður er eins og gerist
á nýjum skipum. 1 skipinu er
kvikmyndasalur en annars
stytta menn sér stundir við
skák og önnur spil. Engar kon-
ur eru um borð, en áfengi er
selt skipverjum.
Sleðagötur —
Framh á bls. 12
fjalla um sleða-götur og vetr-
arleiksvæði fyrir börn. Er það
álit okkar að með þvf að finna
heppileg leiksvæði fyrir börn,
þá geti það orðið til þess að
draga úr slysum á vinnustöð-
um“, sagði Hgnnes Hafstein f
stuttu samtali við Vísi f morg-
un. Ályktanir og tillögur S. V.
N. R., en þannig er nafn nefnd-
arinnar skammstafað, fara hér
á eftir:
Á fundum Slysavarnanefndar
Reykjavíkur að undanförnu,
hafa ýtarlega verið rædd þau
vandamál, er skapast við vetr-
arleik’i barna á götum borgar-
innar og hvernig helzt megi
bægja frá þeirri slysahættu, sem
þessum leikjum bamanna er
samfara.
Það er samhljóða álit nefnd-
armanna, að frckka beri sleða-
götum svo sem frekast er unnt,
en gera þess í stað opin svæði,
sem fyrir eru í borginni að
vetrarleiksvæðum fyrir börnin.
Nefndin álítur að nauðsynlegt
sé að svæði þessi verði valin
þannig, að þau séu minnst eitt
í hverjum reit, er takmarkast
af aðalumferðaræðum sam-
kvæmt aðalskipulagi borgar-
innar. Einnig, að þau séu sem
mest leiksvæði, sem fyrir er,
og að aðstæður séu fyrir hendi,
til þess að lýsa svæðin upp.
1 mörgum, ef ekki í allflestum
tilfellum hagar þannig til, að
sleðagatan liggur að umferðar-
götu, og þá oftast að fjölfarinni
akbraut. Það er því öllum ljós
sú hætta, sem vetrarleikir barna
á götum úti hafa f för með sér.
Nefndin er þvf sammála um,
að þar sem sleðagötur verði
leyfðar, þ.e. í þeim borgarhverf-
um, þar sem engin opin leik-
svæði eru fyrir hendi, þá verði
svo vel og örugglega girt við
neðri enda götunnar, að börnin
geti ekki rennt sér út á um-
ferðargötuna. Jafnframt telur
nefndin það nauðsynlegt, að
séð verði svo um, t.d. með sand
burði, að bömin á sleðagötu
renni ekki viðstöðulaust á götu-
girðinguna.
Síðan segir, að ekki megi
skerða rétt fbúa við sleðagötur,
þeir verði að geta komizt hindr-
unarlaust upp á gangstétt neð-
an frá og ekið inn í götuna of-
an frá enda þótt hún sé lokuð
í neðri endann. í niðurlagi á-
litsins leggur nefndin áherzlu á
að útbúin verði opin svæði
fyrir vetrarleiki barna en sleða-
götum fækkað.
LitBu-Jólin —■
hramh. at bls 1-
störf sín. Litlu andarungarnir,
sem komu næst fram vöktu ó-
skipta hrifningu. Svo fóru allir
í aðra stofu þar sem var stört
jólatré og nú var gengið í
kringum jólatréð og sungið
Heims um ból og í Betlehem
er barn oss fætt. Og það var
það síðasta, sem við sáum þeg-
ar við rukum af stað til þess
að segja frá þessu í blaðinu í
dag.
Atkv. um vantraust
á stjórn Wiisons
Þegar Harold Wilson hafði flutt
ræðu sína í neðri málstofunni f
gær til þess að gera grein fyrir
gagntillögum þeim, sem hann
lagði fyrir Johnson Bandaríkjafor-
seta, ákváðu leiðtogar lhalds-
flokksins að leggja fram tillögu
sem felur f sér gagnrýni á stefnu
stjórnarinnar, og er það þeim
einkum þyrnir í auga, að sam-
kvæmt tillögum Wilsons létu
Bretar af hendi yfirráð V-sprengju-
flugvélaflota síns. Tillagan kemur
til atkvæða f kvöld.
Wilson sagði í ræðu sinni, að
megintilgangur sinn væri kjarn-
orkuvarnir, sem ekki stofnuðu
fr’iðinum í hættu. Hann vildi ekki
fleiri fingur á gikkinn — heldur
fleiri fingur á öryggið. Samkvæmt
gagntillögunum létu Bretar af
hendi til sameiginlegra kjarnorku-
varna V-sprengjuflugvélar og
Polariskafbáta þá, sem þeir eiga f
smíðum, og Bandaríkin jafnmikið
af hvoru tveggja, en mannskajur f
kjarnorkuflota yrði frá ýmsum
þjóðum bandalagsins, éinnig frá
► Sovézkum hergögnum er nú
skipað á land á Kýpur — með
leynd — þegar undanteknir eru
herflutningabílar, sem voru á
þilfari.
► U Thant fer úr sjúkrahúsinu
á morgun (föstudag). Gerð var
á honum aðgerð vegna ígerðar
í kviðarholi og er hann nú á
svo góðum batavegi, að hann
fær að fara heim á morgun, en
ekki mun hann taka til starfa
f skrifstofu sinni fyrr en eftir
jól
þeim löndum, sem ekki ráða yfir
kjarnorkusprengjum.
Kosygin til Bretlands.
Wilson skýrði frá því undir um-
ræðunni, að Kosygin forsætisráð-
herra Sovétríkjanna hefði þegið
boð um opinbera heimsókn til
Bretlands á næsta ári, og um leið
og hann hafi þekkzt boðið hafi
hann óskað eftir, að Wilson kæmi
f opinbera heimsókn til Moskvu.
Líklegast er, að Kosygin komi til
Bretlands eftir að Andrei Gromiko
utanrfkisráðherra hefir heimsótt
London (í marz).
Dean Rusk aftur
á fundi de Gaulle.
Dean Rusk utanríkisráðherra
Bandaríkjanna ræddi aftur í gær
við de Gaulle Frakklandsforseta.
Til sameiginlegra varna.
Robert McNamara landvarna-
ráðherra Bandaríkjánna sagði í gær
á ráðherrafundinum, að 43% kjarn
orkuvopna Bandaríkjanna Væru
eyrnamörkuð sameiginlegum vörn
um Evrópu, og hefðu þeir lagt til
þeirra 800 eldflaugar sem skjóta
má jafnvel heimsálfa milli, 300
Polarisflaugar og hundruð sprengju
flugvéla.
Kjarnorkusprengjubelti.
Tillaga um slíkt belti á austur-
landamærum Vestur-Þýzkalands
hefir komið fram og verið rædd f
hermálanefnd NATO, að því er
von Hassel landvarnaráðherra V,-
Þýzkalands sagði frá í gær, og
hefði hún vakið athygli. Brezka
útvarpið telur, að hún muni fá
misjafnar undirtektir, og sumir
telja hana fjarstæðukennda.