Vísir - 13.01.1965, Síða 15

Vísir - 13.01.1965, Síða 15
VÍSIR . Miðvikudagur 13. janúar 1965. 75 RONA RANDAIL: — Astarsaga frá Hollandi — inn gat hann ekki hætt því, og hann var enn að reyna að forðast að játa með sjáifum sér, að hún var orðin fullvaxta, gjafvaxta mær. Greta talaði aldrei um systur sína eða óopnaðu bréfin, sem hún hafði geymt svo samvizkusamlega. í fyrstu hafði hún hugleitt að af- henda honum bréfin, en skorti svo hugrekki til þess. Ef hann fengi þau í hendur óopnuð, myndi það aðeins verða til þess að ýfa upp sorg hans. 1 Leiendam vissu allir, að Dirk hafði komið aftur heim til þess að ganga að eiga Marjet, en það var eins og þegjandi samkomulag manna meðal, að minnast ekki á hana. Hann hafði nú flutt inn í hús Kerstholt-ættarinnar, sem var allmiklu stærra en hin húsin í þorpinu, og það voru ekki margir dagar liðnir frá því hann kom heim, er hann var búinn að kaupa sér nokkra fiskibáta til þess að gera út. Hann vann frá morgni til kvölds og sá ekki út úr því, sem hann hafði að gera. Greta hugsaði sem svo, að hann myndi aldrei verða eins og gömlu mennirnir í þorpinu, sem sátu niðri við höfn- ina tottandi pípur sfnar sínar, með an þeir biðu eftir að fiskimennirnir kæmu að. Á kvöldin átti Greta sínar beztu stundir, því að þá beið Dirk henn- ar. Annaðhvort beið hann á bryggj unni eða á þilfari stærsta báts síns, sem oft kom fyrr að en hinir. Og aldrei var hann iðjulaus á þilfari. í mörgu var að sinna til þess áð hafa allt tilbúið, er aftur yrði róið í birtingu daginn eftir Henni var nautn að því að sjá hann standa á þilfarinu, sjá hann í starfi, sterklegar hendur hans, og við og við kinkaði hann kolli til hennar og hún brosti til hans. Og þegar hann hafði gert það sem gera þurfti, steig hann á land og kom til hennar og svo gengu þau eitt- hvað, oft út úr þorpinu, tvö sam- an. Hann var dálítið smeykur hann Jan Kersholt, sterkasti og hugrakk- asti maðurinn í Leiendam — dá- lítið smeykur við stúlkuna, sem gekk honum við hlið, og hann hafði þekkt allt sitt líf. Og þetta var ekki að ástæðulausu. Það var ávallt eins og hin blíðlegu augu hennar hvíldu á honum, líka er hún var hvergi nærri, og þegar hann reri til fiskj- ar — en hann var raunar tíðast í landi — og bátur hans nálgaðist land, skimaði hann og skimaði til þess að sjá hvort hún væri ein- hvers staðar nálægt og b'iði hans. En hann vissi ósköp vel, að hún mundi standa þarna í skini kvöld- sólarinnar og skyggja hönd yfir auga, horfandi til hafs. Kvöldið, sem hún sagði honum frá fyrirhugaðri ferð sinni til Rotterdam, var hann órór og eirð- arlaus, vegna þess að hann hafði orðið að bíða eftir henni. — Þeir hafa ekkert leyfi til þess að halda þér svona lengi, sagði hann. — Æ, það var nú sérstakt verk, sem tafði mig, sagði hún. Ég mátti til að baka brauðsnúða samkvæmt sérstakri beiðni, en svo á ég að fara með þá í gistihús í Rotterdam, þar sem þeir verða fram bornir í boði. — Á morgun? Við hittumst þá ekki á morgun? — Nei, en ég kem aftur hinn daginn. Ungfrú Bagley, ensk kona, sem er gestur hjá okkur í gistihúsinu, hefir útvegað mér gist ingu á ágætum stað. Ég fer með skurðbátnum í fyrramálið. — Ef ég léti einhvern annan fara út með minn bát í\fyrramál- ið, gæti ég komið með þér, Greta! — Það væri indælt, sagði hún. — Það er þá afráðið, nema ef ótryggt veður verður, þá verð ég að fara á sjó vegna báta minna. En það var rót á Zuiderzee næsta .r.orgun, og Dirk varð að fara á sjó. Hann gekk eirðarlaus fram og til baka á bryggjunni, þegar Greta kom, og hún veifaði til hans að skilnaði af skipsfjöl, og honum fannst hann vera hræði- lega einmana. Greta var mjög kvíðin þennan morgun og hún var sannfærð um, að dagurinn myndi færa henni á- hyggjur. Hún gat ekki gert sér grein fyrir þessu, en þetta lagðist svona í hana. Þokumistur var um morguninn, og ekki jók það bjart- sýni hennar, — hún var eitthvað svo óvenjulega bölsýn, að hún hugði einhvern sorgartíma fram- undan, en hvað um það, hún hafði lofað að koma, og hún klæddi sig fegurstu sunnudaga og hátiðaflík- um sínum. Undrun Gretu yfir stærð og mik- illeik Rotterdam var svo mikil, að hún varð blátt áfram hrædd. Henni fannst hún vera í gini risa- vaxinnar skepnu, sem ætlaði að gleypa hana. Aldrei fyrr hafði hún séð svona stór hús og svona fal- legar sölubúðir með ginnandi varn- ingi í gluggum. Og hve fólkið var vel klætt, hugsaði hún, en hvað um það, hún komst fljótt að raun um, að það var starað mest á hana sjálfa af öllum vegfarendum, og hugsaði hún sem svo, að það væri vegna þess, að það væri ekki á hverjum degi, sem stúlka í þjóð- búningi frá Leiendam spígsporaði þarna um götur Annars þótti það alveg sjálfsagt heima í Leiendam, að búa sig upp á, eins og hún hafði gert nú, — það gerðu menn alltaf við hátíðleg tækifæri. Nú fóru ferðamenn að stöðva hana til þess að fá að taka myndir af henni, en hún sagði ekki neitt, hristi bara höfuðið og hélt áfram, því að hún var hlédræg og feimin. Ósjálfrátt fór hún að hugsa um Marjet, sem alltaf hafði orðið eins og uppnumin af hrifningu, ef ein- hver útlendingur vildi taka mynd af henni í þjóðbúningi, og það höfðu verið teknar myndir af Marjet ótal sinnum, og aldrei hafði hún gleymt að leggja fram lófann eftir þóknun — greiðslu út í hönd, fyrir að lofa mönnum að taka af henni mynd. Og svo fór Greta að hugsa um það, að eftir að Dirk kom heim, hafði hún aldrei hugsað um systur sína, — þar til nú, að henni skaut allt í einu upp í huga hennar. Hún fann næturgildaskálann DANSSKÓINN og það lá við, að hún missti móðinn, er hún sá skrautlegan innganginn, en hún huggaði sig þó við, að hún hafði komizt heilu og höldnu til Rotter- dam, ( '• hún þurfti ekkert að gera nema athenda stóra böggulinn með öllum brauðsnúðunum, og farið svo aftur um hæl. Hún tók allt í einu I sig, að fara aftur með sama skipi þá um kvöld- ið og gista ekki í Rotterdam um nóttina, eins og ungfrú Bagley hafði gert ráð fyrir og undirbúið. Tilhugsunin um að gista í Rott- jerdam um nóttina vakti nánast * skelfingu í huga hennar, Hún tók allt í einu rögg á sig j og gekk inn í forsalinn og sá fyrst jmyndir á veggjum af dansmeyjum i og mikill og fagur danssalur blasti jvið gegnum opnar dyr Innst og til hliðar var afgreiðsluborð, og fyrir aftan það hiilur og snagar, og var þetta allt að hálfu hulið með for- hengi. Og við afgreiðsluborðið þarna í fatageymslunni stóð engin önnur en — Marjet. Greta var í fyrstu ekki alveg viss um, að þessi kona væri Mar jet. Gat þessi kona með þreytulegu augun og förðuð úr hófi fram, ver ið systir hennar? Á því var víst enginn efi, hárið hennar var enn eins gullið og það hafði áður verið, en augabrúnir voru litaðar kol- svartar. Greta mundi ekki hafa sannfærzt um, að þetta væri Már- jet, ef hún hefði ekki orðið fyrri til að ávarpa hana. — Greta! kallaði hún. Svo var eins og hun sæi eftir, að hafa gefið til kynna hver hún var, en nú var það of seint. Hún, var hundleið orðin á þessari at- vinnu I Dansskónum, sem var hin eina, sem hún hafði getað fengið þar. Henni hafði mjög hnignað, feg urðin dvinandi og þreyta og lífs- leiði í svipnum. Klædd var hún svörtum, flegnum kjól, nærskorn- um. Hún var þegar farin að gildna allmjög. En svo fann hún, að henni var í rauninni léttir að því, að geta talað við Gretu. Nú þurfti hún ekki að látast vera betri en hún var, gat talað hreint út við manneskju, sem hún vissi, að þætti vænt um sig, og sagt sér hvers hún mætti vænta í Leiendam, ef hún áræddi að fara þangað. Blómabúbin Hrisateig 1 simar 38420 & 34174 Afgreiðsla VÍSIS er í Ingólfsstræti 3 ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er ▼ T A R 1 A ;i Við erum auðvelt skotmál hér á ánni. Hvaða flugvél sem er get- HárgreiSslu- og snvrtistofa STEINU og DODÓ Laugavep 18 3. hæð flyfta) Simi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, simi 33968 Hárgreiðslustofa Ólafar Björns dóttur HÁTÚIVl 6, slmi 15493. Hárgreíðsiustofan PIROL Grettisgötu 31 sími 14787. Hárgreiðsiustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR fMaria Guðmuridsdóttir) Laugaveg 13, simi 14656. Nuddstofa á sama stað Dömuhárgreiðsla við ailra hæP TJ ARNARSTOFAN Tjamargötu 11 Vonarstraetís- megin. slmi 14662= Hárgreiðslustofan Ásgarði 22. Stmi 35610. ÁSTHILDUR KÆRNESTEDi GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 VENUS Grundarstig 2a Sími 21777. Hárgreiðslustofan Sp.vallagötu -2 Sími 18615 ur séð okkur. Ég ætla að fara þarna inn í víkina til þess að vera 1 skjóli og einnig til þess að temja læðuna, segir Zerb og þrffur í Naomi. En Naomi hefur | náð taki á skammbyssu hans. 22997 • Grettisgötu 62 ST AWAW.V.S\mVA\V.V SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endumýjum gömlu sængumar. eigum Tiún- og fiðurheld ver 8elium æðardúns- og eæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum OÚN- OG PTÐURHREINSUN Vatnsstig 3 Sími 18740. V.V.V.V.WAVWAW. ivxwa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.