Vísir - 12.04.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 12.04.1965, Blaðsíða 7
V ""/Vi't tVi'.’H" ” 'i >;, i\in Mitrrni | V í S I R . Mánudagur 12. aprfl 1965. Tel ekki tímabært að reisa menntaskóla áV-og A-landi /?æff v/á Kristin Armannsson, rektor Menntaskóla Reykjavikur —Hvernig gengur yður að fá kennara i skóla yðar nú? — Það er erfitt jafnvel héma í Reykjavík að fá hæfa menn tfl að kenna við menntaskóla. Af 70 kennurum við Mennta- skóla Reykjavíkur em rúmlega hehningur stundakennarar og em ýmsir þeirra við önnur störf í þjóðfélaginu. Það hefur geng- Krístinn Ármannsson. ið verst að fá kennara í raun- vfeindagreinum, í fslenzku og dönsku. Við erum f slæmri keppnisaðstöðu við ýmsan iðn- að um menn við raunvísinda- ketmsiu, en fáir hafa viljað fara undanfarin ár í málanám, vegna þess að sú menntun hefur ekki gefið tækifæri til neins nema lélega borgaðrar kennara- stöðu. Þeir sem hafa lokið ís- lenzku námi fá oft tilboð til þess að gerast sendikennarar, eða fá tflboð um betur launaðar stöður en kennarar fá og höfum við þannig misst nokkra í því fagi. — Hafa allir kennarar hjá yður full réttindi? —Samkvæmt nýju reglugerð inni um ráðningar kennara, þá eiga þeir að hafa próf í upp- eldisfræði og kennsluæfingum. Allir kennarar sem hafa verið fastráðnir síðan þessi reglugerð var tekin í gildi hafa haft þetta próf, en af stundakennurum em ekki nema sárafáir, sem hafa það. Annars er kennara- skomr ekkert sértilfelli á ís- landi.Erlendis er síaukið að- streymi að framhaldsskólum og er kennaraskortur þar mikill. I bók, sem nefnist Die Deutsche Bildungskatastrophe, heldur þýzkur uppeldisfræðingur því fram að þðrfin fyrir kennara verði orðin svo mikil 1970, að allir sem verða stúdentar fram að þeim tíma þyrftu að gerast kennarar. — Hvernig lízt yður á það að nú á að fara að reisa nýja menntaskóla á Vestur- og Aust- urlandi? — Ég tel að það sé alls ekki tímabært og tel að mestu örðug leikum mundi valda að fá hæfa kennara til að starfa við skól- ana. Eins og þér vitið þá hefur verið byrjað með fyrsta bekk menntaskóla á ísafirði, en við höfum því miður ekki haft nógu góða reynslu hvað varðar undir búning nemenda, sem koma það an. Samkvæmt mati erlendra sérfræðinga þá er talið eðlilegt að í þéttbýli sé einn mennta- skóli á hverja 25.000 íbúa, en í strjábýli sé einn á hverja 20.000 íbúa. í Reykjavík eru nú um 80.000 íbúar og ætti samkvæmt ofantöldu að vera 3 menntaskól ar í Reykjavík, en hann er að- eins einn, eins og kunnugt er. Eðlileg stærð á menntaskólum í þéttbýli er talin vera 5—600 nemendur ,en í M.R. eru nú 930 nemendur. Ég tel því eðlilegast að fyrst sé ráðist í það að reisa nýjan menntaskóla f Reykjavík, sem og einnig er gert ráð fyrir í frumvarpinu um nýjan mennta skóla. — Teljið þér grundvöll fyrir Nýlega var lagt fram stjómarfrumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um menntaskóla, sem felur f sér að menntaskólum verði fjölgað um þrjá og verði einn í Reykjavíkf annar á Vestfjörðum, en sá þríðji á Austurlandi. Vísir leitaði til skólameistara mennta- skólanna þriggja, sem nu eru í landinu og spurði þá álits á frum- * varpi þessu og hvemig þeim gengi að fá kennara við skól- ana. Hér á eftir er viðtal við Jóhann Hannesson, skólameistara Laugarvatns, Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskóla Reykja- víkur, og Þórarinn Björnsson, skólameistara á Akureyri. heimavistarskóla í Reykjavík fyrir nemendur á Vestur- og. Austurlandi? — Já, því ekki það. Nemend ur f þessum landsfjórðungum þyrftu hvort sem er að lang- mestu leyti að búa í heimavist um, en með því að hafa heima- vistaskóla hér í bænum mundi kennaravandamálið verða miklu auðleystara. Það var heimavist í Menntaskóla Reykjavíkur fyrir 40 nemendur frá 1846 þangað til 1897. — Að lokum teljið þér að kennaravandamálið muni nokk- uð leysast næstu árin? — Varla nema eitthvað verði gert til þess að bæta kjör þeirra og skólum þannig gert kleift að keppa við aðrar atvinnugreinar ■um hæfa menn. Það má ekki gleyma mann- legum tilfinningum Rætt v/ð Þórarin Björnsson, skólameis tara á Akureyri — Hvernig gengur að fá kennara við Menntaskólann á Akureyri núna? — Það gengur ekki alltof vel að útvega kennara og má segja að það hafi orðið erfiðara vandamál frá ári til árs. Það var rétt að mörkum að full kennaratala fengist fyrir þennan vetur og það verður eflaust enn meira vandamál fyrir næsta vetur. Annars er okkar mesta vandamál í vetur skortur á rými í heimavistinni. Það eru hundrað nemendur á biðlista að komast þangað inn og jafnvel þó eitthvað rýmki f vor þegar 6. bekkingar fara úr skólanum eru það ekki nema 20 þeirra, sem hafa verið í heimavistinni í vetur og hefur sú tala auðvitað ekki nema lítið að segja í sam- bandi við rýmkun á heimavist- inni. Fyrir næsta vetur hafa hátt á annað hundrað nýir nemendur sótt um rúm á heimavistinni og samkvæmt því sem að ofan hefur verið sagt er langt frá því að hægt verði að fullnægja þeirri eftirspum. — Hvað eru margir nemend- ur f skólanum núna? — Þeir eru um 440 og er skólinn fullsetinn með þeirri tölu. Við hér álítum, að hann ætti ekki að vera stærri. Með Ef fólkið vill það, er það gild ástæða — en ef til vill ekki nægjanleg Rætt við Jóhann Hannesson , skólameistara á Laugarvatni — Hvernig hefur yður geng- ið að fá kennara við yðar skóla? — Það hefur ekki verið kenn- araskortur hjá mér af þeirri ein- földu staðreynd að skólinn hef- ur ekki tækkað neitt í mörg ár. Kennaravandamálið hefur ekki komið við okkur enn, en annað -.iál er, að það gæti hæglega snert okkur bráðlega, þar sem til stendur að skólinn tvöfald- ist á næsu 5 árum. Nemendur eru nú um 100 talsins en eiga að verða um 200, en til þess að geta það verður að bæta við 2—3 nýjum kennurum og er ó- mögulegt að segja fyrir um hvemig það gengur. — Er hagkvæmt að hafa skóla eins lítinn eins og yðar skóli hefur verið? — Nei, skólinn er minni en hagkvæmt er og þess vegna þarf að fjölga í honum. Ég tel að í heimavistarskóla sé hæfilegt að hafa 200 til 250 nemendur og með þeim fjölda sé mögulegt að halda sæmilegri stjóm. — En hvað með menntskóla í bæjum? — Ég hef enga sérstaka þekkingu á því, en ég reikna með að auðvelt ætti að vera að stjórna skólum þar með um 600 nemendum. í öðrum löndum er talan oft miklu meiri og veit ég ekki til að það hafi valdið neinum sérstökum vanda málum. — Eins og þér vitið hefur komið til tals að reisa mennta- skóla á Austur- og Vesturlandi. Hvaða augum lítið þér á það? — Éj hef ekki mikið um málið að segja annað en það, að ef fólkið í þessum héraðum vill það þá er það gild ástæða, en svo er aftur á móti annað mál hvort það er nægjanleg ástæða. — Hvað hafið þér marga nemendur í yðar skóla af þess- um landshlutum? — Af Vestfjarðarkjálkanum era nú 3 nemendur í skólanum en af Austurlandi eru þeir um 10. — Af þeim tölum sem liggja fyrir um f jölda nemenda á þess- um stöðum virðist sem nem- endafjöldinn yrði ekki meiri en um. 20 árlega. Álftið þér hag- Jóhann Hannesson. kvæmt að reka skóla upp á þau býti? — Það er áreiðanlega ekki hagkvæmt reiknislega. Aftur á móti er spuming hvort þjóð- félagsáhrif, seih þeir gætu vald- ið, gætu ef til vill vegið upp á móti því en það getur maður ekki séð að óathuguðu máli. Skólinn hér á Laugarvatni er einmitt sönnun þess, að óhag- kvæmt er að reka litla skóla, t. d. f sambandi við nýtingu kenn- ara. — Þér munduð sem sagt ekki Ieggjast gegn þvf að reistir verði skólar á A.- og Vestur- landi? — Ég mundi ekki mæla gegn þvf til þess skortir mig þekk- ingu og af sömu ástæðum mundi ég heldur ekki mæla neitt sérstaklega með því. Allt sem ég veit mælir á móti þessari ráðsöfun, en margt sem ég ekki veit gæti stutt hana. Eitt sem ég gæti bent á sér- staklega sem mælir gegn þess- ari áætlun er kennaraskorturinn, en hann verður skiljanlega því tilfinnanlegri sem skólunum fjölgar og þá sérstaklega ef ekkert er gert til að spoma við honum. Þórarinn Björnsson. stærri skóla myndi samband við nemendur rofna og skóKnn verða ópersónulegri. — Eins og þér vitið liggur fyrir framvarp þess eðlis að reisa nýja menntaskóla á Vestur- og Austurlandi. Hvem- ig lfzt yður á það? — Eins og ég sagði áðan hefur gengið mjög illa að fá nægjanlegt kennaralið hingað og er ekki neinn vafi á að það mun einnig reynast erfitt á þessum stöðum ef ekki verr. Einnig hefur verið erfitt og dýrt að afla ýmissa kennslutækja, sem nú era álitin algjör nauðsyn og verður það eflaust því erfið- ara að afla þeirra sem þau dreifast á fleiri staði. Ef ein- göngu væri tekið tillit til þess- ara atriða má segja að ekki ætti að reisa menntaskóla á þessum stöðum, en það má ekki gleyma mannlegum tilfinningum sem skipta hér ekki sízt máli. Ég man eftir því þegar við vorum hér á Akureyri að berj- ast fyrir menntaskólanum, að þetta var okkur mikið metnað- armál og er eflaust sama að segja um Vest- og Austfirðinga núna. — Hvað eru margir nemend- Framh. á bls. 5. i "• V. íl'- i'-'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.