Vísir - 06.09.1965, Blaðsíða 11
UPPREISN GEGN
VELFERÐARRÍKINU
Það er margt og mikið ritað
um ungu kynslóðina í dönsk
blöð og sænsk þessa dagana,
sjálfsagt er ekki minna um
hana rætt, þó að það heyrist
ekki hingað. Unga kynslóðin í
þessum löndum — raunay líka
í Noregí — virðist og hafa gef-
ið nokkurt tilefni til þess að á
hana sé minnzt. Hún hefur
stofnað til alvariegra uppþota
og óeirða í Osló, Stokkhólmi og
Kaupmannahöfn, þó að alvarieg
ustu átökin hafi orðið f Stokk-
hólmi, þar sem þúsundir imgl-
inga slepptu sér gjörsamlega,
svo að lögreglan varð að heyja
við þá harða götubardaga. í
kóngs'ins Kaupmannahöfn varð
talsvert uppnám f sambandi við
útihátfðarhöld stúdenta, þó að
ekki kæmi beinlínis til götubar
daga og í Osló átti lögreglan
í höggi við um tvö þúsund
unglinga, sem ærðust og Iétu öll
um illum látum.
Og nú spjrja þeir, sem um
þetta fyr'irbæri rita f dagblöð-
in, hvað megi valda því að æsk
an hagar sér svona? Og þeir
þykjast hafa fundið svar við
spumingunni — æskunni drep-
leiðist í því velferðarríki, sem
nú hefur verið komið á stofn
í þessum þrem löndum. Annars
vegar er henni rétt allt upp í
hendumar, séð fyrir öllu, svo
að hún þarf ekki að hafa áhyggj
ur af neinu, h'ins vegar eru
henni settar þröngar skipulags
skorður náms og uppeldis —
líf hennar kerfisbimdið, svo að
hún má f rauninni aldrei og
hvergi um frjálst höfuð strjúka
Fyrst em það dagheimilin og
leikvelKmir og svo skólamir.
Og utan þess kerfisbundna eft
irlits og skipulags, á heimilun-
um sjálfum og úti f borginni er
það sizt betra. Innan veggja
heimilanna, a.m.k. hjá öllu
sæmilega stæðu og mönnuðu
fólki, ríkir reglusem'i, hreinlæti
og skipulag, úti f borginni er
sama sagan ... ekki að ganga á
grasinu, virða umferðarreglum-
ar, alvarlegt skipulags- eða aga-
brot ef tólf ára krakki laumast
til að sjá mynd, sem er bönnuð
bömum innan 16 ára aldurs.
Það vantar ekki að unglingun-
um sé séð fyrir hollri dægra-
dvöl og mannandi skemmtunum
... fjöldinn allur af tómstunda-
heimilima og klúbbum, en allt
bundið við vissa aldurflokka,
allt undir umsjá, allt skipulagt
— vitanlega f beztu meiningu,
það vantar ekki. En hvað er
æsilegt við það frá sjónarm'iði
tólf ára telpu eða drengs að
horfa á kvikmynd sem ætl-
uð er hans aldursflokki, svo
að dæmi sé nefnt? Að hans
dómi em það einu kvikmynd-
imar, sem eftirsóknarvert er að
Úr ýmsum áttum
Það nýjasta, sem vitað er
með vissu að fram hafi komið
í smyglmálinu, — og það er
ekki nein flugufrétt, heldur stað
fest staðreynd — er það, að sá
fulltrúi sakadómara, sem feng-
izt hefur við rannsókn málsins
að undanfömu, vfki úr þvf
virðulega sæti til að gerast
framkvæmdastjóri hjarta- og
æðavemdunarfélagsins, en yfir-
sakadómari taki nú rannsókn-
ina í sínar hendur. Hvaða sam-
band er á milli þessarar rann-
sóknar og hjarta- og æðavemd
ar, liggur ekki ljóst fyrir að
svo stöddu, og kannski er þar
ekki um neitt samband að ræða
heldur einungis hending, sem
þessu ræður. Þar fyrir er eng-
um bannað að geta sér til —
kannski hefur fulltrúinn með
rannsókn þessari sannað óvenju ,
lega hæfileika sína til að rann
saka hjörtu manna og æðar —
f ritningunum mun raunar tal-
að um hjörtu og nýru, en þá var
bæði sjúkdómum pg sjúkdóma-
fræði skammt á veg komið,
samanborið við það, sem nú er
þegar hvoru tveggja fleygir
fram — og þess vegna sé hann
fenginn t'il þessa nýja starfa.
Gætu og hinar síendurteknu til
kynningar um að ekkert nýtt
eða markvert hafi komið fram í
málinu, bent f þá átt. Einnig
er til, að viðkomandi, hafi fyrir
rannsóknina, kynnzt hjartalagi
grunaðra sériega náið — hót-
fyndnir kunna að koma með þá
athugasemd, að náin þekking
á hjartalagi smyglara eða grun
aðra um smygl sé kannski
ekki almenn eðlis — en hver
er ekki annað hvort smyglarf
eða grunaður um smygl f voru
velferðarríki... og hvenær
smyglar maður og hvenær
smyglar maður ekki? Sú stað-
hæfing sumra dagblaðanna, að
það sé smygl að sýna viðkom-
andi tollvörðum allan vaming,
sem ferðamaður hefur f fari
sínu, sannar að örðugt er að
draga þama skýrar takmarka-
lfnur. Sem sagt, öll erum við
aumir smyglarar fyrir tollgæzl-
unni, með einu og sama hjarta
lagi og æðakerfi, og sá, sem
fengið hefur tækifæri til að
rannsaka náið hjartalag nokk-
urra grunaðra og sekra um
þann glæp, hefur um leið rann-
sakað hjartalag okkar allra!
Ekki þó tollgæzlumanna, kunna
einhverjir að segja. Ojæja, —
tollgæzlumenn eru Ifka menn,
svo er öllum góðum vættum fyr
ir að þakka og hjartalag þeirra
í engu frábrugðið hjartalagi okk
ar hinna, smyglaranna, og þó
svo að þar væri um eitthvert
undantekningarafbrigði að ræða
þá er stétt þeirra svo sára-
lítið brot af þeirri heild, sem
annað hvort hefur gerzt sek um
smygl eða mundi gerast það,
ef hún hefði tækifæri til, þ.e.a.s.
þjóðarheildinni, að hjarta- og
æðaþekking rannsóknardómar-
ans hlýtur að teljast gagnger
þó að hann hafj ekki rannsak-
að það afbrigði sérstaklega ...
eða ekkert það hafi komið opin
berlega fram við rannsókn máls
ins ,er benti til, að hann hafi
gert það ...
sjá, sem bannaðar eru börnum
innan sextán.
Og loks er það, sem að dómi
þeirra, er um þetta rita, á ef
til vill snarastan þátt í „ósæmi-
legu“ framferði ungu kynslóðar
innar ... foreldrarnir eru að
þeirra áliti drepleiðinlegir, heim
ilin og heimilisbragur allur
sömuleiðis, það er að segja, að
þannig hlýtur það að vera frá
Framh. á'bls. 3.
Kári skrifar:
Kári vill f upphafi þáttar síns
í dag vekja athygli á vítaverðu
framferði fólks — vafalaust
unglinga fyrst og fremst — en
það er að fleygja ávaxtahýði á
götur.
Yfirleitt á það ekki að lfðast
einum né neinum að fleygja
rusli á götur, hvorki bréfum á-
vaxtahýði né föstum hlutum.
Það er sóðaskapur og ber öll-
um þeim, sem það gera, slæmt
vitni. Það er ómenning og s'ið-
leysi, og almenningsálitinu
ber að taka hart á slíku fram-
ferði, hvort heldur hjá fullorðn
um eða bömum.
Nýlega var skýrt frá því f
Vfsi að kona hafi dottið á
götu í Reykjavik og slazast
vegna þess að hún rann til á
bananahýði. Það er stórhættu-
legt fyrir gangandi fólk hvar
sem er og hefur margoft vald’ið
meiri eða minni slysum. Þetta
ætti fólk að hafa f huga áður
en það kastar næst ávaxtahýði
á gangstéttir eða götur.
Seinagangur á sorp
hreinsun.
Þá kemur hér aðsend kvört-
un frá konu í Norðurmýri. Hún
skrifar:
„Ég get ekki Iátið hjá Ifða
að lýsa óánægju minni út af
því hve sorptunnur eru sjaldan
tæmdar hér í hverfinu. Hvort
það er annars staðar veit ég
ekki. — En ég hef borið þetta
mál í tal við nágrannakonur
mínar og þær eru flestar sam-
mála mér í þvi að tæma þyrfti
sorpílátin oftar en gert er nú.
«V
Ég held ekki að meira rusl
falli til hjá mér en öðrum, en
samt er það svo, að sorptunn
urnar hér við húsið eru jafnan
löngu fullar — og yfirfullar —
áður en sorphreinsunarmennirn
ir koma til að tæma þær. Ég
hef hikað Við að láta sorpið í
kassa hjá tunnunum þvf mér
þykir það óþrifalegt og leiðin-
legt. Maður veit aldrei nema
krakkar fari að róta upp úr
þeim og jafnvel kveikja f þéim.
Ég hef þvf tekið þann kostinn,
sem er engan veginn góður að
geyma rusl í kössum inn'i í hús
inu, þar til búið er að tæma
tunnumar. Stundum hefur safn
azt svo mikið saman að tunn-
umar fyllast þvi sem næst af
þeim birgðum sem ég hef órð
ið að safna saman og geyma þar
til sorphreinsunarmennimir
koma.
Því verður ekki neitað að
þetta er vandræðafyrirkomu-
lag, ekki sízt vegna þess að það
leggur oft óþef af ruslinu og
sorpinu og þeim mun meiri sem
það er lengur geymt.
En hvað á ég að gera? Á ég
að kaupa fleiri sorptunnur, eða
á ég að biðja bæjaryfirvöldin
að senda sorphreinsunarmenn-
ina oftar til mín? Mér hefur
fremur dottið það síðamefnda
f hug, éinkum vegna þess, að
ég veit að þörfin fyrir tæm-
ingu sorpílátanna er ekki hjá
mér einni heldur hjá mörgum
öðmm konum og heimilum
hér í grennd.
Viltu, Kári góður, koma þess
um tilmælum á framfæri fyrir
mig.
Kona í Norðurmýri."
Kári minnist þess að áþekkar
umkvartanir hafa áður borizt
í sambandi við seinlæti á sorp-
hreinsun. Þá afsökuðu yfir-
menn sorphreinsunarinnar sig
með því að hreinsunarmönnum
væri bannað að vinna eftir-
vinnu vegna ágreinings í kjara-
málum — að mig minnir. Sá á-
greiningur er nú fyrir löngu
til lykta leiddur og sú afsök
un því ekki f gildi lengur. Kára
þykir þess vegna fyllsta ástæða
til að koma þessum tilmælum
á framfæri.