Vísir - 05.11.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 05.11.1965, Blaðsíða 3
V<t?S‘TsR . Föstudagur 5. nóvember 1965. 3 Þama kemur regnhlífin sér vel. Hún kostar um 700 krónur og er frá Andersen & Lauth eins og hinn „fatnaðurinn“. Hvftur frakki frá fatagerðinni Elg, 2000 krónur — hanzkar úr leðri: 350 krónur. Buxumar brezkar ... daman reykvísk. Skólaföt unga mannsias á klæðnað, engu síður en annað. Þessi „bftlafrakki“ er dökkur á lit og kragalaus og kostar um tvö þúsund krónur. Gráar buxur — um eitt þúsund krónur — úr brezku efni, eilítið röndóttar. Pípan er Dunhill, brezk. Þannig segir í formála fyrir brezkri bók um karlmannafatn- að; hann á sem sagt að gefa sér tíma til fatakaupa, velja það sem honum hentar bezt og er klæðilegast, klæðast þeim með vandvirkni og láta síðan sem hann þurfi ekkert um það að hugsa að fötin fari vel. Séu föt- in rétt valin og meðhöndluð eins og þeim ber, á ungi maður- inn að geta litið út eins og ný- klipptur úr tízkublaði — rétt eins og glæsileiki í klæðaburði sé honum meðfædd gáfa. ★ ungir menn gangi með regnhlff, enda veitir ekki af henni í þess- ari sannkölluðu rigningarborg. ★ Og ef á heildina er lit- ið, þá á ungi maðurinn ekki að velja sér föt eins og um skólastrák sé að ræða; klæðnaðurinn á að vera glæsilegur, eins og ungum mönnum — á öllum aldri — sæmir. Einn gagnlegur hlutur, sem enn hefur ekki notið verðskuld- aðra vinsælda hér á landi, er regnhlífin. Þó er það heldur að færast í vöxt hér í borg, að Fyrir rúmum mánuði hófust flestir skólanna — og sex til sjö mánaða seta er enn eftir á hörð- um skólabekkjum, unz aftur kemur voi^ og skræðurnar læstar inni í skáp. í herrafataverzluninni Andersen & Lauth fékk myndsjáin að líta á það sem efst er á baugi í skólafatnaði unga mannsins — línan kem- ur frá London — og þótt ýmsum þyki það furðu- legt, þá breytist karl- mannafatatízkan engu síður en kvenfatatízkan. í dag verður drengurinn að ungum manni, fjórtán ára gam- all, og er það fram yfir fer- tugt! Það eru ekki nema tiltölu- lega fá ár síðan ungi maðurinn leitaði fyrirmyndarinnar til þeirra eldri — þegar honum var það kappsmál að virðast full- orðinn sem fyrst — og þá tók fatnaður hans Iitlum breyting- um. Á síðustu árum hefur sú þreyting orðið á, að hinir eldri hafa í ríkari mæli sótzt eftir að verða unglegir í klæðaburði; á þann hátt hafa öll snið breytzt, Skófatnaður þarf í senn að vera klæðilegur og sterkur. — Mjög eru f tízku hinir mjall- hvítu frakkar frá fataverksmiðj- unni Elg, en það er mjög auð- velt að halda þeim hreinum og skemmtilegum. Það má þvo þá á sama hátt og nælonskyrtur eru þvegnar — í volgu vatni — og þeir þorna á einni nóttu. Þessir frakkar kosta um eða rúm tvö þúsund og eru ýmist með belti eða án. og nú er það ungi maðurinn sem ræður tízkunni. „Karlmaðurinn á að velja sér föt af hyggju- viti, klæðast þeim af gætni og láta síðan sem hann þurfi ekki að hugsa um þau“. Hvít peysa, sérlega hentug Inni við á kvöldin — úr ull: 1100 kr. t I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.