Vísir - 28.04.1966, Blaðsíða 10

Vísir - 28.04.1966, Blaðsíða 10
70 VlSIR . Fimmtudagur 28. aprfl 1966. HJARTA VERND Hjartavemd: Minningarspjöld Hjartavemdar fást á skrifstofu Iæknafélagsins Brautarholti 6, Ferðaskrifstofunni Útsýn Austur stræti 17 og skrifst samtakanna Austurstræti 17, G. hæð. Sfmi: 19420. Næturvarzla í Reykjavík vik- una 23.—30. aprfl: Laugavegs Apótek. flfeeturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 29. april Jósef Ólafson Ölduslóð 27. Sími 51820. UTVARP Fimmtudagur 28. april. Fastir liðir eins og venjulega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Úr söngleikjum og kvik- myndum. 20.00 Daglegt mál: Árni Böðvars son talar. 20.05 Okkar á milli: Hamlet Jökull Jakobsson og Sveinn Einarsson taka saman dag- skrá. 21.00 Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í Háskóla- bíói. Stjómandi Bohdan Wodiczko. 21.45 Ljóð eftir Þorstein Valdi- marsson: Elín Guöjóns- dóttir les. 22.15 „Bréf til Hlina“ eftir Þór- unni Elfu Magnúsd. Höf- undur lýkur sögu sinni (3). 22.35 Djassþáttur Ólafur Step- hensen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur Hjalti Elías- son og Stefán Guðjohnsen ræðast við. 23.30 Dagskrárlok. SJÓNVARP Fimmtudagur 28. april. 17.00 Fimmtudagskvikmyndin: Ghosl' Diver.“ 18.30 The Blg Picture. 19.00 Fréttir. 19.30 Beverly Hillbillies. 20.00 Biography. 20.30 Ben Casey. 21.30 Hljómlistarþáttur Duke Ell ington. 22.30 Fréttir. 22.45 Kvikmyndin: „Ég var brúð ur.“ T'LKYNNINGAR Valborgarmessufagnaður. ísl. sænska félagsins verður, eins og að undanfömu, í Skíða- skálanum í Hveradölum á Val- borgarmessu 30. apríl og hefst með boröhaldi kl. 20. Fluttar verða ræður, sungið, dansað og Valborgarmessubálið kynnt. Lagt verður af stað meö bílum frá BSR viö Lækjargötu kl. 19. Félagsmenn, sem ætla að taka þátt í Valborgarmessufagnaöin- um, þurfa að tilkynna þátttöku sína til einhvers af stjórnarmeð- limum félagsins í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl. Námskeið fyrir leikstjóra og leik- myndateiknara verður haldið í Oslo dagana 31. maí til 9. júní n. k. Meðal fyrirlesara á námskeiö- inu verða Peter Moro arkitekt frá London, Francis Bull, prófess- or í Oslo, Lars Runsten, leikstjóri frá Kaupmannahöfn, Disley Jones leikmyndateiknari frá London og Josef Svoboda, leikstjóri og leik- myndateiknari frá Prag. Þá verða leikstjórnaræfingar og heimsóknir í leikhús. Námskeiðið er ætlað yngri leik stjórum og leikmyndateiknurum. Tveir leikstjórar og tveir leik- myndateiknarar geta komizt að frá Islandi. Umsóknir sendist Guðiaugi Rós inkranz, þjóðleikhússtjóra, Þjóð- leikhúsinu fyrir 2. maí nk. Námskeiðiö er ókeypis en þátt- takendur greiði feröir og uppi- hald. Fyrir hönd sjörnar námskeiðs- ins. Guölaugur Rósinkranz. Dansk kvindeklub fejrer sin 15 árs födselsdagsfest tirsdag d. 3. maj kl. 19 í Þjóðleikhúskjallarinn. Tilmeldelse senest lördag d. 30. april. — Bestyrelsen. Spáin gildir fyrir föstudaginn 29. apríl: Hrúturinn, 21., marz til 20. apríl: Þér gefst kostur á aö ganga endanlega frá einhverju afkomuatriði eða samningum sem reynast munu farsællega. Margt annað mun vel takast. NautiO, 21. apríl tii 21. maf: Þú verður vel upplagður til framkvæmda og athafna í dag og getur komiö miklu í verk. Helzt er hætta á að þú kunnir ekki hóf ákefö þinni. Tvíburamir, 22. mai til 21. júní: Leggöu allt kapp á aö koma sem mestu í verk og ljúka verkefnum, sem oröið hafa út- undan. Treystu vináttutengsl þegar á daginn líður. Krabblnn, 22. júní til 23. júlí: Ekki ósennilegt að þú lendir í einhverri andstööu við aðila, sem einskis svífast, þegar til á- taka kemur. Haltu hlut þínum og láttu ekki undan síga. LJónið, 24. iúlf til 23. ágúst: Þú átt fylgi og aðstoð vina og samstarfsimanna aö fagna og verður í skapi til að takast á við verkefnin Vafalítið kemurðu og miklu af. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept.: Þér ætti að bjóðast aöstoð, sem gerir þér fært að ljúka aökall- andi verkefnum fyrir hádegib, þegar á daginn líður verða góð- ar horfur í einkamálum. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Gerðu þér far um að finna ráð til bættrar afkomu, og eigir þú fé hjá öörum, ættirðu að gera gangskör að innheimtu þess. Haföu samband við vini þína. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þínir nánustu munu hvetja þig óspart til athafna og fram- kvæmda í dag, og spurning hvort að þú ættir ekki heldur að spyrna við fótunum í bili. Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21 des.: Það verður í mörgu að snú ast hjá þér fram eftir deginum, þó er ekki víst að undan gangi að sama skapi. Góöur dagur til áætlana fram í tímann. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þér verður margt til gleöi og ánægju í dag, einkum heima fyrir og * í sambandi við f jöl- skylduna. Eigir þú fé útistand andi mun innheimta auöveld. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ræddu fyrirætlanir þínar við aðra, og það er líklegt, að ’* þær fái fylgi. Bezti tími dags- ins hvaö það snertir verður kringum hádegið. Fiskárnir, 20 febr. til 20 marz: Unn þurfa peningamálin sérstaka aðgæzlu. Fjölskyldan mun veita þér nauösynlega að- stoð, eða kunningjar, sem þú mátt treysta. Á VORSÝNINGUNNI Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur bazar og kaffisölu í Breiðfiröingabúð sunnudaginn 1. maí. Húsið opnað kl. 2. Munum á bazarinn sé skil að á föstudag til eftirtalinna kvenna: Stefönu Guðmundsdóttur Ásvallagötu 20. Guðrúnar Þor- valdsdóttur, Stigahlíð 26, Gyöu Jónsdóttur Litlagerði 12, Sigur laugar Ólafsdóttur .Rauöalæk 36, Lovísu Hannesdóttur Lyngbrekku 14, Kópavogi. Kökum með kaff- inu sé skilað í eidhús Breiðfirð- ingabúöar fyrir hádegi 1. maí. Nefndirnar Langholtssöfnuöur: Heigisam- koma í Safnaðarheimilinu við Sól heima 1. maí kl. 20.30. Ávarp séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, Helgisýning, söngur, kvenna- kvartett Helgi Þorláksson stjórn ar, Kirkjukórinn flytur kirkjutón iist. Félagar úr Æskulýösfélaginu, báðum deildum skemmta. Loka- orð séra Árelíus Níelsson. Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík hefur sína árlegu kaffi sölu í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13 sunnudaginn 1. maí frá kl. 3—11 síðdegis. Allur ágóði rennur til kristniboðsstöðvarinn- •ar í Konsó. Styrkið gott málefni. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Konur úr Kópavogi og ná- grenni. Pfaff sníðanámskeið hefst 25. apríl. Nánari uppl. f sfma 40162. Herdís Jónsdóttir. Frá Ráðleggingarstöð þjóðkirkj unnar. Ráðleggingarstöðin er til heimilis að Lindargötu 9, annarri hæö. Viötalstími prests er á þriðjudögum og föstudögum kl. 5-6. Viötalstími læknis er á mið- vikudögum kl. 4-5. Kvenfélagasamband Islands, Leiðbeiningarstöð húsmæðra að Laufásvegi 2 er opin kl. 3—5 aila daga nema laugardaga, sími 10205. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk f kjallara Laugarneskirkju eru hvern fimmtudag kl. 9-12. Tfma- pantanir á miðvikudögum f sfma 34544 og á fimmtudögum f síma 34516. — Kvenfélag Laugames- sóknar. MINNINGARSPJÖLD Minningarspjöld Bamaspftala- sjóðs Hringsins fást á eftirtörd um stöðum: Skartgripaverzlun Jó- hannesar Norðfjörð Eymundsson arkjallara, Þorsteinsbúð Snorra- braut 61, Vesturbæjarapóteki, Holtsapóteki og hjá frk. Sigrfði Bachmann, Landspítalanum. ÁRNAÐ an í njonaband af sera Kristni Stefánssyni ungfrú Salome Krist insdóttir og Hreiðar Júlíusson. Heimili þeirra er aö Nóatúni 28. (Studio Guðmundar) Gjafa- hlutabréf Hallgríms- kirkju fást hjá prestum lands- ins og f Rvík hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar Bókabúð I aga Brynjóifs sonar, Samvinnubankanum Bankastræti, Húsvörðum KFUM og K 0o iá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRÍMS- KIRKJU á skðlavörðuhæð. Gjaf ir til kirk:' mar má draga frá tekjum við framtðl til skatts HEILLA Þann 12. marz voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Ragnheið ur Matthíasdóttir og Guðmundur Brandsson. Heimili þeirra er að Laugavegi 11. (Studio Guðmundar) þar að þessu sinni. Hafa nokkur verkanna selzt. Sýningin veröur opin næstu daga frá kl. 2—10 daglega. Myndin er tekin við opnun Vorsýningarinnar, en þar var mætt fjölmenni. Meðal sýningar gesta sjáum við Kristmann Guð mundsson rithöfund vera að virða fyrir sér eitt málverk- anna. Vorsýning Myndlistarfélags- ins hefur nú staðiö yfir í nokkra daga. Hafa margir gert sér er- indi í Listamannaskálann til þess að skoða verk hinna 17 myndiistamanna, sem sýna I i * > i ■— - Ti w ° ' w bí irgin i dag borgm i dag borgm i dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.