Vísir - 15.11.1967, Síða 1

Vísir - 15.11.1967, Síða 1
VISIR 37. árg. - Miðvikudagur 13. nóvember 1967. - 263. tbl. Hvetja til alls- herjarverkfalls ATHUGUN A UPPSKURÐI Landlæknir hefur safnað g'ógnum um uppskurö sem fyrirspurn hefur borizt út af Nýlega barst Læknafélagi Reykjavíkur fagleg fyrir- spum um, hvort tiltekinn upp skurður í sjúkrahúsi í Reykja vík hafi verið nauðsynlegur. Læknafélagið sendi fyrir- spurnina áfram til landlækn- is. Fékk hann fyrirspumina i hendur í vikunni, sem leið. Lét hann safna saman upp- lýsingum um málið og sendi þær í fyrradag til heilbrigð- ismálaráðuneytisins, sem lagði þær fyrir svonefnt Læknaráð. íhugar ráðið nú, hvort framkvæma skuli rann- sókn í málinu. Áhugi er nú meðal margra lækna um, að sem mest sé vandað til þjónustu á sjúkra- húsum og að læknar veiti hver öðrum aðhald í því efni, þannig að komið verði í veg fyrir vafasamar skurðaðgerð- ir og önnur mistök. Þess skal getið, að uppskurðurinn, sem fyrirspurnin fjallaði um, leiddi ekki til dauða sjúkl- ingsins. «*: Ráðstefna, sem Alþýöusamband Islands boðaði til, vegna efnahags- málaaðgerða ríkisstjórnarinnar lauk í Reykiavík í gær. Ráðstefnuna sátu 50 forystumenn verkalýðs- samtaka úr öllum landshlutum, sem kusu fyrri dag ráðstefnunnar 5 manna nefnd til viðræðu viö rik- isstjómina, áöur en bindandi sam- þykkt hafi verið gerð á ráðstefn- unni. Nefndin ræddi við fulltrúa ríkisstjómarinnar í gær morgun, en samkvæmt fréttatilkynningu frá Alþýöusambandi íslands báru þykkt hafði verið gerð á ráðstefn- gerði eftirfarandi ályktanir. 1. Ráðstefnan ítrekar þá grund- vallarafstöðu sína til málsins, að vísitala á laun haldist óslitið. 2. Ráðstefnan lýsir sig sam- þykka gjörðum viðræðunefndarinn- ar og staðfestir þá afstöðu, að hafna tilboði ríkisstjórnarinnar sem ófullnægjandi með öllu. 3. Þar sem ríkisstjórnin hefur tekið frumvarp sitt um aðgerðir í efnahagsmálum til afgreiðslu i þing inu, án þess að fullnægja þeirri grundvallarkröfu verkalýðssamtak- anna, að vísitölukerfið haldist órof- ið, mælir ráðstefnan eindregið með því við sambandsfélögin, að þau með nægilegum fyrirvara fyrir 1. desember næstkomandi boði til vinnustöðvana hvert á sínu félags- svæði, þannig að þau hinn 1. des- ember verði búin til allsherjarverk- falla til að knýja fram þá megin- kröfu, að launakjör haldist óskert, hafi ekki fyrir þann tíma náðst samkomulag um lágmarkskröfur samtakanna. II. Ráðstefnan felur miöstjórn Alþýðusambandsins að hafa á hendi forustu um undirbúning nauð synlegra aðgerða og að tilnefna menn til að koma sameiginlega fram fyrir hönd samtakanna eftir þvi sem félögin veita umboð til þess, enda telur ráðstefnan að við núverandi aðstæður sé eðlilegt og nauðsynlegt, að samningar fari fram sameiginlega. Keppir sem „Ungfrú fsland## um titilinn Miss World □ Ung og falleg 18 ára Reykja- víkurstúlka, Hrefna Wige- lund Steinþórsdóttir (Steingríms sonar, fyrrum ráðherra) hélt ut- an í morgun með þotuflugi frá Flugfélagi íslands til Glasgow í morgun. Frá Glasgow flýgur hún rakleitt til London, þar sem fulltrúar Miss World-fegurðar- samkeppninnar taka á móti henni, því Hrefna hefur verið valin af aðstandendum fegurð- arsamkeppninnar til aö vera fulltrúi íslands í keppninni. — Hrefna ber þvl titiiinn „Ungfrú ísland“ án undangenginnar feg- urðarsamkeppni, sem hefur ekki farið fram hátt á annað ár. Framh iK 10 Flóttamaður i Neskaupstað. A-þýzkir sjómenn hafa i hófunum við bæjarfógeta FLÓTTAMAÐURINN SEND- UR TIL RVÍKUR í DAG 1 gær gerðist sá atburður, að. austurþýzkur sjómaður, Bernt Kapahnke, 19 ára að aldri, leit-1 aði hælis sem pólitískur flótta- maður í Neskaupstað, en þar | iiggur við bryggju togarinn, sem ! hann er skráður á. Vísir hafði samband við bæjar- fógetann og bað um að fá að ræða við flóttamanninn í síma. Því neitaði fógetinn á þeim forsend- um, að hann vildi ekki gefa upp dvalarstað þessa unga manns, því að félagar hans á skipinu hafa gengið hart eftir að fá hann aftur og jafnvel látið í það skína, að beitt yrði ofbeldi ef kröfum þeirra væri vísað á bug. Innlendu skipa- smíðastöðvarnar virðast samkeppn- ishæfar. Tilboð i smíði tveggja strand- ferðaskipa Skipaútgerðar ríkisins voru opnuð að viðstöddu nokkru Hölmenni í Tjamarbúð í gær. — Tikil eftirvænting ríkti meðal við- faddra um tilboðin, enda í fyrsta kipti sem innlendar skipasmíða- “töðvar taka þátt í slíkri sam- keppni við erlendar skipasmíða- stöðvar, en fjórar innlendar skipa- Framh. á bls. 10. Bæjarfógetinn sagðist senda öll plögg um þetta mál til dómsmála- ráðuneytisins, þegar i stað, og enn- fremur mundi flóttamaðurinn verða sendur til Reykjavíkur í flugvél um hádegisbilið í dag. Hann sagði, að skipverjar hefðu sótt fast að fá félaga sinn fram- seldan, og borið því við, að hann væri löglega skráður á skipið. „Það kom aldrei til greina að framselja piltinn. Málið verður látið ganga til dómsmálaráðuneyt- isins, en nú hafa verið kvaddir lög- reglumenn til að gæta piltsins fyr- ir öllum tilraunum, sem kunna að verða gerðar til aö ná honum aft- Jóhann Hafstein heilbrigðismálará öherra i viðtali við Visi i morgun: íadurskoðun á yfírstjóm heHhrigð- ismála er þegar hafín Væntanlegt er frumvarp um samræmt heilbrigðiseftirlit og reglugerð um læknamiðst'óðvar — Jóhann Hafstein heilbrigð- ismálaráðherra sagði í við- tali við Vísi í morgun, að óvenjumikil umsvif væru um þessar mundir í skipu- lagningu heilbrigðismála. Ráðherra flytur erindi um þessi efni i kv'óld Þegar væri hafin endur-1 um læknamiðstöðvar úti á skoðun á yfirstjóm heil- brigðismála. Fmmvarp um samræmt heilbrigðiseftirlit fyrir allt landið yrði senn lagt fyrir Alþingi. Þá yrði bráðlega gefin út reglugerð landsbyggðinni. Mun heilbrigðismálaráðherra flytja erindi um þessi mál á Varðar fundi í kvöld. í tilefni af því hafði Vísir samband við Jóhann Hafstein og spurði hann um væntanlegar umbætur i heilbrigðismálum. Ráð- herrann sagði m. a.: — Heilbrigðismálin hafa á þessu ári verið meira á dagskrá en oft ast áður, enda hefur stóraukizt áhugi almennings á þessum mál- um. Þótt ríki og sveitarfélög og einkaaðilar hafi undanfarið ár var- ið gífurlegum fjármunum til heil- brigðismála, miklu meiri en áður þekktist, er mörgu enn ábótavant í þessum efnum. — 1 stjornarsamningnum í haust eru mikilvæg áform um fram kvæmdir í heilbrigðismálum, Fvrr á árum fór lítið fyrir heilbrigðis- málúm í slíkum samningum. Nú er gert ráð fyrir i samningnum, að sett verði löggjöf um almennt og samræmt heilbrigðiseftirlit í Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.