Vísir - 22.02.1968, Page 4

Vísir - 22.02.1968, Page 4
♦ Cassius Clay er múhammeðs- J trúar eins og kunnugt er og hann j neitaði að gegna herþjónustuj hér á dögunum og var þá dæmd-« ur í 5000 dollara sekt og fitnm* ára fangelsi. J Þegar hann mætti aftur fyrir» rétti um daginn eftir að hafa J áfrýjað sagði hann. J „Ég er reiðubúinn að afplána* fangelsisdóm, ef svo verður á-J kveðið. Ég er á móti styrjöldum". <- ': nmy Durante ♦ Betty Yorty, eiginkona borg- arstjórans í Los Angeles, var aö hjálpa hinum aldraða söngvara og gamanleikara Jimmy Durante: að undirbúa veizluna fyrir 75 ára afmæli hans og sagði: „Veiztu, að í Grænlandi kyssist fólk ekki heldur nuggar saman nefjum." „Ja hérna“, sagði Jimmy og glotti, „ég yrði fljótlega aðal- kennagullið á staðnum." Stephen Boyd Birgitta Bardot Nýr eiginmaður Birgittu „Mikilvægasta útflutningsvara Frakklands'' eins og Birgitta Bardot er stundum nefnd, ætlar nú að fá skilnaö frá manni sín- um, þýzka milljónungnum og Bardot glaumgosanum Giinther Sachs, að mipnsta kosti er uppi mikill orðrómur um það. Sá sem spillti hjónabandinu er ameríski leikarinn Stephen Boyd, handa en hann hefur sézt hér t. d. í kvik myndunum „Hrun Rómarveldis" og „The Oscar“. Nú leika þau saman í kúrekamyndinni „Shal- ako“, sem tekin er nálægt Almer- ia á Spáni. Sau Stefán og Birgitta mót- mæla þó enn öllum sögusögnum, en eru þó saman öllum stunduiíi. Klúbbur einn í Bandaríkjun- um hefur nú gefið út athyglis- verð(a bók, sem nefnist „Hetjur vorra tíma.“ Þar er sérstaklega fjallað um tólf konur og karla, sem hafa látið mikið af sér leiða. Fyrst og fremst er minnzt á Winston Ohurchill og Franklin Roosevelt, og eru þeir taldir hafa bjargað heiminum í heimsstyrj- öldinni síðari. Af hinum tólf helztu eru að- Hljómplötu- drottning og prinsessan Tvær frægar konur hittust í Stokkhólmi á dögunum, en það voru Kristín Svíaprinsessa og hljómplötudrottningin Diana Rosfe sem er aðalstjarnan í bandaríska söngtríóinu „The Supremes." Kristín prinsessa mætti á skemmt un þeirra söngsystra og var svo hrifin, aö hún baö um að þær yröu kynntar fyrir sér. „Ég þakka ykkur kærlega fyrir skemmtun- ina, og ég vil gjarnan koma aft- ur að heyra í ykkur", sagði hún. eins þrír á lífi í dag: Harry Tru- man, Martin Lutþer King og Jon- as Salk. Tveir hinna tólf féllu fyrir moröingja hendi: John F. Kenne- dy og Mahatma Gandhi — og sá þrið" Dag Hammarskjöld fórst á dramatískan hátt. Aðrir meðal hinna tólf stóru eru: Albert Einstein, Jóhannes páfi 23., Eleanor Roosevelt og Albert Schweizer. j Björgum hreindýrunum J Að^ent bréf 0 • „Kæri Þrándur. J Ekki skal ég víkia einu orði • að þeirri harmasögu er gerðist e við ísafjarðardjúp nú fyrir J skömmu, enda vafasamt að rétt • sé, að vera stöðugt að ýfa sár- • in, með stöðugum skrifum og J umræðum í útvarpi um þau • hryggðarmál. En það hafa aörir • hryggilegir atburðir gerzt og J eru að gerast í voru landi, þó • ekki séu beir jafn stórkostlegir J eða valdi slíkum hjartasviða • saknandi ástvina scm hinir. s Þær fréttir bárust frá Norð- J austurlandi að mikill fjöldi fugla • hefði synt gegnum olíubrák, ■ leitað lands og væru að veltast J dauðvona f fjörunum. Þeirra • biði kvalafullur dauðdagi. Ætla J hefði mátt að dýravemdunar- J félögin, arðir náttúruunnendur, • og dýravinir, sem megnugir J voru að veita hjálp, brygðu • skjótt við, færu á fjörur noröur • þar, björguðu þeim fuglum, sem J unnt var að forða frá dauða, • en styttu alður hinna. Höfðu J m-inn og fagurt fordæmi frá J B'etlandi, þegar líkt slys varð s þar fyrir l okkrum árum. En J hér var þessum válegu tíðind- • um ekki sinnt. Ðýraverndunar- « félagið bærði ' ekki á sér, svo að ég neyðist til að undirstrika það, sem þú hefur fyrr sagt um ódugnaði og aðgerðaleysi þess félagsskapar, svo og annaffa, er aðeins eru áhugamenn í orði. en ekki á borði. „Það bylur hæst í tómum tunnum“. Hér ligg ég sjálfur vel við höggi. En ef ég hefði verið yngri að árum mund: ég ekki hafa skorazt und an björgunarstarfinu. Ef forusta væri fyrir hendi, hlaut að vera hægt að fá hundr- uð vaskra manna t.d. hér i borg inni og bæjum norðanlands i sjálfboöasveitir til björgunar- starfsins. Sjálfsagt var að kostn aður við liðsflutningana væri borgaður úr opinberum sjóðum, ef ekki fékkst fé til með sam- skotum, sem ekki var ósenni- legt„ bví að margur, er ekki gat sjálfur lagt hönd að líknar- verkinu, hefði verið fús til að opná pvngiuna. jafnvel bó að hún væri létt. Ekki verða bænd ur bar nyrðra sakaðir um að- gerðaleysi, auk þess að sinna búum sínum í vondum veðrum, tóku sumir þeirra þátt i leit að mönnum af togaranum, höfðu þeir og ekki það sem þurfti til að leysa olíuna úr fiðri fuglanna. Eitthvað var þó gert af þvi að styttk dáuða- strið nokkurra fugla. Einhver kann að segja: Þetta er ekki rétt hjá bér, við sinntum mál- inu. Þegar víst þótti að allir fuglarnir væru dauðir, fór dr. - Innur norður til að telja líkin, og greina hau í ættir, kvn og tegundir. Geysimikið framlag til vísindanna. Talið er, að norður þar hafi farin 20 — 30 búsund fuglar. Ef brugðið hefði verið fljótt við, mátti vafalaust bjarga mörgum þúsundum fugla og stvtta kvala- tíma hinna. Meira var ekki að heimta. Þó ->ð nú sé of seint að víta sinnulevsið, mætti bessi á- minning verða til hess að menn % i«CSS»B IdklMtlðtSSMQI hefðu meiri andvara á sér, þeg- ar næst hendir slíkt sem þetta. Síðustu fréttir austan af Hér- aði herma, að stórir hópar hrein dýra standi þar í svelti, sum hrakin mjög og horuö, jafnvel komin að bví að falla úr hor. Hreindýrin eru þjóðareign, og því ber ríkinu að koma barna til hjálpar og það á stundinni. Nú þegar verður að kaupa heyfóður og fá menn þarna austurfrá til að gefa dýrunum meðan harð- indin standa vfir. Ráða verður eftirlitsmann til að annast fóður gjöfina svo og heimild, að fá sér aðstoð eftir börfum. Vafalaust verður aðstoðin auðfengin hjá bændum. Þetta verður að gerást án tafar. Hvað sem líður dýravináttu manna, verður að álykta, að ráðamenn þióðarinnar láti ekki bá Ijjóðarskömm spvrjast að hreindýrin falli úr hor nú á þessu herrans ári, begar þjóðin lifir almennt í vellvstingum, og nokkur hluti þjóðarinnar þjáist helzt af ofáti og ofdrykkju. Hér eftir þarf á hverju hausti að hafa allmikið heyfóður i næstu byggðum við hreindýra- slóðir, sem hægt er að grípa til handa dýrunum, þegar hagleysa verður á hörðum vetri. En eins og áður segir verður að bregða fljótt við til að bjarga dýrunum. Vitanlega ætti Dýra- verndunarfélag islands að láta þetta mál til sín taka, og það nú þegar, og krefia rétta aðila um skjótar, jákvæðar aðgerðir. Þó vil ég biðia þig Þrándur minn, að hlutast til um við rit- stjóra Vísis að blaðið taki þetta mál til frekari meðferðar: hnippi svo duglega í aðila málsins að þeir glaðvakni og hefjist handa áður en það verður orðið of seint. Ég trevsti því ’ að rit- stjórnin bregðist vel við þessari bón minni, enda vona ég að henni vrrði það ljúft“. Stgr. Davíðsson. Ég þakka þetta bréf, og tek vissulega undir það, að brýn nauðsyti er að gera tilraun til að koma hreindýrunum snarlega til hjálpar. Það mundi svo sannarlega stinga í stúf við allt hjalið um að vera' góður við dýrin. ef við létum þau drepast úr sulti og næringarskorti í hlaðvarpanum hjá okkur. Þrándur í Götu. f? ••••«•••••••••••••••••••••••••••••••*

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.