Vísir - 22.02.1968, Blaðsíða 7
I
7
V í SIR . Fimmtudagur 22. febrúar 1968.
morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
• í fréttum frá London segir, aö
ekki hefði skotið upp kollinum nýj-
um tilfellum af gin- og klaufaveiki
undangengna sólarhringa, en enn
væri til rannsóknar tilfelli á býli,
þar sem veikin kom upp og öllum
gripum hafði verið slátrað, og ný-
Iega búið að kaupa gripi á ný. —
Bendir það tiJ þess, að breyta þurfi
reglum um hve fljótt megi endur-
nýja bústofn, þar sem veikin hefur
geisað.
9 Samkomulag hefur náðst milli
Noregs og Sovétríkjanna um þing-
mannaheimsóknir í ár.
9 Frétt frá I Briissel hermir, að
belgíska stjórnin muni ekki í neinu
hvika frá hinni svonefndu Benelux-
áætlun sem grundvelli að samkomu
lagsumleitunum um aðild Bret-
lands að EBE. Áætlunin mun verða
rædd á fundi utanríkisráðherra í
Brussel 29. þ. m. Áætlunin nær
einnig til umsókna Irlands, Noregs,
Danmerkur og Svípjóöar um aöild.
Bretland hefur tekið þessari áætlun
vel, svo og Ítalía og Vestur-Þýzka-
land. — Á fundi brezkra og hol-
lenzkra ráðherra í London var á-
kveðið að bíða átekta áður en tekin
yröi ákvöröun til samkomulags dr.
Kiesingers og de Gaulle forseta í
Par'ís á dögunum.
9 Ný tilraun til stjómarmyndun-
ar í Vestur-Bengal, Indlandi, hefur
mistekizt. Tók Indira Gandhi því
ákvörðun um þaö að setja Vestur-
Bengal undir stjóm sambands-
stjórnar.
9 Japanska farmannasambandið
hefur hvatt útgerðarfélög að hafa
ekki skip í förum til Saígon, nema
fuil vissa sé fyrir, að ekki þurfi að
óttast um áhafnir skipanna. Þetta
er endurtekin krafa frá Z. febrúar
vegna versnandi styrjaldarástands
í Suður-Víetnam.
9 Stóra-Bretland og Guinea hafa
ákveðið að ta'ka upp stjórnmála-
samband. Guinea rauf það 1965 út
af Rhodesíumálinu. — Eftir eru nú
hará fimm lönd, sem ekki hafa bein
diplomatisk tengsl við Bretland út
af sama máli: Alsír, Maii, Tanz-
anía, Mauretanía og Kongó.
9 Samkvæmt seinustu fréttum
um stjórnarkreppuna í Belgíu eru
horfur á íaó þing verði rofið og
efnt til kosninga. Það er jafnvel
farið að tala um kosningar 31.
marz.
® Fyrrverandi yfirmaður égypzka
flughersins'var í gær dæmdur í. 15
ára fangelsi og fyrrverandi yfir-
maður loftvarna-stórskotaliðsins í
10 ára fangelsi, og þeir þannig látn-
ir sæta ábyrgð fyrir hrakfarirnar í
júní-styrjöldinni. Herdómstóll kvað
upp dómana og annar dómstóll hef-
ur kveöið upp fangelsisdóma yfir
fleiri liðsforingjum.
Johnson hvikar ekki frá
San Antonio-formúlunni
U Thant birtir tilkynningu á laugardag
Að loknum viðræðufund-
inum í Washington í gær
við U Thant frkvstj. Sam-
einuðu þjóðanna birti John
son forseti tilkynningu
þess efnis, að tilboð það,
Vonlítið nð
Penrson haldi velli
Fulltrúadeild sambandsþings Kan-
ada neitaði í gær að verða við kröfu
Lesters Pearsons forsætisráðherra,
að atkvæðagreiðsla fari fram þegar
um traust á stjóminni.
Atkvæðagreiðslan mun fara fram
á morgun. Stjórnarandstöðuflokk-
arnir hafa allir tilkynnt, að þeir
greiði atkvæöi gegn stjórninni, og
mæti allir bíöur hún ósigur meö
tveggja atkvæða mun. Eina von
hennar er aö einhverjir þingmanna
úr stjómarandstööunni mæti ekki
á fundi.
sem hann hefði gert í ræð-
unni í San Antonio s.l. ár,
stæði áfram, þ. e. að hætta
loftárásum á Norður-Víet-
nam, ef andstæðingamir
notuðu sér það ekki til
hemaðarlegs viðbúnaðar
og ávinnings.
U Thant vildi ekkert um viöræð-
urnar segja, nema að þær hefðu
verið gagnlegar, en lofaði fyllri upp
lýsingum á laugardag.
BARDAGAR
Bandarískt liö átti í hörðum bar-
dögum við Víetcong-herlið f út-
hverfum Saígon, eftir að hafa feng-
ið liðsauka. Barizt var f norður- og
vestur-úthverfunum, innan við 16
kílómetra frá miðhluta borgarinn-
ar. Felldir voru 110 Víetcongliðar.
Einnig var barizt sunnan borgarinn
ar. í Hue voru felldir 27 menn af
liði Norður-Víetnama. Þar er nú
byrjuð fjórða vika átakanna.
Þingrof í Belgiu og kosn-
ingar sennilega 31. marz
Baudoin Belgíukonungur lellst i
gær á, að þing skyldi rofið og éfnt
til nýrra kosninga, þar sem ekki
hefur tekist að leysa stjórnarkrepp
una, sem kom til sögunnar út af
tungumáladeilunni.
Þessi deila er ævagömul, en bloss
Belgfa
franskar
kaupir
herþotur
— tekur jbær fram yfir bandariskar
Samkvæmt frétt frá Brussel ætl-
ar Belgía aö kaupa 106 Mirage V
herþotur hjá Dassault-flugvélaverk
smiðjunum í Frakklandi, og kann
verð þeirra að verða nálægt 150
milljónum dollara, og eru þetta
mestu hergagnakaup sem um get-
ur í Frakklandi fyrr og síðar.
Það hefir vakið mikla athygli
að enn voru Mirage-herþotur tekn-
ar fram yfir bandarískar herþotur.
Bandaríkjamenn h%fa orðið fyrir
hinu sama í samkeppninni víðar,
þ. e. í -Suður-Ameriku, og þegar
Aref forseti Iraks kom í heimsókn-
ina til Frakklands á dögunum, var
eitt aðalerindið að ná samningum
um kaup á Mirage-þotum. Það er
ekki sízt reynsla Israelsmanna af
þeim í júnístyrjöldirmi í fyrra, sem
ríður baggamuninn.
1 fréttinni frá Brussel segir, að
menn hafi verið búnir aö bíða mán
uöum saman eftir ákvörðuninni,
þ. e. hvort keyptar yrðu Mirage- V
þotur eða bandarískar Northrop
F-5. Belgíska stjórnin var aldrei í
vafa að sögn. Hún vildi Mirage-
þoturnar, -en hikaöi lengi vegna
þess, að hún var smeyk um að
það\ yrði tekið sem vottur stuðn-
ings við frönsku stefnuna varðandi
aðild Bretlands að EBE, en Belgfa
er fylgjandi brezkri aðild. Ti! þess
að draga úr því, að þetta yrði
túlkað stjórnmálalega, hefur verið
látið í það skína, að Belgfa hafi
áhuga fyrir brezk-frönsku sam-
starfi að framleiöslu Jaguar-þota,
og ef af því yrði mundi Belgía
ekki kaupa nema 86 Mirage-þot-
ur.
Þaö hefir vakið nokkra undrun,
að svo mikilvæg ákvörðun sem sú
er að ofan getur, skyldi vera tekin
á tíma stjórnarkreppu, en belgíska
stjórnin baðst lausnar fyrir nokkru
og fer stjórn Paul V. Boyenantz
meö völd sem bráðabÞgðastjórn.
aöi upp fyrir hálfum mánuði i há-
skólanum í Louvain og leiddi til
falls samsteypustjórnar Paul Van
den Boyenantz.
Kosningadagur hefur ekki verið
ákveðinn, en líklegasti kosninga-
dagur er 31. marz.
Stjórn sú. sem mynduö verður
eftir kosningarnar, veröur hin
nítjánda í landinu eftir síðari heims
styrjöld.
Þingsæti skiptast þannig milli
flokka nú: Kristilegir lýðræðissinn-
ar 77, .Frelsis- og framfaraflokkur-
inn 48, jafnaðarmenn 64. Flæmska
bjóðarfylkingin 12. kommúnistar
6 og aðrir flokkar 5.
C. R. Smith.
Nýr verzlunarráöherra
í Bandaríkjunum
Johnson Bandarikjaforseti til-
kynnti fyrir nokkrum dögum, að
Alexander B. Trowbridge verzlun-
arráðherra hefði beðizt lausnar, og
við embættinu tekið C. R. Smith,
stjórnarforseti flugfélagsins Ameri-
can Airlines.
Trowbridge var þriöji ráðherrann
í stjórn Johnsons, sem látið hefur
af embætti frá í nóvember síðast-
liðnum. Hinir eru Robert McNam-
ara landvarnaráðherra, sem tekur
við starfi sem yfirbankastjóri Al-
þjóðabankans (World Bank). Við
hans starfi tekur Clark Clifford
Sá ^þriðji er John W. Gardner heil
brigðismálaráðherra. mennta- og
félagsmálaráðherra en hann tekur
við einkastarfi í lok þessa mánað
— Hinn nýi verzlunarráðherra
tekur við 1. marz. Hann er 68 ára
og hefur verið starfsmaöur flugfé
laga < 40 ár. Fyrirrennari hans
hefur veriö heilsuveill. — Mc-
Namara er nú í bann veginn að
láta af störfum sem landvarnaráð
herra og tekur þá við nýja starf
inu.
Viðræðunum i Stokkhólmi
um Vietnam lauk í gær
Ngyen Tho Chian ambassador
Norður-Vietnams lauk í gær viðræð
um sínum við Torsten Nilsson ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar og fóru
þær fram í Stokkhólmi.
Nilsson segir, að núverandi
tengsl Svíþjóðar og Norður-Viet-
nam muni haldast óbreytt. —
Chian ambassador ræddi og viö
Eriander forsætisráðherra. I þess-
um viðræöum gerði ambassadorinn
grein fyrir skoðun stjórnar sinnar
Varðandi Víetnamstyrjöldina og af-
stöðu tiennar Nilsson kvað ekki
ástæðu til að gera öðrum grein
fyrir viðræðunum nema að taka
það fram, aö Chian hefði gert nána
grein fyrir ríkiandi sjónarmiöum
Vietnam. en Chian sagði að þeir
hefðu hvorugur — hann eða/Erland
er — rætt möguleika Svíþjóðar til
þess að stuðla að samkomulagsum
leitunur um frið hann kall
leit'unum um frið. Hann kall
heimsókn, en Erlander fund þeirrs
„upplýsingafund um Víetnam.
Brezkum fréttaritara
vísað frá Grikklandi
Sprengju varpað að sovézka
sendiráðinu í Washington
Tass-fréttastofan kallar atburðinn glæp,
en ber ekki sakir á neinn
Brezkum fréttaritara, Leslie Fin-
er, hefir verið vísað úr landi í
Grikklandi, með mánaðar fyrir-
vara.
Hann starfaði fyrir fréttaþjón-
ustu ’brezka útvarpsins og -mörg
blöð. Landvistarleyfi hans er út-
runnið eftir mánuð og var sá forms
háttur hafður á, að tilkynna hon-
um, að þaö fengist ekki endurnýj-
að.
I^iner'hefir átt heima í Grikklandi
í 13 ár og er kvæntur grísku leik-
konunni Elsu Verghi.
1 sovézka sendiráðinu í Washington
lék allt á reiðiskjálfi í gærmorgun
nokkrum sekúndum eftir að lög-
reglunni var tilkynnt i síma að
niaður nokkurhefði varpað frá sér
böggli fyrir utan sendiráðið, og
heyrðist sprengingin í símanum.
Gat kom á framhlið hússins. Mað-
ur var handtekinn, grunaður um að
hafa varpað frá sér sprengjunni.
Tassfréttastofan kallaði þennan at-
burö ögrun í fréttatilkynningu í
gærkvöldi, og kvað ekki hafa ver-
ið unnt að framkvæma þennan
verknað án vitundar bandarfskra
'mbættismanna.
Talsmaður FBI — bandarísku
rannsóknarlögreglunnar, sagði, að
menn héldu að sprengjan hefði
„sprungið á utanverðum glugga-
karmi á fyrstu hæð hússins". —
Starfsfólk i sendiráðinu hleypti
ekki lögreglumönnum ínn
húsið, fyrr en þremur stundar-
fjóröungum eftir áö sprengingin
varð. Rúður brotnuðu í húsum
handan götunnar.
Sendiráðið er í 16. götu og er að
eins fjögur hverfi á milli þess os
Ilvíta hússins. — Bæði sendiráös
starfsmenn og lögreglumenn hafa
staðfest, að enginn hafi meiðzt af
völdum sprengingarinnar. Tass-
fréttastofan segir, að talsvert tjón
hafi hlotizt af sprengingunni, og
kallar atburöinn glæp, en ber ekki
sakir á einn eða neinn.