Vísir - 22.02.1968, Síða 8

Vísir - 22.02.1968, Síða 8
8 V1SIR . Fimmtudagur 22. febrúar 1968. VISIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Dagur Jönasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: L.augavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Innlend skipasmíði efld Á fáum árum hefur risið upp innlend stálskipasmíði, sem hefur sýnt og sannað getu sína. Hinar íslenzku skipasmíðastöðvar hafa smíðað nokkur stálfiskiskip, sem hafa reynzt hin beztu aflaskip. Á þessu sviði virð- ist innlendur iðnaður vera samkeppnishæfur við út- lönd, bæði í verði og gæðum. Hins vegar hlýtur svona ung iðngrein að eiga við ýmis vandamál að etja. Það kostar mikið fé að reisa stálskipasmíðastöð og því er skuldabyrðin þung á þessum ungu fyrirtækjum. Róm var ekki byggð á einum degi, og sama er að segja um innlenda stál- skipasmíði. Fjárskortur háir þessari grein verulega. Núverandi ríkisstjórn hefur eflt innlenda stálskipa- smíði með ráðum og dáð. Nú síðast lagði stjórnin fram á Alþingi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að ábyrgjast lán til byggingar dráttarbrauta og skipasmíðastöðva. Er gert ráð fyrir, að lánaðar verði 40 milljónir króná til viðbótar 30 milljónum, sem áð- ur höfðu verið lánaðar. Með þessum nýju ábyrgðum er ráð fyrir gert, að Ijúka megi byggingu þeirfa drátt- arbrauta og skipasmíðastööva, sem nú eru í smíðum í samræmi við framkvæmdaáætlun á þessu sviði. Með þessu er verið að gera dráttarbrautunum og skipasmíðastöðvunum kleift að byggja sig svo vel upp, að góð hagkvæmni náist í rekstrinum. Ef Alþingi samþykkir þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar, hefur þjóðin stigið enn eitt skrefið í iðnþróuninni. Frumvarpið leysir að sjálfsögðu ekki öll vandamál skipasmíðastöðvanna. Eitt vandamál þeirra er, hve lítill áhugi er hjá útgerðarmönnum á að afla sér nýrra skipa. Afkoma bátaútgerðarinnar hefur versnað tölu- vert undanfarna mánuði og er því eðlilegt, að útgerð- armenn hafi minni áhuga en áður á að auka við sig. Þar á ofan bætist, að útgerðarmenn virðast margir hverjir enn vilja láta smíða skip sín erlendis. Það hlýt- ur að breytast, nú þegar góð reynsla er fengiri af inn- lendri skipasmíði. Annað vandamál skipasmíðastöðvanna er að fjár- magna smíðina. Erlendar stöðvar hafa aðgang að digr- um sjóðum og geta boðið viðskiptavinum sínum mjög há lán, að vísu með gengisáhættu. íslenzkar stöðvar hafa átt erfitt með að bjóða svipuð kjör. Sjálfar eiga þær ekkert fé aflögu, vegna hinnar hröðu uppbygg- ingar þeirra. Og lánsfjármagn er af skornum skammti hér á landi eins og allir vita. Það hefur þó tekizt að útvega veruleg lán til innlendra skipasmíða, en æski- legt væri að auka þau eftir getu. Þriðja vandamálið eiga stöðvarnar sameiginlegt með fjölda annarra atvinnugreina á landinu á þessum erfiðu tímum. Það er verkfallið, sem á að koma 4. marz. og mun valda þjóðinni stórtjóni, ef til kemur. Vonandi hverfa þessi vandamál eins og mörg önnur hafa gert af framfarabraut íslenzkra stálskipasmíða. Myndin er af landgönguhermönnum á flugvelli i Kalifomíu, sem bíöa þess aö ganga inn í risa-flugvél, sem á að flytja þá til Vietnam. Og þeir, segir í texta undir myndinni, eru „ready and willing“, þ. e. viðbúnir og vilja fara. Voldugustu þjóö heims, Banda- ríkin, vantar sem sé varaliö — ekki mannafla — heldur þjálf- aö varaliö — og það tekur tfma að þjálfa lið til hemaöar nú á dögum. í frétt frá Washington segir, aö sá tími sé kominn, að John- son forseti verði að taka til at- hugi’nar, hvort boða skuli al- men t hervæöingu, sem yröi takmörkuð fyrst í staö, en svo aukin eftir þörfum. Til bráða- birgöa yrði ef til vill að fram- lengja núverandi herþjónustu- tíma þeirra, sem gengið hafa í herinn. Til þess að geta sent 10.500 menn til S.V. alveg nýlega aö ósk Westmorelands varð að brjóta þá regiu, sem komin var á, að enginn sem gegnt hafði herþjónustu tvö ár f Víetnam, yröi sendur þangað aftur. í landgöngusveitum flotans eru 298.000 menn og það var orðið erfitt að ná saman nægi- lega mörgum mönnum til þess að senda til Víetnam f skiptum fyrir aðra, sem voru búnir aö gegna sínu skylduhlutverki þar. Bandaríkin hðfa upp undir 80.- 000 iandgönguhennenn flotans í Víetnam. Það hefir gengiö hættulega Skortur þjálfaðs varaliðs áhyggjuefni í USA Þegar þetta er ritað er að veröa æ greinilegra, aö veriö er að gera tilraunir enn á nýjan leik til þess aö fá aöila í Víet- namdeilunni til þess að setjast aö samningaboröi, og má hér benda á heimsókn U Thants í Washington til viðræðna við Johnson, ummæli Kosyg- in forsætisráðherra Sovét- ríkjanna fyrir nokkru, að réttur tími væri fyrir Bandaríkin tii að hætta loftárásum og setjast að samningaborði, og ekki sízt vekur það athygli, aö fulltrúar Noröur-Víetnams eru títt nefnd ir í fréttum í sambandi viö við- ræöur, sem fram hafa farið bak viö tjöldin, í Dehli, París op Moskvu, viöræður ambassa- dors N.V. þar við Torsten Nils- son utanríkisráðherra Svíþjóðar í Stokkhólmi og síðast en ekld sizt ferð ambassadors Svfþjóðar f Peking tll Hanoi. Þetta vlrðist benda alveg eindregið til, að verið sé að gera nýtt, samræmt átak margra þjóöa til þess aö fá aðila til að semja, en svo er hitt annaö mál hver árangurinn verður. Hyggilegast er að spá ekki neinu um það, sem kann aö vera á næsta leiti, og bíða frek- ari frétta. Hins vegar veröur nokkuð vikið að því, að ef ekki verður setzt að samningaborði og bar- izt áfram, verða Bandarikin aö halda áfram að senda liö til Víetnam - sennilega miklu meira en búiö er að heimila (525.000 — þar af komnir til S.V. 510.000) — og er sumt sem um þetta er ritað í banda- rísk blöð mjög athyglisvert, þvi að það sýnirf hver vandi blasir hér við, auk hættunnar á að styrjöldin breiðist út. Vandinn er sá, að Bandaríkin hafa ekki tök á því um sinn áð senda miklu fleiri hermenn til Bandaríkjanna, nema flytja þá frá Vestur-Þýzkalandi til dæmis. á varaliðið. — Og það er orðið erfitt að hafa ávallt til vara 6 og % herfylkja úr her og flota (landgönguhermenn), eins og miöaö hefir verið við, ef senda þyrfti óvænt lið til annarra landa, úti í heimi, en Víetnam. □ í frétt frá Lagos I Nígeríu segir, að háskólabærinn Nsukka sé enn á valdi sambandshers- ins. □ Ambassador N.-Víetnam í xMoskvu, Ngyen Th. Can, kom til Stokkhólms í gær. Hann mun ræða við Torsten Nilsson utan- ríkisráðherra. □ Hinn brezki framieiðandi thalidomid hefur fallizt á að greiða talsverðar skaöabætur til foreldra 62 bama, sem fæddust vansköpuð vegna þess að mæð- umar tóku inn lyfið á með- göngutímanum. í rétti var fall- izt á sætt, sem gerð hafði verið í málinu. □ Sovétmenn hafa skotið upp 202. Kosmo-gervihnettinum. □ Bandarfska tímaritiö Look segir, að smyglað sé inn í Banda ríkin frá Mexíkó 3.5 upp í -5 ’—in af eiturlyfjum vikulega .□ Landvamaráðherra Suður- Afríku sagði í gær, að Bretland fengi ekki framar afnot af flota- st. Sinni í Simontown né flug- vöilum i S.-A. nema þegar j&uður-Afríku hentaði. Sam- kvæmt upphaflegum samningi um Simontown fengu Bretar þar aðstöðuskilyrði, en áttu í móti að selja S.-Afrfku vopn, en nú liefir Wilson boðað breytta stefnu af því er það varðar. □ Áriö sem leið fæddust 81.788 börn í Danmörku og er það meiri fækkun en búizt haföi verið við, en bam9fæðingar voru 88.332 1966. Orsakirnar eru tald- ar betri getnaðarverjur og auk- in kynni fólks af þeirn. Land- Iæknir Dana segir ávallt vera vm sveiflur að ræöa aö því er fæðingar varðar, en svona mikil lækkun geti verið áhyggjuefni. □ Tsakalokos, griskur hers- höfðingi á eftirlaunum, ræddi við Konstantin konung I gær i gistihúsi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.