Vísir - 22.02.1968, Blaðsíða 13
VIS IR . Fimmtudagur 22. febrúar 1968.
13
Söngvaramir (frá vinstri): Jónas,
Ingimar, Elín, Ámi, Ragnheiöur,
frú María og Guðrún Hulda. Ölaf-
ur Vignir við hljóðfærið.
Nemendur Maríu Markan
halda tónleika
A laugardag, 24. febrúar, efnir
NÁMSSTYRKIR
DeWitt Wallace — verðlaunin.
Ákveðið hefur verið að veita íslenzkum pilti og ís-
lenzkri stúlku 17—22 ára, styrk til náms á Macal-
ester College í Bandaríkjunum. Styrkurinn verðuf
veittur fyrir skólaárið 1968—69.
Upplýsingar og reglur um
umsókn um DeWitt Wallace
verðlaunin eru sem hér segir:
1. DeWitt Walace verðlaunin
eru veitt af DeWitt Wallace,
eiganda og útgefanda banda-
ríska tímaritsins Reader’s
Digest og Morgunblaðinu, f
samvinnu við Islenzk-amer-
íska félagiö.
2. Ungt fólk á aldrinum 17—22
ára, sem hefur lokið, eða
lvkur stúdentsprófi f vor,
getur sótt um DeWitt Wall-
ace verðlaunin.
3. DeWitt Wallace verðlaunin
eru veitt einum pilti og einni
stúlku frá hverju af Noröur-
löndunum, til eins árs náms-
dvalar í Bandaríkjunum, á
mjög þekktum háskóla, sem
heitir Macalester College og
er í St. Paul, Minnesotaríki.
Verðlaunin nema skólagjöld-
um, fæði, húsnæði, ferða-
kostnaöi, öðrum gjöldum og
sjúkratryggingu. Hver þátt-
takandi karf að hafa með
sér $500 í vasapeninga. De
Witt Wallace verðlaunin
veita einnig hverjum náms-
manni eins mánaðar, eða
17.500 mílna ferðalag um
mið- vestur- suöur- og vest-
urhluta Bandaríkjanna á
prógrammi, sem nefnist
„Ambassadors for Friends-
ship“. Þá verður janúarmán-
uði varið til heimsókna á
4—5 mjög þekkta gagnfræða
'og menntaskóla í norð-aust-
urhluta Bandaríkjanna.
4. Umsækjandi verður að skila
eftirtaranoi gögnuni:
A. Meðfylgjandi umsókn verður
að vera vandlega útfyllt og
hverri spurningu svarað.
B. Einkunnir frá menntaskóla
á ensku fyrir öll 4 árin verða
að fylgja.
C. Meðmæli á ensku frá 2
menntaskölakennurum og
frá einhverjum 2 aðilum,
sem geta gefið persónuleg
meðmæli með viðkomandi
(Nöfn ættingja eru ekki
gild).
D. Umsækjandi verður að taka
enskupróf, sem gefur tii
kynna getu Viðkomandi í
lesinni, skrifaðri og. talaðri
ensku.
E. Persónulegar upplýsingar á
ensku sem segja frá um-
sækjanda, þátttöku hans í
félagslífi skólans, fþrótta-
félagi og eða öðrum félögum:
upplýsingar um áhugamál,
fyrri ferðalög, tómstunda-
áhugamál, sumarvinnu, vænt
anlegt framtíðarstarf, o. fl.
F. Að Iökum þarf umsækjandi
að skila stuttri ritgerð (um
1200 orð) á ensku, sem skal
nefnast „The Importance of
an American Studies Pro-
gram for my Future in Ice-
land“.
Umsókn ásamt öllum gögn-
um skilist í lokuðu umslagi til
Morgunblaðsins, ásamt passa-
mynd af umsækjanda, fyrir 15.
marz, 1968, merkt:
DeWITT WALLACE -
VERÐLAUNIN.
Söngskóli Mariu Markari, til nem-
endatónleika i Gamla bíói.
Þar koma fram séx nemendur,
þrjár konur og þrír karlmenn, þau
Guðrún Hulda Guömundsdóttir,
(sópran), Jónas Ó. Magnússon,
(baritón), Árni Sighvatssori, (tenór),
Ragnhei’ður Guðmundsdóttir,
(mezzósópran), Ingimar Sigurösson
(bassi) og Elin Sigurvinsdóttir,
(sópran.). Syngur hver nemandi um
sig einsöngslög og síðan tvö og
tvö saman tvísöng.
Það eru nú fjögur ár siðan frú
Maria Markan kynnti fyrst nem-
endur sína i Gamla bfói, er siðan
hafa nokkrir nemendatónieikar
verið haldnir fyrir lítinn hóp inn-
an skóians.
Að þessu sinni aðstoöar Ólafur
Vignir Albertsson, píanóleikari, en
framkvæmd tónleikanna annast
Þráinn Sigurösson (Skemmtikrafta-
skrifstofan).
Tónleikamir hefjast kl. 3 e.h.
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
I
kvlk
[mypdtr
Ímyrulír'
113 l
Ljóð
Jóhannesar
úr Kötlum
9
á norsku
Fonna Foriag hefur gefið út á
norsku úrval Ijóða eftir Jóhannes
úr Kötlum í þýðingu Ivars Orgland,
sem hefur kennt við Háskóla Is-
lands árum raman. Ivar Orgland
hefur áður kynnt á sama hátt fimm
íslenzk Ijóðskáld. Fyrsta bókin hét
„En sigler i haust“ með Ijóðum
Davíðs Stefánssonar. Önnur bókin
hét „Fra' lidne dagar“ eftir Stefán
frá Hvítadal. Þriðja bókin hét!
„Enno syng vaarnatti" með ljóðum ■
eftir Tómas Guðmundsson. Fjórða
bókin er „Paa veglaust hav“ eftir
Stein Steinar- og fimmta bókin
„Krvstallar" eftir Hannes Péturs-
son. Bókin með Ijóðum Jóhannesar
úr Kötlum heitir „Sjudögra" og er
um "0 síður að stærð.
DRACULA
(Dracula, Prince of Darkness).
Stjómandi: Terence Fisher.
Aðaíhlutyerk: Christopher Lee,
Barbara Shelley, Andrew Keir,
Francis Matthews, Suzan Farm-
er, Charles Tinwell, Thorley
Walters, Philip Latham.
Brezk, frá Hammer Film, ís-
lenzkur texti, Nýja bíó.
Myndin hefst á því að sýnt er
úr kvikmyridinni „The , Horror
of Dracula", sem gerð var 1958
og sýnd í Hafnarbíói. Sýnt
er lokaatriðið, þar sem Dracula,
myrkraprinsinn, verður að dufti
frammi fyrir krossmarki og sól-
argeislum, en Dracula er engin
minni háttar blóðsuga, því að í
þessari mynd er hann vakinn
upp rétt einu sinni á svaka-
fenginn há.tt og sendur enn á
ný til feðrá sinna að lokum.
Þráður myndarinnar er, að
tvenn brezk hjón eru á ferðalagi
á meginlandinu, og málin æxlast
þannig, að þau láta fyrirberast
um nætursakir f hinum foma
kástala Dracula.
Annars virðist ekki rikja um
það samkomulag meðal forstöðu
manna Hammer Film, hver sé
hinn rétti eigandi þessa kastala,
vegna þess að ekki alls fyrir
löngu var sýnd í Hafnarbíói
myndin „Endalok Franken-
steins", þar sem fullyrt var að
Frankenstein væri hinn rétti
eigandi hans. Skömmu síðar var
þessi kastali í höndum nýrra eig
enda í myndinni „Dularfulla ó-
freskjan” sem sýnd var f
Stjörnubíói. Ekki skiptir kann-
ski meginmáli, þótt sömu leik-
tjöld séu notuð f mörgum mynd
um, en þetta sýnir þó vel,
hversu höndunum er kastað til
mynda frá Hammer Film.
En þetta var útúrdúr. Hjónin
eiga ónæðissama nótt í kastal-
anum, og þau lifa það ekki ö.Il
að sjá grána fyrir nýjum degi,
því að Dracula vaknar til lífs
ins og tekur til við fyrri iðju.
Ekki er vert að rekja sögu
þráðinn nánar, en myndin er oft
á tfðum sæmilega spennandi og
mörgum velheppnuðum „sjokk-
effektum" er beitt. Terence
Fisher stjómar myndinni, og
gerir sér að venju mikinn mat
úr blóðsúthellingum og gaura-
gangi.
Christopher Lee leikur aðal-
hlutverkið Dracula. Gervið er
frábært, sannarlega ógnvekjandi
en þó skortir á að Dracula sé
hafður nægilega mennskur, það
er að segja hann átti að geta
villt á sér heimildir sem mann-
leg vera.
Aðrir leikendur eru allþekkt
minniháttarfólk, en helzt vöktu
athygli Thorley Walters, sem
flugnaætan Ludwig, og Philip
Latham, sem hinn skuggalegi
bryti Klove.
Ekki verður á móti því mælt,
að þessi mynd fjallar um það,
sem margt fólk kallar „bölvaða
vitleysu", en samt er margt
skemmtilegt til, sem á sér enga
stoð í raunveruleikanum, og
þessi mynd um „myrkraprins-
inn“ er ein bezta mynd í sfnum
flokki. sem gerð hefur verið
undanfarið — ágætur skemmti-
iðnaður, Iftil list.
Gólfteppi
frá kr. 315.— fermetrinn.
Grensásvegi 3 — Sími 83430.
Danfoss Mtastýróur ofhloki er lykillinn
að þagindvm
Húseigendun
í vaxandi dýrtíð
hugleiða flestir
hvað spara megi
í daglegum kjostnaði. Með DANFOSS
hitastilltum ofnventlum getið þér í
senn sparað og aukið bægindi í hý-
býlum yðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu
Morgunblaðsins.
Auglýsið í VÍSI
= HEÐINN ===
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260