Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 14

Vísir - 21.12.1968, Blaðsíða 14
 JÓLAGJAFAHANDBÓK VÍSIS 3 * JOLAGJAFIR HANDA HENNI Það reynist mörgum eiginmanninum erfitt að velja jólagjöf handa eiginkonunni, og vonandi getum við orðið að einhverju liði, en þær gjafir, sem viö birtum hér myndir af, eru einnig tilvaldar til að gefa ættingjum eða vinum af veikara kyninu. Hér er einstaklega fallegur gjafa- kassi frá hinu þekkta fyrirtæki Avon, en I honum er stór dós af baðpúðri, ilmvatnsúðari með fyll- ingu og ilmkrem, allt 1 fallegum, bláum umbúðum. Verðiö er 1112 krónur, en þessir kassar fást í verzl. Tibrá á Laugaveginum. Hárþurrka er vel þegin jólagjöf, en þessi handhæga þurrka er búin þeim lcostum, að hana má bera á öxlinni meöan gengið er um. Verð- ið á þessum hárþurrkum, í falleg um ljósum töskum er 2840, en þaö er verzl. Ljós og orka á Suðurlands braut 16, sem selur hárþurrkumar. Sænska fyrlrtækið Linhammer framleiöir þessa fallegu kertaiampa úr glæru gleri með rauðu kerti og er verðið kr. 695. Það eru Blóm og ávextir i Hafnarstræti, sem selja þessa fallegu vöm. Gullskartgripir eru vönduð gjafa- vara og hér sjáum við íslenzka gulleyrnalokka frá Model skartgrip um, en það eru þeir Sigmar og Pálmi á Laugaveginum, sem selja þessa eyrnalokka og verðið á þeim sem við sjáum er kr. 1542. Tíbrá á Laugaveginum selur þessa fallegu tösku, púðurdós og spegil, en þetta er allt svart með fingerð um útsaumi. Taskan kostar 865 kr., púðurdósin 415 og spegillinn 104, en þetta eru allt vandaðar og fall- egar jólagjafir. Undirkjólar lenda sjálfsagt í mörg um jólabögglinum, og hér er einn íslenzkur frá Artemis úr hvítu næ- loni, sem kostar 395 kr. Hann fæst í stærðunum!38—4G í verzluninni Tíbrá á Laugaveginum. Hér er tilvalin jólagjöf handa eig- inkonunni, Carmen rúllumar dönsku, sem fást í Liverpool við Laugaveginn, en verðið er 1344 krónur fyrir 7 rúllur, 1508 fyrir 11 rúllur og 1931 fyrir 17—18 rúllur. HIN VIÐURKENNDA SKYRTA WHITE LIGHT by DoubleTwo Þetta er hin viðurkennda skyrta. Skyrta sem hefur alla kosti. Hin upprunalega áferð þolir allan þvott og þurrkun, þarf meira að segja aldrei að strjúka. Niðsterkur sérstaklega styrktur flibbi og liningar. Velja má um ermalengd og tvær bolviddir. Þér vandið valið með Double Two.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.