Austanfari - 24.06.1922, Síða 2

Austanfari - 24.06.1922, Síða 2
2 AUSTANFARI 1. tbl. Seyðisfirði hafa fyrirl iggjand i: Hafragrjón Kaffi Rúsínur Hveiti Kaffibætir Sveskjur Kartöflur Sykur höggvinn Oma-smjörlík Rúgmjöl Strausykur Kex Hrísgrjón Kandís Ullarballa Baunir Súkkulaði Gaddavír Bankabygg Kakao Vírnet málum. Er vonandi að íslenzkir borgarar láti ekki blekkja sig á fagurgala og glamri þessara manna. Einstaklingseðli íslendinga er ríkt oghelztu dygðirþeirra einstaklings- dygðir, en ekki þjóðfélagslegar. Má nærri geta, hversu sameigin- legur búskapur þeirra gengi, þá er varla geta tveir menn búið ill- indalaust á sömu jörðinni, þótt ella séu báðir tryggir menn og fastlyndir, gestrisnir og greiðvikn- ir, svo sem flestir fslendingar hafa verið og eru enn. Skal nú að lokum drepið á mennina, sem eru á lista Hjafnað- armanna“, sem að lokinni grein- argerð þessari skulu hafðir innan tilvísunarmerkja. Fyrst er þá að telja Þorvarð Þorvarðarson, prentsmiðjustjóra, bónda og útgerðarmann. Þorvarð- ur er að því þektur, að hann sé maður starfsamur og hagsýnn fyrir sjálfan s% hefur efnast vel, á jörð, er hann hefur ráðsmann á og á allmikið í togarafélagi í Hafnarfirði. Ennfremur rekur kona hans verzlun með miklum blóma, svo sem kona Ólafs Friðriksson- ar, og er alt þetta lofsverður einstaklingsdugnaður. Hitt þykir lítið eitt undarlegt, að þessi mað- ur skuli efstur vera á lista „jafn- aðarmanna". Frá þeirra hálfu er það ekki svo mjög skrítið, því að þeim gerir ekki ilt af öllu, en af- staða Þorvarðar verður alment ekki skilin, nema hann hugsi sér að kom- ast að eins einhvern veg inn á þing og vinna þar gott starf fyrir einstaklingsréttinn og sjálfsbjargar- aðstöðuna meðal þjóðar vorrar. En menn munu spyrja, hví hann sigli þá undir fána „jafnað- armanna"? Alt á sér ástæður, og er ekki ólíkleg sú, að Þorvarður, sem er enginn atkvæðamaður um opinber mál, sjái sér ekki aðra leið beinni til þingsetu en að fylgja að nafninu til „jafnaðar- mönnum", sem eru í hraki með menn, er nokkur minsta von sé til að öðlist fylgi, einkum út um land. Þorvarður hefur áður reynt í Reykjavík við almennar kosn- ingar, en fallið prýðilega. Mun mönnum þar hafa þótt kynleg af- staða hans, og er ekki ólíklegt að enn þá fari svo. Mun nú þetta látið nægja Þorvarði og honum talið vorkunnarmál framboðið. Þá er næsti maður á listanum Erlingur Friðjónsson, kaupfélags- stjóri á Akureyri. Mönnum út í frá þótti lítið eitt kynlegt, að hann skyldi settur á þennnan lista — og töldu hann „Tíma“mann. En vera má að „Tíminn“, sakir hins kyn- lega, en alkunna satnbands síns við „jafnaðarmenn“, hafi lánað þeim manninn. Ber „Austanfari" á hann lítil kensl — og á hann ekki að þurfa önnur orð til fylgis- leysis, en þau er sögð hafa verið hér að framan um fiokksbræður hans. Um þrjá næstu mennina þarf ekki að fara mörgum orðum, og skal látið nægja að sega, að lé- legt er þá mannval á íslandi, ef þeir verða taldir meðal afbragðs- manna. Mun hið sama valda um val þeirra og hinna, að á fáu góðu er völ. Loks er neðsti maðurinn á list- anum, Sigurjón Jóhannsson, bók- haldari við stærsta verzlunarfyrir- tæki þessa lands og næst æðsti maður við stórverzlun þess hér á Seyðisfirði. Menn láta sig sízt undra, er þeir lesa þetta — .princip' „jafnaðarmanna er svo langt inni í þokunni. Að eins skal á eitt minst í þessu sambandi. Jón Bald- vinsson, þingmaður „jafnaðar- manna“, var hinn eini, er greiddi atkvæði á móti Spánarsamning- unum á þingi — og skyldi það sýna og sanna, að „jafnaðarmenn“ væru eini flokkurinn, er reyndist trúr bannmálinu og hefði það með fullri alvöru á stefnuskrá sinni. En ekki mun ákveðnari andstæðingur bannlaganna til á landi hér en Sigurjón Jóhannsson. Sjá menn þarna alvöru flokksins, —' og er nú held ég nóg komið um lista hans, sem reynast mun fylgislítill að sama skapi og hann er tilgangslítill, ósamræmur og iila til hans stofnað. Mun hin alræmda ferð Ólafs Friðrikssonar, sem síðar mun á minst, einnig reynast örlagaþrungið glappaskot flokksbrotsins. III. Þá er að minnast B-listans nokkrum orðum, eigi sízt fyrir þær sakir, að hann virðist fram bor- inn af óbilgjörnum þjóðmálaskúm- um, en alls ekki þjóðarvilja eða þingflokk. Alkunna er það orðin, að á þingi síðasta varð ekki sagt að samkomulag væri um nokk- urt stórmál milli Tíma-klíkunnar og Framsóknarflokksins. Má þar nefna sparnaðarmálin — og hef- ur Þorsteinn M. Jónsson, alþing- ismaður, sem nýlega hefur haidið fund hér úti í hreppnum, lýst svo greinilega afstöðu sinni sem mest má verða. í fám orðum sagt, var hann mjög svo andstæður Tíma- klíkunni í sparnaöarmálunum, svo sem uppástungu „Tímans“ um hæstarétt og lögfræðisdeildina. Hefur þó Þorsteinn hingað til reynzt fylgispakastur „Tímanum“, og jafnvel á þinginu 1921, þá er þó Sveinn í Firði hafði á klík- unni litlar mætur. í Spánarmálinu varð alt sjálfstæðisrugl blaðsins með öllu árangurslaust, og ekki einn einasti af þingmönnum flokks- ins vildi sýna það ábyrgðarleysi gagnvart alþjóð, að loka fyrir oss fiskmarkaðinum á Spáni, sem hefði orðið bein afleiðing af samningslitum við Spánverja. En einmitt Spánarmáliö Vcir það mál, er biaðið hamraði mest á og hef- ur beðið í mestan ósigurinn. En fleiri munu jafn illir og verri eftir fara. Og hefur nú „Tíma“-klíkan fengið þann snoppung, er hún mun riða við, þegar kosið verður. Voru því varla horfur á vænlegri samvinnu við flokkinn um val manna til landskjörs. Enda varð sú reyndin, að sanikotnulag tókst alls ekki og listinn verður ekki talinn að neinu skyldur flokkn- um, heldur mjög svo afstyrmilegt afkvæmi Hriflu-Jónasar og alilambs hans, ekki-klerksins í Laufási. Vo ru þingmenn fiokksins því einkum reiðir, að án þeirra vitundar hafði verið gert heyrinkunnugt um land út, hversu listinn yrði skipaður, og Jónas þar ákveðinn efsti maður. Er aðferð klíkunnar þarna, sem von var á, óhreinleg og lubbaleg, frekjuleg og fram úr hófi ósvífin. Sem menn vita, þykist blaðið „Tíminn“ og „Tíma“-klíkan standa á verði um bændur og kaupfélög þeirra. Auðvitað er blaðið þar boðflenna og fjöldi kaupfélaga og allir sanngjarnir og víðsýnir bændur skammast sín svo sem þingflokkurinn fyrir að láta það í Ijós, að þau eða þeir séu að nokkru við ófreskið bendiaðir. keir sjá það sem sé full-vel, að það sem í fyrstu virtist all glæsi- legt, virðist verða í framkvæmd- inni alt annað. Vörur sambands- ins eru sízt betur borgaðar yfirleitt enaðrar vörur, ogdæmi eru til þess, að kaupfélög sum hafa keypt fyrir all miklar upphæðir hjá kaupmönn- um! Skuldirnar eru miklar, sam- ábyrgðin ótakmörkuð og kaupfé- lögunum mun ekki unt aö hreyfa legg né lið, hversu sem þeim virðist við horfa. Og hvað kemur mönn- um til hugar? Auðvitað það, að skort hafi stjórnsemi, eftirlit, hag- sýni og ábyrgðartilfinningu. En slíkt skal eigi fullyrt. En væri þetta óeðlilegt?„Austanfari“ verður að svara því neitandi. Strax og verzlunarmálin verða pólitísk í einhverju landi, miklu fé er eytt í agitationir og blaðakost, pólitisk æsing 'og fylgi ræður um láns- traust manna og félaga og þar Nýtt á Seyðisfirði. Kvenfólk, sem vill láta afnema hár af anditi, leyti upplýsinga hjá Jóhönnu Filippusdóttur SKaftfelli. með svæfð ábyrgð þeirra, þá er ekki von að vel fari. Ennfremur bætir ekki úr skák, þá er verzlun- arveltan og skuldabyrðirnar verða svo stórar, að fulltrúar hvers fé- lags geta alls ekki áttað sig á allri súpunni á jafn skömmum tíma og þeim er til þess ætlaður, og mótmæli þeirra og athuga- semdir eru þaggaðar niður og ofur- liði bornar með rustaskap og frekju. Væri þessu þannig varið á landi hér, sýndist vera í óefni stefnt. En það fara þeir næst um, er finna hvar skórinn krepp- ir að. Hitt er víst, að sé ástand- ið vont og sé það hættulegt, þá hefur „Tíminn“ ásamt fylgiliði sínu gert alt, sem í hans valdi hefur staðið, til að gylla alt og fegra, eða með öðrum oröum stinga mönnum svefnþorn með góðu eða illu. Og hans afkvæmi er B-listinn. Efstur á listanum er Jónas frá Hriflu, sá maðurinn, sem mest hefur látið til sín taka að tjalda- baki og mest nítt, ýmist undir dulnefni eða eigin nafni, þá menn þjóðarinnar, er viljað hafa gerast þrándar í götu hóflauss ráðríkis hans um landsmál og þózt hafa séð, að hann stefndi eigi fram til sem mestra heilla þjóðinni. Áður hefur nokkuð ver- ið minst á manninn í „Austur- landi", minst á persónulega ósvífni hans, óþokkalegan rithátt og stráks- legar árásir á marga duglegustu og nýtustu borgara þjóðarinnar. í „Morgunblaðinu“ í vetur kom all langur þáttur um ósérplægni hans í starfi sínu og ennfremur hafa komið þar glæsilegir kaflar úr æfisögu hans, t. d. þaö, er hann tók að búa í Hriflu, bróðir hans hröklaðist þaðan, blá- fátækur barnamaður, en Jónas flosnaði þar upp eftir stutta dvöl og áður en hann hafði komið fram því stórvirki að ná af tún- inu skít þeim, er hann hafði af mesta dugnaði á það ekið um vorið. Virðist það starf hafa látið honum bezt allra búverka. Þá má þess geta, sem eigi hefur verið á minst í „Austurlandi“, að Jón- as var um tíma helzti fyrirlesari jafnaðarmanna í Reykjavík og eigi lítill undirróðursmaður við háseta- verkfallið nafnfræga, er mest kost- aði og minstu fékk áorkað. Sýnir það vel innræti mannsins, og er ekki ólíklegt, að bændur reyni hann jafn góðan ráðunaut og sjó- menn þá — og mun Tíminn einn- ig hafa sýnt það, sem og Tímarit íslenzkra samvinnufélaga, hversu djúpt hefur staðið rækt hans til sjómannanna og hagsmuna þeirra. Aftur á móti sýna afskifti Jónasar af hásetaverkfallinu glögglega, að sannleikur er þaö, að „Tíminn"

x

Austanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.