Austanfari


Austanfari - 24.06.1922, Blaðsíða 3

Austanfari - 24.06.1922, Blaðsíða 3
1. tbl. AUSTANFARI 3 Saumavélar, Prjónavélar, utanborðsmótor- inn ,Evindrude‘, Skiivindan ,Alexandra‘. Allar íslenzkar vörur keyptar hæsta verði fyrir peninga og í skiftum fyrir aðrar vörur. Hringið upp 1 eða 51 og fáið uppl. og tilboð. St. Th. Jónsson. |E|:VERZLUN e. j. waage aHefur nú fengið eftirtaldar vörur: eSkófatnað, kvenstigvél 27 50, flauels- ^skó 15/50. Karlmannsstigvél kr . 25 parið mu | Barnastigvél kr. 12 'til 20 pr. pa'r ' ® Pataefni kr . 30-35-40 i karlmannsfatnað tP ^jo^KÍæð'i svart og biá'tt á" kr . Í8&2Ö pr. mtr. •- ^Kamgarnspeysur bláar á börn og fullorðna c .Nærfatnaður úr ull á kr . 13 og 14 pr. sett. E g Aluminiumpottar kr . 4 til 9 sex stærðir 0 Byssur og Rifflar ásamt skotum. Góðar teg. af úrum og k 1 u k k u m. Guðm.W. Kristjánsson úrsmiður, Seyðisfirði. Herbergi óskast handa einhleypum manni. R. v. á. og Jónas hafa mjög núið sér upp við „jafnaðarmenn'* og par með styrkt kjörorð þeirra, er bændun- um má vel koma(!!!), og sem all- ir vita að er: hcerra kaup! Og þessum manni, er mest hef- ur hert á samábyrgðarhlekkjunum, sýntfádæma ósvífni í blaðamensku sinni og einkis svifist til að koma á kné andstæðingum sínum — þessum manni hefur Tímaklíkan dirfst að stilla upp efstum manna á lista þann, sem bændum er boðinn við næstu kosningar, og það án vilja þingflokks þess, er hefur talið sig bændaflokk! Þá er Hallgrímur Kristinsson, sem er að flestra sögn af öðru sauðahúsi, en annars svo langt leiddur inn í Tímaþyknin, að ekki er í fljótu bragöi hægt að átta sig á, hvað eru hans verk og hvað annara. Skal hann látinn hér hlut- laus, þótt öllum þyki líklegt og það sé altalað um land alt, að Jónas muni verða strikaður svo mjög út, að Hallgrímur hljóti kosningu, ef listinn annars komi manni að. Þá er þriðji maðurinn, Sveinn í Firði, kaupfélagsmaðurinn, sem ekki vill vera í kaupfélagi og með öllu hefur synjað tiltölulega ný- stofnuðu kaupfélagi. sveitar sinnar þátttöku! Um kosningu hans er ekki að ræða, enda mun um hann rætt, áður en hann verður í þriðja sinn þingmaður Sunnmýlinga. Loks koma tveir menn, sem enginn lætur sig skifta nokkru máli — og að síðustu Kristinn Guðlaugsson bóndi á Núpi í Dýr- afirði, maður, sem ritstjóri blaðs þessa ber all mikil kensl á. Féll hann sem frambjóðandi Tímamanna við síðustu kosningar (féll fyrir kaupmanni) og mun falla við all- ar kosingar hér eftir og ekki einung- is fyrir þær sakir, að hann fylgir Tímaklíkunni, sem Vestfirðingar hafa sýnt að þeir meta að engu, þar eð hún hefur engan þing- mann á svæðinu frá Húnavatns- sýslu til Árnessýslu. Þar eð mikið hefur verið rætt um listann, en takmarkað rúm og tími „Austanfara", skal hér skilið við B-listann, en tekin upp hin ágæta regla „Tímans" að láta eigi mörg blöð svo hjá líða, að e'gi sé klifað á því, sem ritstjóri blaðs þessa telur mest um vert að sinni. Og óhætt mun að fullyrða það, að B-listann kýs enginn maður, sem vill koma í gott horf stjórn og hag lands vors, hversu sem kann að verða þröngvað kosti hans. Ella væri ísiendingum öll heill horfin. (Frh.). Hitt og þetta. Munið bœndur og bæjafólk, að tíminn er pen- ingar. Lesið auglýsingarnar. Það sparar ykkur ómak. Þess meira sem kaupsýslumenn auglýsa, þess fjölbreyttari hafa þeir vörurnar — og þess meiri viðskifti. En mikil viðskifti benda á góðar og ódýr- ar vörur. Þeir sem ekki auglýsa, verða að sjá sjálfir fyrir sér! KjarvaL málari býr nú hér með frú sinni, skáldkonunni Tove Kjarval, og börnum þeirra tveimur. Geymir ritstjórinn sér að skrifa um þau, unz honum gefst betra rúm, en nú er kostur á. Fritz Boesen; danskur leikstjóri, sem áður er þektur víða um land, er hér á ferð í erindum Gyldendalsbóka- verzlunar. Föstudagskvöld í fyrri viku lék hann hér og las „Brúðu- heimili" Ibsens. Gat ritstj. „Aust- anfara" eigi verið viðstaddur, því að hann kom sama kvöldið til bæj- arins. En í fyrrakvöld lék, eða endursagði, Boesen „Glæpamann- inn“ eftir Svend Lange og „Þor- geir í Vík“ eftir Ibsen. Gerði hann hvorttveggja af mestu snild og munu allir undrast leikni hans og leikaragáfur, því að bæði eru efn- in furðu erfið. Hefur hann sýnt Seyðfirðingum annað en þeir eiga að venjast í því efni, og var leik- ur hans ekkert skrípakák. Á Boe- sen beztu þakkir skildar, og þyk- ir „Austanfara" leitt að geta eigi farið um hann fleiri orðum sakir rúmleysis, en það mun gert í næsta blaði. Hallur Hallsson, tannlæknir, sem menn þekkja hér að góðu, hefur nýlega lokið erfiðasta prófi við tannlæknaskól- ann í Kaupmannahöfn. Áður hafði hann mikla verklega æfingu í starf- inu og má búast við að fjöldi fólks ieiti hans, er hann nú dvel- ur hér í sumar. Guðmundur nuddlœknir Pétursson dvelur nú hér í bæn- um. Er hann elzti og æfðasti nuddlæknir lands þessa, og ættu Austfirðingar að nota sér dvöl hans — því að nudd er bezta lækningin við gigt og taugasjúk- dómum, sem margir þjást af. Hinn 17. júní var haldinn hér hátíðlegur í barnaskólanum með ræðuhöldum söng og danzi. Gekst félagið „Bjólf- ur“ fyrir hátíðahöldunum. T. Hjemgaard, útgerðarmaður, kom með „Sir- ius" og hefur hér útgerð og fisk- verzlun í sumar. Með honum kom frú hans, dóttir þeirra, sonur og tengdadóttir. Kvenfélagið biður að flytja herra Boesen beztu þakkir fyrir 100 króna gjöf til sjúkrasjóðsins. Vegna rúmleysis verður fjöldamargt að bíða næsta blaðs — og enn hef- ur blaðið eigi komið lagi á frétta- sambönd sín, sem verða mjög svo góð. _________ Símfréttir. Marconi hefur tekist að senda þráðlaus skeyti umhverfis jörðina. Ráðstefna er í Haag ,til að ræða Rússlandsmál. Sitja hana fulltrúar 34 landa. Búist er við góðum árangri, sakir samvinnuþýðleika Englendinga. Englandsbanki hefur lækkað forvexti niður í 3xk%. Sigurður Eggerz, forsætisráðherra, hefur hitt Ítalíukonung í Kaup- mannahöfn og verið af honum sæmdur stórriddarakrossi krónu- orðunnar ítölsku. — Aflabrögð eru ágæt nyrðra. Síldveiði mikil á Akureyrarpolli. „AUSTANFARI“ kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár- gangurinn, ef borgað er í haust- kauptíð í haust, annars 6 kr. — Afgreiðslu og innheimtu annast Guðm. G. Hagalín Sími 54 Utanbæjarmenn! Sjálfra ykkar vegna eigið þið að kaupa bökunarduft, dropa, hjartarsalt og alt annað það af nauðsynjum, sem ekkert heimili í landi gestrisninnar má án vera. Kom- ið því og kaupið. Lyfjabúð Seyðisfjarðar Verzlun Jörgens Þorsteinssonar selur nú í kauptíðinni allskonar fatnað, hentugan, haldgóðan og ódýran. — Hvergi betri kaup. Nýjar vörurkoma með næstu skip- um og verða nánar augiýstar síðar. Nýung! Afar ódýrir nýtízku s u ni a rfrak kar, sem ekkert snyrtimenni má án vera, fást í verzlun HalldónJónssoniE Kaupmenn! Nú er kauptíðin komin og þá þurfið þið að muna, að L y f j a b ú ð Seyðisfjarðar selur í heildsölu allskonar kryddvörur, dropa, lyftiduft, búðingsduft og fleira. Alt afbragðs vörur og verð hverg sambærilegt : : . : Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið mánudaginn 26. þ. m. kl. 1. e. h. við Pöntunarfélagshúsin hér í bæn- um, og þar seldar ýmsar vörur — mest vefnaðarvörur — tilheyr- andi Gísla Jónssyni véjstjóra fyrv. á Sterling. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifst. bæarfógeta Seyðisfi.22/7, '22. Ari Arnalds. S k o n r o k er betra, heilnæmara ogódýrara en útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá Sveini Árnasyni. Prentsmiðja Austurlands

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.