Austanfari - 24.06.1922, Síða 4
4
AUSTANFARI
1. tbl.
m« kom inn i Tuliniusverzlun á Vestdalseyri og varð að orði
Matvara á marga báta’ og hesta,
er myndi seðja Austlendinga flesta,
timbur, salt og vönduð veiðarfæri,
vaflð alt úr óslítandi snæri.
Flónelið hið fagra, sterka’ og mjúka,
þið fáið hvergi svona breiða dúka,
iéreft, klútar, lystug herðaprýði,
lykkjur, krókar, fjölbreytt dvergasmíði.
Hnífar, skæri, skóflur, rekur, sagir, Kaffi, export, sykur, súkkulaðe,
skiivindur, svo öilum bændum nægir, sódi, pylsa, smjör og marmelaðe,
strokkar, sem að stærðar skökur hnoða, cacao í áinardjúpum fönnum,
stórbændurnir ættu þá að skoða. ágæt .sulta' í ,hermetiskum‘ könnum.
Vinnufötin vilja flestir eiga,
verðið lágt, en efnið sterka’ og seiga,
nærfatnaður karla' og kvenna’ ágætur,
klæðir alla jafnt um daga og nætur.
Tvististau og stúfasirzið sæta,
í svuntu og kjól, er aidrei þarf að bæta,
fjölbreytt ,munstur‘, lætur ekki litinn,
létt og gott þá kemur sumarhitinn.
Kaffimyllur konur þurfa í búið,
kaffið fæst, ef þeim er bara snúið
boilapörin blika í rósaflúri,
birta upp í hverju matarbúri.
Ullarkambar, regnkápur og rokkar,
rúsínur og beztu prjónasokkar,
fiskiburstar, beizlisstengur, tvinni,
byssur, trektir, skautar stærri’ og minni.
Flibbar, skyrtur, slaufur, slifsin fínu,
er slóðir-falda kaupa að gamni sínu,
kjólaefni konum handa’ og meyjum,
sem kanske síður vilja ganga’ á treyjum
Pottar, skjólur, krúsir, diskar, könnur,
katlar, spaðar, einnig nógar pönnur,
þvottastell og þurkur afbragðs góðar,
þar með sápa er gerir kinnar rjóðar.
Skúfasilkið skreytir meyja vanga
með skotthúfu svo allar vilja ganga,
hatta bæði og húfu skaltu kaupa
— af hvorutveggja sjálfsagt muntu rai
Kryddvörur og kex af mörgu tagi,
kaffibrauðið sitt með hverju lagi,
göngustafir gjarðajárn og sleifar,
. greiður, nálar, pilkar sökkur hneifar.
Borðvaxdúkur, bambusstengur, skíði,
bezta tegund, ferðamanna prýði,
hakkavéiar, heimsins bezta smíði,
að hundrað árum verða þær við líði.
Fjöldamargt hér fleira mætti telja,
fyrn er það, sem hægt er úr að velja.
Komið, skoðið, kaupið heila stranga,
— í kaupstaðinn er ávalt skemtiganga.
Með e.s. „Goðafoss" fengu
Hf. Hinar samein. fsl. verslanir
Seyðisfirði
mjög fjölbreytta álnavöru, svo sem allskonar kjóla- og svuntu-
dúka, mjög ódýrt cheviot, dömuklæði, enskt vaðmál, stúfa-
sirts og tvistdúka, margar tegundir, hvít léreft, karlmanna-
fataefni, allskonar nærfatnað, karla og kvenna. Gúmmístígvél
þau, er bezt þykja, gúmmístígvél handa börnum og skóhiíf-
ar af öllum stærðum. Herrahattar og húfur, hanzkar, hnapp-
ar og nálar, prjónar hárnet, slör. Blúndur, lissur, leggingar,
slímur og margt fleira. Sultaðir ávextir; niðursoðnar vörur.
í „Bjarka“ liggur leið manna. Þar fæst
nóg af nýkomnum ódýrum vörum:
Matvörur (allskonar) — Álnavara af öllu tagi — Glervörur,
mikið úrval, og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja.
Með næstu skipum kemur: Melís —Skótau —Stumparnir góðu o. fl.
GU Allar íslenzkar afurðir teknar í viðskiftum. txo
Seyðfirðingar og sveitamenn, komið og skoðið og dæmið um verðið.
Páll A. Pálsson.
Skófatnaður allskonar. Vefnaðarvörur ýmiskonar.
Tilbúnir frakkar margskonar. Gæðin einskonar.
Heildsala
Sig. Arngrímssonar
Timbur, Þakpappi
og annað byggingarefni er
hvergi eins ódýrt og í verzlun
St.Th.Jónssonar,Seyðisfirði
Verzlun T. L. Imslands erfingja
hefur til sölu mest úrval í bænum af eldfærum, eldhúsá-
höldum, gler- og leir-vörum, smíðatólum og áhöldum alls-
konar. Alt nauðsynlegt hverju heimili. Ennfremur allskonar
matvörur, fatnaði og álnavöru ýmiskonar. Bændur, munið
að líta inn. — Getið borgað með milliskrift, ef vill.
— Kjörorð verzlunarinnar er: Vandaðar vörur.
Cement
ættu allir að kaupa hjá
St. Th. Jónssyni.
Afsláttur gefinn, ef mikið er tekið í einu.
Frá Landssímanum.
Ung stúlka verður tekin til náms sem talsímamær við stöðina hér.
Umsóknum, er stíiisf til landssímastjóra, fylgi heilbrigðis- og kunnáttu-
vottorð. Umsóknarírestur til 15. júlí n. k. Eyðublöð undir heilbrigðisvott-
orð, ásamt frekari upplýsingum um starfann, fást á landssímastöðinni hér.
Seyðisfirði, 21. júní 1922.
Stöðvarstjórinn.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt kröfu Jóns Jónssonar í Firði, Seyðisfirði, og að und-
angengnu fjárnámi 19. þ. m., verða 150 tonn af salti, geymd í svo-
nefndum „Madsenshúsum" hér í bænum, tilheyrandi Guðmundi Al-
bertssyni, umboðssala í Reykjavík, boðin upp og seld, ef viðunanlegt
boð fæst, til greiðslu upp í dómkröfu, að upphæð kr. 28470,00, ásamt
vöxtum, þóknun, afsagnarkostnaði, málskostnaði, svo og til greiðslu
á fjárnámskostnaði, geymslukostnaði og væntanlegum uppboðskostn-
aði. Uppboðið verður haldið í „Madsenshúsum“ hér í bænum mánu-
daginn 26. þ. m. kl. 12 á hádegi.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum.
Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar 21. júní 1922.
Ari Arnalds.