Austanfari - 30.06.1922, Síða 2
2
AUSTANFARi
2. tbl.
Þjóðsagnasafn
Sigfúsar Sigfússonar.
Ritstjóri blaðs þessa hef-
ur áður, í „Austurlandi“,
minst á Sigfús Sigfússon og
safn hans. Og nú er svo
komið, að fyrstabindi þessa
safns er komið út, „Sögur
um æðstu völdin".
Víst er um það, að eigi
eru til önnur fræði, er sýni
betur hugmyndalíf almenn-
ings á liðnum öldum en
þjóðsögurnar. Þær hafa því
injög mikið menningarlegt
gildi, eru ómissandi heim-
iid þeim, er kynna vill sér
þroskasögu þjóðarinnar.
Hitt er satt, að misjafnlega
eru þær skemtilegar, mis-
jafnlega margbreytilegar og
misjafnlega líkar hver annari.
Flokkur sá í safni Sig-
fúsar, sem nú er út kom-
inn, er minstur hluti hins
aíar stóra safns hans. Og
ekki verður sagt, að hann
sé meðal hinna skemtilegri.
Sögurnar „Um æðstu völd-
in“ eru flestar fremur barna-
legar og fjarri því að þær
séu sérkenndegar íslenzkri
þjóðmenningu. Slíkar sög-
ur eru sem sé til um víð-
an heim. En fyrir það verð-
ur ekki safnandi sagnanna
lastaður. Hann tekur sög-
urnar eins og þær hafa
geymst í minnum manna
og skipar þeim í sérstakan
flokk. Sumar þessar sögur
eru og Bkemtilegar og vel
og greinilega hugsaðar. —
Sumar hafa og við söguleg
rök að styðjast og eru þær
einna merkastar allra sagna
í þessu bindi, enda nýtur
sín þar bezt stíll Sigfúsar.
Eru sögur þessar emkum *í flokkunum „Helgibrot og guðleysi" og
„Illvirkjar". Þar eru og nokkrar sögur, sem áður hafa verið prentaðar,
en að eins þær, er Sigfús hefur náð í að ýmsu breyttar og auknar
og þann veg, er hann telur að betur megi fara.
Skifting öll á safninu er skýr mjög og hin greinilegasta, og geta
menn framan við þetta fyrsta bindi séð hversu safnið alt skiftist —
og mun marga fýsaað sjá næstu bók, „Vitranasögurnar11, þar sem saman
eru komnar fyrirburðasögur allar og draumar, er safnandinn hefur náð til.
Eitt ber mjög aö athuga
við bók þessa, sem og safn
Sigfúsar yfirleitt, að eigi er
það sem önnur slík söfn
með mismunandi máli og
stíi. Sigfús hefur sem sé
skrifað allar sögurnar sjálf-
ur, svo að mál hans og
stíll ræður öllu í safninu.
Hefur þetta þann kost, að
safnið fær á sig heildarsvip
meiri en ella, en er aftur á
móti tiibreytingarminna en
sumum ef til vill þykir æski-
legt. Mál Sigfúsar er kjarn-
gott og einkennilegt. Hann
tekur viljandi upp ýms orð
og orömyndir, sem eru frá-
brugönar venjulegu ritmáli,
en alþýðumá! austfirzkt hef-
ur að geyma. Sumum þyk-
ir þetta ef til vill ókostur,
og satt er það, að of mjög
má að slíku gera. En kost-
ur verður það að teljast,
þá er bjargað er frá glöt-
un einkennilegum kjarnyrð-
um, sem að hljóm ogmynd-
un eru íslenzk málprýði.
Víst er um það, að safn
Sigfúsar mun reynast eitt
hið merkasta af gögnum
þeim, er íslenzkir menning-
arsöguhöfundar þurfa að
nota. Og málfræðingarnir
mega einnig leita sér fjár-
sjóða í safni hans. Er von-
andi að Austfirðingar, sem
og íslengingaryfirleitt, kunni
nú að taka safninu tveim
höndum, svo að útgefend-
unum verði kleyft að halda
áfram með útgáfuna. Hafa
þeir í stórvirki ráöist og er
útgáfan frá þeirra hendi og
prentsmiðjunnar hin prýði-
legasta að frágangi öllum.
Kápumyndina hefur gert
Rikarður Jónsson, mynd-
höggvari, og er myndin
ein af beztu teikningum
Ríkarðar. Sem menn sjá, fylgir hún greinarkorni þessu. Bókin kostar
að eins 5 kr., og er það víst ódýrasta bókin, er út hefur komið á ár-
inu, samanborið við stærð og frágang hennar.
Utanáskrift útgáfunnar er:
Þjóðsöguútgáfan á Seyðisfirði, pósthólf 58.
Jafnóðum og bindin koma út, mun þeirra minst hér í blaðinu, og
þá er alt safnið er út komið, mun ritstjóri „Austanfara“ skrifa um
það nákvæma ritgerð.
verið endurskoðandi Landsbank-
ans séra Tryggvi Þórhallsson, rit-
stjóri „Tímans". Allir vita það
mjög vel, að einhver allra stærsti
skuldandi Landsbankans er Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga. Er
því skipun Tryggva sem endur-
skoðanda mjög svo einkennileg,
þar eð hann er svo nákominn
sambandinu sem allir vita. En
tengdafaðir hans hefur veitt starf-
ann.
Heyrst
hefur að til standi að náða
Ólaf Friðriksson. Hitt hefur líka
heyrst, að verði af náðuninni, þá
muni hæstaréttardómararnir segja
af sér. Segi hver sem getur sögu
þessa ótrúlega.
Svo sem
drepiö var á lauslega, hélt Þor-
steinn M. Jónsson, alþingismaður,
riddari af danebrog og fálkaorð-
unni, leiðarþing hér úti i hreppn-
um. Voru mættir nálega 9 kjós-
endur og 6 manna innan úr kaup-
staðnum. Þorsteinn fór gætilega í
allar sakir.
Tíðarfarið
hefur verið hið versta og eru
mjög óglæsiiegar horfur um gras-
vöxt og búskap allan til lands og
sjávar.
Aflabrögð
eru riú afleit hér eystra. Á Skál-
um á Langanesi er sagður nægur
fiskur, en gæftir fátíðar. — Á
sunnanverðum Vestfjöröum hefur
verið „dauður sjór“í vor og horf-
ir til hinna mestu vandræða. í
Vestmannaeyjum er talið að komin
séu a land 27 þús. skpd. Nyrðra
aflast ágætlega, einkum á Siglu-
firði — og hafa bátar frá Húsa-
vík og víðar flutt sig þangað.
Ferðalangur.
Hingað kom hinn 14. júní mað-
ur að nafni Rouqette. Er hann
sendur af frönsku stjórninni og á
að taka hér myndir af lifnaðar-
háttum manna, landsháttum, dýra
og jurtalífi o. s. frv. Myndir þess-
ar skulu síðan notaðar við kenslu
í frönskum barna- og alþýðuskól-
um. Maður þessi hefur ferðast
víða um heim, svo sem um
Marokkó, Senegal, Kaliforniu,
Chile, Peru, Ástralíu, Alaska, Ind-
land og Borneo. — Hélt hann
héðan frá Seyðisfirði ríðandi og
hyggst að Ijúka ferð sinni í Reykja-
vík eftir tvo mánuði. Túlkur hans
og fylgdarmaður er Einar Jóns-
son, verzlunarmaður. Er oss gott
íslendingum til þess að vita, að
nú skuli svo vera komið, að
mentamálastjórnir erlendra stór-
ríkja sendi hingað menn til að
flytja heim með sér fróðleik um
land vort. Er vonandi að lang-
ferðamanninum franska verði vel
tekið í hvívetna.
Fiskiskip.
Undanförnu hefur hér verið
fjöldi erlendra fiskiskipa, einkum
franskra og norskra. Hafa frönsku
skipin keypt hér kol og umskip-
að afla sínum, en mörg hin norsku