Austanfari - 30.06.1922, Síða 3

Austanfari - 30.06.1922, Síða 3
2. tbl. AUSTANFARI 3 hafa selt hér fisk sinn og sum láta verka afla sinn hér. Hefur þetta verið atvinnubætir mikill í vor. E.s. Qodafoss kom hér síðastliðinn mánudag. Meðal farþega til útlanda var Jakob Moller, ritstjóri „Vísis“. Fyrir skömniu fauk framhýsi á Hlíð- arhúsum í Jökulsárhlíð. Hafði áð- ur verið búið í j>v'. en nú var það að eins liaft til geymslu, og varð fokið engum að slysi. Verid er nú að Ijúka við kirkjuna hér og mun hún verða vígð hið fyrsta að því verður við komið. Er hún snoturt hús að ýmsu, einkum inn- an. í vor var fermt í henni, þótt eigi væri hún þá full búin. Bœkur margar, erlendar og innlendar, liafa ritstjóranum borist, og verð- ur þeirra minst smátt og sniátt. Morgunbladid stærsta stjórnmálablað landsins, fæst hjá Stefáni Árnasyni í Firði. íslendingur, bezta blað Norðlend- inga fæst hér hjá hinum Samein- uðu íslensku verzlunum. Símfréttir. Þýzkir sérfræðingar hafa gefist upp viö lækningatilraunir á sjúk- leika Lenins. Henry Wilson, for- maður herstjórnarráðsins enska, var skottinn til bana af tveim Sinn-Feinum fyrra miðvikudag. Rathenau, utanríkisráðherra Þjóð- verja, var myrtur á laugardaginn í Berlín. Kuldar miklir eru nú í Danmörku. Sveinn Björnsson hefur verið gerður stórriddari krónuorðunnar ítölsku. Ólafur Friðriksson skrifar nú hrotta-skammir um Kristján, dómstjóra. Utan úr heimi. Frá Svfum. Hér hjá oss íslendingum þykir að því hið mesta mein, að eigi skuli seölar íslandsbanka vera keyptir nafnverði erlendis. En hátt myntgengi getur líka verið til tjóns. Svíar hafa ávalt undanfarin ár átt við að búa háa mynt. Afleiðingin hefur orðið sú, að útflutningur hefur minkað að svo miklum mun, að mjög mikið af óseldum hráefn- um er nú í landinn. Heyrst hefur jafnvel að Svíar séu að hugsa um að leyfa útflutning á gulli, svo að mynt þeirra lækki í verði. En enn þá hefur engin önnur þjóð en Bandaríkin geíið gullið frjálst. Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Hafragrjón Hveiti, 2 teg. Kartöflur Rúgmjöl Kaffi Kaffibætir Sykur, höggvinn Perur, sultaðar Strausykur Kandís Súkkulaði Mjólk „Libby“ Sardinur Oma-smjörlíki Fiskilínur Uliarballa Umbúðastriga Stúfa-flannelette lslenzkar afurðir keyptar háu verði járnmeðal Brag6gott,styrkjan6i,bló6aakanöi —— • — ^ Seyðisfjarðar Apotek , P.L.MOGENSE.N. Frá Ameríku. í bréfium, sem Vestur-íslendingar skrifa hingað heirn, er látið mjög illa af tollhækkun þeirri, sem Bandaríkjamenn hafa ákveðið á vörum, er fluttar eru frá Canada til Bandaríkjanna, svo sem fiski og kornvöru. „Heimskringla" minnist og á málið og segir tollhækkunina vera frá 30—78°/o. Við rannsökun hefur það komið fram, að "/io af fiski sínum flytja Canadamenn til Bandaríkjanna. Sagt er og að svo mjög séu tollaðar vörur, er flutt- ar eru frá Bandaríkjunum til Can- ada, að betur borgi sig fyrir Can- adabúa að flytja þær inn frá Norðurálfunni. Væri Canada auð- sýnilega að því mikill hagur, að sameinast Bandaríkjunum, og má vera að þaö verði ákveðið, fyr eða síðar^ Kvenfólkiö í Búlgaríu. í Búlgaríu hefur kvenfólkið flutt svo mjög í borgirnar og lifað þar iðjulaust, að landbúnaðinn hefur tilfinnanlega skort mannafla.En for- sætisráðh. Búlgara sá,að eigi mátti svo til ganga. Bar hann því fram frumvarp um að neyða kvenfólkið til að vinna. Var frumvarp þetta samþykt. Meðal annars sagði for- sætisráðherrann, þegar hann bar fram frumvarpið. „Kvenfólkið í sveitunum vinnur að meira eða minna leyti að jarðrækt. Það spinnur ullina, vefur dúka og saumar föt. Hvað starfa svo frúrn- ar í borgunum? Fyrri hluta dagsins sofa þær, og síðari hlutann ganga þær sér til skemtunar. Á kvöldin eru þær aldrei heima, en eru þá hjá grannkonum sínum eða á göt- unni og þvæla fram og aftur um fánýtt prjál og heimsku. Föður- landinu vinna þær ekkert gagn. Um þær verður ekki einu sinni sagt, að þær ali þjóðfélaginu upp nýta borgara. Við þurfum að venja þær af letinni og tildrinu og gera þær að nytsömum og starf- andi konum“. Væri ekki rétt að íslenzka stjórn- in kynti sér lög forsætisráðherr- ans í Búlgaríu? íbúar Indlands. í indlandi er nú taliö að séu 319,075,132 menn. í Evrópu eru 450 milliónir manna, allri til sam- ans. Af íbúum Indlands eru 217, 587,000 Hindúar. Árið 1911 var íbúatala Indlands 315,156,396. Fjölgunin er því ekki mjög mikil. Afúðar þakkir flyt ég öllum þeim, er sýndu mér hluttekningu og hjálp við hlð sorglega slys og jarðarför Stefaníu dóttur minnar, og sérstakar þakkir flyt ég hjónunum Jóhönnu Jónsdóttur og Sigurbirni Stefánssyni fyrir alia þeirra umhyggjusemi og hjáip í bágindum mín- um og bið guð að launa þeim fyrir mig. Björg Stefánsdóttir. Ensk bréf, vélritun allskonar og tímakenslu tek ég að mér fyrst um sinn. — Elíz. Baldvins. S k o n r o k er betra, heilnæmara og ódýrara en útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá Sveini Árnasyni. „AUSTANFARI“ kemur út vikulega. Verð 5 kr. ár- gangurinn, ef borgað er í haust- kauptíð í haust, annars 6 kr. — Afgreiðsiu og innheimtu annast Quöm. G. Hagalín Sími 54 Nýr, saltaður bútungur og fullverkaður úrgangsfiskur selst ódýrt hjá Wathne. Snemmbær k ý r er til sölu. — Menn snúi sér til séra Björns Þorlá kssonar. Strigapokar nýir, sern taka ca. 30 kg. af salti, fást á 0,40 stykkið hjá Wathne. AHskonar stimpla frá SÍKnetír - Darplader ■ Hnsndtrykkerier Brændejern - Numeraterer - Perforérer. i Kaupmannahöfn útvegar HANS SCHLESCH cand. pharin. SEYÐISFIRÐl umbo&sinnöur á Austurlandi. Salt kaupa menn ó d ý r a s t hjá Wathne. Skófatnaður ódýrastur í verzlun HalldóriJónssonE Góðar teg. af úrum og k 1 u k k u m. Guðm, W. Kristjánsson úrsmiður, Seyðisfirði. Verzlun Jörgens Þorsteinssonar selur nú í kauptíðinni ailskonar fatnað, hentugan, haldgóðan og ódýran. — Hvergi betri kaup. Nýjar vörur koma með næstu skip- um og verða nánar auglýstar síðar. Prentsmiðja Austurlands

x

Austanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.