Austanfari - 12.08.1922, Síða 1
TANFARI
RITSTJÖRI OG EIGANDI: GUÐM. G. HAGALfN
8. tbl.
Seyöisfiröi, 12. ágúst 1922
1. árg.
Sönn saga.
Hf. Eimskipafélag (slands.
Suður um firði.
Saga sú, sem hér verður sögð
er svo sönn sem verið getur.
Samt sem áður mun ekki frá því
sagt, hvar hún hefur gerst, eða
hverjir eru menn þeir sem um er
að ræða. En vera má að til séu
þeir menn á landi hér, sem um
þá hluti fara nærri.
Kauptún er eitt á landi því, er
liggur í sæ norður, sem reyndar
fleiri lönd. Kauptún þetta getum
við kallað X. í kauptúni þessu
var við síöustu kosningar þjóð-
kjörinna þingmanna kaupfélags-
stjóri, er verið hafði þingmaður
og hugðist enn verða það. Getum
við kallað kaupfélagsstjóra þennan
Y. Hafði kaupfélagsstjóri þessi
fylt á þingi pólitiska klíku kaup-
félagsmanna í landinu, er fáir, en
ósvíínir og ófyrirleitnir menn réðu
að fullu og öllu. Nú var kaupfé-
lagið í kauptúninu X og ; veitinni
umhverfis skuldugt mjög og þræl-
bund’ð á klafa sambands kaup-
félaganna í landinu. Voru því
kaupfélagsmenn all nauðulega
staddir, ef þeir hefðu fundið upp
á því, að snúast gegn kaupfélags-
stjóranum við kosningarnar, er f
hönd fóru.
Nefna skal enn einn mann til
sögunnar, þar eð hann veldur all
miklu um gang hennar. Var það
gildur bóndi í sveitinni, skamt frá
kauptúninu og má nefna hann Z.
Þessi bóndi kom eitt sinn gestur
til þess manns, er nefna má A.
Tók A Z á eintal og skröfuðu
þeir margt. Sagði Z frá hvernig
háttað hefði verið hinum helztu
málum sveitar sinnar, stofnun
kaupfélags og fleira. Var þar margt
kynlegt að heyra, einkum af fram-
komu kaupfélagsstjórans Y. Loks
leiddist talið að kosningunum,
sem þá voru fyrir hálfu ári af-
staðnar. Þá sagði Z sögu þá, er
hér skal greina:
„Sem þú veizt, er ég ekki í
kaupfélaginu og hef aldrei viljað
vera þar. Ég hef alt af bjargast
vel alla mína æfi og ekkert þurft
til annara að sækja. Ég hef þeg-
ar sagt þér hvernig gekk við
stofnun kaupfélagsins og hversu
það fór alt fram. Ég og nokkrir
aðrir, er vildum hafa alt okkar
á þurru, hugðum aldrei gott til
þess félagsskapar, með órjúfanlegri
samábyrgð og skuldaverzlun um
land alt. Við síðusta kosningar
veiztu að Y kaupfélagsstjóri bauð
sig að nafninu til fram með S.
E.s. Gullfoss
fer frá Kaupmannahöfn 20. sept. um Leith, Sey5-
isfjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð. —
— Þaðan til Vestmannaeyja og Reykjavíkur. —
Afgreiðsla hf. Eimskipafél. íslands Seyðisfirði
Hafði ég mikið álit á S og trúðj .
því aldrei að hann yrði nokkurn-
tíma verkfæri í hendi klíku þeirr-
ar, er flestu spillir nú í landi hér.
Að öðrum þræði fylgdi ég að
málum H, ákveðnum andstæðing
Y kaupfélagsstjóra. Fylgdi ég hon-
um fyrir þær sakir, að mér hefur
alt af virzt framkoma hans einörð
og óeigingjörn að öllu leyti. Aft-
ur á móti hafði ég enga trú á R,
sem bauð sig fram með H. Ásetti
ég mér því að kjósa þá saman S
og H og neyta áhrifa minna til
þess að þeir yrðu kosnir. Þetta
vissi Y full vel og var fár við
mig jafnan. En nú tók ég að
hugleiða það, hversu illa sveit
mín var stödd, með fjölda fátækra
barnamanha, er teygðir höfðu
verið út í ramflókna skuldaverzl-
un. Hvað dugði það, þótt við,
nokkrir menn, héldum okkur utan
við. Færi illa, hlaut öll byrðin
að lenda á okkur sem hreppsbú-
um. Hve lengi mundi kaupfélagið
fá vörur, ef við þóknuðumst ekki
klíkunni og Y félli við þingkosn-
ingarnar? Og hvað var þá fyrir
dyrum? Loks komst ég að þeirri
niðurstöðu, að eigi væri þorandi
annað en kjósa Y með S. Fór ég
nú til læknisins í kauptúninu og
ræddi við hann málið. Lét hann
sér fátt um finnast og kvaðst
fylgja H að málum, en kvað mig
geta taiað sjálfan við Y. Fór ég
á fund Y — og var hann heima.
Sat hann við skrifborð sitt og
leit eigi upp þótt ég kæmf inn.
— Gott kvöldið, mælti ég. —
Gott kvöld, sagði hann durgslega
og skaut til mín Ijótu hornauga.
Ég stóð um hríð kyrr — unz ég
gekk inn að skrifborðinu, sló á
öxl Y og mælti:
— Viltd ég beiti mér fyrir að
þú verðir kosinn núna við kosn-
ingarnar?
Y brá við hart:
— Þú kjósir mig? Ja, hvort ég
S k o n r o k
er betra, heilnæmara og ódýrara en
útlent kex. Fæst ætíð nýbakað hjá
Sveini Árnasyni.
vil! — Og stóð nú ekki á glað-
legu viðmóti. Kvaðst hann vera
fulltryggur S og lék við hvern
sinn fingur.
Við kosningarnar beitti ég svo
áhrifum mínum honum í vil. En
veiztu hvað? Síðan hef eg kom-
ist að því, að hann beindi eins
miklu af atkvæðum sínum og hann
gat frá S, sveik hann með öllu
og lét atkvæðin falla á D, póli-
tiskt viðrini, sem bauð sig fram í
blóra við H. Y vildi sem sé ekki
fyrir nokkurn mun fá S með sér
á þing — og bar þar tvent til.
Fyrst það, að hann hugði S vera
sér ofjarl og annað hitt, að hann
hugði hann eigi verða mundu
leiðitaman klíkunni. Sama bragð-
ið lék hann annarsstaðar í kjör-
dæminu, þar sem hann gat því
við komið og gekk ekki hnífur-
inn þar á milli þeirra D og hans
á fundim, enda sótti S enga
fundi. Og nú má sá gamli eiga
að nokkur geti komið mér til að
kjósa Y oftar“.
Svo lauk Z sögu sinni, og er,
þetta gott dæmi þess, hversu góð
áhrif stjórnmálaklíka sú, er kenn-
ir sig við kaupfélögin, og menn
hennar hafa á stjórnmálalíf lands
þess, sem hér er um að ræða.
Er þó margur maðurinn Z veiga-
minni og ósjálfstæðari og má
nærri geta hvernig slíkum mönn-
um fer. Væri eigi ólíklegt, að
menn í landi þessu vildu reyna
að bæta úr ástandinu, meðan allir
eru ekki þrælbundnir á klafann.
Frh.
Á Djúpavogi var okkur tekið-
opnum örmum, eins og von er
og vísa Elís Jónssonar og konu
hans, sem munu einhverjir hinir
alúðlegustu og bestu gestgjafar,
sem fundnir verða. Hittum við
hjá þeim Geir Þórhallsson frá
Höfn í Hornafirði, er átti hest
þann, er ég hugðist kaupa og
hafði umboð fyrir hönd þess, er
ætlaði að selja Sveini. Fréttum
við þegar, að hestur Sveins væri
bleikur, mikill og fríður, en minn
tilvonandi, rauður, með hvíta
stjörnu í enni. Matur var á
borðum og var ekkert undanfæri
að neyta hans, áður en reyndir
yrðu hestarnir og Sveinn tæki að
líta á verk fiskimatsmannsins á
Djúpavogi.
Söddum við okkur vel og bjóst
húsbóndinn, Elís Jónsson, til farar
með okkur, til að reyna hestana.
Fór Sveinn þegar á sinn, en ég
á brúnan fola upp úr kauptúninu.
Var Sveinn á undan og sýndist
eiga fult í fangi með þann bleika.
Hló ég dátt og hugðist mundi sýna
að önnur yrði reiðmenskan, er ég
kæmi á þann rauða. Brátt skiftum
við Geir, og fanst mér sá rauði
vel hvikur undir, en vel viðráðan-
legur. En nú var hert á ferðinni
og áður en ég vissi af, réði ég
ekki við neitt og Rauður þaut
áfrain sem hann komst harðast —
og kallaði ég nú hástöfum og
kvaðst ekki ráða við skepnuna.
Var þá hlegið dátt og hægðu hinir
á sér. Loks gat ég stansað við
grjótgarð einn mikinn og var þó
ekki óhræddur um að "Rauður
mundi hyggja á að hendast yfir
garðinn. Skal nú játað að ég tók
að hugsa um það, að sárt væri
nú og smánanegt að þurfa að
hætta við hestinn sakir fjörs hans.
Nú gekk brátt skár, en á undan
varð ég að halda mig. Hafði ég
nú lítinn tíma til að hyggja að
Sveini. Reyndi Elís nú hest minn,
en Elís er hestamaður ágætur.
Tók Rauður með hann ósvikinn
skeiðsprett, en heldur þótti EIís
hann stífur á taumum. Var nú
snúið við og riðið á veg til Djúpa-
vogs. Fór ég á Rauð og fór hann
nokkuð sinna lerða í fyrstu, en
þá er ég var í hvarf korninn við
hina, tók að ganga betur og komst
ég heilu og höldnu að húsdyrum
Elís. lnnan skams komu hinir, og
var nú ekki um annað rætt um
~V-