Austanfari


Austanfari - 09.09.1922, Qupperneq 1

Austanfari - 09.09.1922, Qupperneq 1
I RITSTJÚRI OG EIGANDI: GUÐH. G. HAGALÍN 12 tbl. Seyöisfirði, 9. september 1922 1. árg. Ávirðingar Jímans'. Nýlega hefur „Tíminn" á ný hafið umræður um Spánarmálin og náðun Ólafs Friðrikssonar. Héldu menn nú að hann mundi sjá skömm sína og þegja eins og múlbundinn hundur. En hann kann sízt að skammast sín. Þó þótti honum ekki tilvinnandi að hreyfa málunum að mun fyrir kosning- arnar og hefur nú auðvitað það fyrir augum, að þótt hann nú beri hönd fyrir höfuð sér, þá muni slíkt gleymt haustið 1923. En vonandi verður reynt að halda mönnum við. Gleymskan má ekki og gleymskan skal ekki breiðast yfir ávirðingar hans. Fyrst þá, að dirfast gegn réttarmeðvitund allra heiðvirðra manna að styðja að náðun Ólafs Friðrikssonar, og í annan staö að styðja að því, að fjárhagslegu sjálfstæði landsins um árabil yrði í hættu stofnað. Vitan- legt er nú alþjóð, að dulklæddi jafnaðarmaðurinn Jónas frá Hriflu hefur ráðið mestu um náðun Ólafs. Og í „Tímanum“ dirfist hann nú að hefja umræður um Spánarmálið, sem jafnvel hans sterkustu fylgismenn voru ekki nógu samvizkulausir til að fylgja honum að málum í. Eini maður- inn, sem fylgdi honum, var Jón Baidvinsson, Bolsivikkinn í þing- inu — enda eðlilegt, þar eð hann er algerður skoðanabróðir Jónas- ar ogfylgir honum fastast. Bolsi- vikkar og blindir bindindismenn eru hinir einu, er eigi hafa í þessu máli að neinu metið hag þjóðfé- lagsins. Norðmenn, meira en 20 sinnum stærri þjóö, sem þó eigi flytur tfl Spánar meiri fisk en vér íslendingar, hefur ekki séð sér fært að standa gegn kröfum Spán- verja. Loks er kjöttollsmálið. Kennir „Tíminn“ þar um Spánartollinum, þrátt fyrir þótt vér í því ‘máli gerðum ekkert annað en það, sem Norðmenn hafa sjálfir gert og þrátt fyrir, þótt norski sendi- herrann í Reykjavík hafi lýst því yfir opinberlega, að kjöttollsmálið sé að engu leyti í sambandi við Spánarsamningana, heldur sé runn- ið undan rifjum bændiflokksins í Noregi, til verndar þeirra eigin sölu. Enda vita allir, að tollurinn er ekki að eins á íslenzku, heldur og dönsku og þýzku — eða með öðrum orðum öllukjöti, sem til Noregs er flutt. „Tíminn“ ætti ekki að vera svo upptekinn við mannorðsmeið- ingar, að hann hefði ekki tíma til að segja eitt orð af „skynsam- legu viti“. Aldrei hefur hann ver- ið jafn hörmulega staddur og nú, aldrei jafn ber að blekkingum og ósannindum. Nýlega hefur heyrst, að eitthvað muni bogið við með- ferð á menningarsjóði Péturs heitins Jónssonar, ráðherra.,Tíminn‘ hefur látið sér ant urn öll slík mál og ætti nú að taka á sig rögg og heimta að herra dómsmálaráð' herrann rannsakaði málið. Hann er viss með að verða við bón- inni. Þá telur „Tíminn“ það að „kenna“ Jóni Magnússyni og Magnúsi Guðmundssyni, að stein- olíueinkasalan hefur ekki komist fyr í framkvæmd. Heyrir ekki slíkt mál undir atvinnumálaráðuneytið? Þykir „Tímanum“ að hann hafi ng kastað loks nægum saur á leiði Péturs Jónssonar, þótt ekki bæti hann við — og láti því hinar tilbúnu sakir sínar falla á aðra, sem nauðsyn þykir að bíta í hæl- inn? Skáiar á Langanesi. Nafnið Skálar á Langanesi er orðið alþekt — ekki einungis hér austanlands, heldur og um alt land. Skálar er ein með allra beztu veiðistöðum á öllu Austurlandi. Þar hafa stundað fiskiveiðar frá 20 og upp að 40 róðrarbátar á hverju sumri. Nú í sumar 22 róðr- arbátar. Fiskur bregst aldrei við Langanes, sérstakiega sunnan við nesið. Lending er þar slæm, og torsótt yfirferðar á landi til næsta kauptúns og símastöðvar, sem er Þórshöfn. Síldarveiði er einnig oftast mikil við Langanes og því mikið af síldveiðaskipum við nesið. Færeysk fiskiskip halda aðallega til við Langanes sumar- mánímina og nú á síðari árum eru mótorskip og bátar hér af Austfjöröum farin að sækja afla þangað norður um hásumarið. Þar eð Skálar liggja svo utar- lega við nesið, er mjög svo þægi- legt fyrir skip að leita þangað, ef þau þurfa einhvers með, sem þau og gera oft, því þar er dálítil verzl- un og íssala, sem Færeyingar sér- staklega hafa mikil not af, því þeir kaupa þar ís og annað, er þeir þurfa, og selja aftur lifur. Síidveiðaskip og mátorbátar þurfa einnig oft að leita þangað til ýmsra þarfa. Mér var sagt, er ég var þar í sumar, að einu sinn hefðu legið á Skála- víkinni í sumar yfir hundrað skip í einu, fyrir utan mótorbáta. Það segir sig sjálft, að öllum þessum skipaflota mundi þykja það stórkostlegt hagræði, ef sfmi lægi út að Skálum. Enda eru ail- ir aðkomusjómenn uudrandi yfir því, að sími skuli ekki vera kom- inn þangað fyrir löngu. Þar fyrir utan hljóta allir að skilja hina af- armiklu þörf símans þangað fyrir útgerð þá, sem rekin er þaöan úr landi. Að telja upp gagn og þau þæg- indi O: fl. er sími að Skálum gæti veitt, bæði íbúunum sjálfum og aðkomandi skipum og bátum, gerist ekki þörf. Hver skynbær maður, sem les þetta, getur óefað gert sér grein fyrir því. Sími að Skálum hefur einnig stórkostlega þýðingu fyrir alla Austfirði að sumrinu, þar sem mótorbátar héð- an af fjörðum eru farnir að sækja norður að Langanesi. Með sím- anum er hægt að fá fréttir af fiski og síldargöngum, sem vanalega koma að norðan, eftir að komið er tram í júní og júlí, og allir sjá og skilja hversu mikla þýðingu slíkt hefurfyrir útveginn hér eystra. Það væri auðvitað æskilegt, að geta lagt síma inn á hvert heim- ili á landinu. En fyrst við höfum ekki ráð á því, þa á að sjálfsögðu að láta þá staði sitja fyrir, sem mest þörf er fyrir að sími verði lagður til, og þá að sjálfsögðu þá staði, sem vissa er fyrir að símalagningin borgar sig, bæði beinlínis og óbeinlínis, og þá staði er símasambandið getur orðið til aukinnar framleiðslu á stóru svæði, eins og hér á sér stað. Lending á Skáium er slæm, eins og ég hefi áður á drepið, og hefði verið börf á að búið hefði verið ad' bæta hana. Lend- ingin hefur verið skoðuð af verk- fræðing og gerðar teikningar og áætlanir um fyrirhugaðar lendinga- bætur. Þó þær séu ekki miklar, þá er óefað að þær yrðu til stór- bóta. Engmn efi er á því, að út- gerðin mundi niikið aukast á Skálum, ef lendingin yrði bætt, og sjósókn yrði þar meiri. Yrði sími lagður þangað, væri þeim mun 'meiri þörf á a^ lendingfn yrði bætt, því umferð af aðkomusjó- mönnum yrði vitanlega meiri en verið hefur og það máske stund- um í misjöfnu veðri, og mikið lægi við að komast í iand. Nú hagar svo til á Skáluu, að ekki mun vera óhentugt að gera þar góðan hlífðargarð fyrir lend- inguna, er um leið máske, í mörg- um tilfellum, gæti komið að fleira gagni, svo sem notast sem bryggja. Það væri heldur ekki ólíklegt, að þessi litla lendingarbót gæti or- sakað það, að hægt væri fyrir mótorbáta að liggja við á Skálum um sumarmánuðina, þegar lítið er um fisk hér úti fyrir Austíjörðum, en nægur fiskur við Langanes, eins og oft á sér stað. Að þessi lendingarbót er orðin áhugamál fyrir Skálabúa sérstak- lega, sézt bezt á eftirfarandi fund- argerð. Hvað lendingarbót þessi kostar, er ekki gott að segja. Kostnaðar- áætiun er ekki komin yfir þaö enn, svo ég viti. En verkfræðing- ur sá, er mældi upp og gerði teikningar, hefur látið í Ijós við mig, að eftir lauslegri áætlun mundi hún kosta alt að 30 þús- und kr. Ég ferðaðist norður að Skálum í sumar í ágúst og boðaði ég þá til fundar um þessi tvö mál, og var hann haldinn og vel sóltur, ég held af öllum sjómönnum á Ská'urn. Að öðru leyti vísa ég til fundargerðarinnar. Vonandi bregzt bæði fiskifélagsstjórnin og ríkis- stjórnin vel við þessum ályktun- um sem fundurinn gerði. Og von- andi beitir þingmaður kjördæmis- ins sér vel fyrir þessu máli á næsta þingi. Ég geng út frá því sem sjálfsögðu, að þingið fari að hafa þann skilning á veiferðar- málum þjóðarinnar, að það hafi fremur fyrir augum hag heildar- innar en einstaklingsins. Ég vil og skal gera hvað ég get til að vinna að því að koma þessum málurn áfram til fram- kvæmda, því ég þykist um ieið og ég vinn þarna til þarfa og þrifa fyrir sjálfa verstöðina, vinna líka til stórra þarfa og þrifa fyrir allan útveginn hér eystra. Þetta læt ég nægja að sinni um þessi mál, og bið svo að eftir- farandi fundargerð verði látin fyigja línum þessum. Herm. Þorsteinsson erindreki Fiskife'lags Islands. Fundargerð. Þann 13. ágúst 1922 var fund- ur haldinn að Skálum á Langa- nesi, samkvæmt fundarboði erind- reka Fiskifélags íslands, Hermanns ÞorsteinssonarfráSeyðisíirði.Mætt-

x

Austanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.