Austanfari - 16.09.1922, Blaðsíða 1
%
13 tbl.
Seyöisfiröi, 16. september 1922
1. árg.
Einkasala á steinolíu. Hf. Eimskipafélag íslands.
E.s. Gullfoss
fer frá Kaupmannahöfn 20. september um Leith,
Seyðisfjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð.
— — Þaðan til Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Afgreiðsla hf. Eimskipafél. íslands, Seyðisfirði.
Ritstjóri „Austanfara" hefur oft
áður tjáð sig mjög svo andstæð-
an einkasölu allri. Hefur það kom-
ið glögt í ljós, hvað eftir annað
í blaðinu „Austurlandi". Þá er
steinolíueinkasalan kom til greina,
beið hann því ekki vegna þess,
að þar gæti verið nokkuð vafa-
mál, hversu taka skyldi nýjunginni,
heldur vegna hins, að hann vildi
frétta,nánar af málavöxtum. Hugði
hann stjórnina mundu birta alþjóð
allar gerðir sínar í slíku máli —
en raunin hefur orðið önnur.
Nauðalítið og ómerkilegt hefur
verið upplýst í málinu, hitt er alt
á huldu — hversu samningar hafa
fram farið og hversu mikið gert
hefur verið til að komast að sem
beztum samningum og til hve
margra félaga hefur verið leitað.
„Austanfari11 telur lands- eða
ríkis-verzlun alla mjög varasama,
sakir þess, að vel getur svo farið,
að landið tapi stórfé á verzluninni
— varan lækki í mjög stórum
mæli og miklar birgðir séu fyrir-
liggjandi. Ennfremur hefur það
samkvæmt reynzlunni ávalt orðið,
að einkasala öll gerir vörur dýr-
ari. Reksturinn verður margfalt
kostnaöarsamari, mistökin á inn-
kaupum stærri og skaðinn fyrir
alþjóð því meiri.
Nú geta menn ef til vill sagt,
að öðru máli sé að gegna um
steinolíu en aðrar vörur. H. í. S.
hafi í framkvæmdinni verið þar
einrátt. Var vegna þess gripið til
landsverzlunar á olíu. Nú hefar
sú landsverzlun að dómi vina
hennar blessast sæmilega án einka-
sölu, hefur kept við H. í. S. Hver
er þá ástæðan til einkasölunnar
nú? Vlenn munu máske segja,
að alt af geti hætta á því verið,
að H. í. S. lækki olíu sína og
selji sér hana í skaða, að eins til
að steypa olíuverzlun landsverzl-
unarinnar. En eigi hefur brytt á
því enn, jafnvel þótt eðlilegast
virtist, að landsverzlunin væri kyrkt
í fæðingunni, ef H. í. S. hefði á
annað borð í hyggju að koma
henni fyrir kattarnef með lækkun
sér í skaða. Og þá er einstakir
kaupmenn taka að flytja inn olíu
frá öðrum félögum, óvinveittum
H. í. S., er ólíklegt að það sjái
ekki, að það á aðra verri keppi-
nauta en landsverzlunina, sem
eigi mundi með lækkun unt að
koma fyrir kattarnef á skömmum
tíma. H. I. S. sér auðvitað einnig
full vel, að illa væri því við vært
í landi hér, eftir slíka tilraun, og er
hættvið, að keppinautarnir, erlend
steinoiíufélög því fjandsamleg, ættu
þá hægt með að ná undirtökun-
um hér í landinu.
Þarna er þá rætt um málið með
tilliti til þess að landsverzlun án
einkaleyfis héldist.
Þá má ræða um það sem frjálsa
samkepni, án landsverzlunar.
Sem menn vita, hefur hafist
mikil samkepni milli enska olíu-
báknsins „Anglo Persian“ og
„Standard Oil“. „Standard Oil“
hefur auðvitað geig af keppinaut
þessum, ekki sízt þar eð brezka
heimsríkið stendur á bak við
hann. Mundi nú verið hafa ókleyf-
ur vegur að fá félag þetta, sem
engan vinskap hefur við „Stand-
ard Oi!“, heldur hið gagnstæða,
til að hefja á eigin hönd við það
samkepni hér á landi. Nýjum verzl-
unar- og við: kifta-straumum hef-
ur verið veitt hér inn í landið, og
hvert land telur það skyldu sína,
að hafa ávalt vakandi auga á því,
sem fram fer í viðskiftaheiminum
og nota sér þar hvert það; er
orðið geti til heilia verzlun þjóð-
arinnar og þúskapárhögum henn-
ar. Þetta er ekki gert svo sem
skyldi hér, serh er þó í öðrum
löndum sjálfsögð stoð frjálsum ein-
staklingsrekstri og einstaklings
framtaki. Enska ríkið, sem öllum
öðrum hefur betur vegnað, geng-
ur jafnvel svo langt, að það legg-
ur í fyrirtæki eða kemur þeim á
stofn, en lætur einstaklinga reka
alt saman og hafa stjórn og um-
ráð fyrirtækjanna. Það sér það
full glögt, hversu mikils virði er
við slík fyrirtæki, að einstaklingar
þcir, er stjórna þeim og við þau
eru riðnir, hafi persónulegs hagn-
aðar að gæta og frjálsar hendur
að mestu leyti í framkvæmáinni.
Það hefur því ekkert á móti því,
að einstaklingarnir auðgist um
leið og þjóðin hefur mikinn og
langgæðan hagnað afframkvæmd-
um þeirra.
Þá er enn eitt atriði í máli
þessu, sem ber að athuga. Einka-
söluheimildin er gömul. Hún er
frá 1917. Á málið hefur síðan alls
ekki verið minst á alþingi — og
nýjar kosningar hafa fram farið
síðan 1917. Er þvf engin hin
minsta sönnun fyrir því, að þing-
ið sé sama hugar nú og áður í
máli þessu. Hefði atvinnumálaráð-
herrann vel getað staðið sig við
að minnast á málið í þinginu,
því að engu hafa breyzt hættir
um steinolíuverzlunina síðan þingi
sleit. Loks er stjórn Fiskifélags
íslands andstæð málinu, sem sjá
má glögglega á skrifum formanns-
ins um þetta efni. F^rir hverja er
einkasalan framkvæmd, hverjum
til gagns eða skaða, öðrum en
Nokkur orð um
sagnaskáldskap.
Þá skal minst á hinar sögurnar,
„Sundrung og sættir“ og „Náttmál."
Eru þær á alt annan veg en „Kaupa-
konuleitin að eðli sínu, enda þar bet-
ur með efni farið, og skáldið kemur
göfugar og hugðnæmar fyrir sjónir
mönnum. Þar er ekki verið að stækka
misfellur mannanna, án þess að reyna
að greiða sundur þræðina, er að flók-
anum liggja, eða án þess að reynt sé
að sýna lesendunum hið mikla göfga
og góða, sem jafnvel hin umkomu-
lausasta sál getur átt í ríkum mæli.
„Sundrung og sættir“ er ekki saga,
er fjallar um þjóðfélagslegar áagur-
sjávarútvegsmönnum? Og hverir
eiga þá þar helzt að vera til ráðu-
neytis?
Stjórnin hefur í máli þessu far-
ið mjög svo rasandi að ráði sínu.
Hún hefur látið pólitiska land-
krabba keyra sig út í foraðið.
Minna hefði ekki mátt af henni
heimta en að hún hefði metið
formann Fiskifélags íslands svo
mikið í þessum máfum og tillög-
ur hans, að hún hefði að minsta
kosti frestað framkvæmdunum til
næsta þings. Á allra vitorði er
það, að hver stjórn hefur að eins
í orði kveðnu framkvæmd ýmsra
mála. Þar um ráða mestu undir-
menn hennar, sérstakir fulltrúar
og embættismenn á vissu sviði.
Varasamt mundi stjórn þykja að
taka mjög svo fjarstæða afstöðu
landlækni í heilbrigðismálum, mjög
fjarstæða biskupi í kirkjumálum,
fræðslumálastjóra í fræðslumálum
o. s. frv. Hví þá ekki að taka til-
lit til formanns Fiskifélags íslands
í sjávarútvegsmálum, þótt eigi sé
hann af stjórninni skipaður? Val
hans ætti að vera tryggara en val
nokkurs þess, er stjórn skipar eft-
ir eigin höfði og af meiri eða
minni vanþekkingu, þar eð full-
trúar Fiskideilda íslands hafa valið
hann, þeir menn, sem mest traust
hafa í þeim málum í fjörðungi
hverjum. En fram hjá Fiskifélag-
inu er nú gengið og fram hjá
þinginu. En verst er það, að vér
skulum þessu vera bundnir um
þrjú ár, hvað sem þjóð og þing
segir. Slík dæmi sem þessi ættu
að hvetja þjóðina til að vanda val
þingmanna sinna og þingið til að
láta eigi vera hreina og beina til-
flugur, heldur það, sem varðar um
aldur og æfi sambúð mannanna. Þar
er sýnt hversu smávægilegur kritur
nágranna í hversdagslífinu getur eitr-
að sambýlið, hversu sá kritur er vold-
ugur og mikilvirkur til hins illa — og
hversu hann er óendanlega lítilsverður
og smár, þá er annað stærra lyftir
huganurn upp úr rykinu, er strit og
stríð við óblíð lífskjör kefur undir alt
sjálsafneitandi, alt hið hlýja, barns-
lega og hreina. En þrátt fyrir það.þótt
kriturinn, sundurlyndisefnið, sé óend-
anlega auðvirðilegur, verður hann stór-
veldi í lífi fjölda manna, eitrar það qg
sýrir um árabil — og loks opnast aug-
un og beizkjan og sársaukinn setjast
að, þar eð oftast er ofseint til aftur-
hvarfs. Efnið er gamalt og nýtt vanda-
mál þjóðfélagsins og virðist verða það
um aldir enn þá. Það tvent er «ss