Austanfari


Austanfari - 28.10.1922, Blaðsíða 3

Austanfari - 28.10.1922, Blaðsíða 3
3 AUSTANFARI 19. tbl. Þeir, er selja vilja hlutabréf sín í H.f. Prent- smiðjufélag Austurlands, sendi lægsta sölu- tilboð í lokuðu umslagi, merktu 13108 til ritstjóra „Austanfara“ fyrir 1. desember þ. á. Mikill afsláttur. Verzlunin St. Th. Jónss.on, Seyðisfirði vill nú hið fyrsta selja eftirfylgjandi vörur, til þess að rýma fyrir nýrri vörum, og selur þær því langt fyrir neðan sannvirði. 30 sett drengjaföt, sem kosta frá 25 til 60 kr. settið, verða nú seld með 30 prósent afslætti, eða frá kr. 17,50 til 42 kr. 5 strangar ágætt fata- efni og yfirfrakkaefni verða seld með 25 prc. afslætti. 25 sett tilbúin karlmannaföt verða seld með 15 prósent afslætti. Notið nú tækifærið og gerið góð kaup. 1. Báturinn haföi hvorki nafn né einkennisbókstafi skrásetningarum- dæmis síns. 2. Stórsegiið var svolítill lappi, rifinn og tættur og með öllu ó- nýtur. 3. Stafnhyrna (fokka) var hvergi sjáanleg. 4. Sigian var bæði rýr og léleg og tóverk alt gamalt og slitið. 5 Höfuðböndin (vantarnir) voru siök, svo að að þeim var svo að segja enginn stuðningur. Fleira mundi mega til týna, og ekki ó- líklegt að fleira hafi verið bogið við bátinn, þar eð þetta alt var þannig. Bátur þessi hefur stund- að fiskiveiðar, meðal annars norð- ur við Langanes. Bilaði vél hans eitt sinn í sumar, og var hann dreginn inn á Þórshöfn. Setjum nú svo, að veður hefði verið hið versta og enginn bátur nálægur eða ekkert unt að gera. Hversu hefði þáfarið? En nú er rétt að athuga hvað íslenzkur sjóréttur tekur fram um þau atriði, sem áður eru nefnd. í lögum um skrásetning skipa er það boðið, að hvert skip sem sé yfir 12. tonn og öll þau skip undir 12 tonnum, sem stund- veiðar utan landhelgis, skuli hafa einkennisbókstafi síns skrásetningarumdæmis, ásamtsinni töluröð, málað beggja megin á framstafninn, stórseglið og helztu veiðaifæri, og á skipum þeim, sem reykháf hafa, einnig á hann. Það er skýrt tekið fram, að hvert skip skal hafa nafn sitt og heimili málað skýrum stöfum á afturstafninn, og er sérstök til- skipun um stærð og gerð stafanna. Þá er um útbúnað skipa að öðru leyti. Útgerðarmönnum er skylt að sjá um að ósjófært skip sé eigi í förum, en skipstjóri skal sjá um að skip sé hafært, áður en ferð er hafin. Leggi skipstjóri út óhaf- færu skipi, skal hann sæta sekt- um eoa fangelsi, nema önnur þyngri refsing liggi við, samkvæmt almennum lögum. Refsingu þess- ari skal einnig beitt við útgerðar- menn, þegar þeir einir með öðr- um mönnum verða sekir um þetta athæfi. Þá má geta þess, að hvert það skip, sem er lögskráningarskylt, skal skoða áður en það leggur út í fyrsta slcifti á almanaksárinu. Skipstjóri og útgerðarmaður á- byrgjast báðir að skoðun fari fram. Eigi sér stað vanræksla, liggja við því 100—2000 króna sektir. Farist skip eða hlekkist á og sannist að verið hafi végna ófullkomins útbúnaðar, skal út- gerðarmaður greiða skaðann, þeim er fyrir verða, hvort sem um er að ræða atvinnu eða eignamissi. Skoðunina framkvdema skodunar- menn, er. skulu vera í hverju um- dæmi svo margir sem þurfa þykir. Lögreglustjóri útnefnir þá og á* kveður tölu þeirra. Skulu þeir vera valinkunnir og óvilhallir og að öðru leyti sérstaklega hæfir til starfsins. Skoðunargerð skal fram- kvæma strax og um hana hefur verið beðið, og sé hún án þarfa dregin, getur útgerðarmaður kom- ið ábyrgð á herðar þeim sem valda töfinni. Skoðunin skal fara fram á skipinu tómu og geta skoðunarmenn heimtað að það sé sett á land, ef þeir þykjast ekki vissir um ástand þess neðansjáv- ar. Finni skoðunarmenn þá galla sem þeir telja að geri skipið ó- sjófært, þá mega þeir ekki gefa skoðunarskýrslu fyr en þeir ganga úr skugga um, að bætt hafi verið úr. Getur útgerðarmaður eða helmingur skipshafnar krafist þess að skoðunarmenn staðfesti skýrslu sína með eiði. Eins geta sömu heimtað yfirskoðun. Þótt skipið hafið verið skoðað í byrjun út- halds, getur meiri hluti skipshafn- ar krafist nýrrar skoðunar. Synji skipstjóri, má skipshöfn ganga af skipinu. En sannist að skoðun hafi verið ástæðulaus, skal skips- höfn greiða kostnað þann, sem af henni leiddi. Þessi útdráttur um skoðun skipa sýnir almenningi, að eigi er lögð lítil áherzla á það að skip séu vel útbúin. En lögin ein nægja ekki. Hér eystra er t. d. ,hægt að benda á nokkra báta, sem enga einkennisbókstafi hafa, og enn fleiri sem ekkert nafn er málaö á. Hvorttveggja þetta kostar sama sem ekkert. Nafnið ef til vill nokkuð í fyrsta skifti, en síðan er eigi annað en mála ofan í sömu stafina ár frá ári. Er þvf vöntun á slíku ófyrirgefanlegt hirðuleysi. Er vonandi að menn taki sér fram bæði um þetta og annað í þessu efni, og skip eins og „Adam“ sjáist ekki á sjó. Ættu þeir menn, sem bæði hafa vit og reynslu í þessum málum að skifta sér af þeim, því að með Nokkur orð um sagnaskáidskap. Frh. List sumra annara skálda er eins og hefðarkona, sem aldrei hefur annað gert en hekla og flúra og þurka af myndum í stofunni sinni. Hún er föl yfirlitum, hárið járnborið og mittið í sjálfheldu fjaðurmagnaðra stálteinunga. Hún hreyfir varla munn- inn, þegai hún borðar, gengur hægt um og danzar á tánum við bleik og vöövarýr snyrtimenni. Og ef eitt- hvað ber út af, þá líður yfir hana, eða þegar bezt gegnir að hún lætur sér nægja hátt og skerandi vein, sem hrærir tií meðaumkunar snyrtimenn- in, sem hún umgengst. En, sé nú regluleg hætta á ferðum, þá getur Góðar teg. af úrum og klukkum. Guðm. W. Kristjánsson úrsmiður, Seyðisfirði. því gera þeir þarft verk. Og hirðuleysi í því smáa venur menn á hirðuleysi í því sem stærra er, eins í þessu efni og öðru. Reyndar er hér og annarsstaðar eystra um að ræða marga, sem hafa í bezta lagi það, sem tilheyrir bátum þeirra og skipum, en hinir eru enn þá alt of margir. Símfréttir. Enska stjórnin er farin frá. Orsökin er sú, að Lloyd George var andstæður því, að nýjar kosningar færu fram, en íhaldsflokkurinn samþykti með 176 atkv gegn 87 að kosið skyldi á ný. Bað þá Loyd George um lausn og konungur fól Bonar Law að mynda nýtt ráðuneyti. Nefndir eru af ráöherrunum nýju: Curson, utanríkisráðherra, Derby her- málaráðherra, hertoginn af Devon- shire, nýlenduráðherra, og Bridgeman, verzlunarmálaráðherra. Austen Cham- berlain, Churshill og Balfour eru allir fylgjandi Lloyd George, og ætla þeir að mynda nýjan flokk. Verður þingið rofið um miöjan næsta mánuð. Vil- hjálmur, fyrverandi Þýzkalandskeisari kvænist 5. n. m. Hermínu prinsessu af Reuff. Sendiherrar Bandaríkjanna í Evrópu eru á fundi í Berlín að ræða Evrópumál. Er talið að Bandaríkja- stjórnin muni fara eftir ráðum þeirra. Togaraútgerðin hefur gengið svo illa undanförnu, að togararnir eru flestir hættir veiðum. Fiskverð afar lágt í Englandi. Tundurdufl rak á Siglufirði. Óttast menn það mjög og það komið fyrir, að snyrtimennin fái líka hjartslátt eða aðsvif og hreyfi sig hvergi til hjálpar, og þá er karl- inn á kúskinnsskónum allra inndæl- asti maður — bara svo lítið „dann- aður“. Sögur Jóns Trausta munu verða oss um langan aldur merkilegt „inn- Ieg“ í rannsókn og þekkingu á íslenzku þjóðinni, því að list hans var sönn og sterk, þó að gallar hennar væru margir og miklir. Skulu nú hjnir látnu yfirgefnir og gengið inn á þeirra svið, sem enn þá eru á lífi. Mun þar þegar bera að dyrum Einars Hjörleilssonar Kvarans, s.em elztur er núlifandi sagnaskálda íslenzkra. Frá því fyrsta er sáust sögur eftir Einar Kvaran, hafa menn fundið það, að þar var fyrst og fremst á ferð- inni vandvirkur rithöfundur, er metur list í máli, stíl og efnismeðferð mik-

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.