Austanfari - 11.11.1922, Side 2

Austanfari - 11.11.1922, Side 2
2 AUSTANFARI 21. tb w Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Mjólk „Libby,, Fíkjur Baunir Oma smjörlíki Gerduft Jarðarberja sultutau Rúsínur Sveskju/* Döðlur. Kúrenur Súkkulaði Hrísgrjdn Bankabygg Kartöflumjöl Kerti stór, smá Eldspítur Þvottabretti Bárujárn Væntankgt með Willemoes: Hveiti, Hafragr., Kaffi, Mjólk. árin Iíða, verða nuddaðferðirnar fjölbreyttari og víðtækari, þannig fara Persar, Föriikumenn, Grikkir og Rómverjar þegar í fornöld að nota Massage samfara leikfimi, ýmist til lækninga í sjúkdómstil- fellum, eða til styrkingar heil- brigðum líkama. En fyist um og eftir 1850, ryður hún sértil rúms sem sérstök vísindagrein læknis- fræðinnar: — Metzer í Hollandi og Þýskalandi, Zander í Svíþjóð Kjær í Noregi. — í Danmörku varð íslenzkur læknir, Edvald Johnsen, fyrsti nuddiæknirinn. Síðan hefur þessi lækningaað- ferð tekið stórkostiegum framför- um og breiðst út um allan heim. Á síðari tímum hafa nokkrir Islendingar lært eða kynt sér þessa lækuingaaðferð erlendis, og þá samfara vatnslækningum, raf- magnslækningum og sjúkraleik- fimi, sem grípur oft hvað-inn í annað. Margir hyggja aö Massage sé auðlærð og létt að framkvæma, það geti í raun réttri flestir, en þeim mönnum skjátlast mikið, því ef vel á að vera, verða allir sem fást við nudd að vera lækn- isfróðir, þeir verða að þekkja sjúkdómana, sem þeir fást við, verða að vera vel að sér í lík- amsbyggingu mannsins, bæði í heilbrigðu og sjúku ástandi, kunna lífeðlisfræði (Fysiologi) o. m. fl. Massörinn þarf oft að halda á öllu sínu, hann þarf að vera hraustur og heilbrigður, — væsk- ill dugar ekkert ef á reynir. Það eru ekki véikbygðir vöðvar, heldur sterkir, sem gera hreyfingarnar léttar og fimar. Ef massörinn er að þrotum kominn með afl og úthald, verða hreyfingarnar eins og krampakendar eða þá kák eitt. Framh. Guðm. Pétursson. Góðar teg. af úrum og k1ukkum Guðm.W. Kristjánsson úrsmiður, Seyðisfiröi. Steinolía f æ s t í verz i un Halldór!.JónssonH Stjórnarskiftin ensku. Svo sem símfréttirnar sýndu í síðasta blaði, er nú stjórn Lloyd George farin frá. Hefur hún þá stjórnað hátt á þriðja ár, eða frá 10. jan. 1919. En LloydGeorge sjálfur hefur nú ríkt á Englandi, og að miklu leyti Evrópu, síðan 11. des. 1916, eða því nær sex ár. Lloyd George er fæddur í Man- chester, árið 1863, og er því enn eigi sextugur. Hann er ættaður frá Wales og ólst þar upp hjáfrændasínum, þar eð faðir hans dó, er hann var á óvita aldri. En faðir hansvar skóla- kennari í Manchester. Var karl afi Lloyd George skósmiður, greindur maður og viljasterkur og tók á gamals aldri að lesa latneska mál- fræði, til þess að getakent drengnum. f vinnustofu gamla mannsins komu oft og tíðunf saman greindarmenn úr nágrenninu og ræddu um stjórn- mál. Var ekki drengurinn gamall, er hann tók að taka þátt í umræð- unum og þótti mælast vel. Varð hann nú brátt málafærslumaður fyrir héraðsdómi og gat sér mikinn orð- stír. Ariðl890, 27 ára gamall, var hann valinn til þings og hefurþar setiðsíðan og altaf fyrir sama kjördæmi. Fór þeg-. ar mikið orð af honum fyrir mælsku, vandfýsi, skarpskygni og dirfsku. Einkum er orð gért á árásum hans á tröllið Chamberlain gamla föður AustenChamberlain. Einkum lenti þeim saman út af tollmálum. Reyndi Cham- berlain fyrst að skopast að George sem unglingi, en hann lét slíkt ekki á sig fá, heldurgerði eina árásina ann- ari harðari, unz tröllið tók að sjá, að bezt mundi að taka piltinn alvar- lega. Hætti George sér jafnvel í það að halda í Birmingham afar svæsna ræðu gegn Chamberlain og hernaðarsinnum, þá er Búastríðið stóð' yfir. En þar í borginni hafði Chamberlain verið borgarstióri, komið miklu til leiðar og var hin vinsælasti. Enda slapp Loyd George nauðulega með lífi í það sinn. Fyrir kirkju og uppeldismálum Wales barðist hann sem víkingur og fram til sigurs. Loks varð hann verzlunarmálaráð- herra í ráðuneyti Campbell-Banner- manns 1905. Því starfi hélthann til 1908, þá er hann varð fjármálaráð- herra. Kom hann sem slíkur fram með afar merkileg skattalög, er vöktu stríð og deilur fram úr hófi. Enn- fremur Iög um gamalmennaframfærslu o. fl. mjög merkilegt og þýðingarmikið. En út af skattalögunum lenti hann í hinu merka stríði við lávarðadeild þingsins. Skyldi hann ekki fyr við það stríð, en hann fékk lávarða- deildina til að samþykkja lög um það, að frumvörp gætu orðið að lög- um, án samþykkis efri deildarinnar. Má nærri geta, að lávörðunum og biskupunum hefur ekki verið ljúft að taka þannig af sjálfum sér völdin. En Lloyd George hótaði að láta út- nefna jafnmarga nýja lávarða og þyrfti til að fá frumvarpið samþykt, því að þótt hann væri þá ekki for- sætisráðherra, réði hann mjög miklu hjá Asquith, sem orðið hafði forsætis- ráðherra við dauða Campell-Banner- man’s 1907. Geta menn farið nærri um, aö það hefði ekki komið lávörð- unum mjög vel. Síðan kom stríðið, og varð þá Lloyd George þar þegar all- tilþrifa- mikill og vildi láta til skarar skríða. Snemma á árinu 1915 varð hann her- gagnaráðherra, þar eð eigi veittist erfiðast að fá fé, heldur herbúnað og fólk í stríðið. Sýndi hann þar afburða dugnað og kom brátt flestum verksmiðjum landsins til að fram- leiða hergögn og annað það er stríð- ið krafði. Barðist hann miskunnar- laust fyrir að alt gengi sem bezt og hraðast og sparði hvorki fyrirhöfn né fé. Einkum er frægt hve vel honum tókst að varna verkföllum og innanlandsdeilum. Við dauða Kitch- Nokkur orð um sapaskáldskap. Frh. Þá er að víkja nokkuð að stærri sögum Kvarans, þóað í svo stuttu máli sem hér er um að ræða, geti það aldrei orðið svo sem vera ætti. Skal það þá fyist tekið fram, að sá er þetta ritar, lítur ótvírætt svo á, að þær standi að baki smásögunum sem heild. Einkum ber þar á því, að efnið verði í meiri hluta og það er skáidið vill segja, en hins hlutur verði minni, persónulýsinganna, lífs- ins, sögunnar sem sjálfstæðs lista- verks. Dettur mönnum stundum í hug, að skáldió sé ekki þarna að verki, heldur vitur og smekkvís mað- ur. Þá má benda á það, að í sumum sögunum, svo sem „Sálin vaknar" mótast ærið mikið sálarlíf persón- anna af vissum skoðunum, sem enn hafa alls ekki fengið viðurkenningu sem staðreyndir. Listin heimtar að yfir slíkt sé breidd tvíræðni sú, er það hefur alt af haft meðal manna, svo að hver sé sjálfráður um, hversu hann taki þetta eða hitt. . Sé aítur á móti skáldverkið bygt á grund- velli ímyndunaraflsins, trúarinnar og, dulardóma þeirra, er vaka óljóst fyrir mönnum, — sé það sem sé æfintýri — er þaðtáknrænt ogekkert viðaðathuga, þótt það fljúgi um alia heima og geima utan þeirra takmarka, er skynsemin nær. En í veruleikaskáld- verki má slíkt ekki eiga sér stað, því að undir yfirskyn hins yfirnátt- úrlega gæti hver fábjáni skotið mein- lokum sínum og fjarstæðum. Eigi má skilja þetta sem svo, að um sé að ræða slíkar meinlokur hjá Kvaran. „Sálin vaknar" sýnir oss eigi síður en hið bezta afjsmásögum Kvarans. að hann getur kafað djúpt í tilfinn- ingalíf persónanna, og umfram alt hrifið með listrænni frásögn og fögrum og afmörkuðum stíl. En þess verra er að þeir gallar skuli vera á bókinni, sem áður er á drepið. Auðvitað gerir Kvaran | etta viljandi, þar eð málið, sem hann er að flytja, er hjartans mál hans, en það má hann vita, að eigi verður þess kraf- ist, að menn taki við af honum frekar en öðrum, sem góða og gilda list, það skáldrit, senv setur listina á hinn óæðri bekk, en leiðir skoð- anir höfundarins í hásætið. Og þess meiri ábyrgð hvílir á honum í þessu efni sem þjóðin treystir honum betur. Lífsskoðunar lians gætir æ meira og meira. Kærleikurinn á að vera alt í lífinu, því að Guð er kærleikur. Og Guð er í öllu, sem fram við menn kemur. Guðerlíka í syndinni, hefur Einur Kvaran e tt sinn sagt. í síðustu bók hans, „Sögur Rann- veigar, “ kemur glögglega fram, hversu lífsskoðunin dregur máttinn úr listinni. Sagan er falleg, falleg og göfugt hugsuð, eins og alt sem. Einar Kvaran skrifar, en mönnum getur fundist hún full falleg, full lítið í henni af baráttunni milli þess 1 illa og góða, andstæðanna í manns- sálinni, eða réttara, sú barátta gerð full auðveld og áhrifalítil. Það er eins og hinu illa sé stilt upp til mála-

x

Austanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.