Austanfari


Austanfari - 18.11.1922, Blaðsíða 1

Austanfari - 18.11.1922, Blaðsíða 1
r Verzlunarolagið eftir Björn Kristjánsson fyrrum bankastjóra. (Birt með leyfi höfundarins.) Frh. ^ Þessi reikriingsaðférö, sem Landsverzlunin hefur notað, þarf ekki að vera gerð í sviksamleg- um tiigangi, og fráleitt er að svo sé hér, en hún getur þó fætt af sér sviksemi annara. Aðrir geta auðveldlega bygt uppgerð s sína á reikningi Landsverzlunarinnar, og þannig falið skuldaupphæðir í bili er reikningurinn er gerður upp, og flutt þær yfir á næsta ár. Sjóðþurð má t. d. auðveldlega fela á þennan hátt. Og það. má gera það í slærri og minni stíl, það má fjölga viðskiftamönnum, sem eru svo góðsamir að kvitta skuld 31, des. þótt hún sé ekki greidd fyr en árið eítir. Og eftir þessu og öðru af líku tægi verð- ur að líta, ekki einungis hjá Sam- bandinu, heldur og hjá kaupfé- lögum, sem vcrzla beíntvið Lands- verzlunina, eða aðia sem haga kunna reikningsfærslu sinni á líkan hátt. Hvert leglulegt verzl- unarhús gerir upp þann dag sem uppgerðin á að miðast við, á þann hátt, að taka hvern reikningslið nákvæmiega eins og hann liggur fyrir. Og hversvegna hagar Landsverzlunin sér ekki eins? Hag hefur hún ekki af að fara svona að, þvert á móti tap- ar hún vöxtum. Endurskoöun „Hovedstadens Brugsforening“ sem er „kritisk,“ er fyrst fram- kvæmd af tveim endurskoðendum félagsins, og þar á eftir fram- kvæmir þriðji maðurinn endur- skoðunina, og á hann að vera viðurkendur af ríkisstjórninni, (statsautoriseret,) samkv. 40. gr. laga þess félags. Mikli munurinn. Hin dulklædda „sósíalista" stefna Tímarits kaupfélaganna og Sambandsstofnendanna gægist alstaðar fram. Þar er því stöð- ugt haldið að þjóðinni, að bezt sé að sala innlendra afurða sé undir einum hatti, og auðvitað öll verzl- un landsins. Þeir láta mjög mik- ið á því bera, að af því kaupmenn hafa boðið frarn einhvern vöru- slatta, þá liafi þeir spilt verðinu fyrir Sambandinu, sem annars hefði fengið hærra verð. Með því er söluóheppni Sambandsins fóðruð. Vitanlega er Iftið hæft í þessu, því lítill vöruslatti getur lítil áhrif haft í þessu efni, og svo vilja kaupmenn sízt selja sér til skaöa. Það sem að er, er að Sambandið einsamalt hefur haft ofmikið af vörum á boðstól- um, sem sést berlega á því, að á meðan Sambandið hafði lítið af vörum aþ selja, þá seldi það eins vel og aðrir, en úr því gekk salan tregar. En láðst hefur þessu tímariíi og þessum mönn- um að geta þess, að öll þjóðin, er í hœttu stödd, ef salan á öll- um afurðum landsins fer fram undir einum hatti, og hún mis- heppnaðist, en sé salan dreifð á hendur margra kaupmanna, þá selja sumir vel og ef til villsumir illa, sem kemur þá á þeirra bak, þannig að uppsparaður varasjóð- ur tapast, ef hann er til, annars fara kaupmenn þessir á höfuðið. En þó að kaupmaður verði að gefast upp. þá snertir það venju- lega ekki nema fáa menn, því að almenningur hefur fengið fult verð fyrir vörur sínar, eínnig hjá þeim kaupmönnum, sem verða gjaldþrota. Sala afurða Sam- bandsins hefur án efa mishepnast og fyrir þá sök er mikill þorri bænda kominn í botnlausar skuld- ir, því þar lendir tapið af slæmri sölu og slæmum innkaupum Sam- bandsins. í þessu felst hinn geysimikli áhættumunur, munur sem ekki er vert að meta undir verði. Þá er öðru haldið aö þjóðinni sem ekki er minna villandi, er verið er að sýna fram á, hvað Sambandið standi sig vel, þrátt fyrir alt. þ. e. a. s. að það standi föstum fótum, þó að kaupmenn- irnir hver af öðrum hnigi í val- inn. Vitanlega er sá samanburð- ur blekking ein, því að aðstaða beggja er svo gagnólík. Kaup- maðurinn verður vitanlega sjálf- ur að bera tap, sem hann verður fyrir, en Sambandið þarf eigi annað en jafna tapinu niður á þjóðarinnar breiða bak, á með- an það ekki sligast undir byrð- inni. Það er því þjóðin, sem fyrst verður gjaldþrota, þegar hún ekki lengur getur borgað skuldir Sambandsins. Kaupmað- urinn t. d. ber vextina af útistand- andi skuldum, sem ekki fást greiddar, en skuidirnar eru stund- um eins miklar og öllum aðflutn- ingi verzlunarinnar nemur á ári. Hann fer því á höfuðið þegar samkepnin leyfir honum ekki að leggja vaxtatapið, t. d. 71/® procent af skuldunum, á vöruna, Útistandandi skuldir Sambands- ins múnu nú nema álíku, eða jafnvel meiru en. öllum. að- fluttum vörum uemur, sem Sam- bandið flutti inn á árinu sem leið. Það verður þvi eins og kaupmaðurinn að borga bönkun- um og öðrum bæði fulla vexti af skuldunum og af lánum til að kaupa fyrir nýjar vörur. Þessa tvöföldu vexti leggur Sambandíð á félögin, beint eða með hækk- andi verði á útlendum vörum, eða lækkandi verði á innlendum vörum, og verðið síbreytist eftir því sem skuldirnar verða meiri. Þar í liggur mikli munurinn. Á þann hátt verða ef til vill marg- faldir vextir teknir af þjóðinni eftir því sem skuldirnar vaxa og tapast, án þess að hún viti af. Úrræði Sambandsins. Félag það í Reykjavík, sem stóð á bak við stofnun Sam- bandsins, mun brátt hafa séð, að eigi mundi því takast að ná allri verzlun landsins undir sína stjórn með aðstoð bankanna einna. Það varð því ekki komist hjá því að taka ríkissjóðinn með til hjálpar, enda hefur ef til vill tilætlunin verið að láta ríkið á endanum taka við aiiri verzlun landsins samkvæmt stefnu sósíalista. En eigi var því að treysta, eins og á stóð, að Landsverzlunin héidi áfram. Þessvegna var það, að félag þetta beittist fyrir því, að ríkið tæki að sér einkasölu á ölllum kornvörum landsins. En látið var það í veðri vaka að þetta ætti að miða til þess, að tryggja fénaðinum fóður í hörðum vetrum. Eitt mun ’pó hdfa verið aðaltilgangurinn, að Sambandið gæti með því móti notað ríkis- sjóðinn sem forðabúr, og að það gæti fengið þar ótakmarkaö vöru- lán. Þessi tilraun mishepnaðist, því að þingið vildi ekki fallast á þessa tillögu, og þjóðin enn síður. Til þess að Sambandið gæti not- að ríkissjóðinn, var nú ekki annað ráð eftir en að halda lífinu í Landsverzluninni. Og ósleitilegar tilraunir voru gerðar til þess. En eigi vildi síðasta þing fallast á það, og væntanlega felst aldrei á það, því ekkert gæti orðið hættu- legra fyrir þjóðfélagið og traust þess hjá öðrum þjóðum, en ef ríkissjóðurinn yrði dregin inn í verzlunarvafsið, sem því miður er búið að gera að nokkru leyti. Nokkur orð um llassage. Niðurl. Það þarf oft hætilegt úthald og afl og beita því eins og á við í það »g það skiítið, hendurnar verða að vera heilbrigðar, mjúk- ar og heitar og umfram alt lipr- ar í hreyfingum. Handbrögðin verða að fara eftir því hver sjúkdómurinn er, eftir því hver líkamshlutinn er og ekki sízt eftir ástandi sjúklingsins, t. d. hvort hann er ungur og hraustur, veik- bygður eða ellihrumur, Að nudda offast getur gert ógagn, að mass- era of létt, verður að iitlu eða engu gagni. Með æfingu og eft- irtekt finnur massörinn hvaö við á. Það er ætið strokið til hjartans (centripedalt) t. d. útlimir allir upp, hálsinn niður. Við það ýt- ist blóðæðablóðið örar til hjart- ans, en slagæðablóðið kemst þá hraðar með næringuna út í lík- amann eða á staðinn, sem nudd- aður er, við það þroskast hann og styrkist, fær meiri lífsþrótt. Þannig berast og ýms skaðleg efni, sem sezt hafa að einhvers- staðar í líkamanum hraðar burt (t. d. ýms sölt, sýrur, bólgu- og bjúgvökvi) með andardrætti, húð- útgufun, þvagi og saur, sem ann- ars mundu halda sig í vefjunum og skemma lífsþrótt þeirra. í þessu liggur aðallækningakraftur nuddsins. Vanalega eru sjúklingar nudd- aðir einu sinni á dag, en oft er gagnlegt að nudda tvisvar. Nægi- legt er að nudda lim 5—10 mín. í senn. Að nudda allanlíkamann (To- talmassage) tekur auðvítað miklu lengri tíma. Oft heyrist spurningin: „Hvað þarf eg að vera lengi í nuddi.“ En það er enginn hægðarleikur að svara því í byrjun fyrir lækn- inn, þótt æfing og reynsla komi þar að miklum notum. Þar kem- ur mikið til greina a I d u r sjúk- lingsins, hve gamall sjúkdómurinn er og h v a ð a sjúkdómur er fyrir o. in. fl.

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.