Austanfari


Austanfari - 09.12.1922, Blaðsíða 1

Austanfari - 09.12.1922, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI 06 EIGANDI: GUflM. G. HAGALIN 25. tbl. Seyðisfirði, 9. desember 1922 1. árg. Verzlunarólagið eftir Björn Kristjánsson fyrrum bankastjðra. (Birt með leyfi Frh. Það fer nú alveg eftir því, hversu þjóðin verður sterk til þess að hrista af sér „sósíalistaK-þokuna, sem grúft hefir, óátalið, yfir land- inu nú í um 14 ár, síðan Tíma- rit kaupfélaganna var stofnað, og tortrygnina við kaupmannastéttina, hve fljótt verzlunin getur komist í það bezta lag, sem hún okkurn- tíma getur komist í. Þriðja atriðið er nokkuð örð- ugt viðfangs, það er að hætta að nota búðirnar, þar á meðal Sam- bandið, fyrir banka. Sú óvenja er svo rótgróin hjá þjóðinni, að kraftatökum þarf að beita til að koma þeim óvana af. Sumpart stafar hann af vana, og sumpart af fátækt. Svo er því miður ástatt hér á landi, að aðalframleiðsluvörur landbúnaðarins geta ekki komist á markaðinn nema tvisvar á ári og það með stuttu millibili, ullin á sumrin og sláturafurðir á haust- in. Það eru því ekki nema efna- menn, sem geta komist hjá að taka bráðabyrgðalán, þó að sú sjálfsagða verzlunarvenja yrði tekin að selja afurðir landbúnað- arins jafnharðan fyrir peninga og þær eru framleiddar. F.ina leið- in er því að veita mönnum að- gang að peningalánum til slíkra viðskifta sem næst sér, sem hald- ið er fast við að borguð séu á réttum tíma. Með því móti koma peningar í umfeið í sveitum, eins og í öðrum siðuðum löndum, og verzla með þá. Það má gera með því móti að stofna sérstaka sparisjóði beint í þessu skyni, sem víðast í landinu, helzt í hverjum hreppi. Mætli og nefna slíka sjóði t. d, „Viðskiftasjóði,“ sem undanþegnir væru öllum sköttum, þar á meðal inneignir manna, og réttast væri og nauðsynlegt að breyta sparisjóðslögum vorum í þá átt, að heimila þeim gætilega rekna bankastarfsemi. Slíkir við- skiftasjóðir mundu afarmikið hvetja til sparsemi, þar sem þeir yrðu svo nærri hverjum manni, sem fær aura handa á milli. Þessum viðskiftasjóðum ættu bankarnir og þá sérstaklega Landsbankinn að veita til styrktar í upphafi svo sem 15,000 kr. reikningslán á ári með sanngjörnum kjörum. höfundarins.) Það mundi og hvetja menn til að leggja fé á vöxtu í sjóðina. Ef viðskiftasjóður væri í hverjum hreppi, og hver þeirra fengi 15,000 kr. reikningslán í Landsbankanum- mundi það nema fyrir alt landið um 3 miljónum króna. En skuldir Sambandsins og kaupfélaganna munu nú nema að mun meira í Landsbankanum, er þær eru lægst- ar á árinu. Það ætti því að vera í lófa lagið fyrir Landsbankann að veita þessi lán, ef Sambandið vérður lagt niður. Og ekkert ætti að geta verið því til fyrir- stöðu frá bankans hlið. Slík lán ættu sveitarsjóðir og sýslufélög- in að ábyrgjast. Slíkir viðskifta- sjóðir þyrftu að hafa ábyggilegt og strangt eftirlit og allir lifa eftir sömu lögum. Þeir ættu að endurskoðast af vel færum um- ferðaendurskoðendum, sem skiftu með sér landinu á víxl, að minsta kosti annaðhvort ár; ætti lands- stjórnin að skipa þá. Lán bank- ans til bænda ættu með þessu móti að verða ólíku tryggari en þau eru nú, og gera margfalt meira gagn. Þegar reynsla væri komin á stjórn viðskiftasjóðanna, gæti bankinn bætt við lánsféð, ef á þyrfti að halda, þar sem stjórn þeirra reyndist örugg. í þessum viðskiftasjóðum ættu bændur svo að geta fengið hin nauðsynlegu lán til . árlegra við- skifta, til þess að komast hjá búðarlánum og vöruskiftum, gegn innanhreppstryggingum. Eigi mundi það vera tiltækilegf í byrjun, að setja sem skilyrði fyrir peninga- láninu, að lántakandi stofnaði eigi neina vöruskuld, en að því ætti að stefna, eins fljótt og auð- ið er. Þegar svo væri komið, að menn væru hættir að taka lán í búðum, þyrfti ekki að óttast að útlenda varan hjá kaupmönnum eða kaupfélögum yrði óeðlilega dýr, ef samkepnin yrði frjáls og samgöngar greiðar. En að því, er sölu innlendra afurða snertir, þá gætu menn, ef til vill, trygt sér, einkum á afskektum stöðum hærra verð fyrir þær, með því móti að selja vöruna í félagi. t. d. hver hreppur fyrir sig. Stærri sambönd mundu verða of þung í vöfum. Og þá gætu menn farið að því alveg eins og Þingeyingar gerðu áður en þeir stofnuðu kaupfélag sitt, og sem sagt er þannig frá í æfiminningu Jakobs Hálfdánarsonar í Tímariti íslenzkra samvinnufélaga, fyrsta hefti 1919 bls. 3. Þar segir svo: „Þau voru einna fyrstu drög kaupfélagshreyf- ingarinnar, að á árunum 1847— 1867 mynduðu þingeyskir bænd- ur nokkur smáfélög til þess að ná betri kjörum hjá dönsku sel- stöðu kaupmönnunum. Voru venju- lega nokkrir bændur úr sömu sveit í hóp saman. Þeir völdu sér formann, sem fór á milli kaupmannanna á Húsavík og Ak- ureyri, til þess að leita eftir fyrir kauptíð á vorin, hver vildi bjóða beztu viðskiftakjörin. Vanst þeim stundum nokkuð á, eínkum ef margir komu í kaupstaðinn í sama flota með fjölda áburðar- hesta undir ullar- og tólgarbögg- um. Urðu kaupmenn þá stund- um fegnir að sækjast eftir að ná í allan hópinn það vorið.“ Slík samtök sem þessi gætu verið hagkvæm, er innlend vara er á boðstólum, því kaupmenn vilja heldur kaupa stærri vöru- slatta í einu, en t. d. poka og poka af ull. Eins væri eflaust rétt að halda sláturhússamlögum áfram til þess að meira vöru- magn mætti bjóða til sölu í einu. En ávalt ætti varan að vera seld innanlands, ef þess er nokkur kostur, og borguð þegar, eða um leið og hún færi á skipsíjöl. Niðurlagsorð. Þótt eigi hafi verið mögulegt bæklingi þessum að komast hjá því að finna að kaupfélags fyrir- komulaginu eins og það er, und- irstöðu Sambandsins og athöfnum þess, þá er það ekki gert í neinu árásarskyni. Eg hef reynt að finna að göllunum, og að gera þá sem skiljanlegasta, til þess að menn gætu séð viðskiftamyrkrið, sem nú grúfir yfir þjóðinni. Vér lifum á þeim byltingatím- um, sem er afleiðing af styrjöld- inni, að hver þjóð verður að vera vör um sig, ef hún á ekki að glata sjálfstæði sínu. Og það sem hefur knúð mig til að skrifa þessar línur er, að egsé að hverju stefnir, og að mig tekur sárt, ef bændastétt landsins, þaðan sem flest gott og göfugt er sprottið hjá þessari þjóð, skyldi spillast og lenda í viðskiítavafsi, sem eng- inn sér út úr hvar enda muni. Þaðmun di leiða til þess, að menn gæfust upp í lífsbaráttunni, mistu traustið á landi og þjóð og þróttinn og viljann til allra þeirra framkvæmda, sem hingað til hafa haldið uppi sjáltstæðísþrá manna og gert þá að sjálfstæðum atorkumönnum. Nú er það þjóðin, sem tekur við bendingum þeim, sem rjtling- ur þessi veitir, og það er hennar að dæma um, hvort þær eru nokk- urs virði. En vita má hún það, að ritlingur þessi mun fá harða mótspyrnu í blöðum þeim, „Tím- anum“ og „Degi,“ og Tímaritinu sem Sambandið heldur úti. Og þá er hennar að sjá, hversu ein- læg og réttsýn sú mótspyrna verður. En það er eg viss um, að lín- ur þessar koma einhverntíma að notum, þótt síðar verði, og þá er tilganginum náð. Fundargerð. Ár 1922, sunnudaginn 3. des. var, eftir boði hreppsnefndar, hald- inn alm. sveitarfundur á Vopna- firði, til þess að ræða um breyt- ingar á búnaðarháttum. Fundinn sótti þorri bænda og margir aðrir fjáreigendur. Oddviti stjórnaði fundinum og tilnefndi til skrifara Árna Jónsson á Vopnafirði. Þetta gerðist á fundinum: 1. Útflutningur lifandi sauðfjár. Samþyktar voru svohljóðandi ályktanir: 1. Viðstaddir fjáreigendur bind- ast samtökum, að styðja að því, að hægt verði að fá á næsta hausti, að minsta kosti 2000 fjár t.l útflutn- ings frá Vopnafirði, með því a. Að lofa aö hafa sjálfir, ekki minna en sem svar- ar xlio hluta af ærstoíni sínum, útflutningshæft íá. b. Að fá aðra fjáreigend r innsveitis og í nærligg- jandi hreppum til hins sama. 2. Fundurinn álítur að til bráða- byrgða verði að gera ráð fyrir, að auk sauða megi teljast útflutningshæfar vænar ær geldar, alt að 5 vetra gamlar, ef á þeim sér eng- in afturfarararmerki. Þó telur fundurinn æskilegt að yfirleitt verði ætlað ungt fé til útflutnings. 3. Fundurinn telur aö vinna

x

Austanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austanfari
https://timarit.is/publication/242

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.