Austanfari - 25.08.1923, Side 3
AUSTANFARl
Eflið íslenzkan iðnað!
Notið íslenzkar vörur.
Bændur, sendið ull yðar til vinnu í Kiæðaverksm. Álafoss. Þar fáið þér
fltóta afgreiðslu, góðar vörur og sanngjörn vinnulaun.
Sýnishorn og verðlistar hjá umboösmönnum vorum.
fslendingar! Sparið erlendan gjaldeyrir. Verzlið aðeins við
Klæðaverksm. ÁLAFOSS
Reykjavík.
um hin útbúin, hvað þá aðal
bankann sjálfan í Reykjavík. En
nú þykir þetta í Tíma talað um
ísafjprðarútbúið.af því aðforstöðu-
maður þess, alþm. Jón Auðunn
Jónsson, hyggur á þingmensku
framvegis. Þykir „Tímanum“ nú
svo mikils viö þurfa, til þess að
sporna á móti kosningu Jóns
Auðunns, og koma þar að Tíma-
manninum t rauða kuflinum, Jóni
iitla Thoroddsen, að hann vili
fórna fyrir það því, að iýsa það
ósatt, sem hann áður hefur haldið
fram með stórum orðum, sem
áttu að sýnast á rökum bygð, að
Landsbankinn hefði ekki tapað.
Fyrir kosninguna í þessu kjör-
dæmi leggur „Tíminn í sölurnar
það, sem hann hefur róið öllum
a.um að því að tryggja: álitið á
fjárhag og góðri, gætinni og viturri
stjórn þess banka, sem mest hefur
lánað Sambandinu, og það skuld-
ar milliónir.
Hvenær ætli stundin renni upp
að „Tími“ þyki kominn til þess,
að skýra frá að hin útbúin og
bankinn í Reykjavík hafi tapað
stórfé? Ekki mundi nú þurfa ann-
að en að hinir útbússtjórarnir
byðu sig fram til alþingis móti
„Tímanum“.
Hitt var auðvitað öllum vitan-
legt, og víst engum þó fremur
en Tímaflokknum, að Landsbank-
inn hafði liðið allmikinn halla af
alveg jafn eðlilegum ástæðum og
íslandsbanki, en munurinn var að-
eins sá, að Tíminn þagði yfir því
af þeirri einföldu ástæðu, að
Sambandið var hans skjólstæðing-
ur. Eða ætli Tíminn haldi, að
landsmönnum sé það ekki vitan-
legt, að sá flokkur, sem að hon-
um stendur.ætlaði sér að ná undir-
tökum á íslandsbanka með sletti-
rekuskapnum um skipun banka-
stjórnarinnir síðast, þótt eigi yrði
þeim herrum kápan úr því klæð-
inu, þeim til stórra meinfanga,
því þar með var sleginn varnagli
við því, af vitrari mönnum, að
svigrúm væri til þess, að hirða
hreytur íslandsbanka og jafna
nieð þeim skakkaföll Landsbank-
ans.
En hvaö halla þessa útbús á
ísafirði snertir, skal ekkert um
sagt, hvort satt er eða ekki. En
nú þykir víst Tími til að geta þess,
bæði af ófangreindum ástæðum
og hinu, að Jón Auðunn er farinn
úr bankastjórastöðunni. Og ótaíkt
að þegja um það svo lengi, að
grunur kunni að falla á nýja
bankastjórann um óheppilega stjórn
á bankanum. ,
Annars taka þeir, er tii þekkja,
lítið mark á hvað Tíminn segir '
þessu efni, sem öðru. Því marg-
föld reynsla er fengin fyrir því
að það, sem hann segir, er aldrei
h,T t að vita hvort er satt eða
logið. Hiðsíðarnefnda viðurkendra.
Það þykir slæmt um einstaklinga,
að ekki sé hægt að reiða sig á
neitt sem þeir segja. Bn sízt er
það betra um þjóömálaleiðtoga.
En svo er um Tímann.
Er synd að segja að þeir láti
nokkurn„Tíma“ ónotaðan, þegar
líkur þykja til að rógburður og
lygar, um þá, sem þeim finst að
vera eitthvað fyrir sér, séu Tíma-
bærar.
Hörmungar kirkjunnar
manna í Rússlandi.
Gegn fáum hefur hinum blóð-
uga brandi Bolsivismans verið
beitt jafn hryllilega í Rússlandi eins
og prestum og mentamönnum. Er
það næsta glögt tákn þess, hverjir
hafa þar helzt verið að verki, sem
sé þeir, sem kristnum mönnum
hafa ætíð reynst fjandsamlegir, sem
eru Gyðingar. Enda er mælt, að
þeir hafi verið í miklum meiri-
hluta í „ráðstjórn" Rússlands. Af
503 hærri embættismönnum þar
árið sem leið (1922) voru 406
Gyðingar.
Miðstjórn Bolsivikka í Moskva
hefur lýst því yfir, að einn aðal-
þátturinn í stefnu þeirra væri, að
berjast gegn kirkju og kristindómi.
Enda hafa 2 Svíar, sem mættu á
ráðstefnu þeirra í sumar, sætt
þungum ásökunum fyrir það, að
þeir vildu ekki berjast undir merk-
inu á þeim grundvelli, sem krafist
var í þessu efni.
Svívirðileg hermdarverk hafa
Bolsivikkar framið gegn kristninni
síöustu árin í Rússlandi. Prestar
og biskupar hafa verið drepnir í
hundraðatali og kirkjurnar gerðar
að hesthúsum, sláturtiúsum og
danssölum. Kona ein, að nafni
frú María Kallach, sem ferðaðist
um Rússland fyrir nokkru, segir frá
því, þar sem 200 prestum var stefnt
fyrir dómstól Kommunista, til þess
að dæmast til dauða. Kirkjuföð-
urinn (Patriarkinn) höfðu þeir
tekið höndum og létu hann mæta
fyrir réttinum sem vjtni- Hann tók
þar sakir þær, er bornar voru á
prestana, á sig sjálfan og sagði,
að þeir hefðu ekki gert annað en
framkvæma sínar skipanir með
því að veita mótstöðu gegn því
ofbeldi, sem prestarnir væru beitt-
ir, og neita að láta af höndum
helga dóma kirkjunnar o. fl. Og
sagði hann, að prestarnir væru
algjörlega saklausir. Þessi fram-
koma hans hafði mikil áhrif í
Rússlandi. Var kirkjuföðurnum þá
ekki leyft að koma fram opinber-
lega. Reynt var með öllu móti að
fá hann til þess að láta undan
síga. Og síðast var honum boðin
lífgjöf 80 dauðadæmdra presta til
þess, að hann léti af embætti. En
kirkjufaðirinn kvað sig ekki hafa
rétt til þess, að svifta þessa þjök-
uðu menn þeirri guðdómlegu gleði,
að öðlast heilaga kórónu píslar-
vættisins, og bað almáttugan guð,
að veita sér hina sömu gleði.
Jafnvel blöð Kommunista urðu að
viðurkenna hina miklu festu, hug-
hreysti og göfugmensku kirkju-
föðursins, og valdhafarnir sáu að
henni yrði ekki brugðið. Hann
var þá tekinn fastur, hafður í
haldi og ekki leyfðar guðsþjón-
ustugerðir, og engin umgengni við
aðra, nema í votta viðurvist. Hann
borðar lítið, sjón hans er farið að
förla og heilsu hans hrakar óðum.
En áhrifin af þessu hafa orðið
þau, að kirkjunni hefur aukist mik-
ið fylgi og vex daglega.
Kommunistum hefur verið það
ljóst, að til þess að vinna þjóð-
skipulagsbyltingunni sigur í stjórn-
leysisáttina, væri um að gera að
koma kristni og kirkju fyrir kattarnef
ogtortíma fræði-ogmentamönnum,
því þeirværu þeim erfiðasti þrándur
í götu, og myndu halda þjóðskipu-
laginu í lengstu lög í horfinu í
siðmenningaráttina. En er þeirra
nyti ekki lengur við, kæmistglund-
roði á alt siðmenningarlegt þjóð-
skipulag. Enda urðu slíkir menr)
fyrirmestumharmkvælum og þyngst
um búsifjum. Þeir voru fyrst allra
látnir deyja hungurdauða, ef ekki
náðist til að myrða þá á annan
hátt. Sem sýnishorn af liinu hrylli-
lega atferli Bolsivikka er hér
skýrsla, sem birt var í „The Times“
1922, um hve marga menn þeir
drápu í Rússlandi á þrem árum :
28 biskupar, 1215 prestar, 6775
prófessorar og skólastjórar, 88500
læknar, 355250 mentamenn, 59500
lögreglustjórar og lögregluþjónar,
12950 jarðeignamenn, 193350 verka-
menn, 54650 fvrirliðar í hernum
og 260000 hermenn. Alls 1.031.718
manns.
En hver er svo ávöxturinn af
þessu hryllilega blóðbaði, öllum
tryllingnum og Kommunismabrjál-
seminni, sem blóðsýkti óaldarsegg-
ina? Sá, að augu þeirra hafa
opnast fyrir því, að sú leið, sem
þeir héldu, hefði orðið þjóðinni
til gjörvallrar eyðileggingar með
tímanum. Forvígismennirnir, eins
Vátr yggi ð
í dag
gegn eldsvoða, hús vörur og
innbú hjá
The Eagle Star and British
Dominions, (nsurance Coy, Ltd.
^ Snúið yður til
E. Methúsalemssonar
umboðsm. félagsins á Seyðisfirði.
Hjólhestur
ágætur, ódýr, til solu.
K. A. Hansen, símritari.
ÞAKLAK, sem ekkert járn-
þak má án vera.
ZINKHVÍTA fæst ódýrust og
bezt hjá
Herm. Þorsteinssyni
og Lenin, hafa sannfærst um, að
sameignarstefnan(Kommunisminn)
er ófær og liggur til glötunar,
kippir fótunum undan tilveru ein-
staklinga og heildar, á frjálsum
siðmenningarlegum grundvelli.
Þjóðin er að fjarlægastKommun-
ismann aftur- Og alt er nú gert
til að endurvekja rússnesku þjóð-
ina til' frjálsra starfa og heilbrigðra
hugsjóna, og láta daginn skína
yfir landið eftir þessa hryllilegu
hörmungánóttblóðsog bölstrauma.
Aljjjóða-þingmannafundur
hófst 15. ágúst í Kaupmannahöfn.
700 þingmenn víðsvegar að úr heim-
inum taka þátt í ráðstefnunni.
Fulltrúar íslands eru Jóhannes
Jóhannesson bæjarfógeti og Bjarni
Jónsson frá Vogi.
AIIs mættu tulltrúar frá 31 ríkjum.
Þar á að ræöa um afl atkvæða við
þingkosningar, afvopnun, fjármál o. fl.
Skip
19 þ. m. fór „Goðafoss" til útlanda.
Héðan fóru Erlendur E. Blandon
gagnfr. og ungfrú Aldný Magnúsdóttir.
„Esjan“ 20 þ. m. meöfjölda farþega.
Hingað komu Ari Arnalds bæjarfógeti,
frú Sigiiöur Jensdóttir o. fl. Héöan
fóru frú Jónína Nielsen, Þórarinn
B. Nielsen bankaritari, P. L. Mogen-
sen lyfsölustjóri o. fl.