Skjöldur - 12.10.1923, Side 1

Skjöldur - 12.10.1923, Side 1
t I. árg. Bókmentun. I. Ask veit ek standa heitir Yggdrasilt, hár baðniur ausinn hvítaauri Völuspá. (slendingar hafa jafnan verið taldir ein af bókhneigðustu þjóð- um veraldar, enda eiga þeir ekki eingöngu kyn sitt að rekja til kappa og víkinga hins norræna þjóðabálks, heldur og til vest- rænna vitringa og fræðimanna. Á öldunum næstu á undan land- námi Islands stóð bókleg menn- ing hvergi á hærra stigi en með Keltum, sem dvalarstað áttu á Ir- landi. Sú menning var af eld- gömlum toga spunnin. Á 3. öld eftir Kristsburð höfðu Irarnir sjerstaka skóla handa þeim, sem iðkuðu skáldskap og sagnfræði Undirskólanalágu jarðeignir mikl- ar og gátu því „barðarnir® — en svo nefndust mentamennirnir — stundað 'fræði sín áhyggjulausir fyrir daglegu brauði. þaðan er sagnalistin runnin, sú list, sem við Islendingar tókum að arfi og iðkuðum lengi og vel. Irarnir hjeldu á árafresti alþing eða „tara“ Voru þar sögð upp lög landsins og rætt um árbækur og ættartöl- ur þjóðarinnar, til trvggingar því að rjett væri hermt. Sagan seg- ir, að Kormákur Irakonungur, er uppi var á 3. öld, hafi reisa lát- ið höll eina mikla eða þing- hús. Voru þar 7 dyr á hvora hlið, bekkir á báða vegu og bál á miðju gólfiáatni. Rúst- ir þessarar hallar hafa verið mæld ar eigi fyrir löngu og reyndust 760 fet á lengd en 90 fet á breidd. Á 5. öld boðaði hinn heilagi Patrekur Irum kristna trú, er þeir tóku. Urðu þeir þá trúmenn miklir og sendu kristniboða víða um lönd, yfir til Englands og Skotlands, stofnuöu klaustur mörg í Frakklandi og komust jafnvel suður á Langbarðaland. það er og alkunna, að Island fundu þeir fyr en Norðmenn. Heima fyrir stofnuðu þeir fjölda klaustra, sem urðu gróðrarreitir hverskonar menningar. þar var lærð latína og gríska, ritað- ar sögur, myndskreytt og mál- uð handrit og allskonar skraut- gripir gerðir af mikilli list. Ir- arnir voru hugsjónamenn og há- fleygir, skáldmæltir og skorin- orðir, en eigi var þeim að sama skapi sýnt um skipulag og stjórn- semi. Eru það þjóðareinkenni með þeim þann dag í dag. Hin fornírska menning er fall- Vestmannaeyjúni, föstudaginn 12. október 1923. I. tbJ. AVARP. Vestmannaeyjar voru fyrir aldarfjórðungi síðan fátækt fiskiver. Nú er hjer næststærsti bær tandsins. Á tiltölulega fáum árum hefir atvinnuvegur sá s< m allir íbúar hér haf; af lífsviðurværi beinlínis eðá óbeinlíms, breyst í nýtísku horf, þ Iskip komið í stað opnu fleytanna, vélaafl til reksturs í slað vöðvaafls. To fbæirnir, sern undanfarnir ætiliðir litðu í allan aldur sinn, haía hortið fyrir nýjum húsum úr varanlegra efni, krókóttir stígar íyrir beinum brautum. Ný kynslóð með nýjum kröfum og nýjum þörf- um hefir tek ð við arfi af þeiitf sem nú hvílir undir grænni torfu, 1 -I Vestmannaeyjabær er á gelgjuskeiði, hann hefir verið og er að vaxa og : breytast. Ekkert tímrbil í æfi manns er jafn örlagaþrungið og vaxtar- tímabilið. — Margir bera til banadægurs ólæknandi mein, sem þeir tóku á því skeiði. Berklasýkillinn — sú sóttKveikjan, sem þyngstan skatt heimtar af þessari þjóð — tekur sér nær altaf bólfestu í lfkama sjúk- lingsins á bernskuárunum, þótt sjúkdómurinn komi ekki út fyr en seinna. i Vaxtartíminn er viðsjárverður hættutfmi. Hugsunarleysi, hirðuleysi og athafnaleysi er aldrei jafn háskalegt þjóðfélaginu eða bæjarfélaginu sem á breytinga og vaxtartímum. Al- diei er frekar en þá þörf á framsýni, víðsýni og fyrirhyggju, Fátt er það sem er betur fallið til að vekja menn til umhugsunar og alhafna á slíkum tímum en blað, sem vill beita sér íyrir þrifum og þarfamálum, blað, sem þorir að stinga á kýlunum þótt viðkvæm sjeu og vinna á móti rotnun og spillingu, bæði andlegri, efnislegri og fjárhagslegri. Hjer í Vestmannaeyjum er engin vanþörf á slíku blaði, því hjer hefír margt sem til heilla horfði, veiið látið ógert eða illa gert. Andlega menningin hefir komist það lengst að haida uppi barna- skóla. Fyrir tímanlegri lækningu matma er sjeð með mjög ófullkonm- um erlendum spítala. Útliti þessa bæjar, sem hefir fallegri legu og slórfenglegra umhverfi en a'lir aðrjr bæjir á lslandi, er spilt með óþrifn- aði og illu skipuiagi. Það er eins og að greypa g!erbrot í gullumgjörð í stað gimsteins. Fjárhagur bæjarins er í óreiðu og vesaldómi og þó höfum við Vestmarinaeyíngar fengsælustu fiskimið og ötulustu aflamenn landsins. Ef úígáfa þessa blaðs getur kipt einhverju af þessu í lag, þá er tilganginum með blaðinu náð. Blöðin eiga að vera vakandi samviska þeirra, sem með völdin fara Þau eiga að cggja lýðinn lögeggjan gegn óstjórn og harðstjórn. Þau j eiga að efla heilbrigða samvinnu og greiða fyrir hverjum þeim sam- *ökum, sem miða til gagns fyrir alþióð manna. En þau verða líka stund- um að vera svipa, sem svíður undan. Skjöldur vill reyna að rækja þetta hlutverk. I því skyni hafa útgef- ; endurnir með tilstyrk og stuðningi nokkurra tuga af hugsandi mönnum hjer í bæ hleypt því af stokkunum. Meö það fyrir augum hefir rit- I stjórinn ákveðið að verja frístundum sínum til að rita í það, þar ti' annar hætari rits'jóri fæst, Við vonum að blaðið njóti vinsælda þeirra, j seni vilja hag þessa bæjar, enda þótt skoðanir verði stundum skiftar. : Þeím borgurum þessa bæjar, sern eru á öndverðum meið við ritstjórn- j ina eða útgefendurna, mun veiða veittur kostur andsvara e’itir því sem rúm blaðsins leyfir. Skjöldur verður ekki litlaus í fands- eða bæjarmálum, því þá væti hann gagnslaus. Ritstjórinn ei ekki trúaður á að vatnslækning- ar einar saman komi að haldi, þegar um átumein er að ræða, hvorki við einsíaklinga eða bæjarfjelagið. Vonandi minnast menn þess, ef ó- þægilega verður komið við kaun einhvers. Og vonandi verða þeir ekki margir, sem Ijúga því að sjálfum sjer eða öðrum, að óhreinar eða illar hvatir gangi þeim rr'önnum til, sem vilja með blaði þessu stuðla að meiri heilbrigði í stjórn bæjarmálanna, eflingu atvinnuveganna og auk- . inni menningu allrar alþýðu. Ritstjórinn. in til grunna Herskáir víkingar veittu þeim þungar búsifjar, herj uðu og rændu hin ríku klaustur og fluttu á brott .marga góða gripi- Irana vantaði samtök til að hrinda þessum erlendu yfir- gangsmönnum af höndum sjer. En ýmsir norrænir víkingar stað- næmdust á Irlandi um stundar- sakir og fluttu síðan vestan um haf til Islands, ásamt hirðmönn- um sínum og heimafólki, sem sumt var af vestrænu kyni. Is- lenska þjóðin er því bæði af vestrænu og norrænu bergibrot. in. Við erum margir sem get_ um rakið ættir okkar upp til Kjarvals, Myrkjartans og Gljóm- alds Irakonunga. Norræn hreysti og vestræn menning voru vöggu- gjafir íslensku þjóðarinnar. — Or.nur æðin bar Norðmanns ins hvarma og hár, önnur hitaði vestrænu feðranna brár, en þær streymdu sem kvíslar tii aleinnar ár fram í íslenska þjóðbálksins kyni (E. B.) ber ei maður brautu að en sje mannvit mikið Hávamál. Vestan^um haf bárust glæður hins írska men*ningarelds út til Islands. Hjer loguðu þær skært á arni íslensks þjóðlifs svo bjarm- ann bar víða um lönd. Egili Skallagrímsson og Ari hinn fróði fullkomnuðu l raglist og sagnalist hinna fornu „barða" og norrænu víkinga. Hámarkinu náði Snorri Sturluson, sem nafnkunnastur er allra Islendinga að fouiu og nýju. Slíkir menn eru ávextir eldgam- als menningargróðurs. Islendingar hafa á öllum öldum varðveitt sinn gamla menningar- arf, þrátt fyrir hverskonar hörm- | ungar. þrátt fyrir bræðravíg og banaráð grimmlyndra yfirgangs- • seggja á Sturlungaöldinni, voru þó færðar í letur á þeim tíma flestar sögur okkar, undir hörð- um hrammi klerkavaldsins varð Lilja til, mitt í eymd og fátækt einokunartímabilsins kvað Hall- grímur Pjetursson heilaga glóð í freðnar þjóðir og þá þrumdi hin vekjandi raust meistara Jóns yfir sofandi lýði, en vísindamaðurinn : Árni Magnússon varðveitti frá glöfcin dýrmætan fróðleik teðr- anna; F.nda þótt strjálbýli, fá- tækt og hörð veðrátta hafi fram á síðustu ár hindrað það, að meg- inþorri íslensku þjóðarinnar nyti nokkurrar skólavistar á æskuár- um, hefir alþýðumentun okkar verið betri en flqstra eða allra annara þjóða. Jeg hef komið á ýmsa sveitabæi, bygða úr torfi 1 og fátæklega, þar sem hefir ver- ið gnægð góðra bóka, er hafg víkkað sjóndeildarhringinn og hreinsað andrúmsloftið innaa þröngra baðstofuveggjanna. III. Skelfur Yggdrasils askur standandi. ymur ið aldna trje. Völuspá. Hingað til Vestmannaeyja koma 4 J. Johnsen Mikið úrval af alsk. vörnm Yersluii G.

x

Skjöldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skjöldur
https://timarit.is/publication/243

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.