Dagur - 03.10.1997, Side 1

Dagur - 03.10.1997, Side 1
Ásrún Ásgeirsdóttir: „Rosalega erfitt að byrja“ Ellen Guómundsdóttir: „Kem til aö styrkja vinkonu mina og sjálfa mig, mikill kostur að þetta er lokaður hópur." Fermingarbam faiið! Þæreru búnarað létt- ast um heiltferming- arbam á nokkmm vik- um. Bíta ájaxlinn, svitna og verða að hoifast í augu við vigt- ina - ogþað erekki auðveltþegarkona er 20 kílóum eða meira ofþung. En það em skilyrðin fyriraðfá að vera með! Það Iiggur hita- og svitakóf yfír tækjasalnum í Vaxtarræktinni, móða á speglum og stór hópur af alltof þungum konum ham- ast. En þær eru léttari en þær voru þegar þær tóku þungu sporin á vigtina hjá Gunna Nella. „Þetta er heilagt mál,“ segir þjálfarinn milli þess sem hann flautar og öskrar gegnum svitaskýið: „SKIPTA“. Heilagt stríð, vegna þess að hann var einu sinni 190 kíló sjálfur. Hann kannast við tilfinninguna. Þetta er stríð sem hann hefur staðið í sjálfur - og unnið. Styrkur í hóp Inntökuskilyrði í þennan kvennahóp eru 20 kíló eða meira umfram það sem æskilegt getur talist. Þarna fá engar ofur- fyrirsætur að vera með, engar sem láta öðrum konum líða illa yfir því að hafa gleymt sér. Þess- ar sem eru nýkomnar af spuna- hjólunum og farnar að lyfta lóð- um hefðu aldrei farið í venjuleg- an líkamsræktartíma með flotta fólkinu. En þær eru flottar á því sjálfar og taka málið föstum tök- um á eigin forsendum og saman í hóp - þegar hinir hóparnir eru farnir heim. „Samanburðurinn \áð hinar er svo erfiður í byrj- un,“ segir Gunni Iöðursveittur sjálfur, „en samt er þetta vilja- sterkur hópur.“ Ellen er ein í hópnum, ekki sú þéttasta og kom með vinkonu sinni til að styrkja hana, og Iéttast sjálf: „Kosturinn er að þetta er iokað- ur hópur,“ segir hún, „margar Gunnar Níelsson á spunahjóli, dregurþær áfram. myndu aldrei koma nema í svona." Engin gefur upp þyngd, engin segir hvað er að gerast á spjaldinu þar sem einkamál eru skráð. En árangur er þegar auð- sær. Og hvað hefur hópurinn þá lést mikið? ,/Etli meðalgelgja sé ekki svona 40 kíló án skóla- tösku, við erum búin að missa svona eitt fermingarbarn á nokkrum vikum,“ segir Gunni glottandi. Þegar Gunni var 12 ára var hann 112 kíló sjálfur. Hann fór í rúmlega „Gauja litla stærð“ áður en hann snéri við blaðinu. Fyrir nokkrum \ikum var hann á spunanámskeiði fyrir sunnan, „faðmaði ösp“ segir hann og glottir enn; erlendi kennarinn vildi koma hugará- standi þess sem ætlar að taka sig á til skila. Hluti af dæminu er víst að þykja vænt um sjálfan sig. Og ösp ef því er að skipta. Sköinmustiilegar Það er varla leyndarmál að þeg- ar í óefni er komið og fitan kom- in með forskeytið „of" er erfitt að fara á mannamót í íþrótta- galla. Allt áreitið í umhverfinu segir „skammastu þín“. En kon- urnar sem hamast á lóðunum svona blóðrjóðar af áreynslu og blautar í gegn eins og á blaut- bolakeppni skammast sín ekki. Glaðværð og íjör þegar Gunni öskrar „skipta". Þær eru búnar að takast á við skömmina og sigra. Nú er bara púlið eftir. Aðal erfiðið er að baki. Ódýrar lausnir „Feitt fólk er svo ginnkeypt fyrir billegum lausnum,“ segir þjálf- arinn og þekkir af eigin holdi. „Það er svo mikið feik í gangi, hér eru engin kraftaverk". Þær koma í spunatíma (það nýjasta í ræktinni, hjól til að hamast á; kallað spinning frá útlöndum) og svo fara þær í járn og lóð til að styrkja sig og brenna betur. Þetta fór hægt af stað þótt áhugi væri greinilegur. En svo fór þetta að spyrjast út meðal kvenna á Akureyri, nú eru þær um 30 sem ætla að breyta lífi sínu. „Þetta var rosalega erfitt," segir ein í hópnum, sem er að færa sig milli tækja. Hún segir að fitan hafi smám saman hlað- ist á sig. Þremur börnum og nokkrum árum síðar var hún orðin of feit. „Kom bara smátt og smátt." Og fer smátt og smátt, hún ætlar að vera í allan vetur. Nú verður ekki aftur snú- ið. I vor verður það líklega ferr.i- ingarbarnahópur sem þær hafa kvatt! - SJH t

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.