Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 15.10.1997, Blaðsíða 1
Skortur á samráði við Reykhverfinga Ráðamenn í Reykja- hreppi gagnrýna bæj- aryfirvöld á Húsavík í tengslum við kaup á Saltvík. Eins og fram kom í síðasta Vík- urblaði eru nú í gangi samninga- viðræður milli Húsavíkurbæjar og ríkisins um kaup bæjarins á jörðinni Saltvík í Reykjahreppi. Ekki var gengið frá þessum mál- um í síðustu viku eins og hugs- anlega stóð til. Að sögn Einars Njálssonar bæjarstjóra er unnið að gerð kaupsamnings og land- búnaðaráðuneytið hefur óskað heimildar f fjárlögum til að selja jörðina. Reykhverfingar eru ekki alveg sáttir við hvernig að þessum mál- um hefur verið staðið af hálfu Húsavíkurbæjar og telja að skort hafi á samráð og samstarf við þá í málinu, sem snerti þá þó óneit- anlega þar sem jörðin tilheyrir Reykjahreppi og þó Húsavík kaupi þá hafi Reykhverfingar áfram lögsögu yfir jörðinni. Þetta kemur m.a. fram, í grein eftir Vigfús B. Jónsson í blaðinu í dag, þar sem hann átelur bæjar- yfirvöld á Húsavík fyrir vinnu- brögð, skorar á þau að falla frá kaupunum og beinir því til bæj- arbúa að hafa vit fyrir framá- mönnum sínum í þessu máli. Þorgrímur Sigurðsson, oddviti Reykjahrepps, tekur undir þá gagnrýni að lítið samráð hafi ver- ið haft við ráðamenn hreppsins. Að vísu hafi verið rætt um að kalla saman fund, en það hafi ekki tekist og Húsvíkingar ættu að hafa frumkvæði að því að koma upplýsingum á framfæri til nágranna sinna því þeir væru gerendur í málinu. „Það hefur lítð sem ekkert verið rætt við okkur, hvorki af hálfu ríkisvalds- ins né Húsvíkurbæjar, maður hefur helst frétt af málinu í fjöl- miðlum," segir Þorgrímur. Og bætir við að sér finnist það veru- lega fúlt ef ekki verður haldinn viðræðufundur um málið áður en gengið verður frá kaupum. „En ég hef ekkert á móti því að þessi jörð verði nýtt sem best og ef Húsavíkurbæ vantar landrými þá erum við jákvæðir og tilbúnir að skoða það og ræða. En það virðist Iiggja einhver ósköp á að ljúka þessu máli fyrst menn gefa sér ekki tíma til að ræða við okk- ur þannig að menn viti hvað stendur til og hvaða skoðanir báðir aðilar hafa á málinu, áður en menn standa frammi fyrir orðnum hlut,“ sagði Þorgrímur oddviti. -JS Landvamir treystar með sjóvamargarði Uimið vid laiidvarnir í ijöniimi neðan Sláturhúss og sitnnan Þorvaldsstaðaár. Að undanförnu hefur verið unn- ið að gerð sjóvarnargarðs í fjör- unni sunnan við Þorvaldsstaðaá og er stefnt að því að ljúka verk- inu í haust. Sjóvarnargarðurinn mun ná suður að Haukamýrarlæk. A næsta ári er stefnt að því að ganga frá bakkanum ofan íjör- unnar með sama hætti og gert hefur verið norðan Þorvalsstaða- ár, þ.e. taka hann niður og sá í hann. Sjórinn hefur í áranna rás gert mikið strandhögg á þessum slóðum og nartað í bakkann með hugsanlega alvarlegum afleiðing- um fyrir t.d. Sláturhúsið, sem stendur nú mörgum, metrum nær bakkabrún en þegar húsið var byggt. - js Sjómenn hafa skorið upp herör gegn blöðruselnum og stofnað félag í þeim til- gangi. Hér er einn stjórnarmanna Selveiðisjóðs, Helgi Bjarnason, meö þremur úr hópi höfuðfjanda félagsins á bryggjunni á Húsavík. Nánar á baksíðu. Kveimaríki í gruimskólanimi Koimr eru aUsráð- andi í Borgarhóls- skóla og feður fá- mennir í foreldra- starfinu. Á síðustu árum hafa feður tek- ið æ meiri þátt í uppeldi barna. En þegar gluggað er í kynning- arrit Borgarhólsskóla á Húsavík fyrir nýhafið skólaár, þá er alveg ljóst að konur bera enn höfuð- ábyrgð og þungann af uppeldis- störfum, bæði á heimilinu og utan þess. Af 41 kennurum Borgarhóls- skóla eru 29 konur og 12 karl- ar. Af þeim 15 sem vinna önnur störf á vegum skólans eru 13 konur og 2 karlar. I skólanefnd eiga sæti 4 konur og einn karl og tveir fulltrúar kennara í nefndinni eru konur. Og hvað nemendur varðar þá eru stúlk- ur í meirihluta í félagsmálafor- ystu, því í nemendaráði eru 4 stelpur og 2 strákar. Foreldrastarf er mjög öflugt við skólann og þátttaka foreldra mikil, eða öllu heldur þátttaka mæðra. í stjórn Foreldrafélags Borgarhólsskóla eru 4 konur og 2 karlar. I foreldraráði eru 3 konur og 1 karl. Og af 42 for- eldrafulltrúum skólans eru 39 konur en aðeins 3 karlar. — JS Skaöar síst s Bæta þarf kjör kenn- ara, segir í yfirlýs- ingu Foreldrafélags Borgarhólsskóla. Stjórn Foreldrafélags Borgar- hólsskóla hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem hörmuð er sú al- varlega staða sem nú blasir við grunnskólabörnum og fjölskyld- um þeirra vegna kjaradeilu sveit- arfélaga og kennara. „Kjör kennara þarf að bæta þá sem kyldi þannig að hæft kennaramenntað fólk fáist til starfa og að kennara- starfið verði eftirsóknarvert. Það gæti verið fyrsta skrefið í átt að betri menntastefnu og bjartari framtíð fyrir börnin og þjóðfélag- ið í heild. Foreldrar krefjast þess að forsvarsmenn sveitarfélaga og kennara setjist að samningaborði og semji sem fyrst, þannig að ekki komi til verkfalla. Því ef af verkföllum verður mun það valda mestum skaða hjá þeim sem síst skyldi."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.