Dagur - 08.11.1997, Page 7

Dagur - 08.11.1997, Page 7
LAUGARDAGUR B. NÓVEMBER 1997 - VH MINNINGAR GREINAR Ragnheiður Sigurgeirsdóttir og Villijáhniir Sigurðsson Ragnheiður Sigurgeirsdótt- ir, f. 5. 12 1927, d. 14. 10. 1997. Vilhjálmur Sigurðsson, f. 16. 3. 1926, d. 16. 8. 1993. Foreldrar hennar: Sigurgeir Sigfússon og Sigríður Einars- dóttir. Foreldrar hans: Sigurð- ur Vilhjálmsson og Sigurlaug Jónsdóttir. Böm Sigurður (lát- inn); Alfhildur, maki Jón Trausti Björnsson; Friðgeir, maki Svala Iris Svavarsdóttir; Sigríður, maki Ingvar Þórodds- son. Útför Ragnheiðar fór fram 30. október síðastliðinn. „Það er nú ekki svo mikið fyrir mig, ég er nú að verða sjötug og allir mínir eru sjálfbjarga. Hugs- aðu þér ungu mæðurnar hér í kring sem eru að deyja frá litlu börnunum sínum". Þannig mælti sú sem við kveðjum nú, er hún fékk úrskurðinn, þann sem við óttumst og kvíðum. En hún? Þvílik hugprýði! Þeim sem þekktu hana koma þessi orð ekki á óvart. Hún var þeirrar gerðar sem svo fágæt er. Henni hafði hlotnast auðlegð sem fólst í góðum gáfum og göf- ugu hjarta. Hún veitti af gnægðabrunni kærleikans; setti hagsmuni annarra ofar sínum. Það má segja að hún hafi átt inni hjá lífinu, þótt slfk hugsun hafi verið fjarri henni. Hún hét Ragnheiður Sigur- geirsdóttir og var borin og barn- fædd á menningarheimilinu að Eyrarlandi. Hún ólst upp við ást- ríki og skyldurækni hjá á heimili þar sem bækur, tónlist og vandað málfar var í hávegum haft. Hún var næstelst fjögurra barna sæmdarhjónanna Sigrfðar Ein- arsdóttur og Sigurgeirs Sigfús- sonar, sem bjuggu þar myndar- búi frá fyrsta ljórðungi aldarinn- ar vel fram á þann þriðja. Ragn- heiður naut samvista við afa sinn og ömmu, langömmu og frænd- fólk; fólk sem var auðugt í and- anum og hefur eflaust mótað hana. Eyrarland hefur ætfð skip- að sérstakan sess í huga hennar og hjarta sem og fólkið hennar sem bjó þar og býr. Ragnheiður nam ung í hús- mæðraskóla og um það leyti kynntist hún mannsefninu sínu, Vilhjálmi Sigurðssyni, bóndasyni frá Svalbarðsströnd. Saman gengu þau æviveginn, eignuðust fjögur börn en urðu að sjá á eft- ir frumburði sínum, efnilegum dreng, á fermingaraldri. Þá var óbærilegur harmur kveðinn að þeim hjónum og fjölskyldunni allri. Börnin bera foreldrum sín- um fagurt vitni, eru heilsteypt og heiðarleg, en þannig var lífsvið- horf Ragnheiðar og Villa; þau sýndu ráðdeild og fyrirhyggju og flönuðu ekki að neinu. Barna- börnin urðu þeim dýrmæt og var kærleikurinn augljóslega endur- goldinn. Vilhjálmur féll frá 1993. Þar er genginn greindur og góður mað- ur, vinnusamur og söngelskur. Hann var ekki allra, en tryggur vinur vina sinna og traustur fjöl- skyldufaðir. Það húntar ótt. Ó, huggun mín, ég hjálparvana flý til þín, því ég er einn, og dagur dvtn. Ó, Drottinn, vertu hjá mér. (P.s.) Já, presturinn hans hafði búið hann vel undir hina hinstu för og hann var kvaddur á fagran hátt frá Akureyrarkirkju. Og nú er komið að kveðju- stund Ragnheiðar. Égfylgi þér, mitt lífsins Ijós, mtn Ijúfa von og hjartans rós. Það hreytir sorg t sigurhrós og sælu', ef þú ert hjá mér. (P.s.) Nú eru þau sameinuð á ný og verður Ragnheiður Iögð til hvíld- ar við hlið Villa í kirkjugarði Ak- ureyrar, á Höfða. Ég kveð ástkæra föðursystur mína með söknuði og þökk fyrir þann kærfeika og þá umhyggju sem hún hefur sýnt mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Enn frem- ur vil ég þakka henni og þeim báðum þá einstöku umönnun og liðsinni sem þau veittu hjartfólg- inni ömmu minni um langt ára- bil. Megi Guð allrar huggunar vera börnum þeirra og barna- börnum nálægur. Guð blessi minningu Ragn- heiðar og Vilhjálms og láti sitt eilífa ljós Iýsa þeim. Veri þau kært kvödd í eilífri náðinni. Kristiti Amadóttir Nú er Ragnheiður líka dáin svona örstutt á eftir honum Villa, það gerðist of snemma því hún naut Iífsins á sinn hátt, revndar best í fámenni og með sínu fólki. Minningarnar streyma að. Ragnheiður og Villi í Þing- vallastræti á jóladag, aliir komn- ir, súkkulaði í rósóttu og gylltu bollunum. Ragnheiður og Villi á Eyrarlandi, kartöfluupptekt úr fjölskyldugarðinum, veisla á eft- ir. Viíli í stólnum sinum í stof- unni í Þingvallastrætinu, Ragn- heiður á Iabbinu fram í eldhús að sækja kaffi og súkkulaðirúsín- ur. Þarna var gott að koma, og við nutum góðra stunda saman, en svo dimmdi í lofti Villi fékk krabbamein og dó sökum þess 16. ágúst 1993. Það voru erfið veikindi þeim báðum, því hann var lengi veikur og þjáðist mikið. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður kvaddi þennan heim, og okkur sem eftir Iifum, á föstudagskvöldið var, eftir bless- unarlega stutt stríð, en töluvert langvarandi veikindi og lélega heilsu. Oftast þurfti þó að geta sér til um Iíðan hennar því hún var dálítið óábyggileg, þessi vina, um eigin heilsu. Eitt vissi hún samt alveg uppá hár, það var hvernig fólkinu hennar leið, og hvað það hafðist að, hún hafði allan heimsins tíma til að ræða um það. Það er nú einusinni þannig að þegar einhver er mikið veikur og allir sjá hvert stefnir, er vonast eftir dálitlu kraftaverki jafnvel þó fólk trúi ekki á kraftaverk. Hugs- unin er, auðvitað deyjum við öll það er leiðin okkar allra og fyrir þá sem þjást er það gott, en farðu bara ekki strax, ekki núna, bíddu aðeins, einhverntíma sein- na þegar við sem lifum áfram erum sátt og tilbúin fyrir miss- inn, en við verðum það aldrei því sorgin söknuðurinn og minning- arnar taka okkur heljartökum um sinn. En sól sest og sól rís jafnt í sorgum og gleði. En hvað sem öðru líður er einn kletturinn í hafi lffsins okkar horfinn á braut, hann var svo stór, en samt svo ógnarsmár fyrir öðrum en þeim sem voru og lifðu með henni. Ragnheiður var ekki að- sópsmilkil glæsikona. Hún var fíngerð kyrrlát og tryggur mann- vinur. Þrátt fyrir breytt fjöl- skyldutengsl okkar breyttist við- mót hennar í minn garð ekki neitt. Hún var söm og jöfn eins og alltaf, ég var heillin, hafði enda verið það í þrjátiu ár, það var engin ástæða til að breyta því, hún var ekki kona breyting- anna. Ég var velkomin eins og alltaf hafði verið, hún dæmdi ekki fólk og var öðrum lágværari í nærveru sálar. Hún vissi af meðfæddu hyggjuviti að það var ekki í hennar verkahring. Ég ætla ekki að hæla Ragn- heiði meira, því svo vel þekkti ég hana að hún hefði bannað mér að skrifa ef ég hefði spurt hana álits, en nú er hún ekki til skrafs og ráðagerða svo ég hika ekki við að óhlýðnast henni pínulítið. Það var nefnilega þannig með hana að ef við komumst að því að henni líkaði ekki eitthvað, var tekið tillit til þess, sú virðing var borin fý'rir henni og hennar áliti. Ég ætla að lokum að þakka henni samfylgdina og fyrir það hvernig hún var við okkur öll, hvað hún kenndi okkur með framkomu sinni við aðra. Ég segi því við hana, Villa, börnin þeirra og hölskyldur og aðra sem mis- stu. Guð og allir englarnir veri með ykkur öllum. Sólveig Adamsdóttir Úr Spámanninum: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Elsku frænka Við systurnar kveðjum þig með sorg í hjarta. Við gerum okkur þó grein fyrir því að svefninn langi hefur fært þér líkn meina þinna og þá hvíld sem þú þurftir á að halda. Minninguna um þig geymum við í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæra frænka. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi t hönd. Þú munt vakna með sól, guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott ham og hljótt meðan yfir er húm situr engill við rúm sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. lsl. texti: Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi Guð geymi þig, þínar frænkur Lára Dóra og Margrét Kveðja til afa og ömmu. Smá upprifjun á góðum dögum og minningum. Til þeirra var gott að koma og leita með stór mál og smá. Sum heyrðu undir ömmu og önnur tilheyrðu afa. Fyrir þeim vorum við barnabörnin jöfn, hver og einn tekinn eins og hann var. Þau óskuðu einskis frekar en að við stæðum okkur vel í skóla og þau fylgdust vel með. Erfitt verður að sjá af föstum hefðum, svo sem laufabrauðs- gerðinni í Þingvallastræti í byrj- un aðventu sem næst 5. des. af- mæli ömmu, með sömu gömlu jólalögunum og hangikjöti í lok dags. Einnig eru góðar minning- ar þegar við komum öll saman seint á aðfangadagskvöld í tertur og kakó. Ófáar næturnar fengum við að gista, þá kenndi amma okkur að spila og lífið og tilveran rædd við afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna ti'ð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú t'friði, friður Guðs þig hlessi, hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ævar, Ragnar Ingi, Eva Rut, Sandra Sif Þóroddur og Ragnheiður Vilma Ambjörg Steimmn Guimarsdóttir Garðshomi Sorg Við megum gráta þegar einhver deyr. En sorgin er eins og þungur steinn og efallir á jörðinni hera alltaf svona þungan stein verða allir daprir en enginn glaður lengur. Þess vegna skulum við losa okkur við steininn en kjarnann skulum við alltaf - geyma í hjarta okkar. Þvt' að í kjarnanum eru minningar um þann sem dól Guð geymi þig amma mín. Elsku afi minn, Guð styrki þig í þinni miklu sorg. Alda Friðný Áskelsdóttir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.