Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 4

Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 4
4 -ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 rD^tr FRÉTTIR Elsti Þingeyingiiriim látiim Elsti íbúi Þingeyjarsýslna, Askell Sigurjónsson frá Laugafelli í Reykjadal, lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 19. desember sl. álOO. aldursári. Áskell fæddist 13. mars 1898 á Sandi íAðaldal. Foreldrar hans voru Sigurjón Friðjónsson bóndi og skáld og Kristín Jónsdóttir kona hans. Áskell útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri 1919 og lauk burtfararprófi frá Samvinnuskólanum 1930- Hann starfaði við bú foreldra sinn um skeið og var síðan bóndi á Litlu-Laugum í Reykjadal 1932-1943. Hann reisti nýbýlið Laugafell og var bóndiþar frá árinu 1944. Kona hans, Dagbjört Gísladóttir, lést árið 1994. Þau eignuðustu 6 börn og eru 5 á lífi. Áskell Sigurjónsson vann fjölmörg trúnaðarstörf á langri ævi. Varm.a. í stjórn Búnaðarfélags Reykdæla, Ræktunarsambandsins Smára, Spariðsjóðs Reykdæla og sat í hreppsnefnd Reykdæla þar sem hann var oddviti um árabil. Áskell fékkst mikið við skriftir og stóð m.a. í bréfaskriftum við ýmsa um hugðarefni sín og áhugamál fram í síðustu ár. Hann bjó á Hvammi, dvalarheimili aldraðra á Húsavík síðustu 2 árin. Utför Ás- kels Sigurjónssonar verður gerð frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 27. desember nk. kl. 14.00. -JS Áskell Sigurjónsson Aflatoppskerfi smábáta Garðar Björgvansson trillukarl reifaði nýjar hugmyndir um stjórn fiskveiða smábáta á fundi í Fjörukránni í Hafnarfirði síðast Iiðinn laugardag. „Aflatoppur þýðjr j o tonna hámark af þorski á hvert stærðartonn hjá smábát sem er 12 tonn og minni. Sem dæmi þá mundi.4 tonna bátur fá 40 tonn af þorski. Aðrar tegundir sem koma á krókinn eru fyrir utan aflatoppinn," segir Garðar Björgvinsson trillukarl. Sam- kvæmt hugmyndum Garðars verður þessi aflatoppur í þorski þó aldrei meiri en 60 tonn. Þeir sem meira aflahámark hafa geta haldið því á meðan þeir veiða það sjálfir. 1 þessu kerfi verður óheimilt að selja eða leigja aflaheimildir. Þá er hugmyndin að 10% af uppvigtuðu aflaverðmæti renni beint frá fiskkaupanda til ríkissjóðs. Þeim fjár- munum verður síðan ráðstafað til almannaheilla. -GRH Hálfopið prófkjör Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ hefur samþykkt að viðhafa prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið er hálfopið, það er að segja að allir kjósendur í Reykjanes- bæ, sem lýsa yfir stuðningi við framboð félagsins mega taka þátt í prófkjörinu. Kjörgengir í prófkjörinu eru allir íbúar Reykjanesbæjar sem eru félagar í Bæjarmálafélagi jafnaðar- og félagshyggjufólks. Prófkjörið fer fram 7. og 8. febrúar næstkomandi í Félagsbíói. Utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram 4. til 6. febrúar. Náttórugripasafnið til KEA Menningarmáíanefnd Ólafsfjarðar tekur jákvætt undir boð KEA um að hýsa safnahús, m.a. náttúrugripasafn á efri hæð verslunarhúss KEA. T'öluverðrar óánægju hefur gætt með það að ekki skuli hafa verið viðunandi aðstaða til að gæta þeirra muna sem safnið á. Brimnes sameinast Sæunni Axels Sá hluti skrifstofuhalds Þormóðs ramma-Sæbergs sem er í Ólafsfirði hefur flutt skrifstofurnar að Hornbrekkuvegi 3, sem áður hýsti skrif- stofur Magnúsar Gamalíelssonar. Áður hafði húsið verið tekið í gegn. Brimnes hf., sem tók við rekstri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, hefur verið sameinað móðurskipinu og fiskverkunarfyrirtækinu Sæunni Ax- els ehf. Þetta er mikil hagræðing í rekstri en verið var að færa til mannskap og hráefni milli fyrirtækjanna. Hráefnisöflun Sæunnar Axels hefur átt sér stað um alla heimsbyggðina, m.a. Kyrrahafsþorsk- ur af línuveiðurum í Beringshafi. Afurðirnar hafa m.a. verið seldar til Suður-Ameríku. Jarðgöng forsenda sameiningar Bæjarstjórn ÓTafsfjarðar hefur samþykkt eftirfarandi tillögu: „Bæjar- stjórn Ólafsfjarðar beinir þeim eindregnu tilmælum til þingmanna Norðurlands eystra að taka nú þegar ujíp viðræður við samgönguráð- herra og þingmenn Norðurlands vestra um gerð jarðganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Bæjarstjórn telur. að jarðgöng séu eini raunhæfi kosturinn af þeim sem nefndir hafa verið um framtíðar- tengingu Sigluíjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins. Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar lýsir yfir fullum vilja til að sameinast Siglufirði, Hrísey og hinu nýja sveitarfélagi sem er að verða til við utanverðan Eyjafjörð þegar samgöngur við Siglufjórð gera það mögulegt." — GG Ólafur Ólafsson landlæknir segir mikiivægan sigur hafa unnist „Barn sem hlýtur alvarlegan heilaskada og veröur alger öryrki kostar þjóöfé- lagið 80 til 100 miHjónir króna um ævina. Fækkun dauðaslysa er mikilvægur sigur Dauðaslysum hefur fækkað um 20% und- anfarin ár. Dauðaslys hama og uugmenna í umferðinni helmingi fátíðari en fyrir ára- tug. Veruleg lækkun á dánartíðni vegna slysa á Islandi sparar þjóð- félaginu milljarða króna, að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis, sem segir sérlega ánægjulegt hve mikil fækkun hefur orðið á dauðaslysum ungs fólk í umferð- inni á síðustu árum. „Frá árunum 1981-85 til ár- anna 1991-95 lækkaði dánartíðni vegna allra slysa um rúm 20% og ég veit ekki betur en að þessi þró- un hafi haldið áfram 1996 og í ár. Við vorunr af Norðurlöndum lengi vel lang hæstir í dánartíðni meðal barna í umferðinni, en núna er ljóst að áróður, fræðsla og slysavarnir hafa skilað miklum árangri, ásamt auðvitað öryggis- beltunum. Það má hiklaust álykta að mikilvægur sigur hafi unnist og um leið að verulegir fjármunir sparast í þjóðfélaginu,“ segir Ólafur. Hann segir að sér- fræðingar á Norðurlöndunum og í Kanada hafi reiknað út kostnað- inn vegna slysa. 70 milljóna króna hjólastóll „Bam sem hlýtur alvarlegan heilaskaða og verður alger öryrki kostar þjóðfélagið 80 til 100 milljónir króna um ævina. Ungur maður, kannski 18 ára og nýbú- inn að fá bílpróf, sem lendir í mænusliti og er í hjólastól það sem eftir er ævinnar kostar þjóð- félagið 60 til 70 milljónir króna. Þetta eru staðreyndir og það er líka staðreynd sem Hagfræði- stofnun Háskóla Islands hefur reiknað út fyrir okkur að umferð- arslys kosta þjóðfélagið um 14 milljarða króna á ári. Veruleg lækkun á þessu er því mikilvægur sigur og árangurinn sýnir að áróður og fræðsla borga sig. Ymsilegt hefur hins vegar því miður lítið lagast og þá vil ég einkum nefna að á sjónum hefur alvarlegum slysum Iítið fækkað og það er slæmt," segir Ólafur. Dánartíðni f umferðarslysum hjá 15 til 19 ára ungmennum hefur lækkað um 43%, en þetta er sá aldurshópur sem hefur ver- ið í mestri hættu. Um leið hefur tíðnin lækkað um 52% hjá börn- um 14 ára og yngri. Skýrt dæmi um árangur af áróðri er síðan um 90% fækkun á slysum barna á höfuðborgarsvæðinu vegna eitrana síðustu tvo áratugina. - FÞG Biskup vantar fj ölmidlasérfrædmg Madur þarf sífellt að vera á varðbergi gagn- vart fjölmiðlum, segir Ólafur Skúlason. Stefnt að ráðningu sérstaks fjölmiðla- fulltrúa. „Eg held að það fari ekkert á milli mála að þörf sé á sérstök- um fjölmiðlafulltrúa fyrir kirkj- una. Þetta hefur verið of tíma- frekur liður íyrir biskupsritara og það hefur skort á að við höfum átt frumkvæði að skýringum og upplýsingum á málum,“ segir Ólafur Skúlason biskup. Ráðning sérstaks fjölmiðlafull- trúa hefur verið á dagskrá í mörg ár innan kirkjunnar. Sr. Bern- harður Guðmundsson var ráð- inn á sínum tíma sem n.k. fjöi- miðlastjóri en hann tók síðar við fræðslustjórastöðu og síðan hafa störf fjölmiðlafulltrúa verið á höndum biskupsritara. Ólafur Skúlason, sem hættir um ára- Herra Ólafur Skúlason biskup segir bisk- upsembættið tvímælalaust þurfa á sér- stökum fjölmidlafulltrúa að halda. mót, var spurður hvort hann teldi einhverja sérstaka tækni nauðsynlega við að veita IJöl- miðlum upplýsingar. „Ég veit það ekki. Þið eruð jafn ólík og þið eruð mörg. Það er líka mjög mismunandi eftir því hverju hver fjölmiðill sækist eftir. Maður þarf sífellt að vera á varðbergi af því að allt sem sagt er þarf ekld endilega að eiga erindi við alla. Ég held að það þurfi að gera greinarmun á því annars vegar hverju maður miðlar fjölmiðla- fólki til að það hafi betri sýn yfir mál og hins vegar hvað maður ætlast til að birtist í blöðum eða ljósvakamiðlum." Hefði þurft sérfræðing Ólafur segir að fjölmiðlafulltrúi gæti haft reglulega fundi með fulltrúum ýmissa fjölmiðla og þegar eitthvað væri sérstakt um að vera kæmi biskup einnig á fundina. Myndi slíkt fyrirkomu- lag styrkja samband þjóðar og kirkju. En finnst biskupnum að hann hafi eytt of mildum tíina í fjölmiðla á biskupsferlinum? „Ég er sannfærður um að það hefði bæði verið mjög gott fyrir mig og kirkjuna að geta beitt einhverj- um sérfræðingi í ýmsum málum sem komið hafa ujrp. En sérhver sem situr í þessum stóli getur á hinn bóginn ekki einangrað sig frá Qölmiðlum. Fjölmiðlar eru of valdamiklir í þjóðfélaginu til þess.“ — BÞ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.