Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 5

Dagur - 23.12.1997, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 23.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR L Söluhæstu bækumar Unglingar á götuimi eru óbekkt stærð Marsibil Sæmundsdóttir hjá Mótorsendlum sést hér ihinu nýja húsnæði. Skiptar skoðanir eru á hversu „götubörnin" eru mörg og hversu þörfin er brýn um hátíðarnar. Eru heimilislaus ung- menni á höfuðborgar- svæðinu allt að 80 eða 10 til 20? Erþörf in fyrir hjálp hrýnust um jólin eða einmitt minnst? „Þessar tölur um heimilislaus ungmenni á götunni eru afstæð- ar. Við höfum talað um 60 ung- menni á Reykjavíkursvæðinu, en þá erum við að tala um 10 til 20 einstaklinga sem eru gjörsamlega á götunni, en þess fyrir utan eig- um við við hóp ungmenna sem hrekjast af heimilum sínum vegna drykkju og barsmíða að- standenda og hafa ekki í önnur hús að venda,“ segir Marsibil Sæmundsdóttir hjá Mótorsendl- um, en aðstandendur félagsins standa fyrir átakinu „Jól á göt- unni“. Unglingaathvarf Mótor- sendla að Skeifunni 11, Götu- smiðjan, opnaði í gærkvöld. „Markmið okkar er að hjálpa því unga fólki sem er heimilis- laust og illa statt til að hjálpa sér sjálft. Við hugsum þetta ekki sem bráðabirgðalausn og viljum ein- beita okkur að ungmennum 16 ára og eldri. Við vitum auðvitað af góðu starfi Rauða kross Is- lands, sem er með mikið af yngri einstaklingum á sinni könnu. Vandamálin eru í raun mjög ólík, þótt grunnurinn Iiggi nær alltaf í Bjartsýnir á beitukóngiim Fyrirtækið Ishákarl í Stykkis- hólmi hefur verkað beitukóng í haust og hefur vinnslan gengið áfallalítið, en verkuð hafa verið um 1.500 tonn upp úr sjó, eða um 250 tonn af afurðum. Pétur Agústsson, fram- kvæmdastjóri Ishákarls, segir að það hafi verið mjög kostnaðar- samt að þróa veiðar og vinnslu á beitukóngi, en veiðarnar hafa farið fram á Breiðafirði. Vinnsl- an er mjög vélvædd sem er for- senda þess að hún beri sig. Lít- ils háttar tilraunir hafa verið gerðar með veiðar í Faxaflóa sem lofa góðu. Beitukóngurinn er fullsoðinn og síðan tekinn úr skelinni, hreinsaður og frystur og aðallega fluttur á markað í Kóreu, en einnig lítilsháttar á Evrópu. Nokkrar blikur eru á lofti með markaðinn vegna efna- hagsörðugleika í Kóreu. „Þetta er enginn sérstakur lúxusmatur í Kóreu eins og t.d. ígulkerahrogn, sem miklu hærra verð fæst fyrir, heldur matur sem notaður er með öðru. Eg tel að beitukóngsvinnsla sé komin til að vera, enda búið að Ieggja í þetta milda vinnu og fjármuni. Markaðsaðstæður á ígulkera- hrognum hafa verið þannig að við höfum ekki unnið neitt, því veldur m.a. ofveiði. Einnig stendur gengið á japanska yen- inu mjög lágt. Við erum að kanna möguleika á að stunda íg- ulkeraveiðar yfir tvo bestu mán- uðina þegar hrognafylling er mest, þ.e. í byrjun næsta árs,“ segir Pétur Agústsson. — GG erfiðri æsku,“ segir Marsibil. Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Neyðarathvarfs Rauða krossins, segist ekkert hafa við athvarf Mótorsendla að athuga. „Við hins vegar könnumst ekki við þessar háu tölur sem nefndar hafa verið um heimilislaust ungt fólk, að þar séu 60 til 80 ein- Forstjóri Trygginga- stofnimar haimaði tryggingalækmun að sinna eihkaörorku- mati fyrir aðila úti í hæ, í kjölfar skoðunar Rikisendurskoðunar. Tryggingastofnun ríkisins (TR) sinnir ekki upplýsingaskyldu sinni gagnvart hinum almenna skjólstæðingi nægilega vel, að mati Ríkisendurskoðunar í skýrslu um stjórnsýsluendur- skoðun læknadeildar TR. Ríkis- endurskoðun átelur forstjóra stofnunarinnar fyrir að taka ekki fyrr í taumana varðandi „einkapraxís" læknanna í stofn- uninni. En í kjölfar þessarar end- urskoðunar hafi hann tilkynnt að frá 1. desember sl. hættu lækn- arnir örorkumati fyrir aðila utan stofnunarinnar, ef sjúklingur sé þegar eða sé líklegur til að verða bráðum skjólstæðingur hennar. Viðvera lækna er sögð í samræmi við samninga, með tveim undan- tekningum. En auðvelda mætti fólki aðgang að þeim með endur- skipulagningu símaviðtalstíma. staklingar á ferðinni. Og reyndar er það okkar reynsla að þörfin fyrir athvarf sé ekki brýnust sjál- fa jóladagana, því það er einkum þá sem það tekst að sætta ágrein- ing og sameina þ'ölskyldur. Dag- arnir milli jóla og nýárs geta hins vegar orðið erfiðir fyrir mörg börn. Ég vil síður úttala mig um Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, brást, snöggt við ábendingum Ríkisendurskoðunar. Misskilningur skjólstæðmga afar algengur Stjórnsýsluendurskoðun þessa gerði Ríkisendurskoðun að beiðni forstjóra Tryggingastofn- unar, til að kanna hvort eitthvað væri hæft í ásökunum Lífsvogar á hendur stofnuninni. Ríkisend- urskoðun segist hafa farið yfir ásakanir samtakanna Lífsvogar á hendur TR lið fyrir lið. Ekkert hafi komið í ljós sem bendi til starfsemi Mótorsendla og læt nægja að benda á að við teljum að okkar þjónusta hafi reynst vel með vel þjálfuðu og menntuðu starfsfólki," segir Ölöf Helga. Neyðarathvarf RKI að Tjarnar- götu 35 er opið öllum 18 ára og yngri alla daga ársins, allan sólar- hringinn. óheimillar fjártöku (mútu- greiðslna) núverandi trygginga- lækna. Athugasemdir eru gerðar við tvö þeirra sex mála sem athuguð voru. I þriðja málinu virðist hug- takanotkun valda misskilningi. „Slíkur misskilningur er afar al- gengur meðal skjólstæðinga Tryggingastofnunar, enda er hér um afar flókinn og lítt aðgengi- legan málaflokk að ræða fyrir hinn almenna skjólstæðing stofnunarinnar." Varðandi örorkumat fyrir Iífeyristryggingar þykir Ríkisendurskoðun ástæða til að settar verði verklagsreglur um helstu matsþætti, sem séu ekki aðeins læknisfræðilegir heldur líka; félagslegir, fjárhags- legir og landfræðilegir. Engar slíkar verklagsreglur séu nú til. Mikilvægt hvar aðgerð fer fram Þá er bent á mismunandi réttar- stöðu sjúklinga eftir því hvort einkaaðgerð læknis sé fram- kvæmd sem ferliverk á spítala - sem geti gefið rétt til bóta úr sjúklingatryggingum almanna- trygginga - eða á einkastofu læknisins, sem gefa engan slíkan rétt, þótt um sams konar aðgerð- ir sé að ræða. - HEI Penninn og Eymnndsson 1. Fótspor á himnum, e. Einar Má Guðmundsson. 2. Bert og baðstrandagellurnar, e. Sören Olsson og Anders Jacobsson. 3. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, e. Davíð Oddsson. 4. Útkall TF-LÍF, 60 menn í hættu, e. Óttar Sveinsson. 5. Með bros í bland, e. Magnús Óskarsson. 6. Englajól, e. Guðrúnu Helga dóttur. 7. Einar Benediktsson, e. Guð- jón Friðriksson. 8. Það var rosalegt, e. Hákon Að- alsteinsson og Sigurdór Sig urdórsson. 9. Díana - aevi hennar og arf leifð, e. Anthony Holden. 10. Nýja ísland, e. Guðjón Arn- grímsson. Mál og meituing 1. Fótspor á himnum, e. Einar Má Guðmundsson. 2. Nýja ísland, e. Guðjón Arn- grímsson. 3. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, e. Davíð Oddsson. 4. Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar, e. Guðberg Bergsson. 5. Einar Benediktsson, e. Guð- jón Friðriksson. 6. Bert og baðstrandagellurnar, e. Sören Olsson ogAnders Jac- obsson. 7. Englajól, e. Guðrúnu Helga- dóttur. 8. Kínverskir skuggar e. Oddnýju Sen. 9. Híbýli vindanna - lífsins tré, e. Böðvar Guðmundsson. 10. Vatnsfólkið, e. Gyrði Elíasson. Hagkaup 1. Veislubók Hagkaups. 2. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, e. Davíð Oddsson. 3. Bert og baðstrandagellurnar, e. Sören Olsson og Anders Jacobsson. 4. Kökubók Hagkaups. 5. Það var rosalegt, e. Hákon Að- alsteinsson og Sigurdór Sig- urdórsson. 6. Með bros í bland, eftir Magn- ús Óskarsson. 7. Útkall TF-LÍF, e. Óttar Sveinsson. 8. Stafakarlarnir, e. Bergljótu Arnalds. 9. Sálumessa syndara, e. Esra Pétursson og Ingólf Margeirs son. 10. Fótspor á himnum e. Einar Má Guðmundsson. Bókabúð Brynjars á Sauðárkrókí 1. Það var rosalegt, e. Hákon Að- alsteinsson og Sigurdór Sig- urdórsson. 2. Skagfirsk skemmtiljóð, e. ýmsa höfunda. 3. Bert og baðstrandargellurnar, e. SörenOlsson og Anders Jac- obsson. 4. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, e. Davíð Oddsson. 5. Með bros í bland, e. Magnús Óskarsson. 6. Fótspor á himnum, e. Einar Má Guðmundsson. 7. -8. Af ráðnum hug, e. Danielle Steele. 7.-8. Sundur og saman, e. Helga Jónsson. 9. Útkall TF-LÍF, e. Óttar Sveins- son. 10. Margt býr í myrkrinu, e. Þor- grím Þrárinsson. Tölvutækl-Bókaval, Akureyri 1. Það var rosalegt, e. Hákon Aðalsteinsson og Sigurdór Sig- urdórsson. 2 Útkall TF-LÍF, e. Óttar Sveins- son. 3. Bert og baðstrandargellumar, e. Sören Olsson ogAnders Jacobsson. 4. Fótspor á himnum, e. Einar Má Guðmundsson. 5. Nokkrir góðir dagar án Guð- nýjar, e. Davíð Oddsson. 6. Kaili segir frá. 7. Hverjir eru bestir, e. Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. 8. Sundur og saman, e.Helga Jónsson. 9. Margt býr í myrkrinu, e. Þorgrím Þráinsson. 10. Nýja ísland, e. Guðjón Arn- grímsson. Bannað að stunda einkaörorkiunat

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.