Dagur - 23.12.1997, Side 12
12- ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997
Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum mánudaginn 29. desember 1997 kl. 14.00. Hella, loðdýrabú, Árskógshreppi, þingl. eig. Höfðafell ehf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Akureyri 19. desember 1997. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
Qáðii c/Uwreyrwgar qí} allir áem fiafa áliitt akkur áu á i im i . Quð grfi}}kJmr gleðilegyjól ag faróælt njtt ár. Kœrar kveðjur fyrir hönd Mœðrastyrksnefndar Jóna Berta Jónsdóttir.
Aðalfundur Vélstjórafélag íslands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 30. desember 1997 kl. 17.00. Fundurinn er haldinn í Lionssaln- um, Sóltúni 10 (áður Sigtún), Reykjavík. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Léttar veitingar í boði að loknum fundi. Fundur vélstjóra á farskipum verður haldinn mánudaginn 29. desember kl. 14.00, Borgar- túni 18, R., 3. hæð. Fundur vélstjóra á fiskiskipum verður haldinn mánudaginn 29. desember kl. 17.00, Sóltúni 10, R. Virðingarfyllst f.h. Vélstjórafélags íslands Jóhanna Eyjólfsdóttir. jBSBL Vélstjórafélag Islands
Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar dags. 17. desember 1997, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur Tollnúmer: kg. % kr./kg 0602.9093 Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 01.01.-30.04.’98 2.500 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.01 .-30.04.’98 5.500 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til land- búnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15 mánudaginn 29. desember 1997. Landbúnaðarráðuneytinu, 18. desember 1997.
X^wr
ÍÞRÓTTIR
Efstu liðin héldu
8U sínu striki
Nær engin breyting varð á stöðu
efstu liðanna í ensku úrvals-
deildinni um helgina. Flest liðin
í efri hluta deildarinnar unnu
auðvelda sigra á laugardaginn og
toppliðið, Manchester United,
fylgdi dæmi þeirra á sunnudag-
inn, með sigri á Newcastle £
fremur tilþrifalitlum leik.
Mark frá Andy Cole réði úr-
slitum á St. James Park í
Newcastle og færði
Manchesterliðinu fjögurra stiga
forskot, en Peter Schmeichel,
markvörður rauðliðanna, kom í
veg fyrir að Newcastle tækist að
skora með stórgóðri markvörslu í
tvígang.
Chelsea er á miklu skriði um
þessar mundir og Sheffield Wed-
nesday, sem hefur verið á hrað-
ferð upp töfluna á síðustu vik-
um, steinlá á heimavelli sínum.
Leeds lenti í basli gegn Bolton,
gestirnir voru lengi vel sterkari
aðilinn, en strákarnir hans Ge-
orge Graham náðu að innbyrða
öll stigin með tveimur mörkum,
seint í leiknum.
Stuðningsmenn Tottenham
Kristinn Björnsson, skíðamaður
frá Ólafsfirði, tók þátt í Evrópu-
bikarmóti í Austurríki á laugar-
daginn, en féll úr keppni eftir að
hafa misst úr hlið í fyrri ferðinni.
Kristinn hafði hug á því að
keppa á heimsbikarmótinu í
Andy Cole.
urðu vitni að sjaldgæfum við-
burði, þegar Iið þeirra sigraði
deildarleik! Mótherjarnir voru
reyndar ekki í sterkari kantinum,
Barnsley er á botninum og af
flestum spáð falli. Mörkin þrjú
komu öll á fyrstu sautján mínút-
unum og David Ginola, Frakk-
inn í liði Tottenham, var hylltur
þegar hann var tekinn af velli,
sjö mínútum fyrir leikslok.
svigi í Madonna de Campiglione
á Italíu sem til stóð að halda í
gær. Vegna óhagstæðra veður-
skilyrða ákváðu mótshaldarar að
fresta mótinu og hefur nýr
keppnisdagur ekki verið ákveð-
inn.
Úrslit leikja í ensku úrvals-
deildinni:
Newcastle-Man. Utd. 0:1
- Cole 56.
Aston Villa-Southampton 1:1
Taylor 64 - Ostenstad 72.
Blackburn-West Hani 3:0
Ripley 22, Duff 51, 72 -.
Derby-Crystal Palace 0:0
Leeds-Bolton 2:0
Ribeiro 68, Hasselbaink 81 -.
Leicester-Everton 0:1
- Speed vsp. 89. Liverpool-
Coventry 1:0
Owen 14 -.
Sheff. Wed.-Chelsea 1:4
Pembridge 71 - Petrescu 30,
Vialli 56, Leboeuf 65, Flo 84.
Tottenham-Barnsley 3:0
Nielsen 6, Ginola 12, 18 -.
Staða efstu liða:
Man Utd 19 13 4 2 45:13 43
Blackburn 19 11 6 2 36:19 39
Chelsea 19 12 2 5 45:19 38
Leeds 19 10 4 5 28:19 34
Liverpool 18 94 5 31:17 31
Arsenal 19 8 5 4 32:21 30
Derby 19 8 5 6 33:27 29
Leicester 19 7 6 6 23:18 27
Nevvcastle 18 7 5 6 20:22 26
West Ham 19 8 1 10 25:31 25
Wimbledon 18 6 5 7 19:21 23
Aston Villa 19 6 5 4 20:25 22
Crystal Pal. 19 5 6 8 17:25 21
SheffWed. 19 6 3 10 31:43 21
Southampton 19 6 2 11 23:29 20
Coventry 19 4 8 7 17:25 20
Bolton 19 4 8 7 16:29 20
Tottenham 19 5 4 10 17:32 19
Everton 19 4 5 10 17:27 17
Barnsley 19 4 2 13 17:50 14
Kristiim féll
í fyrri ferd
Prinsiim sigraði
„Sjáið mig, þetta er
hjarta ljóiisins,64
sagði Prmsinn. Báðir
fóru þrisvar í gólfið.
Þessi sigur meistar-
ans frá Sheffield var
ekki fyrirhafnarlaus.
Kevin Kelley var erfið-
asti andstæðingur
hans til þessa.
Eftir alla athyglina sem Naseem
Hamed hefur fengið vestanhafs
voru móttökurnar, er hann gekk í
salinn, ekki vinsamlegar. Hann
lét Kevin Kelley bíða eftir sér í
hringnum £10 mi'nútur meðan
hann ögraði stuðningsmönnum
hans með innkomu sinni. Það
var púað á Prinsinn £ upphafi og
margt benti til að nú biði hann
sinn fyrsta ósigur. Hinn þrftugi
Kelley beitti allrí sinni kunnáttu
og reynslu, sem virtist ætla að
duga honum strax f fyrstu lotu.
Hann sendi Naz £ gólfið seint f
lotunni með föstu hægra yfir-
handarhöggi. Ahorfendur voru
þrumu lostnir. Voru þeir að
verða vitni að tapi málglaða
arabans. í annarri lotu rétti
Kelley honum vinstrihandar
högg og Naz snerti gólfið með
hönskunum. Aftur negldi Kelley
Prinsinn £ gólfið. Nú með hægri-
handarhöggi og þá var loks talið
Prins Naseem Hamed.
yfir Prins Naseem Hamed.
Getur tekiö högg
Prinsinn sýndi £ bardaganum að
hann getur tekið við höggum
ekki sfður en gefið þau. Högg
Kelleys virkuðu ekki nógu vel,
voru ekki nógu þung til að slá
Hamed út. Hamed er mun
sneggri í hreyfingum, höggþyngri
og útsjónarsamari boxari en
Kelley átti von á. Kelley lá þrisv-
ar flatur áður en yfir Iauk. Að
lokum afgreiddi Naz Bandaríkja-
manninn með snöggu og þungu
hægri handar húkki í fjórðu lotu.
Kelley féll á bakið og komst ekki
nema upp á fjóra fætur meðan
dómarinn taldi upp að 10.
Bardaginn var búinn og Kelley
fór beltislaus heim en 385 millj-
ónum ríkari. Prinsinn hélt hins-
vegar belti sínu og hlaut 1750
milljónir fyrir mínúturnar 11
sem tók hann að rota Kevin
Kelley.
Þetta sögðu þeir:
Prinsinn: „Þó ég hafi fengið
nokkur góð högg frá Kelley kom
ég til baka. Mig langaði til að
sýna hvað í mér býr og beijast.
Þegar ég náði inn mínum högg-
um stóðst hann þau ekki. Hann
átti aldrei möguleika gegn mér.
Ég sagði við sjálfan mig. Amer-
íka, ég hef sannað mig. I dagslok
stóð ég uppi sem heimsmeist-
• U
an.
Kevin Kelley: „Mér þykir
þetta leitt vegna íbúa New York
sem studdu mig vel. Hann er
ekki eins góður og hann segist
vera. Ég sýndi honum að ég get
barið. Ég kom honum í gólfið og
langaði virkilega til að sjá hann
þar lengur. En ég gat það ekki
nú. Því rniður."
Holyfield - Lewis
Óskabardagi boxáhugamanna,
Evander Holyfield gegn Lenox
Lewis, er nú skrefi nær en áður.
Það á aðeins eftir að semja um
hverjir fái sýningarréttinn að
bardaganum. Holyfield, sem er á
mála hjá Don King, er með
samning við Showtime-SET.
Lennox Lewis hefur hinsvegar
samning við HBO-TVKO. Þessir
aðilar þurfa að koma sér saman
um hvor sýni bardagann. Þegar
sú þraut er unnin er ekkert því til
fyrirstöðu að kapparnir mætist í
hringnum. — GÞÖ