Dagur - 21.01.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1998, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUK 2 1 . ] A N V A H 1 9 9 8 - 19 Ifc^wr. LIFIÐ I LANDINU 4 Dantel Magnússon stórbóndi í Akbraut í Holta- og Landsveit. - Já, blessaður Daníel. Er eitthvað á seyði í Landsveitinnir „Nei, ekki get ég sagt það. Þeir eru þessa dagana að hola niður Kraflínunni, sem ég kalla svo, Búrfellslínu 3. Ingileifur frændi minn Jónsson á Svfnavatni í Grímsnesi sér um að ganga frá undirstöðum Bráðkvödd kýr ogkjamfóður línunnar og er með íjölda manns í vinnu við framkvæmdir. En ann- ars get ég ekki sagt að almenningur hér í sveit verði var við hinar miklu virkjunarframkvæmdir inni á hálendinu í auknum tekjum. Það er þá helst að þeir sem eru í ferðaþjónustu verði þess varir, það er helst þar sem peningalyktar verður vart.“ - En hvað getur þú sagt mér úr búskapnum hjá þér. Ertu með stórt bú? „Nei, ég er með 14 kýr í fjósi og varð fyrir því óláni nú í október að missa bestu kúna mína, Dílu, sem varð bráðkvödd. Með hinum sviplega dauðdaga hennar fór meðalnytin hjá mér niður um 100 lítra. En annars þykir mér ágætt hvað geldisstrýtlurnar mínar ná að mjólka mikið. Ég reiknaði það út fyrir skömmu að miðað við 6.000 Itr. framleiðslu er ég að nota 15,5 kg. af kjarnfóðri við framleiðslu á hverjum 100 ltr. mjólkur. Það er býsna gott því einhversstaðar kom fram að norsku kýrnar sem svo hátt var látið með þyrftu 26,6 kg. við framleiðsiu á hverjum 100 mjólkurlítrum.“ Já, segðu mér eitthvað frekar um það. Ertu með eða á móti norskum kúm? „Ég hef ekkert á móti norskum kúm, en ég vil ekki að við förum að blanda þessum stofnum saman, ella geta erfðaeiginleikar íslensku kúnna skaðast. Þeir tveir fyrstu geta kannski verið allt í lagi en sá þriðji getur síðan verið brenglaður. En ég held að við eigum að fá ís- lenskar kýr í íslenskan kúabúskap til þess eins að sjá hvað þær hafa uppá að bjóða. Hinsvegar veit ég að próteinmagn í mjólk þeirra er lægra en í mjólk íslenskra kúa. Við íslenskir bændur fáum að þremur Qórðu hlutum greitt fyrir mjólkina samkvæmt próteininnihaldi henn- ar. Því vil ég engar áhættur taka.“ Umhverfis landi d áttatíu símskrefi Sigurður Bogi Sævarsson, slær á þráðinn og kannar mannlífið í landinu Snj óruðningsmeistari iVgQAOtmniull Kristján Þorkelsson. Snjóruðningsmeistari Öxnadalsheiðar. - Komdu sæll Kristján. Mér skilst að þú sért snjóruðningsmeistari Öxnadalsheið- ar, mig langaði nú að kanna hvernig staðan væri. Hvernig hefur færðin verið í vetur? „Hún hefur verið afskaplega góð, það hafa ekki komið nema tveir ófærð- ardagar og reyndar hefur staðan þá alltaf verið þannig að hægt hefur verið að opna aftur síðdegis. Það er helst hálka og skafrenningur sem hafa verið að plaga okkur. I augna- blikinu er skafrenningur, hálka og einhver gaddur á heiðinni. Mér skilst að á sunnudaginn hafi hins- vegar verið þar leiðindaveður og allt að 20 stiga gaddur." - Hvernig er samanburðurinn við fyrri vetur? „Hann er afar góður, veturinn í fyrra var líka ágætur. Eg byrjaði sem snjóruðningsmaður árið 1988 og tveir fyrstu veturnir voru mjög erfiðir. Veturnir 1988 til 1989 og 1989 til 1990. Þá var oft ófært og vinnudagurinn hjá mér gat verið þetta 15 til 16 tfmar á sólarhring. Fyrstu árin í þessu starfi sá ég um ruðning í Víkurskarði og á Grenivíkurleið og oft gerði maður ekki annað dag eftir dag en það að ryðja sömu leiðina. Hún fylltist æv- inlega jafnóðum." - Dreymir þig aldrei fyrir snjóþungum dögum? „Nei, það get ég ekki sagt. En þessa fyrstu vetur mína í þessu starfi, þegar vinnudagarnir voru svo langir og strangir kom það nú fyrir að mig dreymdi snjó. Þetta rann allt saman, eftir að maður hafði verið að atast svo lengi í þessu vakandi? - En tilfinningarnar, hefur þú ein- hverja tilfinningu hvernig snjóalög á heiðinni verði í vetur? „Þetta leggst vel í mig og ég held að þetta blessist allt. Nei, ég hef svo sem ekk- ert sérstakt fyrir mér í þeim efnum, annað en það, eins og þú segir, að trúa frekar á það góða í lífinu frekar en það slæma.“ Beitningardrottmiig í Bolungarvík - Jæja, komdu sæl Ólöf. Mig langaði að heyra í ykkur Bol- víkingum. Þú ert ekki að vinna í beitningu þarna við útgerð fjölskyldunnar? „Jú við sameinumst um þetta tvær fjölskyldur að reka útgerð; ég og Jóhann Kristjánsson eigin- maður minn og síðan önnur hjón. Sjálf starfa ég við beitning- una og við erum að mæta þang- að snemma á morgnana, ein- hverntíman á bilinu milli klukk- an sex og átta. - Hvaða bát gerið þið út og hvernig hafa aflabrögð verið? „Við gerum út bátinn Völu- stein IS 89, sem er 5,8 tonna plastbátur. Jóhann er á hátnum og þeir hafa verið að fiska ágæt- lega að undanförnu. Þeir hafa að vísu ekki róið nema þijá daga eft- ir áramót, en aflabrögð voru afar góð í desember og þá voru menn að fiska út í Al, sem kallaður er. Ysuafli okkar telst allur vera utan kvóta og því megum viö veiða ýs- una alveg eins og okkur Iystir. En oft voru þeir fyrir áramótin að koma með að landi þetta þriggja til fjögurra tonna afla, bæði af ýsu og eins annan fisk.“ - En beitningin, segðu mér hvað eruð þið lengi að beita línuna í hverju bala? „Ætli við séum ekki svona 50 mfnútur með balann, en sumir þurfa klukkutíma. Að jafnaði erum við tvö í beitningaskúrn- um að vinna, en stundum erum við þrjú. I hvern róður þurfa þeir 20 bala, þannig að við þurf- um að hafa þann fjölda fyrir- liggjandi fýrir bvern dag. Stund- um eigum við líka eitthvað meira fyrirliggjandi, eins og til dæmis núna þegar 60 balar eru ldárir í skúrnum." Björg Agústsdótt/r sveitarstjór/ í Grundarfirði. Óiöf Bened/ktsdóttir beitningardrottning í Bolungarvík. Skólamál ogsjó- mauna- verkfaU - Já, komdu sæl Björg. Mér datt í hug að hringja til að spyrja frétta úr Grundarfirði. Hvað getur þú sagt mér úr þinni sveit? „Héðan eru góðar fréttir í augnablikinu. Að vísu erum við hrædd við yfirvofandi sjómannaverkfall. Þá sömu sögu held ég að einmitt sé hægt að segja úr öllum sjávar- plássum landsins og raunar varðar þetta verkfall alla þjóðina. Það virðist vera kominn titringur í þessa deilu nú þegar, sem verður enn meiri þegar nær dregur boðuðu verk- falli. En hvað sem því líður verð- ur þorrablótið okkar hér í Grundarfirði haldið þann 31. janúar, en því var hinsvegar reynt að fresta vegna verkfalls- ins. Hvorugu reyndist gerlegt að slá á frest.“ - Sveitarstjómarmenn eru ævinlega á kafi í því á fyrstu dögum hvers árs að gera fjár- hagsáætlanir. Hvað er helst framundan hjá Grundfirðing- um í ár? „Ég myndi segja að stækkun grunnskólans bæri hæst. Við Grunnskóla Eyrarsveitar eru í vetur alls um 190 nemendur og hefur fjölgað ört síðustu vetur. Þessi vetur er sá fjórði sem skól- inn er einsetinn við þröngan húsakost. Nauðsyn var að stækka skólahúsið, en viðbótin er um 750 fm. 170 fm. eru þeg- ar komnir. í síðari hluta stækk- unar skólans verður farið á þessu ári. Þetta tel ég vera mik- ilvægar framkvæmdir. Hitt ann- að get ég sagt þér að hér er mik- ið og blómlegt tónlistarlíf og tónlistarskólinn okkar var að flytja í nýtt skólahús þann 18. desember síðastliðinn, daginn sem Grundarfjörður átti 100 ára afmæli sem verslunarstaður." - Segðu mér annað, hvað er að frétta af þér sjálfri? „Eg get nú til dæmis sagt þér að nú er gamall skólafiðringur kominn í mig aftur, því í næsta mánuði hef ég þriggja anna nám við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands. Þetta er nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun og er kennt þriðju hverja helgi frá og með næsta mánuði og fram á vor á næsta ári. Svo eru hér auðvitað kosningar í vor, en ég hef kosið að standa utan við pólítískar flokkalínur hér í pláss-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.