Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1998, Blaðsíða 4
tS. - teet 2HK».st miaKQVJT'NitMH 20-FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 UMBÚÐALAUST "luafiít rD^tr Ifiltu meira fjöi i kassann þinn? Tryggðu þér skemmtipakks fjölskyldunnar á skemmtilegu verði Keypt uppþvottavél? Stærri ibúð? Fengið mér Stöð 2? ■El RAGNHILDUR VIGFúSDÓTTIR Ég las einhvern tíma í því merka blaði Degi-Tímanum að þeir sem bera meira úr býtum en gengur og gerist eyði peningun- um í stærri og dýrari bíla, fara oftar út að borða og í fleiri utan- landsferðir. Þetta þrennt myndu margir kalla óþarfa, öðrum finnst það algjör nauðsyn. Sjálf hef ég einfaldan smekk sem fer iðulega illa saman við launin mín. Mig langar ekki í stóran og dýran bíl en væri alveg til í að fara oftar út að borða og helst vil ég fara þrisvar á ári til út- landa, í eina sólarlandaferð, i eina stórborgarferð og í eina lengri ferð til vina minna á Nýja-Sjálandi, Argentínu eða Brasilíu. Smekkur og fjárhagur Ég fann það gleggst þegar ég keypti mér íbúð í fyrsta sinn að smekkur minn og fjárhagur fóru alls ekki saman, íbúðin sem mig langaði í kostaði þremur millj- ónum meira en ég hafði efni á. Auðvitað lét ég skynsemina ráða og keypti það besta sem ég fann fyrir það fé sem ég hafði til ráð- stöfunar til húsnæðiskaupa. Og var afskaplega hamingjusöm í íbúðinni minni í miðborg Reykjavíkur, fallegt útsýni, góðir grannar, stutt í vinnuna, fer- metrarnir ekki fleiri en hægt var að þrífa meðan ég hlustaði á þáttinn I vikulokin með Páli Heiðari. Uti stóð Ladan sem foreldrar mínir gáfu mér í af- mælisgjöf þegar ég varð þrítug. Lukkunnar pamfíll. Ég hef aldrei mælt hamingju mína í fer- metrum eða árgerð bílsins míns, fremur við góða heilsu mína og minna nánustu, ég á góða fjöl- skyldu, marga og góða vini, átt heima víða, lærði það sem hug- ur minn stóð til, hef borið gæfu til að vinna við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem ég er full- viss um að hafa þroskað mig sem starfsmann og manneskju. Ég tel ólíklegt að mér verði lýst sem nískri eða gráðugri konu í minningargrein, eflaust verður fremur sagt að ég hafi farið vel með og kunnað að njóta lífsins á hagkvæman hátt. Ég hef aðeins einu sinni unnið í happdrætti og það lægsta vinn- inginn og þó ég sé fædd með silfurskeið í munni tóku foreldr- ar mínir snemma þá ákvörðun að við systur skyldum ekki fá allt upp í hendurnar. Því vann ég öll sumur og með skólanum seinni menntaskólaárin og var svo gamaldags að ég kaus fVemur að taka næturvaktir á hóteli en taka námslán háskólaárin mín hér heima. Réttlæti en ekki peningar Þó ég hafi verið heppin með vinnu hef ég ekki verið eins sátt við Iaunin mín, hvorki meðan ég vann fyrir kvennahreyfinguna né þegar ég fór að vinna fyrir hið opinbera. Beit þó í það súra epli og tók undir með þeim sem vældu að það skipti ekki máli hver Iaunin væru menn vildu alltaf meira og boðaði sjálf - og fór eftir því - að það skipti ekki aðeins máli hvað kemur í budd- una heldur ekki síður hvað fer úr henni. Þegar ég taldi mig hafa óyggj- andi sannanir fyrir því að ég væri með töluvert lægri laun en karlmenn í sambærilegum störf- um var réttlætiskennd minni misboðið. Eins og vel hefur ver- ið kynnt í fjölmiðlum leitaði ég til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að atvinnurekandi minn ætti að bæta mér mismuninn á þeim launum sem ég hef haft og þeim sem mér báru með réttu. Þegar þessar línur eru skrifaðar hefur hann ekki gert mér tilboð en spurningum hefur rignt yfir mig, hvað ég ætli eiginlega að gera við allar milljónirnar. Ég á sos- um eftir að sjá þær, en hvað hefði ég gert hefði ég verið með þessi laun allan tímann? Fengið mér heimilishjálp fyrr? Ekki ver- ið eins stressuð þau tímabil sem maðurinn minn var vinnulítill eða með lágar tekjur? Keypt fleiri Iistaverk? Dýrari föt? Leyft mér að fara með fjölskylduna í sumarleyfi bæði árin? Tekið fyrr fósturbarn gegnum ABC-hjálp- arstarf? Farið oftar suður á merkisatburði hjá Ijölskyldu og vinum? Keypt betri myndavél? Minnkað við mig vinnu? Haldið fleiri og fínni matarboð? Látið eftir mér að rjúka til útlanda í hvert sinn sem vinir mínir sendu þaðan hjálparkall í stað þess að láta símtöl og bréf nægja? Tekið tilboðum bókaklúbba? Keypt nýrri bíl eða ónotaða þvottavél? Keypt uppþvottavél? Stærri íbúð? Fengið mér Stöð 2? Lagt meira fyrir? Mér hefur sýnst á fólki að það sé auðvelt að koma peningum í lóg, því meira sem aflað er því meiru eytt. I mínu máli skiptu peningarnir ekki höfuðmáli, þetta var prinsipp-mál. Mér Finnst óþolandi að hefðbundin karlastörf séu betur metin en kvennastörf. Að horfa upp á það að sjálfsagt þykir að borga körl- um mun betur en konum fyrir sambærileg störf. Það ef ég á eitthvað aukreitis þegar ég hef greitt lögfræðikostnaðinn er bara bónus - og ég verð líklega enga stund að eyða því. Meimingarvaktin Auðlind á þrotum? STEFAN JON HAFSTEIN SKRIFAR Ef allir sem segjast hlusta á Rás 1, gerðu það í raun, væri hún vinsælasta útvarpsstöð á Islandi. Hún er það ekki - ekki ef vin- sældir eru mældar í hlustun. Fæstir viti bornir menn á íslandi vildu þó vera án hennar - á þeim mælikvarða er hún vinsælli en nokkur önnur útvarpsstöð á land- inu. Rás 1 verðskuldar mun ítar- Iegri úttekt en eina menningar- vakt. Hún býður upp á áhuga- verða stemmningu á síðkvöldum: manni finnst oftast að maður hljóti að vera einn að hlusta. Þannig var það s.l. þriðjudags- kvöld þegar Ingó og Ami voru með sjónvarpsspjall; á meðan var Jón Karl Helgason með „Vinkil á tímann“; samsettan útvarpsþátt sem skapaði ágæta stemmningu. Tvær stuttar sögur voru sagðar samtímis, og tengingin nánast óbein: annars vegar sagði líffræð- ingur frá æviskeiði hnúfubaks allt frá því hann skýst úr móðu- rkviði og kemst á táningsár; hins vegar sagði bandarískur rithöf- undur frá þroskasögu, skáldsögu sem hann skrifaði. Fyrstu ár hvalsins og sköpun skáldsögunn- ar fóru saman og spönnuðu Hnúfubakur, ríthöf- undurog víetnömsk kona sem ekki hefur tíma. fimm ár. Jón Karl ræddi við rit- höfundinn með reglulegu milli- bili á þessum árum og raðaði þeim frásögnum saman - í bland við ævi hvalsins. Sagan og hval- urinn urðu að lokum mörg tonn. PuiiktiirinH? Frásagan var haganlega saman sett og ágætis andrúmsloft myndaðist við tækið, tónlist brú- aði kafla og Jón Karl gætti þess að þröngva því ekkert upp á mann að „ólíkt höfumst við að“ í þessari veröld, hvalir og menn. Menn og menn. Maður varð ögn spenntur undir lokin að heyra hvort einhver punktur væri í frá- sögninni, en svo reyndist ekki vera, nema hún sjálf. Sem var allt í lagi. Maður er fróðari um hval og bók, hefur þó hvorugt séð. Tíminn var óbeint leiðar- ljós, hvalur og skáld virtust hafa af honum nóg. Þetta fimm ára skeið í ævi beggja var óendan- lega ólíkt því sem „nútímamað- urinn í hraða og erli borgarsam- félagsins" lifir. Skipt um rás Sá lærdómur var hamraður inn þegar maður skipti um rás og lenti á kvennatali á Rás 2. Víetnömsk kona hafði farið í fatahönnun í Rússlandi 19 ára, síðar flutt til íslands og stein- hætt að sauma föt sjálf - „enda aldrei tírni". Önnur útlensk kona botnaði frásögnina með því að á íslandi væri aldrei tími til neins. Sem er líklega punktur- inn. Aldrei tími til neins - nema fyrir hvali og útlenda rithöf- unda. Tíminn er „hlaupinn frá okkur" er uppáhaldsniðurstaða þáttastjórnenda í sjónvarpi. Tíminn, þessi mikla auðlind, er alltaf á þrotum í sjónvarpinu. Ráðið? Slökkva. Og allt í einu verður yfirdrifinn tími. Góður tími.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.