Dagur - 07.05.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 07.05.1998, Blaðsíða 13
 FIMMTVDAGUR 7.MAÍ 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR SKODUN MIN ÖLVERSSON Útsöliunarkaöur Sjö af sextán Iandsliðsmönn- um koma frá norskum knatt- spyrnuliðum. Það er alltaf gaman að því þegar erlend fé- lög sækjast eftir góðum knattspyrnumönnum frá Is- landi. Strákarnir fá góð laun, 650-700 þúsund að meðal- tali og gott tækifæri til að bæta sig sem knattspyrnu- menn. Það sem er ekki gaman er að þessi félög vilja helst ekk- ert greiða fyrir íslensku leik- mennina. Greint var frá því á norskri útvarpsstöð á dögun- um að norsku liðin væru að greiða sama verð fyrir ís- lensku landsliðsmennina og leikmenn úr þriðju og fjórðu deildinni í Noregi, milli 5 og 10 milljónir. I sama útvarps- þætti kom fram að norsku úr- valsdeildarfélögin ætla ekki að nýta sér Bosman réttinn og fá samningslausa leik- menn frítt frá smáliðum í Noregi og slátra með því mjólkurkúnni. Uppspretta leikmanna þornar. Hvort ís- Ienska beljan verður geld eða ekki skiptir Norðmenn litlu máli. Islensk lið verða að fá sanngjarnt verð fyrir lands- liðsmenn sína. Fimm millj- ónir er ekki sanngjarnt verð og það heitir ekki að setja fót- inn fyrir leikmenn þó farið sé fram á sanngirni. (Sýnishorn úr skrá:^_ Zetor 6340, 4x4-alö 640 '94-'95 Zetor 7711 2x4 '91 Fiat 80-90 4x4-alö 640 '92 V Ford 6410 4x4 prima '92 Case 4240 4x4 vetí FX16 '96 Case 865 4x4 vetó FX15 '88-'92 ________________________________/ Vegna mikillar sölu er mikil hreyfing í notuðum vélum og því bætist stöðugt á listann. Terniislandsliðin á heimsmeistaramót Karla- og kvennalandslið Is- lands í tennis taka um þessar mundir þátt í heimsmeistara- keppni Iandsliða. Karlakeppnin, svokölluð „Davis Cup“, hófst 5. maí og fer fram í Zambíu, en kvennakeppnin „Fed Cup“, fer fram í Tyrklandi og hefst í dag. I karlakeppninni keppir ís- lenska liðið í riðli með Eþíópíu, Lichtenstein, Alsír og Zambíu og er liðið skipað þeim Arnari Sigurðssyni, Gunnari Einars- syni, Davíð Halldórssyni og Raj Bonifacius, sem fyrir skömmu öðlaðist fslenskan ríkisborgara- rétt. I fréttatilkynningu frá Tennis- sambandi Islands segir að þetta sé vafalítið sterkasti landsliðs- hópur, sem sendur hefur verið í keppnina til þessa. Þar segir að Raj sé mjög fær tennisleikari og mikill styrkur fyrir íslenskan tennis, en hann hefur búið hér sl. fimm ár og starfað sem tennisþjálfari. „Arnar Sigurðs- son hefur dvalið erlendis við æf- ingar og keppni frá áramótum og m.a. æft í Bástad í Svíþjóð, þar sem sterkustu spilarar Svía æfa. Davíð Halldórsson hefur æft um hríð í Þýskalandi og Gunnar Einarsson í Bandaríkj- unum, samhliða námi. Björt- ustu vonir eru bundnar við að komast áfram upp úr riðlinum og væri það frábær árangur," segir í fréttatilkynningunni. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI íbúðir Viljum taka á leigu til tveggja ára, 4-5 herbergja íbúðir fyrir starfsmenn okkar. Vinsamlegast hafið samband við Ingigerði Snorradóttur á skrifstofu FSA, sími 463 0104. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. í kvennakeppninni sem fram fer í Antalýa í Tyrklandi, hefur ekki verið dregið í riðla þegar þetta er skrifað, en þar keppir ís- Ienska Iiðið við fimm þjóðir. Is- lenska Iiðið er skipað þeim Stef- aníu Stefánsdóttur, Rakel Pét- ursdóttur og Stellu Rún Krist- jánsdóttur, en tvær af okkar sterkustu spilurum, þær Hrafn- hiidur Hannesdóttir og Iris Staub, taka því miður ekki þátt í keppninni. Stefanía hefur nokkra reynslu, en Rakel og Stella eru að stíga sín fyrstu spor í alþjóðlegum keppnum. Alls taka 28 þjóðir þátt í kvenna- keppninni. Vísbending Lestu blaðið og taktuþátt íleiknum! 550 OOOO Þú greiðir ekkert umfram venjulegt simtal Kannaðu viðskiptin. Bújöfur -Sa wwf iwiim XS X, MH, JllWlaf í rafgirðingamálum! SMARTPOWER spennugjafar - einfaldlega bestir ...miklu meira afl (allt að 45 Joule) ...sjálfvirk stilling afls eftir álagi ...innbyggður fjarrofi gerir kleift að kveikja og slökkva á spennugjafanum úti á rafgirðingunni ...sjálfvirkt eftirlit með spennu á rafgirðingu og jarðskauti aðvarar ef óeðlilegar breytingar verða! ...skjáauga sýnir stöðu mála og ástand rafgirðingu á hverjum tíma. Þetta er valkostur sem vert er að skoða, enda Ijúka allir sem reynt hafa lofsorði á Smartpower spennugjafana! KaufjfélaglSka cffiröinqa Byggingavörudeild á Eyri s: 455 4500

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.