Dagur - 19.06.1998, Síða 10

Dagur - 19.06.1998, Síða 10
-* i <1 « r 'ic ri/öí . v v v 10- FÖSTUDAGUR 19.JÚNÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Of gott til að vera satt! Hér á eftir fer seinni hlutinn af ræðu Dav- íðs Oddssonar forsæt- isráherra á Austur- veHi 17. júuí. Góðir Islendingar! Sumir segja að hin harða lífsbarátta í þessu landi hafi gert okkur að áhyggju- þrunginni þjóð. Og nú eins og endranær höfum við nokkrar áhyggjur. Þó virðast ytri aðstæð- ur vera hagstæðar um flest. Afli er mikill, fiskverð hátt og fjár- festingar eru hér með fjörlegasta móti. Hið almenna góðæri er smám saman að bæta hag okkar, hvers og eins og sameiginlegra sjóða. Það sést á ýmsu. Kaup- máttur hefur aukist meira en nokkru sinni fyrr. Vanskil ein- staklinga minnka frá mánuði til mánaðar og atvinnuleysi er lítið. Um hvað snúast þá áhyggjur dagsins? Við höfum sennilega einmitt áhyggjur af því að þetta kunni að vera of gott til að geta verið satt. Og þess vegna sé lík- legast að við munum glutra góð- ærinu niður. Og vissulega eru mörg dæmi þess að við höfum farið verst að ráði okkar þegar best gekk. Við skulum varast þau víti, án þess að draga af þeim of víðtækar ályktanir. Rit- höfundur þarf ekki að vera von- laus, þótt hann byrji feril sinn á vondri bók. Flest stórskáld byrj- uðu sem leirskáld, sagði Lax- ness. Við höfum Iært af okkar fyrri mistökum. Efnahagslífið er nú opnara en áður og úrræðin fleiri. Frelsi sjóða og einstak- linga til að festa fé sitt utan landsteina og möguleikarnir til að draga úr peningamagni í um- ferð með öflugri einkavæðingu eru dæmi um ný tæki til að bregðast við núverandi stöðu. Við skulum fara vel með vel- gengnina, en hræðast hana ekki. Hitt er eldd síður mikilvægt, nú þegar hagur batnar, að tæki- færi gefst til að horfa til þeirra þátta sem út undan hafa orðið. „Því hvað er auður og afl og hús, ef eingin jurt vex í þinni krús?“ Við þurfum að styrkja stöðu okk- ar í mennta- og menningarmál- um og tryggja að við verðum áfram talin öðrum til fyrirmynd- ar í heilbrigðismálum. Við höf- um reynt að greiða niður skuld okkar við Iandið síðustu árin og vissulega hefur nokkuð miðað, þótt enn sé mikið vangoldið, svo mikið reyndar að við höfum ekki leyfi til að draga neitt af okkur. Við höfum með öðrum orðum ekki leyfi til að valda hugsjónun- um vonbrigðum. Við skulum minnast drengsins sem vætturin góða snart með sprota sínum og lýst er í stuttmynd snillingsins: „Hann skildi hana, og vildi vaka. Og konan varð glöð yfir þessum litla sigri. Hún tók drenginn sjer í fang og blessaði hann, og sorg- artárin hennar hrundu niður á enni sveinsins, og hann fann yl- inn úr þeim leggja um sig. Og þráin og ástin, til fjallkonunnar fögru, gagntók hann allan. Nú langaði hann ekki að sofa lengur, nú langaði hann til að vekja þá, sem sváfu. - Og hann byrjaði á að kveða, ósköp lágt fyrst - en svo hærra og sterkara - og ljóðin urðu þrungin afli grimmra end- urminninga og bjartra vona og hugsjóna og fólkið rumskaði og smám saman tóku allir undir með honum og vildu vaka, og þá fyrst byrjaði landið að eiga þjóð, og hefndin þokaði smám saman á braut. Nú eru mörg ár liðin, síðan drengurinn söng fólkið af svefn- inum langa. Hann hvarf út úr landinu, til þess að kveða um framtíð þess annarsstaðar. Nú vakir þjóðin af vilja og hugrekki, með von um að geta rekið hefnd- ina á braut, sem enn á sjer djúp- ar rætur í landinu hennar. Og þegar hugsjónirnar verða fyrir vonbrigðum og áformin tefjast, safnar hún jafnan nýjum kröft- um með því að taka undir \ið ljóðin hans, sem ennþá berg- mála í háfjöllunum - og í klett- unum við ströndina." Þannig var skrifað árið 1908, fyrir rétt- um níutíu árum. Góðir Islendingar, “Guð vern- di list vors máls og Islands heið- ur.“ Eg óska ykkur öllum gleði- legs þjóðhátíðardags og giftu í bráð og Iengd. HRISALUNDUR - fyrir þigt HM tilboð Maorud HM flögur 249r- Philips myndbonds- spólur 3x160 698r- Candy Corl's fótboltomix 400 gr 266,- Pringles flögur 3 stoukor + frisbee 579,- Posto bl. teg. 5x500 gr 298,- Hrísolundur fyrir þig. Munið ný]u símanúmerin Verslun Timbursala Sölumenn ráðgjöf Skrifstofa 460 3500 460 3550 460 3545 460 3530 Fax skrifstofa / verslun 460 3540 Fax timbursala 460 3560 Eldri símanúmer gilda ekki lengur V E R S L U N G e r ð u b o r g a r s i g !

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.