Dagur - 15.07.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 15.07.1998, Blaðsíða 9
MJÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 - 9 Thyut- [Sverrir! um að leggja nýja skatta á útgerðina í formi veiðileyfagjalds og ljáum því ekki heldur máls nú,“ segir Einar Oddur. Versti andstæðinguriim Ekki er ótrúlegt að versti andstæð- ingur Sverrir Hermannssonar og fé- laga hvað framboð varðar sé tíminn. Það sé of Iangur tími til kosninga. Þegar Hannibal Valdimarsson klauf Alþýðubandalagið 1967, stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og bauð fram, hafði hann afar skamman tíma þannig að samúðar- aldan sem reis með honum hafði ekki hjaðnað þegar að kosningum kom. Þannig var það líka með Vil- mund Gylfason og Bandalag jafnað- armanna, líka hjá Albert Guðmunds- syni og Borgaraflokknum. Þar var tíminn svo naumur að menn rétt sluppu inn á síðustu stundu til að skila framboðslistum. Jóhanna Sig- urðardóttir mældist með yfir 30% fylgi fyrst eftir að hún yfirgaf Alþýðu- flokkinn og stofnaði Þjóðvaka. Hjá henni var tíminn of langur til kosn- inga og hún endaði í örfáum pró- sentum og með fjóra þingmenn. Nákvæmlega þetta gæti gerst hjá Sverri og hans mönnum. Þeir liafa byr um þessar mundir. Menn höfðu afskaplega gaman af því sem Sverrir sagði í viðtölum og skrifaði í Morg- unblaðið fyrst eftir að Davíð Odds- son forsætisráðherra knúði hann til að segja af sér sem bankastjóri. Þá fór hann stundum offari en oftar á kostum og út á það fékk hann samúð og stuðning. En það eru níu mánuð- ir til kosninga. Jafnlangur tími og það tekur að ganga með barn og vitað er að margt getur gerst með fóstrið á meðgöngutímanum og sömuleiðis getur margt gerst með framboðsflokk sem verið er að geta og eftir er að ganga með í níu mánuði. Þjóðvegur Veglykill sparar fé og flýtir för um göngin Sala óskriftarferöa um Hvalfjarðargöng er hafin Askrifendur kaupa ferðir meS allt að 40% afslætti og nota veglykla sem tryggja þeim rétt til að aka um gjaldhliöið án þess að nema staðar. Væntanlegir áskrifendur ganga frá samningum og fá veglykla afhenta á þjónustustöðvum Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. á Artúnshöfóa og OLIS við Sæbraut í Reykjavík og einnig á (DjónustustöSvum olíufélaganna á Akranesi og í Borgarnesi. Eigi áskrifandi og maki hans tvo eða fleiri bíla er hægt að tengja alla veglykla einum áskriftarreikningi. Fyrirtækjum og stofnunum, sem vilja gera heildarsamning um áskriftarferðir fyrir marga bíla í einu, er vinsamlega bent á að hafa samband við Spöl ehf. í símum 587 5400 í Reykjavík og 431 5900 á Akranesi frá og með fimmtu- deginum 16. júlí. 437 2345

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.