Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 22.08.1998, Blaðsíða 2
II-LAV GARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 D*gur SÖGUR OG SAGNIR Kennslustund hjá Jónasi í Samvinnuskólanum í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. aldrei alveg sáttur við umhverfi sitt. Jónas settist aldrei í helgan stein; hann fann jafnan til í þeim stofmum sem um Island léku. Boðberinn og hvatamaðurinn var óhjákvæmlega sálnaveiðari, uppalandi og hjálparhella ung- um mönnum, jafnt í stjórnmál- um, á menntabraut sem í heimi listanna. En hann var aldrei hlutlaus aðstoðarmaður heldur sannfærður baráttumaður; að því kom að hann varð viðskila við nýja kynslóð. Þá fór hann enn mikinn og hlaut af því last mar- gra, ekki síst vegna afstöðu til ungra listamanna. Astæður Jónasar voru einkum þær að samkvæmt hugarfari hans „áttu“ menn að starfa og skapa með það í huga að efla og auðga líf alls almennings. Frjó sköpunar- leit ungra manna stefndi frá þessu marki að hans mati og þá varð Jónas viðskila og skap hans leyfði ekkert hlutleysi. Sambandshúsið við Sölvhólsgötu þar sem Samvinnuskólinn var til húsa frá 1930 til 1955. sínum á kennslumálum. Skól- arnir áttu að vera orkuveita inn- blásturs fyrir alla þjóðina, og þess vegna áttu þeir að tengjast lífi og starfi alls almennings fremur en einum saman lær- dæmi embættismanna og höfð- ingjastéttar. Hann vildi leggja siðferðilegan dóm á störf og stefnu í skólamálum. I augum hans snérust skólamál um sið- StiMað á stóru í 80 ára sögu Samvinnu- skólans og Samviruiuháskólans Framhlið bæjarhúsa í Hriflu. Hér sleit Jónas barnsskónum, en hann var 11 ára gamall þegar þessi mynd var teiknuð. Hafist handa Jónas var víðmenntaður maður. Eftir að hafa lokið gagnfræða- prófi úr Möðruvallaskóla hélt hann til Danmerkur og nam þar meðal annars við Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn. Um tíma starfaði hann í Berlín og ferðaðist um Þýskaland til að kynnast þarlendri menningu. Þaðan hélt hann til Englands og innritaðist í John Ruskin CoIIege í Oxford, sem stundum var nefndur háskóli öreiganna. Þar voru efnilegir almúgamenn við nám og var takmarkið að mennta þar verðandi forystumenn í ensku verkalýðshreyfingunni og flokki hennar. Það umhverfi var Jónasi að skapi. Þegar hann kom heim 1909 eftir þriggja ára nám og störf erlendis í þremur lönd- um gerðist hann kennari við ný- stofnaðan Kennaraskóla. En hann lét ekki deigan síga á ritvellinum og skrifaði í blöð og tímarit um mennta- og menn- ingarmál, samvinnumál og þjóð- félagsrýni. 1917 varð hann rit- stjóri Tímarist íslenskra sam- vinnufélaga og hóf þá þegar að reka áróður fyrir stofnun sam- vinnuskóla. Rök hans voru m.a. eftirfarandi: „Takmark skólans ætti að vera að æfa á hverju ári nokkra unga en þó þroskaða menn, sem áhuga hefðu á sam- vinnumálum, svo að þeir væru jafnfærir, eða betur, til að vinna við samvinnustörf eins og út- skrifaðir menn úr algengum verslunarskólum eru til að fást við kaupmannaverslun. Starf Jón Sigurðsson rektor breytti Samvinnuskóianum í Samvinnuhá- skóla. skólans mundi vera með tvenn- um hætti. Fyrst að glæða skiln- ing á samvinnunni og einlægan vilja nemenda til að vinna fyrir þá hreyfingu, og í öðru Iagi veita þeir algenga verslunarsérmennt- un. Fyrra atriðið væri það sem greindi samvinnuskólann frá al- gengum verslunarskóla. Það, framar öllu öðru, gæfi honum lífsgildi.“ Fnunkvöðlarnir Það var fyrst og fremst Jónas frá Hriflu sem mótaði Samvinnu- skólann og hann hélt ávallt góðu sambandi við skóla sinn og ken- ndi þar þótt hann tæki að sér mikilvæg störf á öðrum vettvangi þjóðmála. Hann Iét af störfum fyrir aldurs sakir 1955, en þá flutti skólinn að Bifröst í Borgar- firði og varð heimavistarskóli. Guðmundur Sveinsson tók þá við stjórn skólans og nýr kafli hófst í íslensku skólastarfi. Áhrifa þeirra Jónasar og Guð- mundar gætir víða og höfðu mik- il áhrif á nemendur sína, sem margir segja að þeir geti hvorki ofþakkað né ofmetið. Jón Sig- urðsson fyrrverandi skólastjóri hefur skráð sögu skólans og gaf hann ritinu heitið Bifrastarævin- týrið og Jónasarskólinn. Getur hann þess að hlutur þeirra Jónasar og séra Guðmundar sé slíkur að sjálfsagt sé að geta þeirra umfram alla aðra, sem starfað hafa við Samvinnuskól- ann. Jón skrifar: Jónas Jónsson var ákaflega umdeildur maður á sínum tíma enda sótti hann í orrahríðirnar. Eftirmæli hans eru orðin miklu betri en samtímaumsagnir ým- issa voru. Jónas kom mjög víða við en hér verður því haldið fram að langmikilvægasti skerfur hans hafi verið það stórkostlega hlut- verk sem hann lék í því að gera Islendinga að skólagenginni þjóð, að leysa uppvaxandi kyn- slóðir af fjötri menntunarleysis og opna þeim þannig leiðir til frama og frelsis, framfara og hagsældar. Með þessu er ekki gert lítið úr framlagi annarra manna á þessu sviði, en aðeins tekið fram það sem almennt sannmæli hefur orðið um. Frumkvæði og forysta Jónasar á þessu sviði er ómetanlegur skerf- ur til þjóðarsögunnar. I störfum sínum og afskiptum af málefnum þjóðarinnar var Jónas um fram allt boðberi, hvatamaður og kennimaður. Meginhlutverk hans var að veita öðrum innblástur og vekja öðrum hungur eftir nýrri vit- neskju og nýstárlegum athöfn- um. Allt fram á síðustu ár sín var hann brennandi í andanum og Róttækur iniiinililiita iiiaöur Jónas Jónsson var ævinlega rót- tækur maður, - eða sem kallað var þá „radikal" og miðað að jöfnu við danskar og ekki síður franskar fyrirmyndir. Sem rót- tækur hvatamaður hlaut hann lengst af að taka sér stöðu fremst og yst í þeim stjórnmálaflokki sem hann átti meginþátt í að móta. En ef frá er talið ótrúlega stutt virkt forystuskeið Jónasar var hann eiginlega alltaf róttæk- ur minnihlutamaður í Fram- sóknarflokknum; aðeins um 3-4 ára skeið í upphafi 4. áratugarins verður sagt að Jónas hafi ráðið þar ferðinni. Hugmyndir Jónasar um skóla- mál og skólakerfi, héraðsskóla o.fl., hlutu að víkja fyrir nýrri sjónarmiðum þegar leið á starfs- tíma hans. Hann Iét þó aldrei undan sjálfur. Mörgum árum síðar komust svipuð viðhorf til kennslu og skólakerfis til önd- vegis aftur. Allt fram á síðustu ár sín hamraði Jónas á skoðunum ferði, þjóðrækni og lífsstefnu en tækniþekking og sérþekking áttu að lúta þessum markmiðum. En þetta mátti ekki fyrir neinn mun vera hvaða lífsstefna sem er heldur þjóleg og alþýðleg lífs- stefna. Svipuð var afstaða Jónasar til samvinnumanna en skoðun hans var sú að sam- vinnustarfið hefði siðferðilegt og menningarlegt ágæti. Kennslustörf Jónasar báru af- stöðu hans skýrt vitni. Hann var lýðháskólamaður og lagði þunga áherslu á mótunaráhrif kennar- ans. Og hann iðkaði þetta sjálf- ur. Hann skrifaði vinsælustu kennslubækur þjóðarinnar en í eigin kennslu notaði hann enga bók. Hann veitti nemendum sín- um innblástur og mótaði þannig líf þeirra margra æ síðan. Margt var á sínum tíma sagt og ritað um „valdakerfi" hans og Jónasar- mennina úti um allt þjóðfélagið; undirstaðan í þessu „kerfi“ var fyrrverandi nemendur hans. Hann vildi ekki kenna með því sem hann sjálfur nefndi „stað- reyndaítroðslu", hann vildi ekki „setja nemendum fyrir“, hann fylgdi engri eiginlegri „náms- skrá“. Hann krafðist þess að kennslustund væri skemmtileg og lífleg, og öllum heimildum ber saman um að hann náði ótrúlegum árangri. Viðskipta- og félagsmála- skóli Séra Guðmundur Sveinsson gerðist skólstjóri Samvinnuskól- ans á mikilvægum tímamótum í sögu stofnunarinnar. Hann var víðmenntaður, ekki síst í hug- mynda- og menningarsögu og fé- / tíð Hauks ingibergssonar skólastjóra á Bifröst hóf Samvinnuskólin að út- skrifa stúdenta. Fjöibreyttri fræðslu hefur verið haidið uppi afhálfu Samvinnuskólans gegnum tíðina. Myndin er frá verslunarnámskeiði fyrir samvinnustarfs- menn, sem haldið var í tengisum við Vinnumálasamband samvinnufélag- anna 1981.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.