Dagur - 05.09.1998, Qupperneq 2

Dagur - 05.09.1998, Qupperneq 2
II-LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 SÖGUR OG SAGNIR Brattholt um aldamótin. Hér átti Sigríður Tómasdóttir heima aiia sína æfi, en hún fæddist 1871. Birgir Thorlaöus: MmuismerM nm merka konu Við gangstíginn niður að Gull- fossi er steindrangur, sem fluttur var frá Miðdal í Mosfellssveit og í hann felld vangamynd af Sigríði í Brattholti. Sigríður var dóttir Tómasar Tómassonar bónda í Brattholti og konu hans Margrétar Þórðar- dóttur. Gullfoss var að hálfu í eigu Brattholtsbónda, en að hinu leytinu í eigu tveggja jarða í Hrunamannahreppi, handan Hvítár. Sigríður var fædd í Bratt- holti 24. febrúar 1871 og átti þar alla tíð heima. Hún varð land- skunn fyrir baráttu sína gegn því að Gullfoss kæmist í hendur út- Iendinga og yrði virkjaður, en nokkur áhugi var á því um tíma hjá erlendum fjármálamönnum að tryggja sér réttindi til vatns- virkjunar hér á landi. I för Sveins Björnssonar for- seta íslands til Vestfjarða árið 1951 sagði hann okkur förunaut- um sínum margt um kynni sín af Sigríði. Þegar Sveinn var mál- færslumaður við Landsyfirrétt- inn kom Sigríður til hans og bað hann að aðstoða sig í sérkenni- legu máli. Bændur í Biskups- tungum höfðu bundist samtök- um um að koma upp afréttargirð- ingu, sem Sigríður taldi að myndi leiða til aukins ágangs sauðfjár á land Brattholts. Byrjað var að girða, en Sigríður reif upp að nóttu það sem girt hafði verið daginn áður. Þegar þessu hafði farið fram um hríð var Sigríður kærð til sýslumanns. Var nú er- indi hennar tíl Sveins Björnsson- ar aðleita aðstoðar hans í máli þessu. Sveinn skýrði fyrir henni að hún hlyti að fá dóm fyrir þetta ólöglega athæfi, en hann skyldi reyna að vinna að því að dómur- inn yrði eins mildur og kostur væri. Þetta fór þannig að mála- reksturinn mun hafa lognast út af. Atferli stúlkunnar sýnir nokk- uð skaplyndi hennar. En Sveinn Björnsson átti eftir að kynnast henni í öðru máli. Sigríður mun hafa fengið föður sinn til þess að lofa því að láta engan fá nokkur réttindi yfir Gullfossi, því að hún gat ekki hugsað sér að þessu fagra nátt- úruundri yrði spillt með virkjun. Tómasi höfðu verið boðnir miklir fjármunir fyrir slík réttindi. Þó fór það svo að faðir hennar var, að hennar sögn, blekktur til þess árið 1909 að gera Ieigusamning um vatnsréttindin og sama gerðu hinir eigendurnir. Svo var er- lendu félagi afhent þessi réttindi. Þegar Sigríður fór til Reykja- víkur til þess að fá aðstoð í mála- rekstri sínum, var hún óráðin í hvert hún ætti að snúa sér, en þegar hún gekk niður Laugaveg- inn skimandi í ýmsar áttir vék sér að henni kona, nokkuð við aldur, og spurði hvers hún leitaði. Sig- ríður sagði henni málavexti. Kon- an sagðist skyldu biðja son sinn að aðstoða hana. Þetta var Elísa- bet, móðir Sveins Björnssonar. Sigríður vildi fá leigusamning- inn um vatnsréttindin ógiltan. Það tókst ekki. Þá fékk hún föð- ur sinn til þess að neita að taka við hinni árlegu leigu fyrir rétt- indin. En ekki dugði það heldur. Þá hótaði Sigríður að við fyrstu skóflustungu til virkjunar Gull- foss myndi hún henda sér í foss- inn og sjá svo hvort mönnum þætti gæfulegt að halda áfram. Munu menn ekki hafa efað, að hún myndi efna það heit. Gullfossmálinu lauk þannig að hinir erlendu handhafar vatns- réttindanna misstu áhugann á virkjun, hættu að greiða leiguna og féll þá samningurinn úr gildi. Sigríður í Brattholti á það skilið, sagði Sveinn Björnsson, að henn- ar sé minnst fyrir landvörn sína. Mér var kunnugt um að Rík- Sveinn Björnsson, forseti. arður Jónsson myndhöggvari hafði teiknað vangamynd af Sig- ríði og minntist ég á það við hann, hvort hann myndi ekki vilja láta steypa myndina í eir og að henni yrði komið fyrir við Gullfoss til minningar um Sig- ríði. Ríkarður var fús til sam- starfs um þetta, en lét mig vita að mynd sú sem hann ætti af Sigríði væri teiknuð eftir minni, en þá mynd sem hann teiknaði af Sig- ríði þegar hún sat fyrir, hefði hún eyðilagt, ekki viljað láta gera mynd af sér. Hinsvegar sagðist Ríkarður hafa gert seinni mynd- ina strax meðan honum var and- lit Sigríðar í fersku minni, og er ekki að efa að myndin muni vera mjög lík. Þó er e.t.v. vegna þessa réttara að líta á myndina við Gullfoss fremur sem táknmynd en raunverulega. Jónas Jónsson frá Hriflu ræddi stundum við mig í síma um þess- ar myndir og var hann mjög áhugasamur um að mynd Sigríð- ar yrði komið fyrir við GuIIfoss og átti hann raunar hugmyndina að því. Menntamálaráðuneytið ritaði sýslunefnd Árnessýslu 26. ágúst 1959 og Ieitaði eftir, hvort hún hefði nokkuð við það að athuga að minnismerkinu yrði komið fyrir við fossinn og barst jákvætt svar sýslumanns. Þá var aflað samþykkis nánustu vandamanna Sigríðar, en hún hafði andast árið 1957. Arnesingafélagið í Reykjavík hélt árlega Jónsmessumót og nú skyldi það fara fram 24. júní 1978. Fór félagsstjórnin fram á að afhjúpun minnisvarðans færi fram þann dag áður en samkoma félagsins í Aratungu hæfist. Á fundi Arnesingafélagsins hafði þá fyrir nokkru verið samþykkt tillaga um að reisa Sigríði minn- ismerki, óah'itandi um aðgerðir ráðuneytisins og fyrirætlanir í málinu. I framhaldi af samþykkt félagsins hófust viðræður milli forystumanna félagsins, Bjarna K. Bjarnasonar, þáverandi borg- ardómara, og Arinbjarnar Kol- beinssonar læknis, um að vinna saman að málinu. Að ósk ráðu- neytisins var einnig Ieitað sam- starfs við Samband sunnlenskra kvenna. Menntamálaráðuneytið bar kostnað af verkinu, en Arnes- ingafélagið sá um að fá Sigríði Guðmundsdóttur myndhöggvara til þess að velja stein fyrir mynd- ina, fella hana í steininn og velja honum stað við Gullfoss. Afhjúpun minnisvarðans fór fram síðdegis laugardaginn 24. júní 1978. Næsta dag fóru fram kosningar til Alþingis og því gat Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra ekki komið austur þennan dag, þar sem hann var austur á landi í kjördæmi sínu. Ég var þarna af hálfu ráðuneytis- ins. Sigurhanna Gunnarsdóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna, afhjúpaði minnismerkið. Athöfn þessi hafði ekki verið auglýst, en nokkrir látnir vita um hana. Var þarna allstór hópur manna og síðan var samkoma Ar- nesingafélagsins í Aratungu. Árið 1975 bauð Einar bóndi Guðmundsson í Brattholti Nátt- úruverndarráði að gjöf Iandræmu meðfram Hvítárgljúfri þar sem Gullfoss er. Skilyrði var að landið yrði girt og það ævinlega notað í samræmi við anda náttúruvernd- arlaga. Þáverandi formaður Náttúru- verndarráðs, Eysteinn Jónsson, Ieitaði samþyldds menntamála- ráðuneytisins til þess að veita gjöfinni viðtöku og var það auð- sótt. En Gullfoss hafði ríkissjóð- ur keypt árið 1945 af Einari í Brattholti, Árna Jónssyni í Tungufelli og Guðjóni Jónssyni. Sigríður í Brattholti er meðal brautryðjend. í náttúruvernd og barátta henii. hafði mikil áhrif. Auðvitað haf uenn á öllum tím- um dáðst að • gurð Iandsins, en ýmsum þykir það fallegast þegar vel veiðist. Á tímum mikillar tækni, þegar unnt er að bylta og breyta Iamb igi á stórfelldan hátt, þarf Ála aðgæslu og ábyrgð í frami.væmdum. Jóhann- es skáld úr Koilum segir í ljóði að spóinn myndi vilja gera landið allt að einum flóa. Aðrir vilja virkja nálega allt sem rennur og meira til. Vandi þeirra sem stýra umhverfismálum er því ærinn, að hlutast til um að auðlindir lands- ins séu nýttar á skynsamlegan hátt, án spjalla sem framtíðin mun ekki fyrirgefa. Hagyrðingaþáttur Fréttir herma að forystuþjóð ver- aldar sé haldin þeirri áráttu að velja sér „róulausa" forseta. Síð- an eyðir hún milljörðum í að flet- ta ofan af afrekum þeirra og þefa upp bletti eftir þá hist og her. Þetta er hennar aðal hobbý ásamt sprengjukasti. Hart er vtða heimi í, hórdómshrot ogjyllirí, enda mæðist mjög af þvt Móna greyið Lúinský. Einnig hetjan Hillarý - herra Klinton veldur þvt, hann er út um horg og hý að hrúka kdf og svtnarí. Aðferð hans er ekki ný; eins var mister Kennedý! Jafnvel enginn alvegfrí, erfðasyndin veldur því. Vtst md heyra veröld í vopnabrak og sprengjugný. - St'ður þarf að sinna því en sæðisblettum pilsum t. Sumir halda að Jeltsín gamli sé orðinn of hrumur til að stjórna Rússum, en það er ekki rétt. Leynist mjög í öldnum enn ærinn fídonskraftur; Jeltsín rekur rúðamenn - og ræður síðun aftur. Illa fór fýrir Skúla skiptilykli um daginn, samanber Dag 18. ág. bls. 26. Heyrðist hvellur heldur mikill, herjans draslið sundur hrast, þegar Skúli skiptilykill skellti hurðum nokkuð fast. Haust Senn er horfin sumarbltða, setja hútinn þarf i naust. Gamla fólkið fer að kvtða fyrir dögum þeim er ht'ða og mæta okkur endalaust. Þó er hara hest að vera hrattur, segja fróðir menn. Það er alveg um að gera - ekki lúta ú neinu hera. Aftur kemur sumar senn. Búi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.