Dagur - 05.09.1998, Side 8

Dagur - 05.09.1998, Side 8
VIH-LAUGARDAGUR S. SEPTEMBER 1998 Andlát Aslaug Gísladóttir Haeðargarði 35, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að- faranótt miðvikudagsins 2. september. Bergljót Bjarnadóttir Norðurbrún 1, Reykjavík, áður til heimiiis að Haukadal, Dýra- firði, er látin. Bjöm Bjömsson frá Efra-Seli, Landsveit, lést á Dvalarheimlinu Lundi, Hellu, fimmtudaginn 27. ágúst. Borghildur Brynjólfsdóttir Neshaga 13, áður til heimilis að Gelti í Grímsnesi, lést á Landspítalanum laugardaginn 15. ágúst. Egill Grétar Stefánsson Móasíðu 6 C, Akureyri, lést á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 28. ágúst. Einar K. Gíslason fyrrverandi verkstjóri, Grand- argerði 2, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 31. ágúst. Elín Vilhjálmsdóttir frá Vestmannaeyjum, til heim- ilis á Suðurbraut 2a, Hafnar- firði, lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 29. ágúst. Fanney Guðmundsdóttir Nesbala 12, Seltjarnamesi, lést á heimili sínu mánudagsmorg- uninn 31. ágúst. Guðmundur Jensson fyrrverandi yfirkennari, Grund- argerði 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 30. ágúst. Haukur Sigurðsson lést á Elliheimilinu Grund sunnudaginn 30. ágúst. Ingibjörg Steinþórsdóttir Mýrarholti 14, Olafsvík, lést á Landakotsspítala föstudaginn 28. ágúst. Kristín Jónsdóttir dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Odda á Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 22. ágúst. Margrét Ingimarsdóttir Háaleitisbraut 28, Reykjavfk, lést á Landspítalanum mánu- daginn 31. ágúst. Ragnar Smárason Vesturási 30, Reykjavík, er lát- inn. Ragnheiður Þórsdóttir Gröf, Víðidal, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. ágúst. Ragnhildur ísleif Þorvalds- dóttir Bakkatúni 6, Akranesi, er Iátin. Sigríður Ásta Stefánsdóttir frá Stakkahlíð, Loðmundar- firði, lést mánudaginn 17. ágúst. Sigurlaug Magnúsdóttir Droplaugarstöðum, áður Furu- gerði 1, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 30. ágúst. Stefán Jón Björnsson fyrrverandi skrifstofustjóri, Ut- hlíð 3, lést á hjúkrunarheimil- inu Eir að morgni laugardags- ins 29. ágúst. Sævar Magnússon lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mið\ikudaginn 26. ágúst. Vignir Guðnason Kópubraut 16, Innri-Njarðvík, Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 26. ágúst. Þóra R. Stefánsdóttir Suðurhólum 16, Reykjavík, lést á Landakotsspítala mið- vikudaginn 26. ágúst. Þórdís Einarsdóttir Lambastekk 4, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mið- vikudaginn 2. september. NGARGRE Ahyptr Egill Grétar Stefánsson Egill Grétar Stefánsson fædd- ist 18. mars 1957. Hann lést 28. ágúst síðastliðinn. Þú varst okkur miklu meira heldur en venjulegur pabbi. Þú varst einlægur vinur sem gafst okkur allan þann kærleik og alla þá ást sem þú hafðir fram að bjóða. Alltaf hjálpaðir þú okkur og hvattir áfram sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Skyn- semi og vandvirkni var þér alltaf ofarlega í huga sem var og verð- ur okkur ómetanleg leiðsögn í lífinu. Það skipti aldrei hvernig málum var háttað, þú fannst alltaf björtu hliðarnar og gerðir gott úr. Okkur er það sérstaklega minnisstætt fyrir skömmu, þú varst þá búinn að missa allt hár- ið. Anna bauðst til þess að raka þig en þú sagðir: „Nei, ég get nú alveg rakað mig en þú mátt hjálpa mér að greiða mér.“ Alveg frá því við munum fyrst eftir okkur, er það sérstaldega minn- isstætt hversu athafnasamur þú varst hvernig sem í pottinn var búið. Okkur er það dýrmætt að þú kenndir okkur að trúa og treysta á Guð sem er mikil huggun og styrkur í það stóra skarð sem þú skilur eftir. OII orð virðast vera svo fátæk til þess að lýsa því hvaða yndislegu persónu þú hafðir að geyma. Minningin í hjörtum okkar og þann mikil- væga sess sem þú skipar þar seg- ir okkur miklu meira. Hún fylgir okkur allt lífið, því hvað sem við gerum og hvert sem við förum, þangað ferð þú með okkur í hjörtum okkar. Þín elskandi börn Linda, Anna og Einar Ingi. * * * í ársbyrjun 1975 bankaði ungur piltur tæplega átján ára upp á hjá okkur og spurði um Kollu. Þessi piltur var Egill, var að koma í land og var þá á togara. Mér hálf brá vegna þess að Kol- brún var þá á sautjánda ári og var að klára Gagnfræðaskólann. Hún var mjög heimakær og fór aldrei neitt, en henni hafði tek- ist að kynnast Agli og síðan voru þau óaðskiljanleg, fóru að stofna heimili strax og voru samtaka í öllu sem þau gerðu. 17. júní 1976 giftu þau sig, sá dagur var bjartur og fagur, 20 stiga hiti. Þarna var ég búin að eignast tengdason sem var þvílíkt tröll að leitun var að öðru eins. Hann vann, og þau bæði, á verksmiðj- um SIS eins og svo margt ungt fólk þá. Hann fann og vissi að engin framtíð væri f því og fór því að læra múrverk og vann við það, fyrst hjá öðrum og síðan með sitt eigið fyrirtæki, þar til þau keyptu hlut í Hnakkvirki 1995, og rak það ásamt föður sínum. Egill var mjög vandvirkur og handlaginn, það lék allt f hönd- unum á honum. Hann var líka mjög ákveðinn og lét sig ekki ef því var að skipta. Þau keyptu gamla íbúð og hún var gerð upp, seldu og keyptu aðra, síðan keyptu þau fokhelda raðhúsíbúð í Móasíðu 6c, þar vann hann dag og nótt, svo þau gætu flutt inn. Þegar þetta var voru þau búin að eiga börnin sín þrjú, Lindu, Onnu og Einar. Börnin, Kolla og heimilið voru honum kærust og lét hann ekki sitt eftir liggja til að þeim liði sem best. Alltaf hafði Egill tíma til að hjálpa öðr- um, fjölskyldu minni var hann eins og sonur sem alltaf hefði til- heyrt henni. Hvernig hann rækt- aði móður mína aldraða var ein- stakt og verður seint þakkað. Við Egill vorum góðir vinir og margar góðar stundir áttum ég og fjölskyldan með honum. Þeg- ar á bjátaði hjá mér sagði hann: „Þú veist það tengdamútta, að ég geri allt fyrir þig, því þú ert besta tengdamamma sem ég hef átt.“ Við hlógum oft að þessu því aldrei átti hann aðra. Þegar við Hörður fórum að búa saman, tók hann honum mjög vel og þeir urðu góðir vinir og mestu mátar. Þegar ég veiktist fyrir tveimur árum, datt engum í hug að Egill ætti eftir að beijast við sama sjúkdóm, lífið er fallvalt og enginn veit sín örlög fyrir. Egill var mikill baráttumaður og eins tók hann á sínum veik- indum og barðist af hörku en í þetta sinn vann hann ekki orr- ustuna, því miður. EgiII var mjög trúaður og trúin og viljinn hjálp- uðu honum í veikindunum. I fjölskylduna var kominn tengda- sonur, unnusti Lindu, Birgir Orn Reynisson, alveg sóma- drengur sem hefur reynst þeim sérstaklega vel. Kolla mín og börnin stóðu eins og klettar við hlið Egils, hann vildi vera heima og fékk það, heima var best. Fá- tækleg orð segja ekki mikið þeg- ar góður drengur kveður lífið allt of fljótt. Ég vil þakka fyrir að hafa átt hans vináttu í gegnum árin. Við Hörður biðjum Guð að styrkja fjölskylduna. Margrét Emilsdóttir. * * * K;rri vinur Það er ótrúlegt en því miður satt, að þú er farinn frá okkur. Talað er um að fólk á þínum aldri eigi allt lífið framundan, og sem betur fer er það oftast satt. En þú áttir svo margt ógert. Þú hafðir svo mikinn lífsvilja og baráttuþrek, sem sýndi sig bezt síðustu dagana þegar þú fórst með verkfærin þín niður á Hnakkvirki og notaðir tímann meðal annars til að hreinsa þau og merkja með sérstökum hætti. Þú varst mikið snyrtimenni og vildir hafa allt í röð og reglu. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var fagmann- lega unnið hvort sem það hét múrverk, flísalögn, hnakkasmíði eða bara skúra, skrúbba og bóna, það skipti ekki máli, þú varst aldrei aðgerðalaus. Það er margs að minnast á svona stundu, og væri of langt mál að telja það upp hér. En eitt er víst að þú varst vinur vina þinna, og var kannski einmitt núna, að koma sá tími, sem maður gat litið upp úr dagsins önn og verið meira saman. En ef til vill er lífið bara eitt augnablik og skulum við sem eftir stöndum ávallt hafa það hugfast, og nota þann tíma sem við höfum vel. Elsku Kolla, þú hefur staðið sem klettur við hliðina á Agli all- an tímann, haltu ótrauð áfram, stattu hjá börnunum ykkar áfram því að þau þurfa svo sann- arlega á því að halda. Guð blessi ykkur öll um ókom- na framtíð. Elsku Kidda, Stebbi, systkini, tengdaforeldrar og ástvinir allir, Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur styrk. Egill minn, ég veit að þú vildir engar málalengingar og kveð ég þig því kæri vinur. Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatúrin stríð. V. Briem. Vinarkveðja, Helga. * * * KæriEgiU í dag þegar við kveðjum þig og Iitið er yfir farinn veg er margs að minnast. Fram á síðustu stundu varstu kátur og hress, gerðir að gamni þínu og sást björtu hliðarnar á öllum málum. En svona er lífið, I blóma lífsins og á bezta aldri, háðir þú hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, sem tekur alltof marga. Þú varst ótrúlegur, lést aldrei bilbug á þér finna, hafðir á orði að þér mundi batna og sannar- lega ætlaðir þú að sigra. Með jákvæðri hugsun, mikilli hjálp bama þinna og eiginkonu, og allra okkar bæna, tókst þér að framlengja líf eigið líf og gast verið hjá okkur lengur en margir héldu. Sérstaklega er okkur í fersku minni laugardagurinn 6. júní síðastliðinn, þegar þú og Kolla buðuð okkur í óvissuferð. Þvílíkt ferðalag. Fyrst vorum við heima hjá ykkur, spjölluðum saman og hlógum dátt, svo fórum við öll á myndastofu, síðan í Rósagarð- inn, þar tóku allir vel til matar síns, þar sátum við og spjölluð- um fram á nótt, enduðum heima hjá ykkur og enn var hlegið. Þvílíkt kvöld. Minningin lifir í máli og myndum. Elsku Kolla, börnin og allir ástvinir, megi góður Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Elsku Egill far þú í friði kæri vinur. Mamma og pabbi, Helga, Helgi og dætur, Maja og börn, Didda, Jóndi og börn, Anna, Anfinn og börn. * * * Elsku frændi Allt f einu varstu ekki lengur hérna hjá okkur. Ég sem var búin að lofa því að kveðja þig, en þetta gerðist allt svo fljótt. Ég mun ávallt minnast þín í ára- mótaboðunum hjá ömmu og afa, þar sem þú sast í sófanum, og hafðir varla undan því að skjóta á okkur. Sjaldan eða aldrei gát- um við svarað fyrir okkur, nema þannig, að þú hlóst þig alveg máttlausan. Svona mun ég muna þig, alltaf hressan og kátan. En núna ertu farinn, og ég vil því segja bless við þig og bið góðan Guð að varðveita fjölskyldu þína á þess- um erfiðu tímum. Þín frænka Eva Hrönn. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.