Dagur - 10.11.1998, Side 1

Dagur - 10.11.1998, Side 1
Menuingamefnd vUl fé í Eetilhúsið Tillögur Gilfélagsins fá dræmar undirtekt- ir bæjarfulltnía, en formaður menuinga- málanefndar segir vilja í nefndinni til tæplega 15 milljóna stuðnings. TiIIögur stjórnar Gilfélagsins um 23 milljóna framlag bæjarins til starfsemi félagsins og til þess að ljúka endurbygginu Ketilhússins fengu heldur dræmar, en þó ekki óvinsamlegar, móttökur hjá bæj- arstjórnarmönnum á opnum borgarafundi á laugardaginn. Stjórnmálamennirnir virtust allir sammála um að sá neikvæði tónn sem sleginn var í fundar- boði Gilfélagsins og endurspegl- ast í yfirskrift hans, „A að negla fyrir gluggana", væri ekki heppi- Iegur til að byggja á frekari sam- ræður. Jakob Björnsson, Odd- ur Helgi Hall- dórsson og Sig- urður J. Sigurðs- son gerðu sér- stakar athuga- semdir við Jjessa túlkun. Ásgeir Magnússon odd- viti F-lista var þó öllu jakvæðari gagnvart fundar- boðinu þó hann eins og raunar hinir frummæl- endurnir allir teldi að full lítið væri verið að gera úr framlög- um bæjarins til menningarmála. Til fjárhagsáætlimar Hvorki fulltrúar minnihluta né meirihluta í bæjarstjórn gáfu neinar ákveðnar yfirlýsingar um fjárstuðning, hvorki af né á. Þannig vísuðu t.d. þeir Sigurð- ur J. Sigurðsson og Ásgeir Magn- ússon til þess að málið yrði tekið upp við gerð fjárhagsáætlun- ar, en Jakob Björnsson und- irstrikaði að málið hefði enga formlega um- fjöllun fengið í bæjarráði eða bæjarstjórn. I framhaldi af því varpaði hann því fram að hugsan- lega mætti ræða að klára bygg- ingu Ketilhúss- ins á tveimur árum og dreyfa greiðslubyrðinni. Tillaga uin 15 milljónir Það vakti athygli í umræðum eft- ir hinar almennu framsögur að Þröstur Ásmundsson formaður menningamálanefndar bæjarins upplýsti að menningamálanefnd hefur þegar sent bæjarráði hug- myndir um að hafnar verði end- urbætur á Ketilhúsinu, þannig að efri hæðin eða salurinn geti komist í gagnið. Það myndi þá þýða að það væri anddyri niðri en ekki endilega að annað yrði klárað endanlega, en hins vegar væri húsið sem slíkt komið í notkun. Þröstur segist líta svo á að í menningarmálanefnd sé vilji fyrir því að fara með þessum hætti í málið, en kostnaður við þennan framgangsmáta nemur tæpum 15 milljónum. Sjálfur segir Þröstur hinsvegar telja að ljúka ætti endurbótum á Ketil- húsinu áður en ráðist yrði í framkvæmdir við Amtsbókasafn- ið - en samkomulag er um að fara í slíkt árið 2000. Þröstur Ásmundsson formaður menningarmálanefndar segir út- reikninga nefndarinnar um endur- bætur á Ketilhúsinu hljóða upp á tæpar 15 milljónir Reiðskemma á Hlíðarholti Hestamenn vHja eim fremur koma á frekara samstarfi við félagasamtök fatlaðra og auka þá möguleika jiar sem fatlaðir ein- staklingar geta notið hestsins Hestamannafélagið Léttir ákvað á afmælisstjórnarfundi 5. nóv- ember sl., á 70 afmælisdegi fé- lagsins, að hefja nú þegar vinnu að undirbúningi byggingar reið- skemmu við hesthúsahverfið á Hlíðarholti sem yrði að lágmarki 60X40 metrar að stærð. I álykt- uninni segir að tíminn fram að aðalfundi félagsins í febrúar 1999 verði notaður til að ræða við innflytjendur og umboðs- menn sem flytja inn hús sem geti hentað starfseminni en nauðsyn reiðskemmu á Akureyri er talin mikil. „Hestamennska hefur á und- anförnum árum breyst og krafan um inniaðstöðu er orðin hávær. Allt námskeiðahald verður skil- virkara svo og æskulýðsstarf. Hestamenn vilja ennfremur koma á frekara samstarfi við fé- lagasamtök fatlaðra og auka þá möguleika þar sem fatlaðir ein- staklingar geta notið hestsins. Hvammshlíðarskóli hefur á und- anförnum árum boðið upp á Sigfús Helgason, formaður Léttis, á svæðinu í Lögmannshlíð þar sem reiðskemman á að rísa. mynd: brink hestamennsku með aðstoð Létt- is fyrir sfna skjólstæðinga einu sinni í viku en eins og gefur að skilja þá hefur þessi starfsemi verið á hrakhólum vegna að- stöðuleysis. Reynslan af hesta- mennsku fyrir fatlaða einstak- linga hefur sýnt að þörfin er mik- il,“ segir m.a. í ályktuninni. Samkvæmt skipulagstillögum Akureyrarbæjar er gert ráð fyrir reiðskemmu á svæðinu. GG Verðlauna- hafar Búnaðar- bankans Dregið hefur verið úr réttum lausnum I verðlaunagetraun á verðbréfadögum Búnaðarbankans á Akureyrí sem fram fóru 7.-9. október sl. 1. verðlaun, verðbréf fyrir 30.000 kr. hlaut Kolbrún Úlafsdóttir. 2 verðlaun hlaut Auður Magnea Jónsdóttir, verðbréf fyrir kr. 20.000 og 3. verðlaun hlaut Úmar Svanlaugsson bréf fyrir kr. 10.000. mynd: brink SR-mjöl er hæst Akureyrarbær greiðir langhæst gjöld lögaðila á Norðurlandi eystra samkvæmt álagningar- skrá 1998, eða 123,9 milljónir króna, mestmegnis tryggingar- gjald í staðgreiðslu, en hæst gjöid á Norðurlandi vestra og á Norðurlandi öllu ber SR-mjöl, eða 142,2 milljónir króna, þar af 119,7 milljónir króna í tekju- skatt. Næst koma svo á Norðurlandi eystra Kaupfélag Eyfirðinga með 88,2 milljónir króna, Sam- herji með 76,1 milljón króna, Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri með 64,9 milljónir króna, Utgerðarfélag Akureyringa með 47.9 milljónir króna og Krossa- nesverksmiðjan á Akureyri með 44,1 milljónir króna. Á Norður- landi vestra koma Kaupfélag Skagfirðinga með 12,6 milljónir króna, Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga með 5,6 milljónir króna, Marteinn Haraldsson á Sauðárkróki með 4,9 miiljónir króna og Stuðlaberg á Hofsósi með 4,4 milljónir króna. I einstaka þéttbýlisstöðum á Norðurlandi eystra ber BGB hæst heildargjöld lögaðila í fyrr- um Árskógshreppi með 10,6 milljónir króna í heildargjöld, Sparisjóður Svarfdæla á Dalvík með 11,1 milljón króna, Gjögur á Grenivík með 30,9 milljónir króna, World Minerals Island á Húsavík með 23,4 milljónir króna, Rifós í Kelduhverfi með 7.9 milljónir króna, útgerð Garðars Guðmundssonar í Olafsfirði með 26,4 milljónir króna, Jökull á Raufarhöfn með 110 milljónir króna, Kísiliðjan í Mývatnssveit með 20 milijónir króna og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar með 10,3 milljónir króna. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.