Dagur - 10.11.1998, Side 2

Dagur - 10.11.1998, Side 2
2 — ÞRIDJUDAGVR 10. NÚVEMBER 1998 X^mit AKUREYRI NORÐURLAND FISK með góða afurðasamniiiga í Þýskalandi Afurðimar fara til neytenda í þýskum stórmörkuðum í frystigámum aðeins 10 dögum eftir að fiskinum er landað þannig að birgðasöfn- un er engin á Sauðár- króki. Rekstur Fiskiðjunnar-Skagfirð- ings á Sauðárkróki gengur vel, en fyrirtækið var rekið með lið- lega 150 milljóna króna hagnaði á rekstrarárinu 1997/1998. ís- fisktogarinn Hegranes sér frysti- húsinu fyrir hráefni og landaði 70 tonnum af þorski í byrjun vik- unnar. Bolfiskurinn er flakaður og Iausfrystur og síðan skorinn í bita í neytendapakkningar í pökkunarstöð félagsins. Afurð- irnar fara síðan til neytenda í þýskum stórmörkuðum í frysti- gámum aðeins 10 dögum eftir að fiskinum er landað þannig að birgðasöfnun er engin. FISK fær nýjan lausfrysti um miðjan nóv- embermánuð að verðmæti 30 milljónir króna en núverandi lausfrystir annar ekki daglegri þörf. Til að mæta því hefur þurft að vinna við að mata hann á kvöldin og á laugardögum en með tilkomu nýs lausfrystis ger- ist þess ekki þörf. Togarinn Klakkur landaði á mánudag 112 tonnum í Grund- arfirði, þar af 50 tonnum af ýsu sem fór á fiskmarkað, en 18 tonn af þorski og 43 tonn af ufsa fóru til Sauðárkróks til vinnslu. Isfisktogarinn Skafti er á rækju- veiðum til hráefnisöflunar fyrir rækjuverksmiðju FISK í Grund- arfirði og írystitogarinn Málmey er á karfaveiðum fyrir suðvestan Iand, m.a. á FjöIIunum og hefur aflað um 40 tonn á sólarhring. Karfinn er flakaður á þýskan markað en áður var hann haus- skorinn og heilfrystur á Asíu- markað en vegna efnahags- kreppu í þeim heimshluta þykir það markaðssvæði ekki fýsilegt. Isfisktogarinn Skagfirðingur er á söluskrá, en er nú í leigu hjá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og er á rækju. Málmey veiðir karfa- kvóta Skagfirðings. GG Blakað af lífi og sál Trimmmót blakara eldri en 30 landi, m.a. frá Akureyri, Sauðár- í þremur riðlum og varð lið Eikar ára fór fram í KA-heimilinu um króki og Húsavík og tvö komu frá frá Akureyri sigurvegari í 1. riðli, síðustu helgi og tóku þátt í því 24 Reykjavík. lið Oðins frá Akureyri í 2. riðli og félög, 16 kvennalið og 8 karlalið. Lið KA varð sigurvegari i karla- lið Völsungs frá Húsavík í 3. Félögin voru flest frá Norður- flokki en í kvennaflokki var keppt riðli. GG SKOÐANIR BRYNJÓLFS Pokahomið fullt af aukaorðum Ég var að hlusta á þátt á Bylgjunni sem kallast Pokahornið. Aukaorðaljöldi stjórnenda og viðmæl- enda þeirra vakti athygli mína og undrun. Hérna, kom mörgum sinnum fyrir í hverri setningu. Þar sem þarna ræddust við vanir útvarpsmenn og mað- ur sem er bæði forstjóri og rithöfundur þá finnst mér að þeir ættu að geta skipst á skoðunum án þess bókstaflega að stikla á aukaorðum í máli sínu. Þessi aukaorðaljöldi er svo algengur í máli fólks sem kemur í Ijölmiðla að aðkallandi er að reyna að vinna bug á þessum vanda. Ungt fólk sem hlustar á þessi ósköp í útvarpi gæti haldið að svona ætti að tjá sig og tekið það þess vegna upp. *ÍÉk jM" vkp ýLr 'W' 'TF ▼ irfc ^ ™ ™ Jólahátíð á „Norðurpólnum” Vikulega frá og með 19. nóvember mun fylgja Degi blað sem sérstaklega verður tileinkað hátíðinni á „Norðurpólnum” á Akureyri. í blaðinu verður dagskrá hátíðarinnar kynnt og sagt frá þeirri starfsemi sem fram fer á „Norðurpólnum”. Auk þess gefst kaupmönnum og ferðaþjónustuaðilum tækifæri á að koma þar auglýsingum á framfæri. Blaðið verður í sama broti og Dagur, sextán síður og að hluta til prentað í fjórum litum. Útgáfudagar eru eftirfarandi: Fimmtudagurinn 19. nóvember Fimmtudagurinn 26. nóvember Fimmtudagurinn 3. desember Fimmtudagurinn 10. desember Fimmtudagurinn 17. desember Blaðinu, ásamt Degi, verður þessa daga dreift endurgjaldslaust inn á heimili á svæðinu frá Blönduósi austur um til Neskaupsstaðar. Auglýsendur athugið: 5% aukaafsláttur er gefinn af verði auglýsinga sem pantaðar éru fyrir 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar og pantanir auglýsinga eru hjá okkur á auglýsingadeild Dags. Neð bestu kveðju, G. Ómar Pétursson sími 460-6191 og 893-3911 jáfc .áá- 'Ji,- Jk. Jd, -Mr 'M. Jj, 'M, VK sU. vlt -M, M viJ- JU, ^ \U. \U.. 4L \U. \U- \U. vi/.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.