Dagur - 26.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 26.11.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 - 23 Ð^ttr LÍFIÐ í LANDINU VEÐUR Bakhlutinn er keimlíkur Landcruiser. 1 m j ft m 1 # 1 1 i NýrToyotajeppií burðarliðnum? BÍLAR nýr jeppi a Þrátt fyrir að bíllinn væri dulbú- inn sem Kia með merki fyrirtækisins létu ljós- myndarar ekki blekkj- ast og náðu myndum af jeppa sem mun vera hönnunarstigi frá Toyota, byggður á grunni pallbíls sem kallast Toyota Tundra. Sá er ekki fáanleg- ur hérlendis og ekki vænt- anlegur, enda ekki seldur víða um heiminn. Aðallega á Japansmarkaði. Þessi dulbúni jeppi er af fullri stærð og með bakhluta ærið keimlíkan Land Cruiser. Það komst upp um strákinn Tuma þó hann reyndi að leynast. KIA merkið sem var á bílnum. Allt of stór innanbæjar Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@islandia.is Það eru ekki allir jafn hrifnir af stór- um bílum. Bílablaða- maður í Bandaríkjun- um hafði Ford F-350 Lariad Super Duty yfir eina helgi. Hann ók bílnum um þúsund kílómetra á meðan. Sumir stóðu gapandi yfir glæsileika bílsins á meðan aðrir forðuðu sér í dauðans ofboði undan tröllinu. Okkar manni þótti bíllinn allt of stór til að aka á honum innanbæjar og mjög erfitt að þræða mjóar götur og bíla- stæði. Hann var sífellt hræddur Ford F-350. um að hliðarspeglarnir rækjust hröðunin vel viðunandi á þess- í gangandi vegfarendur. um stóra bíl. Vélin er V-10 og reyndist Veðrið í dag... Norðvestan gola eða kaldi norðaustantil og él, en hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður sunnan- og vestantil. Hiti um írostmark, en fer kólnandi norðaustanlands í bili. fflti 3till Veðurhorfnx næstu daga lánurilin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum Hálka er á HeUisheiði og í Þrengslum. Á vegum á SnæfeHsnesi og í Dölum er viða snjóþckja. Á Vestfjörðum er hálka á flestum vegum, en Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru aðeins færar jeppum og stærri hílum. Á Holtavörðuheiði og vegum á Norð-vesturlandi er snjóþekja. Á Öxnadalsheiði er snjóþekja og á Mývatns og Möðrudalsöræfum er hálka, einnig er hálka á Fjarðarheiði og Heflisheiði eystri og er skafrenningur þar. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glerárgötu 32, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.