Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 29.12.1998, Blaðsíða 5
 ÞRÍÐJUDÁGU R 29. DESEMBER 19 98 - * FRÉTTIR Stefnir í fj örugt próf- kjör á Reykjanesi Allir þingmeim sam- fylMiigariimar á Reykjanesi, nema Kristín Halldórsdótt- ir, gefa kost á sér í prófkjörið þar sem fram fer í byrjun febr- úar. Samfylkingin í Reykjaneskjör- dæmi hefur ákveðið að fram fari prófkjör til uppstillingar á lista hennar fyrir komandi alþingis- kosningar. Þetta er gert með fullu samþykki Kvennalistans í kjördæminu og tryggt er að kon- urnar fá eitt af fjórum efstu sæt- unum. Kjördæmisráð flokkanna eiga eftir að staðfesta þetta sam- komulag og hefur Alþýðuflokk- urinn þegar boðað til fundar í Hafnarfirði á morgun. Flokkar samfylkingarinnar eiga nú fimm þingmenn í Reykjaneskjördæmi. Alþýðu- flokkurinn fékk síðast tvo menn kjörna, Alþýðu- bandalagið, Kvennalisti og Þjóðvaki sinn manninn hver flokkur. Fyrir Þjóðvaka var Agúst Einarsson kjörinn en hann er nú genginn í Alþýðuflokkinn. Allir þing- menn kjördæm- isins gefa kost á sér í prófkjörið nema Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista. Frá Alþýðuflokknum eru það þing- mennirnir Rann- veig Guðmunds- dóttir, Guð- mundur Arni Stefánsson og Ágúst Einarsson. Síðan mun Jón Gunnarsson úr Vogum gefa kost á sér fyrir Alþýðuflokkinn. Þungavigtar- menn að íhuga Frá Alþýðu- bandalaginu er öruggt að Sigríð- ur Jóhannes- dóttir, þingmað- ur flokksins, gef- ur kost á sér. Skúli Thorodd- sen lögfræðing- ur í Keflavík er sagður hugleiða í alvöru að gefa kost á sér sem og Magnús Jón Árnason í Hafn- arfirði. Mikið hefur verið talað um að Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASI, muni gefa kost á sér í prófkjörið fyrir Alþýðubanda- lagið, en hann er eins og gefur að skilja, mikill þungavigtarmað- ur innan verkalýðshreyfingarinn- ar og þvf hefur verið þrýst á hann að gefa kost á sér í prófkjörið. „Eg hef ekki tekið endanlega ákvörðun í þessu máli en get þó staðfest að ég er að íhuga málið í fullri alvöru," sagði Ari Skúlason þegar Dagur ræddi við hann í gær. Lengi hefur verið talað um að Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubandalagsins, ætlaði ekki að taka þátt í prófkjörinu. Nú heyrist því fleygt að honum hafi snúist hugur og muni ætla að gefa kost á sér. „Eg get ekki sagt að ég stefni á að taka þátt í prófkjörinu. Hins vegar hef ég fyrir löngu lært að útiloka ekkert í pólitík," sagði Jó- hann í samtali við blaðið í gær. Ekki er vitað fyrir víst hver verður fulltrúi Kvennalistans en flestir sem Dagur ræddi við telja víst að það verði Þórunn Svein- bjarnardóttir, sem tók þátt í að leysa framboðsmál samfylkingar- innar í kjördæminu. - S.DÓR Kristín Halldórsdóttir er eini núver- andi þingmaður samfylkingarflokk- anna sem ekki sækist eftir endur- kjöri. MættiaUt of seint Sýslumannsembættið á Keflavík- urflugvelli hafnar öllum ásökun- um Ástþórs Magnússonar, for- stöðumanns Friðar 2000, um að viljandi hafi verið komið í veg fyr- ir að jólapakkar samtakanna til Irak kæmust á réttum tíma frá Is- landi. Segir í greinargerð frá sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli að klúðrið sé Ástþóri sjálfum að kenna enda hafi hann ekki komið með sendinguna fyrr en kl. 07.25 að morgni aðfanga- dags og hún þá ótollskoðuð og farmskjöl ekki tilbúin. Brottfarar- tfmi vélarinnar sem pakkarnir áttu að fara með var ld. 8.50. Þar að auki hafi pakkasendingin farið um borð í vélina áður en hún hafði verið tollafgreidd og það hafi verið Flugleiðir hf. sem tóku þá ákvörðun að snúa flugvélinni við á brautinni og taka pakkana frá borði. Sýslumaður segir að plögg sem lögð voru fram af Friði 2000 hafi ekki verið þess eðlis að af þeim mætti ráða að heimild væri til þessa flutnings. Þegar samband hafi verið haft við utanríkisráðu- neytið ld. 9.30 hafi það ekki gert athugasemd við að sendingin færi úr landi. Segir sýslumaður að þrátt fyrir hve seint pakkarnir bárust hafi tollafgreiðsla þeirra ekki tekið nema tvær klukku- stundir sem þyki góður hraði. Kveraialistiim út úr samfylkmgu Enn er staða Kvennalistans í samfylkingunni óljós. Sögusagnir iun að Guðný Guðbjömsdótt- ir sé að hætta í pólitík en hún neitar að svara því. Kvennalistakonur telja sig vera út úr dæmi samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjavík sam- þykkti samkomulag A-flokkanna um ákveðnar prófkjörsreglur í Reykjavík. Ef kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins samþykkir það ekki eða gerir á því breytingar væru málin aftur komin á hyijun- arreit. Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- kona Kvennalistans, sagði í gær að ef kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins samþykkti líka þessa tillögu væru kvennalistakonur út úr dæminu. Hún var spurð að því hvort það væri rétt að hún hefði sagst vera hætt í pólitík. Því sagðist Guðný neita að svara en sagði að ef kvennalistakonur væru út úr dæminu í Reykjavík þá segði það sig sjálft að hún og fleiri konur væru hættar í pólitík. Guðný var spurð að því hvernig líta beri á það ef kvennalistakonur í Reykjavík telji sig út úr dæminu en kvennalistakonur í öðrum kjör- dæmum vinni af fullum krafti að samfylkingarmálum? „Það eru auðvitað flokksstofn- anirnar sem endanlega taka ákvörðun um hvort þetta allt nær saman. Hjá okkur verður það sam- ráð Kvennalistans sem tekur dæmið fyrir í heild sinni. Þess vegna ætla ég á þessari stundu ekkert að segja um það hvort þær kvennalistakonur, sem eru að vinna að samfylkingunni út um land, verða stöðvaðar í að halda áfram þeirri vinnu fyrir hönd Kvennalistans," sagði Guðný Guð- bjömsdóttir. í gærkveldi var haldinn fundur í kjördæmisráði Alþýðubandalags- ins, þar sem leggja átti fyrir fund- inn samkomulag sem A-flokkarnir í Reykjavík hafa gert með sér um prófkjörsaðferð og kratar hafa samþykkt en Kvennalistinn hafn- að. Flestir sem Dagur ræddi við í gær um fundinn voru á því að samkomulagið yrði samþykkt. Þó var vitað að Helgi Hjörvar borgar- fulltrúi og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður voru ekkert of ánægð með samkomulagið. Helgi var raunar það óánægður að hann boðaði í gær tillögu á móti á fund- inum, sem ekki var lokið þegar Dagur fór í prentun. - S.DÓIi Boltákomir brotna síður „Niðurstöðurnar benda til þess •að áhrif reglubundinnar þjálfun- •ar haldist a.m.k. til þrítugs. Ef -þessi aukning í beinþéttni helst ffarn á efri ár gæti áhætta hand- knattleikshópsins á beinbrotum síðar meir verið að minnsta kosti helmingi lægri en gengur og ger- ist meðal kvenna,“ segir í ágripi af niðurstöðum rannsókna, þar sem borin var saman beinþéttni handknattleikskvenna í meist- araflokki og viðmiðunarhóps kvenna á svipuðum aldri. Fyrri rannsóknir frá Sjúkra- húsi Reykjavíkur hafa, sam- kvæmt ágripi í Læknablaðinu (des. ’98), bent til þess að lík- amsáreynsla á aldrinum 16-20 ára hafi jákvæð áhrif til aukning- ar á hámarksbeinmassa. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort þessi áreynslu- tengda aukning á beinþéttni haldist eftir tw'tugt, sem reyndist raunin: Beinþéttni í handknatt- leikshópnum reyndist marktækt hærri en i viðmiðunarhópi. - HEI Sturlaugur hættir á Homafirði Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar- stjóri Hornafjarðar, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir 1. febrú- ar næstkomandi. I fréttatilkynn- ingu frá Hornafjarðarbæ segir að ástæður uppsagnarinnar séu ein- vörðungu persónlegs eðlis og m.a. þær að Sturlaugur mun bráðlega taka við starfi framkvæmdastjóra hjá nýstofnuðu bygginga- og verk- takafyrirtæki, Úlfarsfelli. Stefnt er að því að auglýsa starf bæjarstjóra Hornaijarðar á næstu dögum. Bauaslys á Ólafsvíkurvegi Tólf ára gamall piltur lést í umferðarslysi á Olafsvíkurv'egi um hádegi á sunnudag. PalIbíII með húsi valt í hálku og fór út af veginum. Pilt- urinn sem lést var aftur í húsinu en það er ekki gert fyrir farþega. Annar tólf ára drengur sem með honum var slasaðist lítilsháttar. Sjö manns voru í bílnum og sluppu fimm með smá skrámur. Ástþór viU í prófkjör framsóknar- mauna Ástþór Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Fram- sóknarflokksins að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá hon- um. Hins vegar kemur ekki fram í hvaða kjördæmi en væntanlega í Reykjavík. Ástþór segist jafnframt vilja greiða 4000 krónur fyrir hvert atkvæði í prófkjöri. Hann segir það í samræmi við þá hefð sem sé að skapast á Islandi að fríimkvæði Framsóknarflokksins um leigu á kennitölum til viðskipta og stjórn- mála. TAL með nýtt forvalsnúmer Símaf)TÍrtækið TAL mun á árinu 1999 bjóða símnotendum hvar sem er á landinu að hringja til útlanda í gegnum nýtt fon'alsnúmer, 1010, fyrir útlandasímtöl. Það kemur í stað númersins 00. Notendur fá þá samband við hið erlenda símanúmer í gegnum útlandasímstöð TALS. Ástþór Magnússon. Sturlaugur Þorsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.